Alþýðublaðið - 04.03.1961, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 04.03.1961, Qupperneq 11
Gegn hnefaleikum FYRIR skömmu birtist á í- þróttasíðunni bréf frá tveim á- hugamönnum um hnefaleika. Eru þeir gramir mjög yfir því, að ,,hnefaleikamálið“,' eins og þeir kalla það, hefur legið niðri um langan tima. Nú vil ég spyrja þessa menn: Af hverju hefur hnefaleikamál ið legið niðri svo langa hríð? Svarið er einfaldlega, að allur þorri manna, er, af eðlilegum ástæðum á móti hnefaleikum, og hefur því ekkert um það að tala. Og þeir, sem hafa áhuga á hnefaleikum, hafa hingað til haft vit á að þegja um það. Bréfritarar koma fram með þá fullyrðingu, að löngun ungra manna til slagsmála hafi ekki minnkað þó að hnefaleik- ar hafi verið bannaðir. Það er rétt, að ungir og hraustir strák- ar hafa haft og munu senni- lega halda áfram að hafa gam- an af því að slást, jafnvel með hnefun'um ef svo ber undir. Þetta er ekkert nýtt, og álit mitt er, að ungir strákar sláist alveg jafnt fyrir það þó hnefa- leikar séu ekki leyfðir. Bréfritarar eru mjög hrifnir af frumvarpi Péturs Sigurðsson ar alþ.manns um brunggun og sölu áfengs öls á íslandi. Ég leyfi mér að benda á, að óvarlegt er að nefna áfengi í þessu sambandi því reynslan hefur sýnt, að íþróttir og áfengi geta aldrei farið saman. Þessa hrifningu þeirra af öl- frumvarpinu mætti því skilja svo, að þeir álíti hnefaleika efcki íþrótt, enda er varla hægt að segja að þeir séu það, þar sem keppendur leitast við að berja hver annan og meiða, en meg- inregla allra sannra íþrótta- manna er drengskapur og heið arleiki. Ekki ætla ég mér að eyða orðum að þeim samanburðar- dæmum, sem bréfritarar taka þar sem mér finnast þau al- gjörlega út í hött og engann rétt eiga á sér. Bréfritarar segjast hafa haf- ið undirskriftasöfnun undir á- skorun á Pétur Sigurðsson alþ. mann um að beita sér fyrir því, að hnefaleikar verði aftur leyfð ir að lögum, en þeir láta þess einnig getið, að lítið hafi safn- ast, enda er það eðlilegt að menn vilji ekki láta bendla sig , við áskorun þessa. Að lokum ráðlegg ég E. ! Sverrissyni og P. Ragnarssyni að halda áfram að ræða áhuga- j mál sín í laumi, til þess að þeir verði sér ekki til athlægis meira en orðið er. S.A. IÞRÓTTIR Framhald af 10. síðu. Hrafn Johnsen, báðir úr ÍS. — Hólmsteinn Sigurðsson, Guð- mundur Þorsteinsson, Þor- steinn Hallgrímsson og Sigurð- ur Gíslason frá ÍR. Ingi Þor- steinsson, Ólafur Thorlacius og Einar Matthíasson frá KFR. — Ingi Gunnarsson frá ÍKF. Birg- ir Örn Birgis, Hörður Kristins- son, Árni Samúelsson og Lárus Lárusson frá Ármanni. Þeir Lárus Lárusson og Hrafn Johnsen hafa báðir boð- að forföll, en í þeirra stað hafa verið valdir til æfinga: Marinó Sveinsson KFR og Jón Otti Jónsson KR. Alls 14 valdir til æfnga, en síðar verða 10 valdir endanlega í sjálft landsliðið. REYKJAVÍK - KEFLAVÍK HAFNAR- FJÖRÐUR HAB-umboðið í A1 þýðuihúsinu verður opið í dag og á morgun frá kl. 1— 6 e. h., en á mánu- dag og þriðjudag frá kl. 9 f. h. ÚRVAL BIFREIÐASALAN opnar eftir nokkra daga í nýjum húsakynnum að LAUGAVEGI 146. Heiðruðu viðskiptavinir, um leið og við þökkum ykkur fyrir góð viðskipti á undanförnum árum, þá minnum við ykkur á að við opnum á Laugavegi 146 eftir nokkra dga. — Sími okkar er 11025. Ú R V A L Bifreiðasalan Hafnarfjörður og nágrenni Pökkunarsfúlkur óskast strax í Hraðfrystihúsið F R O S T H F Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50165. MEISTARAKEPPNI NORÐ- URLANDA 1 KÖRFU- KNATTLEIK. KKÍ var stofnað 29. janúar s. 1. Fyrir þann tíma hafði ÍSÍ staðið í bréfaviðskiptum við Dani og Svía um möguleika á landsleikjum í Svíþjóð og Dan- mörku. Báðir þessir aðilar höfðu gefið jákvæð svör. Það varð því eitt fyrsta verk stjórn- ar KKÍ að hrinda málum þess- um í framkvæmd. Nú er svo komið að ákveðnir hafa ver.ið tveir landsleikir í Kaupmanna- höfn. Við Dani 2. april og Finna 4. apríl. Finnar verði í Höfn um þetta leyti til að keppa við Dani, eftir að hafa lokið lands- keppni við Austur- og Vestur- Þjóðverja Endanlegt svar hefur ekki ennþá borist frá Svíþjóð, en við reiknum með jákvæðu svari þaðan dnnan tíðar. Danir hafa boðið, að ef úr landsleik íslands og Svíþjóðar verður, þá skoðist leikir íslands í þessari för, sem liður í meist- arakeppni Norðurlanda. Tveir leikir hafa þegar farið fram i þessari keppni, Svíþjóð- Danmörk í des. s. 1. og Finnland Svíþjóð í janúar. BLAÐAFULLTRUI: Stjórn KKÍ er það vel ljóst, að sem nánast samstarf við dag blöðin, getur haft ótrúlega mikla þýðingu fyrir íþrótta- hreyfinguna í heild. KKÍ mun þvi kappkosta að samstarf körfu knattleiksmanna og blaðanna verði, sem nánast. Hefur því verið ákveðið að Ásgeir Guð- mundsson gegni starfi blaða- fulltrúa sambandsins og verður hann jafnan reiðubúinn að veita íþróttafréttamönum sem beztar upplýsingar um starf- sem KKÍ á hverjum tíma. SUNNUDAGINN 5. marz talar Svein B. Jöhansen um tvö mikilvæg efni: í Aðventkirkjunni, Reykjaí- vík, kl. 5 siðd. Að baki dauðani í Tjarnarlundi. Keflavík, kl. 20.30: Sköpun eða þróurti Söngur. — Tónlist. Allir velkomnir. I Kvöld 4. marz 1961. ŒMÆ1F& &</81PJBeiATLi LUNGENBRATEN LENDENSTtlCK (Austurrískur réttur.) Nautabuff ístungið spiki og nautatungu., ' Framreitt með kjörsveppum, lambanýruJEL Og bræddu smjöri. Ib Wessman, Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826. Tilboð óskast í eftirtalin tæki: • 1 skurðgrafa Priestman Cub. 1 skurðgrafa P og H 150. 1 vörubifreið % tonns Dodge Pick-up. 2 Hercules benzínvélar 150 h.ö ásamt varahlutum. Tækin verða til sýnis á verkstæði voru, Kársnes-* braut 68, þriðjudaginn 7. marz fel. 1 tii 4. Tiibcðin verða opnuð þar á staðnum kl. 4.30 saxrsa dag. VÉLASJÓÐUR RÍKISINS. Auglýslngasíml Albýðublaðsins er 1490« BOGASALNUM OPIN KL. 2-10 Alþý®ublaðið — 4. marz 1961

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.