Alþýðublaðið - 04.03.1961, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 04.03.1961, Qupperneq 16
nmMn> 42. árg. — Laugardagur 4. marz 1961 — 53. tbl. UTVARPS- UMRÆÐUR KVÖLD ALLAR LÍKUR benda til, að í marzmánuði verði samtals fimm kvöld af útvarpsumræð- um frá alþingi. Eitt kvöid er búið, og var um lausn landhelg- ismálsins. Næst verða tveggja kvöida umræður mánudag og þriðjudag eftir aðra lielgi — um vantrauststillögu stjórnar- andstæðinga. Loks er fyrirskip að í þingsköpum, að fram skuli fara eldhúsumræður, sem standa ár hvTert. Ef þingstörf- um lýkur fyrir páska, eins og vonir standa til, verða þær um ræður einnig í þessum mánuði. Það er stjórnarandstaðan, sem stendur fyrir þessum ó- sköpum. Nefnt var við forustu- í GÆR var dregið í 11. fl. Happdrættis DAS um 50 vinn og féllu vinningar þann- ig: 3ja herb. íbúð, Kleppsv 26 !kom á nr. 28550. Aðalumboð.’ Ergandi Steinar Gíslas., Yest U'götu 30. 2ja herb. íbúð, Klepps. 30, unc*'r tréverk kom á nr. 15601. Umboð Sveinseyri Ford Anglia fóiksíbifreið kom á nr. 59668. Moskvitdh fólksbifreið kom á nr. 9421. Eig. Arnheiður, Dagbj. og Lilja Jónsd. Brekku stíg 14. Eftirtalin númer Ihlutu hús (búnað fyrir kr. 10.000 hvert: 2540 5008 34224 49331 52484 62247. Husquarna saumavél kom á nr. 43898. Eftirtalin númer hlutu hús- Ibúnað fyrir kr. 5000 hvert: 744 3991 4955 7020 7572 9608 14353 15471 16188 16420 16814 17735 21338 21485 21524 22112 22732 23877 28301 28863 30193 36065 38068 39546 40005 41210 41415 43842 45060 45849 46610 47328 50066 50499 51511 58657 .60031 61711 63507 menn hennar, hvort þeir teldu ekki æskilegra að láta nægja eitt kvöld um vantraustið og annað kvöld fyrir eldhúsumræð ur, en þeir höfnuðu því með öllu. í gær var landhelgistillagan samþykkt við fyrstú'umræðu, og vísað til utanríkismálanefnd ar. Hélt nefndin fund um málið þegar klukkan þrjú síðdegis í gær. Talað hefur verið um, að nefndin starfi um helgina, þann ig að síðari umræða um land- helgismálið hefjist á mánudag. MUWVWWmUMHWHMWV ÞUNGAR ÁHYGGJUR HÉR sjást þeir Her- mann Jónasson og Þórar- ■ inn Þórarinsson £ þing- salnum, meðan útvarps- umræðan um landhelgis- málið fór fram, Það leyn- ir sér ekki, að þungar á- hyggjur sækja að þerm, enda sjá framsóknar- menn nú betur með hverj- um dcgi, að þeir hafa gert eina mestu pólitíska skyssu síðari ára með hinni óábyrgu afstöðu sinnr í málinu. •— SJA FORSÍÐUFRÉTT. Stjórnarkjörið í IÐJU Guðjón Þorvarður Ingimundur Ingibjörg Jóna Steinn Ingi STJÓRNARKJÖRIÐ í Iðju, félagi verksmiðjufólks, hefst í dag kl. 10. Kosið verður til kl. 7 í skrifstofu félagsins, Skipholti .19 (Röðull). Á morgun verður kosið kl. 10—10. Kosningaskrifstofa B-listans er í Vonarstræti 4 (VR), 3. liæð. Símar 10650 og 18566. Árás kommúnista verður ekki hrundið, ncma hver maður geri sitt. Sjálfboðaliðar eru beðnir að fjölmenna og koma snemma báða dag- ana. — X B-listinn! Guðmundur FRAMLEIÐSLURÁÐI land- búnaðarins hafa nú borizt endanlegar skýrslur frá slát- urhúsum og mjólkursamlög- um um framleiðslu landbún- aðarvara á sl. ári. Þykir rétt að birta niðurstöður þessara skýrslná vegna þess, að ýmsar tölur liafa verið birtar al- menningi af ýmsum aðilum, s.em hljóta að vera bráða- birgðatölur, enda hafa þær verið í talsverðu ósamræmi við það, sem endanlega varð. Skal nú vikið að hinum ein stöku framleiðslugreinum. I. KINDAKJÖT Sl. haust og sumar var slátr að alls í sláturhúsum 713.909 kindum, þar af voru 670.588 dilkar. Kjötmagnið var alls 10.387.011 kg., en af dilka- kjöti barst 9.484.961 kg. Er þetta 22.595 kindum fleira en haustið áður, eða um 3,27%. Kjötmagnið jókst um 365.363 kg, sem er 3,58%.. Ef dilka- kjötið er tekið eitt sér, jókst það um 295.656 kg, sem er 3,22% aukning. Meðalvigt dilka í haust var 14,17 kg, en var í fyrra 14,11 kg. Af dilkakjötsframleiðslunni var selt í sumarslátrun 260 lestir. Út hefur verið flutt fram til Vi sl. 1792 lestir. I birgðum voru sama dag 4723 lestir. Salan innanlands er því um 2710 lestir, en á sama tíma í fyrra seldust 2325 lestir, söluaukningin er því 485 lestir eða 20,86%. Kjöt það, sem flutt hefur v'érið út. hefur farið til Bret- Iands, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur, mest til Bret- lands. Meðalverð fyrir allt út flutt dilkakjöt er um kr. 20,40 pr. kg. fob. Rúmar 300 lestir munu hafa verið fluttar út í febrúarmánuði, en þar með er útflutningi að mestu lokið af diikakj ötsfram'leiðslu híðasta hausts. II. MJÓLKURFRAM- LEIÐSLAN 14 mjólkursamlög störfuðu á árinu og barst þeim 75.914,- 728 kg mjólkur, en það er rösklega 6,3 milljónum kg meiri mjólk en til þeirra kom á árinu 1959. Svarar þessi. aukning til 9,1%,. Nokkuð af þessari aukningu stafar frá nýjum samlögum, sem ýmist tóku til s tarfa á árinu, eða höfðu starfað hluta af árinu 1959. Af framanskráðri aukn- Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.