Alþýðublaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 2
flWf&eð; GbU J. Astþðruan (to.j ua BieneolUn GrPnan. runcraar rl» #f/é*nar: Slgvaldl HJilasirsson og IndrlBi G. Þorsteinsson - Fréttastjón :SS*r*vlr> GuíJmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasin* IMM. — ABsetur: AlþýBuhúsiB. — PrentsmiBJa AlþýBuWaBsins Hverfla- iBta 8—10. — AskriftargJald: irr. 45,00 á ménuBi. í lausasöiu kr. 3,00 eln* fee&aiMU: AlþýBuflokkurinn — Framkvœmdaatióri- Sverr«> 'ClartaiuMM' Er Emil þjófur? ÞJÓÐVILJINN á sér eitt úrvalshorn, 'þar sem komið er fyrir sumu af því rætnasta og svívirði- legasta, sem blaðið birtir. Þar heitír „Frá degi til j dags“. í gær var dálkurinn helgaður Emil Jóns- syni sjávarútvegsmálaráðherra, og er hann bor- inn þungum sökum, honum líkt við þjófa, sem brjótast inn í banka, og embættismenn, sem draga í sér stórfé. Svo segir Þjóðviljinn: ,,En hvað á að I segja um opinberan trúnaðarmann, sem með ó- í stjórn sinni rýrir tekjur þjóðarinnar um 2—300 } milljónir króna á nokkrum mánuðum? Sá sýslu- . maður er til og hefur embættisheitið sjávarútvegs málaráðherra. Að vísu mun mörgum landsmönn- um dyljast hvaða persóna ber þann virðulega tit- il um þessa mundir; sá maður hefur ekki látið í sér heyra síðan um áramót; enginn veit til þess, ! að hann 'hafi gert nokkra tilraun til þess að leysa } nokkurt vandamál í sjávarútvegi eða að hann hafi átt nokkra andvökunótt til þess að reyna að tryggja það að fiskur væri dreginn úr sjó“. Þessar svívirðingar skipta Emil Jónsson litlu má'li. Þjóðin þekkir hann af opinberu starfi í yfir 30 ár. Hins vegar er ávallt fróðlegt að athuga, ihvers vegna kommúnistar taka menn fyrir eins og hér er igert til að reyna að spilla mannorði ■ þeirra. Ekki er það af áhyggjum yfir verkföllum eða framleiðslutapi. Allt er það samkvæmt vilja kommúnista sjálfra, enda eru ekki margir dagar liðnir, síðan Þjóðviljinn ásakaði Emil um óviður- kvæmilega MIKIL AFSKIPTI af kjarasamning- um sjómanna í einni verstöð. Ástæðan á bak við árás Þjóðviljans er sú, að undanfarna daga hefur Lúðvík Jósefsson tvíveg is hlotið hraklega iitreið í kappræðum við Emil i Jónsson á alþingi, Lúðvík hefur haldið fram, að ! fiskverð væri miklu hærra í Noregi en hér á landi. Emil hefur látið Fiskifélagið og fleiri aðila rann saka þetta nákvæmlega og niðurstaðan er allt önn ur. Hann rak málið fyrst ofan í Karl Guðjónsson, og síðan ofan í Lúðvík með rólegri framsetningu á staðreyndum, sem áróðurshjal kommúnistanna stóðst ekki. Nokkrum dögum síðar notaði Lúðvik annað tækifæri til að koma að þessu máli, en það ! sýnir að menn finna hrakfarir sínar, ef þeir taka sama mál upp aftur fil að reyna að rétta hlut sinn. Enn tókst það ekki, rökfastar og ábyggilegar upp lýsingar Emils báru af. ! Þannig eru svívirðingar Þjóðvlljans, er hann lík ir Emil Jónssyni við þjófa og fjárdráttarmenn, tilkomnar af reiði yfir óförum Lúðvíks. Þessi ó- merkilegu skrif eru af enn ómerkilegri hvötum runnin. Ríkar stéttir hafa gripiö vopn fátæks fólks og notaö til glæpsamlegra athafna ÉG HEF aldrei gert neinar kröfnr til kommúnista. En nú geri ég það. Ég krefst þess af þeim, að þeir geri ekki verkfalls vopnið bitlaust í höndum verka- fólksins. — Ég hef oft gert kröf- ur til Alþýðuflokksins. Og nú geri ég erui eina. Ég krefst þess að hann gleymi þvi ekki, að verkfallið er hið eina vojm, sem eignalaus alþýða á sér til varnar og til sóknar. — Ég geri hvorki kröfu í þessu efni til Sjálfstæð- isflokksins né Framsóknarilokks ins af skiljanlegum ástæðum, MENN SPYRJA kannski hvað ég eigi við. Ég á við það, að kom múnistar taka ákveðna afstöðu með öllum verkföllum. Ég á við það, að Alþýðuflokkurinn virð- ist óttast það svo mjög, að launa kröfur og verkföll sprengi lífs- nauðsynlegar efnahagsráðstafan ir í loft upp, að hann tekur jafn- vel skilyrðislausa afstöðu gegn öllum launakröfum og öllum verkföllum. MEÐ ÞVÍ að lalca afstöðu meo öllum verkföllum skilyrðislaust — og raunar öllum kröfum um j launahækkanir — eru kommún- istar að sljóvga skilning almenn - ings á þvi, livað verkfall er í raun og veru, eða réttara sagt, á að vera — og þar með gera lífs- tojargarviðleitni verkafólks, sem hvorkj hefur til hnífs eða skeið- ar, margfalt erfiðari. Og með því að taka afstöðu á móti öll- um verkföllum, er Alþýðuflokk urinn að gefa í skyn, að hann sé á móti launabaráttu hinna fá- tækustu. ÉG ÞYKIST þess fullviss, að hvorugur ætlist til að þannig sé litið á málin. Ég veit líka bet- ur um Alþýðuflokkinn þó að svona hafi tiltekist. Hann er í raun og veru með því að lægst launuðu verkamennirnir fái kjarabætur — og það þrátt fyr- ir allar efnahagsráðstafanir, en hann er jafn mikið á móti því, að hálaunaðir launþegar fái hækkuð laun. En með því að taka skilyrðislausa afstöðu með öllum launakröfum og öllum verkföllum, eru kommúnistar að svifta bágstatt verkafólk í bar- áttu samúð, sem það á að hafa ■eftir öllum réttarhugmyndum okkar frjálslynda og mannúð- lega þjóðfélags. ÉG EES DAGLEGA greinar um verkföllin, sem staðið hafa undanfarið, sern standa enn og sem eru í vændum. Ég hnýt á hverjum degi um þessa rangtúlk un á verkfallsvopninu. Lág- launað verkafólk með 8—9 klukkustunda vinnu á dag, sem ekki getur fengið laun sín bætt án verkfalls, hlýtur að grípa til verkfallsvopnsins þegar allt ann að þrýtur. Barátta þessa fólks á skilið að njóta fyllsta stuðnings. Hins vegar myndi ég hiklaust banna verkföll og vinnustöðvan ir hálaunaðra „vinnuþega11 eins og til dæmis flugmanna og yfir- manna á vélbátaflotanum. KRÖFUR HINNA síðasttöldu eru nærtækastar. Það er kald- ranalegt þegar verkföll slíkra manna eru lögð að jöínu við verkföll blásnauðs verkafólks, Allir yfirmenn á öllum vélbát- um fara knékrjúpandi til reiðara síns fyrir hver áraimót til þesa að fá hann til þess að hjálpa sér við framtölin. Og launin eru fyr- ir hluta af árinu, jafnvel aðeina eina vertíð 100—200 þúsund krónur. En hver eru laun verka- mannsins og verkakonunnar, eða togarahásetans fyrir allt ár- ið? Ætli þau nái 60 þúsunð krónum? ER ÞÁ RÉTT fyrir verkalýðs- flokka að leggja launakröfur þessara aðila og verkföll ac3 jöfnu? Lofsyngja hvoru tveggja eða bannsyngja? Nei og aftuij Framhald á 11. síðu. imaaátei. ÞAÐ ÞARF að gera glöggan greinarniun á þyí hvaða fólls beitir verkfallsvopninu, segir Hanncs á horninu. j 2 19- febr. 1951 — AlþýAiblaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.