Alþýðublaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 7
lÍ||ÍlÍÍÍ|ÍÍg|||p:
V i . .. v • ' te\ J*
UNION
CKINA
/ ?///y£torcFtí
Bcskk&iútí/L'ShJkotAn
... 3/*
TAPAN
^ ^ "fökímwa
ívt !cs
HEIMSSTYHJÖLDIN GÍð-
ari var.ð Japönum dýr á marg-
an hátt en ekki sízt að því er
varðar iand þeirra Þeir misstu
46% af landi sínu, og er þá
ekki tekið tillit til Manchuhuo
eða annarra landa utan heima-
eyjanna. Ríki Japan hefur frá
1945 verið takmarkað við fjór
ar stærstu eyjar klasans og
við friðarsamningana í San
Fransisro afsöluðu Japanir sér
formlega öllum kröfum til
fjrrri landa sinna, með einni
undantekningu.
Það er þó augljóst mál, að
þrátt fyrir ófarir sínar í stríð
inu, hafa Japanir ekki látið
bugast. Þvert á móti. Þeir
hafa ráðizt tvefldir að því að
byggja upp það, sem eftir
er af landinu og uppbygging
iðnaðar þeirra er þegar víð-
kunn og hefir vakið verðskuld
aða athygli, þó að hún kunni
að vera fengin með óhæfilega
lágum lífskjörum almennings.
Þó að eyjaklasarnir Kúril-
eyjar, sem teygja sig norður
frá Hokkaido allt til Kamts-
hatka- .skaga, Ryukyu-eyjar,
sem ná frá Kyushu til For-
mósu, ög Bonin-eyjar, sem
liggja beint suður frá Tokio,
séu litlar og lítið muni um
þær, hafa Japanir samt enn
nokkrar vonir um að fá ein-
hverjar, eða jafnvel allar
þeirra aftur.
★ Örlög
óráðín.
Ástæðan til þess, að þeir ala
enn slíkar vonir í brjósti, er
sú, að enn í dag, 15 árum eft-
ir stríðslok, eru örlög eyjanna
enn óráðin frá lagalegu sjón-
armiði, þó að í framkvæmd
virðist þau það. í San Fran-
cisco afsöluðu Japanir sér
norðureyjunum, en ekki var
þar nein skilgreining á því,
hvaða eyjar þeir létu af hendi,
né við hvern. Þá afsöluðu Jap
anir suðureyjunum, þar á með
al Okinawa, í hendur Banda-
ríkjamönnum sem verndar-
gæzlusvæði, en létu ekki af
hendi rétt sinn til þeirra.
Nú, þegar svo langt er liðið
frá stríðslokum og menn hafa
náð sér eftir doða ósigursins,
koma ýmis sjónarmið til
greina. Það er staðreynd, að
ýmsar af þessum eyjum, sem
teknar voru af Japönum, ■—
liggja mjög nálægt heimaeyj-
unum, og það svo, að sundin
milli þeirra leggur stundum,
eins og t. d. sundið milli Hokk
aido og eyjanna Habomai og
Shikotan. Kúrileyjar voru
ekki teknar með.hernaði, eins
og t. d. Kórea og Shakalín á
sínum tíma. Þær urðu japansk
ar fyrir mörgum öldum, er
japanskir menn settust þar að,
þó að þær yrðu ekki formlega
hluti af japanska ríkinu fyrr
en allmiklu síðar. Það fólk,
sem byggði þær, og byggir enn
— er japanskt, — bæði til
orðs og æðis.
Enginn efi er á því, að syðzti
krabbaveiðum og þangtekju,
sem þeir hafa stundað þar öld-
um saman. Munu Rússar hafa
tekið frá 50 upp í 100 jap-
anska báta á ári í landhelgi
þama undanfarin ár. Og nú
um s. 1. helgi skýrði banda-
ríska vikublaðið Time frá því,
að Rússar hefðu boðið upp á
skipti. Þeir skyldu hætta að
taka alla þessa báta í land-
helgi og dæma kipstjóra þeirra
í eins til íveggja ára betrun-
arhússvinnu, ef Japanir vildui
segja upp öryggissáttmálan-
um við Bandaríkin, sem hvað
mestur styrr stóð út af í sam
bandi við fyrirhugaða heim-
sókn Eisenhowers til Japans
á s. 1. ári. Þetta verður að telj
ast nokkuð óprúttið af mönn-
v
.
;; s i.
■
hluti Kúrileyja hefur alltaf
verið japanskur, og hið sama
er að segja um eyjarnar Habo-
mai og Shikotan, er liggja
milli Kúrileyja sjálfra og
Hokkaido. Enginn aðili, annar
en Japanir, hefur nokkru sinni
gert kröfu til þeirra, fyrr en
Rússar tóku þær 1945.
Um leið og Rússar voru bún
ir að taka eyjarnar settu þeir
þar 12 mílna landhelgi og úti-
lokuðu japanska fiskimenn frá
um, sem í fyrsta lagi hafa vafa
saman rétt til þess lands, sem
þeir mæla 12 mílurnar frá, og
draga þær auk þess þannig,
að þær hljóta að ná langt upp-
á land á Hokkaido, enda eru
Habomai og Shikotan aðeins
2—4 milur frá Japansströnd.
En það eru ekki aðeins
krabbaveiðar og þangtekja,
sem Japanir hafa misst við
það, er Rússar tóku Kúrileyj-
Framh. á 12. síðu.
WWWWWWWWWWMWWWWWtmWWWWMWMWWWHMmWWWWWMWWWMW
Myndin hér til hliðar
sýnir ,,slöngudans“ fetúd-
enta í Tókíó sl. sumar, er
þeir mótmæltu öryggjsþ
sáttmálanum við Banda-
ríkin. Að ofan Sést rfkss-
nesk freigáta vera að taka
jap'anska fiskibáta í tólf
mílna landhelginni við
Habomai, sem er um tvær
mílur út af Hokkadio.
Þá sýnir kortið efst á
síðumni Japankeyjar og
eyjarnar, sem Jap’anir
hafa misst, en viíja nú ná
undir yfirráð að nýju.
Alþýðublaðið — 19. febr. 1961 J