Alþýðublaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 9
MVWW
Dýrt spaug
ab stela
konu
vinar síns
BIFVÉLAVIRKINN Roy
Woodroffe, 36 ára, varð
fyrir dálítilli óvenjulegri
móðgun þegar hann komst
að því, að konan hans
væri honum ótrú.
Hann spurði vinnufélaga
sinn og gamlan vin, Peter
le Faucheur að nafni,
hvort hann vissi ef til vill
hvað konan gerði eiginlega
þsgar hún væri ekki
heima. Svaraði hann því til
að hann ætti þar engan
hlut að máli, og ennfremur,
að kona Roys væri ekki
beinlínis nein Marilyn.
Roy varð tortrygginn við
þessi svör og réði leyni-
lögreglumann í þjónustu
sína. Þremur mánuðum
síðar kom leynilögreglu-
maðurinn að konu Roys í
rúminu með Le Faucheur.
Mál þetta kom fyrir rétt,
og lýsti dómarinn yfir því,
að "frú Woodroffe væri
engan ‘ vegin fullkomin
kona, því fullkomnar kon-
ur eru sjaldgæfar. En þar
eð hún hjálpaði manni sín
um í verzlun hans kæmi
hún honum að miklum not
um. Dómarinn sagði enn
fremur, að le Faucheur
hefði komið mjög ósæmi-
lega fram með því að stela
konu vinar síns.
Réttarhöldunum lauk
með því, að le Faucher var
gert að greiða Woodroffe
210.000 krónur fyrir eigin
konuránið.
BONDI í smábænum
Carole ætlaði að grafa
dauðan hund sinn. Allt í
einu þaut að honum hópur
hunda, hröktu bóndann á
burt og slógu hring um
hinn látna hund. Horfðu
þeir á líkið hryggðaraug-
um. Samfleytt í þrjá daga
hröktu þeir í burtu alla þá
sem reyndu að nálgast þá.
Að lokum sáu menn ekki
annað ráð betra en að kalla
út lögreglu til þess að
dreifa hundunum. — Tókst
það eftir harða viðureign.
Dýraverndunarfélagið í
Drottningarlandi (Ástral-
íu) hefur lagt til, að bann-
að verði að hafa krókódíls
unga fyrir gæludýr. Öttast
er, að þeir strjúki og setj-
ist að í ám.
FRAKKAR eru þeirrar
skoðunar, að Korsíkubúar
séu mestu letingjar heims.
Napoleon segja þeir und-
antekninguna sem sanni
regluna.
Nýjasta sagan um Kors-
íkubúa er á þessa leið:
Hin alþekkta korsík-
anska leti hefur smitandi
áhrif á hunda. Um daginn
sat Korsíkumaður ásamt
hundi sínum á kaffihúsi.
Hundurinn ýlfrað svo, að
kaffihúsgestirnir séu sér
ekki annað fsert en að
kvarta yfir þessu við þjón-
inn. Þjónninn tók kvört-
unina til greina, gekk til
eiganda hundsins og sagði:
— Monsjör, getið þér
ekki fengið hundinn til að
hætta þessu gelti?
— Því miður, sagði
Korsíkumaðurinn. Hann
settist í ískistuna þína og
nennir ekki að fara upp úr
henni.
Hefnd-
arfysn
Lee Yum Chun frá Hong
Kong var dæmdur þar fyr-
ir skömmu í 20 daga fanga
vist gefið að sök að hafa
lagt sér hundakjöt til
munns, en það er refsivert
athæfi í krúnunýlendunni.
Undir venjulegum kring-
umstæðum hefði Lee Yum
Chun orðið að sæta enn
þyngri refsingu, en vegna
framburðar hans sáu dóm-
ararnir ástæðu til að milda
dóminn. Lee lýsti því nefni
lega yfir, að hann hefði
lógað hundinum og étið
hann síðan af hreinni og
beinni hefndarfýsn. —
Skömmu áður hafði hund-
urinn borðað hans eina
kj úkling.
[OssafSensi ungmenna
S mrkla
tumanna
a.
að þús-
jiftist á
„róman-
Orsök
vera þá,
r þroska
íjá þeim
i um að
íu í kyn
ist Bar-
é á þess-
intískum
ndablöð-
m.
foreldra
túlamála
tii að taka höndum sam-
an og berjast gegn þessari
skoðun ungmenna. Leggur
hann trl, að ungdómurinn
verði fræddur um kyn-
ferðislífið áður en kyn-
ferðishvötin geri vart við'
sig.
Aður fyrr — á hinum
svokölluðu gömlu, góðu
dögum — voru unglings-
piltar og stúlkur vernduð
frá kynferðrslegum freist-
ingum. Þau voru alin upp
í að forðast allt það sem
haft gat espandi áhrif á
kynhvatirnar. Það er skoð-
un Barnes, að reyna eigi
að grípa til slíkra varúð-
arráðstafana á ný. Vrð eig-
um ekki að refsa, —
ekkr taka upp refsiaðgerð-
segir hann. — Við verð-
um að sjá til að æskan fái
andleg og uppbyggjandi
áhugamál. Æskan verður
að hafa nóg að gera í tóm
stundum sínum svo að
liún hafi ekki tíma til að
liugsa um kynferðismál.
Þessr stórmerka grein
herra Barnes hefur verið
gefin út í bók og seld í
innsigluðu umslagi, svo að
öruggt sé að saklaus
ungmenni fari ekki að
forvitnast um innrhaldið.
Ósagt skal látið, hvílíkt
gildi bók Barnes hefur og
látið nægja það, sem að
ofan stendur. Skal þess
getið, að það er sótt í mjög
svo alvarlegt enskt .blað,
„The Guardian.“
Á SlÐUSTU sjö árum
hafa alls um 171 000 Kín-
verjar flúið frá Kommún
ista-Kína til Formósu. —
Meðal flóttamanna þessara
eru 14.000 kínverskir
stríðsfangar, sem teknir
voru til fanga í Kóreu.
s
Blórn á konudaginn
fllttWft
WlwlWI
Símar 22822 — 19775
Blóm á konudaginn
Eiginmenn, munið eftir að íæra frúnni blcm
á konudaginn. — Við sendum um allan bæ.
Blóm og grænmetl
Skólavörðustíg 3. — Sími 16711.
LangholtsVegi 126. — Sími 36711.
AÓsloSarsfúlku
vantar að Tilraunastöðinni að Keldum. Stúdents*
mem^m æskileg. Laun samkv. 10. fl. launalaga.
Umsóknir sendist Tilraunastöðinni.
Frá Paged Warszawa
útvegum við BRENNISPÓN í ýmsum
stærðufn til afgreiðslu strax.
Finnbogi Kjartansson
Slippfélagshúsinu. — Sími 15544.
Enskar kápur
m. a. tweedfrakkar
með samstæðum pilsum
MARKAÐURINN
Laugavegi 89.
Alþýðublaðið — 18. febr. 1961 0