Alþýðublaðið - 04.03.1961, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 04.03.1961, Qupperneq 4
SÍÐAN við íslendingar hlut- um fullveldi okkar fyrir árum, höfum við staðið sem . einn maður um þá skoðun. að útvíkkun fiskveiðilögsögu og verndun fiskistofna við strend ur landsins sé mesta og alvar- legasta hagsmunamál þjóðar- innar. Fjórum árum eftir stofn un lýðveldisins var lagður grundvöllur að landhelgisbar- áttunni með setningu land- grunnslaganna, en strax og við losnuðum úr fjötrum samn ingsins frá 1901 var hafizt handa. Einn áratugur er liðinn, og nú stöndum .við á tímamótum í þessu mikla sjálfstæðismáli, sem snertir sjálfa tilveru þjóð- arinnar um langa framtíð. — Tvisvar sinnum höfum við fært út landhelgina, fyrst í fjórar mílur með mikilsverð- um grunnlínubreytingum, síð- aan í tólf mílur án grunnlínu breytinga. Þessar aðgerðir okkar 'hafa mætí harðvítugri mótspyrnu, og í seinna skipt- ið íhlutun vopnavalds af hálfu Breta. Að þessu sinni hafa vopnin ekki borið sigur úr býtum. Bretar eru nú fúsir til að við- urkenna ekki aðeins fjórar mílurnar og grunnlínurnar frá 1952 og 12 mílurnar frá 1958, sem þeir hafa öllu mót- mælt til þessa, heldur einnig mikilsverðar grunnlínubreyt- ingar, sem íslendingar hafa •ekki enn ráðizt í, gegn því, að Bretar fái mjög takmaz'k- aðaji umþótfunartíma. Er það von mín, að íslendingar beri gæfu til að taka sigrinum og sameinast um að fagna þeim árangri, sem náðst hefur. Sigra sína í landhelgismál- fnu eiga íslendingar öðru frem ar því að þakka, að þeir hafa ieitast við að byggja allar að- gerðir sínar á sem ti'austust- um réttargrundvelli og jafn- framt unnið kappsamlega að túlkun málsstaðar síns á al- þ.ióðavettvangi. Landhelgissamningur Dana við Breta frá 1901 var alvar- legt áfall fyrir þjóðina. Á meðan sá samningur var í gildi voru fiskistofnar við land ið hvað eftir annað nærri gengnir til þurrðar vegna of- veiði togai'a. íslendingar geta þakkað hörmungum tveggja heimsstyrjalda, að fiskimiðin við ísland voru ekki gereydd, þar eð erlendir togarar stund- uðu lítt veiðar við ísland á styrjaldarárunum. ítrekaðar tilraunir voru gerðar á samn- ingstímabilinu til að fá aðrar þjóðir, til að skilja og' viður- kenna nauðsyn útfærslu fisk- veiðilögsögunnar, en árangurs laust. Án samkomulags við aðr ar þjóðir töldu íslendingar ekki nægilega traustan grund Q 4. marz 1961 — völl fýrir útfærslu. Því varð dráttur á uppsögn samnings- ins, þótt hann væri uppsegjan legur með tveggjá ára fyrir- vara. Sigur Norðmanna fyrir Al- þjóðadómsóinum í Haag í deilumáli þeirra við Breta, lagði grundvöllinn að útfærsl unni 1952 í 4 rnílur og nýtt grunnlínukerfi. Þrjár þjóðir mótmæltu þessai'i útfærslu, en Bretar einir beittu þvingun araðgerðum ,með löndunar- banninu. Ríkisstjórri Stein- gríms Steinþórssonar svaraði þessum aðgerðum með því að bjóða Bretum hinn 24. apríl 1953, að Alþjóðadómstóllinn skyldi úrskurða um réttmæti útfærslunnar. Útfærslan 1952 var því byggð á niðursöðu. Al- þjóðadómstólsins'og Islending ar buðust tii að láta hann gera um deiluna. iBretar höfnuðu þessu, enda var þeim ’ ekki skylt að leggja málið til dóms- ins. Samhliða útfæi'slunni 1952 tóku tslendingar að vinna að því á alþjóðavettvangi, að fá viðurkenndar almennar regl- ur um víðari fiskveiðilögsögu. Menn gerðu sér vonir um, ,að á ■Genfarráðstefnunni 1958 myndi fást viðurkenndar al- þjóðareglur, er heimiluðu 12 mílna fiskveiðilögsögu. Svo fór þó ekki. í lok ráðstefn- unnar var hins vegar Ijpst, að 12 mílna reglan átti mestu fylgi að fagna, auk þess sem mörg ríki höfðu fært fiskveiði lögsögu í 12 mílur. Á þessum grundvælli ákvað ríkisstjórn- in útfærslu í 12 mílur.1958. Grunnlínunum þótti hinsveg- ar ekki tiltækilegt að breyta. Ljóst var sumarið 1958, að útfærslan myndi sæta hörðum mótmælum og andstöðu frá ýmrum grannbióðum. Albýðu- flokkurinn lagði á það ríka á- herzlu, að nokkurt tóm gæf- ist til að eyða þessari and- stöðu. Framsóknarflokkurinn studdi þessa stefnu Alþýðu- •flokksins að nokki'u, en Al- þvAubanda1agjð vildi ekkert ráörúm véita til að brjóta and stöðuna á bak aftur. Albýðu- flokkurinri fékk þvi bó ráðið, að tilraunir voru gerðar á veg- un Atlantshafsbandalagsins til að afla viðurkenningar á útfærslunni. Ým sar huvmyndir komu fram innan Atlantshafsbanda- Jpöcinc til lausnar á rnálinu, og að tilhlutan forsætisráðherra, Hermanns Jónassonar, hauð ríkisstjórnin það fram með símskeyti 23. maí 1958, að ef 12 mílurnar fengjust viður- kenndar mættu érlendar hióð ir veiða allt árið næstu þriú ár á vissum svæðum á milli 6 og 12 mílna, enda fengjust grunnlínur leiðréttar. Þessu tilboði var hafnað. Hinn 22. ágúst 1958 var þetta tilboð endurtekið ,að tilhlutan for- sætisráðherra, en nú í því formi, að erlend skip mættu veiða næstu þrjú árin allt ár- ið, á öllu svæðinu milli 3 og 12 mílna, ef 12 mílumar fengj ust viðurkenndar, enda yrði grunnlínum breytt. Því var yfirlýst af forsætisráðherra, að grunnlínubreytingar þær, se mhann ætti við, væru frá Horni í Skaga, frá Langanesi í Ufvarpsræ$a Guðmundar L Guðmundsson ar um iausn iandheigisdeiiunnar Glettinganes og yfir Mýma- bugt. Þessu tilboði var hafnað. Viðræðurnar innan Atlants- hafsbandalagsins sumarið 1958 báru ekki þann árangur að viðurkenning fengist fyrir 12 míLna mörkunum, enda lá Alþýðubandalagið ekki á liði sínu til að koma í veg fyrir að tilætlaður árangur næðist, Ár- angursiausar urðu viðræðurn- ar samt ekki með öilu. — Snemma sumars 1958 bundust togaraútgerðarmenn og fiski- menn nokkurra þjóða, sem hér höfðu stundað veiðar, samtök um um að halda veiðunum á- fram með ofbeldi inn að fjór- um mílum eftir að reglugerð- in gengi í gildi. Fj-rir ötult starf innan Atlantshafsbanda- lagsins og fyrir forgöngu framkvæmdastjóra þess, Páls Henrí Spaaks, tókst að eyða þessum samtökum og urðu 'Bretar einir um ofbeld- isaðgerðirnar 1. september 1958. Þetta var fyrsti sigur- inn fyrir 12 mílunum eftir að ákvörðun var tekin um út- gáfu reglugerðarinnar. Menn geta gert sér d hugarlund, hvernig aðstaða okkar hefði verið, ef Bretar hefðu notið samstarfs margra annarra þjóða við ofbeldisaðgerðir sín ar er reglugerðin gekk í gildi 1. september 1958. Átökin á hafinu skulu ekki rakin hér. Hættuástandið á miðunum var augljóst og mik ið áhyggjuefni. íslenzk varð- skip háðu ójafna baráttu við ofurefli brezka flotans, og fz-amferði brezkra togara og herskipa leiddi hvað eftir ann að til háskalegra árekstra, svo að lífsháski stafaði af. Tslendingar gerðu sér von um, að á síðari Genfarráð- stefnunni, sem haldin var á s. 1. vori mætti takast að fá almenna viðurkenningu fyrir 12 mílna fiskveiðimörkum, án umþóttunartíma. Þegar þetta tókst ekki og ráðstefnan reynd ist árangurslaus rikti alger ó- vissa um, hvað nú tæki við. Hlé hafði orðið á ofbeldisað- gerð.um á íslandsmiðum á meðan á ráðstefnunni stóð. í lok hennar mátti öllum ljóst vera, að aftur myndi fljót- lega sækja í sarna horfið og áður var, ef ekkert væri að gert. Raunin varð og sú. í iúlímánuði var ástandið á íslandsmiðum orðið svo alvar legt, að annar fulltrúi Fram- sóknarflokksins í utanríkis- málanefnd, Hermann Jónas- son, lýsti því yfir á nefndar- fundi, að nú þegar lokið væri alþjóðafundum um landhelg- ismálið ári árangurs, væru Bretar að færa sig upp á skaftir við ísland og gæti slíkt endað með stórslysum, enda væri ástandið þegar svo alvar leet, að sennilega hefði bað aldrei verið verra. Krafðizt Hermann Jónasson mótað- gérða af hálfu ríkisstjórnar- innar. Ríkisstjórnin var sam- mála'Hermanni Jónassvni um, að leita bærí allra ráða, sem tiltækilee þættu til að afstvra slysum og reyna að levsa deil uan. Þegar þvi ríkisstjórn Bretlands óskaði viðræðna við ríkisstiórn íslands í því skvni að kanna leiðir til að leysa deiluna ákvað ríkisstjórnin að verða við þeim tilmælum, jafn framt því. sem hún tilkvnnti Bretum, að hún mvndi ræða ■ við bá á prundvelli áhdítunar ALbingis frá 5. maí 1959. Viðræður við Breta hófust í Reykjavík hinn 1. október 1960. Að jþeim loknum er það mat ríkistjórnarinnar að unnt sé að leysa fiskrv-eiðideiluna á grundvelli orðsendingar, seni fylgir þingsályktuanrtillögu þeirri, sem hér er til umræðu. Er málið nú lagt fyrir Al- þingi til ákvörðunar sam- kvæmt yfirlýsingu hv. forsæt- isráðherra í þingbyrjun um að samráð yrði haft við Alþingi áður en fullnaðarákvörðun. yrði tekin. Skal nú gerð fyrir því greiii í hverju lausnin, sem ríkis- stjórnin mælir með er fólgin í einstökum atriðum. í fyrsta tölulið orðsendngar- innar segir, að ríkisstjórn Bret lands falli frá mótaðgerðum sínum gegn 12 mílna fiskveiði lögsögú við ísland, og er sú lögsaga miðuð við breyttar grunnlínur. - Er hér fengin skýr og óafturkallanleg við- urkcnning á 12 mílna fisk- veiðilögsögu við Island. í öðrum lið orðsendingar- innar er fallizt á, að 12 mílna fiskveiðilögsagan mðiist við nýtt grunnlínukerfi okkur miklu hagkvæmara en það, sem hingað til hefur gilt. —■ Breytingar þær, sem gerðar eru á gildandi grunnlínukerfi, eru á fjórum þýðingarmiklumi stöðum við landið. Fyrsta breytingin er á Húna flóa. Verður línan dregn þar þvert yfir flóann, frá Horni að Ásbúðarrifi. Vlð þessa breytingu stækkar svæðið inn an 12 mílna markanna um 972 km2. Önnur breytingin er sunnan Langaness. Verður grunnlín- an dregin úr Langanesi í Glett inganes. Við það stækkar svæð ið innan 12 mílna markanna um 1033 km-. Þriðja breytingin er við Faxaflóa. Hér verður grunn- línan dregn úr Geirfugla- drang í Skálasnaga á Snæ- fellsnesi. Aukning svæðisins innan 12 mílna markanna emur hér 860 km-. Loks er fjórða grunnlínu- breytingin á Selvogsbanka. — Þar verður grunnlínan dregin úr Geirfuglaskeri í Eldeyjar- drang. Með þessu stækkar fiskveiðilögsagan um 2200 km-. Þær fjórar grunnlínubreyt- ingar, sem ráðgerðar eru, leiða samanlagt til aukningar á fiksveiðilögsögunni um 5065 km2. Þessar breytingar á grunn- línum taka gildi um leið og lausn deilunnar fæst og þær verða ekki laftur teknar, 'Sú aukning fiskveiðilögsög- unnar, sem fæst við grunnlínu breytingarnar, er mikil að flatarmáli, enda nemur hún Frh. á 7. síðu. Aljiyðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.