Alþýðublaðið - 04.03.1961, Síða 7

Alþýðublaðið - 04.03.1961, Síða 7
Framhald af 4. síðu. einum fimmta hluta af allri aukningunni, sem fékkst við útfærsluna 1958 úr 4 mílum í 12 mílur. Hitt er þó jafnvel miklu þýðingarmeira, að þau svæði, sem aukningin -tekur til eru aðalhrj'gningarsvæði nytjafiska við ísland, mikils- verðar ungfiskstöðvar, og að fleiri skip stúrida veiðar á þess um svæðum en annars staðar við landið. Það hefur lengi verið þýð- ingarmikið hagsmunamál ís- lendinga að geta fært út grunnlínur. Við útfærsluna 1952 var gengið eins langt í grunnlínubreytingum og fært þótti. Síðan hefur verið hikað við grunnlínuhreytingar. Við útfærsluna 1958 var ekki lagt í að hreyfa við grunnlínum, þrátt fyrir nokkuð tilefni eft- ir þann árangur, sem fékkst á Genfarráðstefnunni. Á þessu þingi fluttu þingmenn Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins frumvarp í hv. Efri deild þar sem lagt var til að fiskveiðireglugerðin frá 1958 væri gerð að lögum með óbreyttum grunnlínum frá 1952. Ég varaði við samþykkt þessa frumvarps, meðal ann- ars á grundvelli þess, að grunn línúbreyting væri ekki svo vonlaus, að ástæða væri til að lögfesta gildandi grunnlínur, og þar með beinlínis banna ríkisstjórninni að breýta þeim. Flutningsmenn létu sér ekki segjast og hafa gefið út nefndarálit fyrir fáum dögum þar sem krafizt er samþykktar frumvarpsins óbreytt. Vænt- lanlega endurskoða flutnings- menn frumvarpsins nú von- leysi sitt þegar ríkisstjórnin hefur tryggt stækkun fiski- veiðilögsögunnar um 5065 km með breytingu á grunnlínum á hinum þýðingarmestu stöð- um við landið. í 3. og 4. tölulið orðsending- arinnar eru ákvæði um, að brezk skip megi stunda veið- ar milli 6 og 12 mílna. Þessari veiðiheimild Breta er þó sett takmörk á þennan hátt. í fyrsta lagi eru veiðarnar að- eins heimilar i þrjú ár. í öðru lagi eru þær e'kki leyfðar nema hluta úr ári hverju. í þriðja lagi eru þær bundnar vð vjss afmörkuð svæði, en bannaðar með öllu á öðrum svæðum. Því heíur verið haldið fram af þe'.rri, sem andvígir eru hvaða samkomulagi við Breta sem er. að ákvæði um að veiði heimild þeirra væri bundin við takmarkaðan árafjölda væri ekki mikils virði. Bretar myndu, að samkomulagstíma loknum, krefjast framlenging- ar á veiðitímanum. Var þessi röksemd t. d. meginuppistað- an í andstöðu stjórnarandstöð- unnar á s. 1. hausti gegn sam- komulagi við Breta. Hér er um alveg óréttmætar getsak- ir að ræða. Vil ég biðja þjóð- ina að hafa þrennt í huga þeg- ar húri hlustar á þessi rök and- mælenda samkomulagsins. í fyrsta lagi er orðalag orðsend ingarinnar ótvírætt. Fallið er endanlega og óafturkallanlega frá öllum andmælum gegn 12 mílna fiskveiðilögsögu. Veiði- heimild Breta er á enda eftir þrjú ár og verður ekki fram- lengd. Grunnlínubreytingin íslendingum til handa stend ur his vegar um alla framtíð. í öðru lagi. Þeir, sem fylgzt hafa með frásögnum af umræð um í brezkum blöðum undan farna daga, hafa áreiðanlega veitt því eftirtekt öðru frem- ur, að, Bretar gera sér glögga grein fyrir því, að veiðurn þeirra á milli 6 og 12 mílna lýkur til fulls eftir þrjú ár. í þriðja lagi. Ríkisstjórn fs- lands hefur í höndum yfirlýs- ingu ríkisstjórnar Bretlands um, að ekki verði farið fram á framlengingu heimildarinn- ar til veiða innan 12 mílnann'a í lok þriggja ára tímabilsins. Séu þetta ekki fullnægjandi rök gegn fullyrðingum stjórn- arandstöðunnar um þetta efni, þá jafngildir það því, að allir milliríkjasamningar séu mark laus plögg og því þýðingar- laust að gera þá. Vildi ég mega vænta þess, að stjórnarand- staðan misfajóði ekki dóm- greind almennings svo frek- lega hér eftir að halda fram fyrri fjarstæðum sínum um þetta efni. Skal þá vikið að þeim svæð- um á milli 6 og 12 mílna, sem Bretar mega veiða á í þrjú ár. Ber að hafa í huga, að sjálf svæðin eru takmörkuð, að um takmarkaðan tíma úr ári er að ræða og að grunnlínubreyting ar skipta hér miklu máli. Á svæðinu frá Horni að Langanesi er veiðiheimildin bundin við fjóra mánuði úr ári, júní til september, eða samanlagt 12 mánuði alls á þrem árum. Við þetta athug- ast ennfremur, að svæðið milli Grímseyjar og lands, frá Siglu nesi og Lágey, og umhverfis Kolbeinsey er algjörlega lokað fyrir Bretum. Auk þessa hef- ur grúnnlínuhreyting á Húna- flóa svo mikla þýðingu, að veiðar Breta þar verða að mestu utan núverandi 12 mílna marka. Veiðiheimild Breta á veiði- svæði Ausífjarðaháta skipt- ist í þrennt. Nyrst frá Langa- nesi að Glettinganesi 8 mán- uði, maí til desember, samtals 24 mánuðir. Vtgna grunnlínu breytinga er langmestur hluti þessa svæðis utan núverandi 12 mílna. — Miðsvæðis frá Glettingarnesi að Reyðarfirði 6 mánuðir, janúar til apríl og júni og ágúst, samtals 18 mán- uðir. — Syðst frá Rey.ðarfirði að Mýrnatanga 5 mánuðir, marz til júlí, samtals 15 mán- uðir. Á veiðisvæðunum við Hornafjörð 'og Ingólfshöfða eru veiðar Breta þó með öllu bannaðar. Frá Mýrnatanga að 20° v.l*, sem er nokkuð austan við Vestmannaeyjar, er brezkum skipum heimiluð veiði í 5 mánuði á ári, apríl til ágúst, samtals 15 mánuðir. Þá er svæðið frá 20° v.I. að Geirfugladrang, Bretum. er hér heimiluð veiði í þrjá mán uði, marz til maí, eða samtals 9 mánuði. Hér gætir að sjálf- sögðu hinnar stórkostlegu grunnlínubreytínga á Selvogs banka. Á svæðinu frá • Geirfugla- drang að Bjargtöngum er veið in heimiluð í þrjá mánuði, marz til maí, það er 9 mánuð- ir alls. Grunnlínubreytingin í Faxaflóg verkar hér mjög og auk þess eru þrjú veiðísvæði með öllu lokuð fyrir Bretum, út af sunnan verðum Faxa- flóa, út af Snæfellsnesi og út af Breiðafirði. Loks er svæðið frá Bjarg- töngum að Horni með öllu lokað fyrir 'veiðum Breta. Ef litið er í heild á svæði þau milli 6 og 12 mílna, sem gert er ráð fyrir, að brezkum skipum verði leyft að stunda veiðar á, er flatarmál þeirra samanlagt 14,487 km2. Hér verður hinsvegar að taka úl- lit til þess, að veiðarnar eru aðeins leyfðar í þrjú ár og í öðru lagi er tíminn takmark- aður í hverju ári við þrjá til átta mánuði. Þegar þessa er gætt, samsvara fyrrgreind svæði því, að Bretum séu heimilaðar veiðar á um 5500 kmr svæði í þrjú ár. Er það um 435 km2 stærra en það svæði samanlagt, sem aukning ín innan 12 mílna markanna nemur vegna grunnlínubreyt- inga. Reiknað hefur verið út hve langur veiðitími milli 6 og 12 mílna kringum allt landið, jafngildi þeim svæðisbundna veiðitíma, sem orðsendingin heimilar. Niðurstaðan er sú, að ef þannig hefði verið að far ið, hefðu Bretar fengið 9,6 mánuði. Er þetta fróðlegur samanburður við tillöguna í Genf, sem aðeins vantaði eitt atkvæði til að ná tilskildum meirihluta en samkvæmt henni hefði Bretum komið veiðiréttur á 6—12 mílum í jafnmörg ár og þeir nú fá mán uði. Þá eru og í orðsendingu rík- isstjórnarinnar tvö þýðingar- mikil atriði. Hið fyrra er þess efnis, að ríkisstjórnin lýsir yfir því, að hún muni halda áfram að vinna að framkvæmd ályktun ar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu fiskveiðilög sögu við ísland að endimörk- 4im landgrunnsins. Við þess- ari- yfirlýsingu tekur ríkis- stjórn Bretlands. — Hið síð- ara er, að framtíðar útfærsla verð tilkynnt brezku stjórn- inni sex mánuðum áður en hún kemur til framkvæmda og rísi ágreiningur varðandi ráðstafanirnar skuli þær born ar undir Alþjóðadómstólinn, ef annaðhvor aðili óskar þess. Þessi ákvæSi eru í fullu sam- ræmi við aðgerðir Islendinga í landhelgismálinu til þessa og afstöðu þeirra á báðurn Genf- arráðstefnunum um réttarregl ur á hafinu. A Genfarráðstefnunni 1958 bar íslenzka sendinefndin, skv. fyrirmælum ríkisstjórnar Hermanns Jónassonar, t. d. fram tillögu þess efnis, að þar sem þjóð byggði afkomu sína á fiskveiðum meðfram strönd- um og nauðsynlegt reyndist að takmarka afla á hafinu ut- an fiskveiðilögsögu hlutaðeig- andi ríkis, beri þeirri þjóð for gangsréttur til hagnýtingar fiskistofnanna á því svæði. J tillögunni var lagt til, að á- greiningur í slíkum málum skyldi lagður fyrir alþjóSa gerðadóm. Þessi tillaga var íelld. Á Genfarráðstefnunni 1960 flutti íslenzka sendinefndia þessa tillögu á ný. Tillagan var að vísu felld sem fyrr, en með endurteknum flutningi hennar hafa íslendingar greini lega lýst yfir þeim vilja sín- um, ‘að alþjóðlegur dómur úr- skurðf um ágreining varðandi útfærslu þeirra svæða, se1** strandríkinu einu eru heimilar veiðar á. Á fyrri Genfarráðstefnunni var samþykktur samningur um verndun fiskimiða úthafs- íns. í samningi þessum er byggt á þeirri meginreglu, að þau ríki, sem hagsmuna hafi að gæta af fiskveiðum a út- hafinu, reyni að ná samkortm Framh. á 14 síðu. Að þeim er dáðst um allan faeim. — Roamerúrin eru fremst í flokki svússneskra ura. 100 % vatnsþétt og hefur þvi sviti og óhreinindi engin áhrif á þau. Einföld laesíng á kassanum — vernduð með fjórum einkaleyfum. — Segulvarin. Höggheld. Nákvæm. — Við- gerðarþjónusta í 137 löndum. Til sölu hjá fremstu úraverzl- unum um allan heim. rOAHEp Alþýðublaðið — 4. marz 1961

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.