Alþýðublaðið - 07.03.1961, Síða 4
ALFRED BERNHAHD
NOBEL er sennilega
þekktasti Svíi, sem uppi
hefur verið. Þó var hann svo
hógvaer í öllu lífi sínu og barst
svo lítið á einkalíf hans gaf
lítið tilefni til þess að um
hann sköpuðust nokkrar sög-
ur Hann var heimsfrægur fyr
ir verk sín en samt virðast
fáir hafa þekkt nokkuð til
hans að ráði. Sviar vita auð-
.vitað hvað hann hefur gert en
jafnvel þeir gera sér óljósa
hugmynd um persónu Nobels
og þá eiginleika sem mótuðu
skapgerð hans og örlög.
Hann fæddist í Stokkhólmi
1833 af gamalli sænskri ætt.
Hann var heilsuveill allt frá
fæðingu, og varð oft að fara
varlega með sig heilsu sinnar
vegna. Faðir hans var auðug-
ur maður. afkastamikill með
afbrigðum, metnaðargjam og
góður uppfinningamaður, en
óheppinn í fjármálum og
varð gjaldþrota sama árið,
sem Alfred fæddist. Hann var
snjall verkfræðingur og bygg
ingamaður, en algerlega sjálf
menntaður á því sv-iði. Frá
föður sínum erfði Alfred No-
bel iðni, í'íkt ímyndunarafl og
skarnar gáfur en sem betur
fór lítið taf þeirri óheppni sem
oft elti föður hans í fjármál-
um.
Eftir eialdþrotið í Stokk-
hólmi hélt faðir hans til Pét-
ursborgar þar sem hann opn-
aði vélaverkstæði. Það óx
fliótt, sérstaklega eftir að
Krímstríðið brauzt út. Var
hann þá settur til þess af russ
nesku stjórninni að smíða
tundurdufl og gufuskip og
græddi á tá og fingri. En við
lok stríðsins hafði hann þan-
ið starfsemi sína út um of og
varð gjaldþrota í annað sinn.
Tveir sona hans urðu áfram
í Bússlandi og urðu seinna
iðjuhöldar þar, en Alfred fór
með föður sínum til Svíbjóð-
ar þar sem hann reyndi að
koma aftur fjárhagslega fót-
am undir f.iölskyldu sína.
Alfred fékk alla menntun
■faina hjá einkakennurum til
lö ára aldurs og tók aldrei
prox í skóla. Hann var samt
mjög vel menntaður, og var
þegar innan við tvítugt æfður
efnafræðingur og afbragðs
tungumálamaður, talaði og
las jöfnum höndum þýzku.
ensku og frönsku, auk sænsku
og rússnesku. Jafnframt hafði
hann óslökkvandi áhuga fyr-
ir bókmenntum og heimspeki
og átti hann sér það áhuga-
mál allt lífið. Á æskuárum
sínum hefur honum verið lýst
þannig að hann hafi borið
það með sér að vera „þrosk-
aður og reyndur fyrir eðlileg-
an tíma ungmenna , óvenjuleg
um gáfum gæddur, en veiklu-
legur útlits, dreyminn og í-
hugandi“.
Þessir síðamefndu eigin-
leikar hans hindruðu hann
ekki í því, að taka fuilan þátt
í athafnalífi þessa tíma. Hann
ferðaðist víða, eyddi miklum
tíma til að rannsaka sprengi-
efni, sérstaklega nitroglycer-
in. Gerði haiin á því nokkrar
breytingar svo meðferð þess
varð hættuminni og auðveld-
ari, og nefndi hið nýja efni
dynamit og fékk einkaleyfi á
því 1867. ’ Seinna fann hann
upp enn sterkari sprengiefni
og varð af þeim stórauðugur
maður, auk þess sem hann
starfraékti Bakuolíulindirnar
með bræðrum sínum. Þegar
hann lézt 1896 var hann orð-
inn einn af auðugustu mönn-
um álfunnar.
Alfred Nobel var mikill hug
sjónamaður og mannvinur,
en sú staðreynd að hann er
þekktastur fyrir uppfinningar
sínar á sviði sprengiefna, hef-
ur valdið því að flestir álíta
að hann hafi haft sérstakan á-
huga fyrir að finna upp vopn.
Því fer víðs fjarri. Yfir níutíu
hundraðshluta eigna fpinna
hlaut hann fyrir uppgötvan-
ir sínar á s\dði sprengiefna,
sem voru no’tuð til borgara-
legra verka, en þessar uppgötv
anir hans gjörbreyttu allri
tækni í námugreftri, vega-
gerð og lagningu jarðganga,
Þessi verk hans gerðu það
ekki aðeins að verkum að
hann safnaði óhemju auði held
ur varð hann sífellt að vera
á ferðalögum um Evrópu og
Bandaríkin.
Honum var það hugljúfast
að eyða tíma sínum til vís-
indastarfa, en vegna anna
sem á hann lögðust er verið
var að nota uppgötvanir hans
víða um heim, gafst honum
sjaldnast mikill tími til. vís-
indastarfa á seinni árum sín-
um. Frá aðalstöðvum sínunj í
París stjórnaði hann myndun
hlutafélaga, byggingu verk-
smiðja og rannsóknarstofa og
stofnun sölustöðva. Hann var
brautryðjandi á sviði skipu-
iagningar og stóriðju og sam-
tíðarmaður John D. Rocke-
feller. Starfsemi hans óx og
varð að heimsiðnaði, sem náði
til landa í öllum fimm heims-
álfunum.
Þrátt fyrir auðæfi sín virð-
ist hann aldrei hafa öðlast
verulega lífshamingju. Öllum
kemur saman um að hann
hafi verið fyndinn, öruggur í
þekkingu sinni og sannur
heimsborgari, en bjó þó alltaf
yfir nokkru þunglyndi sem
kom fram sem þurr kímni og
sjálfshæðni sem jókst því
frægari sem hann varð. —
Margra ára náin kynni í starfi
af alls kyns mönnum af ólík-
um þjóðernum gerðu hann
svartsýnan á manneðlið og
kom það stundum fram í skrif
um hans.
Hann var ætíð hneigður fyr-
ir að fara einförum og hvarf
stundum. langan tíma án þess
að láta svo mikið.sem nánustu
samstai’fsmenn sína vita hvar
þeir mættu hafa upp á honum.
Þá langaði hann eins og hann
sagði sjálfur,. til að lifa meðal
sinna þöglu vina, trjáa og
kjarrs, fjarri allri uppgerð og
látalatum, sem hann hafði alla
tíð mestu andstyggð á. Heið-
ur og mannvirðingar virti
hann einskis og vísað á bug
öllum beiðnum um ljósmynd-
ir af sér og upplýsingar um
ævi sína með þessum orðum,
sem hann eitt sinn skrifaði:
„Ég get ekki séð að ég eigi
skilið að verða þekktur, enda
kæri ég mig ekkert um það“.
Hann skapaði sér aldrei
heimili, kvæntist aldi'ei, og
lifði lengstum erlendis, þótt
hann elskaði ætíð' föðurland
sitt. Honum var á þessum
tíma oft lýst sem auðugasta
flakkara Evrópu. 1896 lézt
hann á Ítalíu. Siðustu þrjú ár
ævi sinnar átti hann bústað í
Sviþjóð þar sem hann hafði
keypt Boofrs vopnaverksmiðj-
urnar. Hann lét sér mjög annt
um móður sína en kvæntist
aldrei eins og áður var sagt.
Á æskuárum sínum var hann
einu sinni, svo vitað sé, ást-
fanginn af ungri stúlku, en
ekki er nú vitað hver hún var.
Á miðjum aldri kynntist hann
stúlku af- lágum stigum, og
varð úr því 18 ára ástarævin-
týri en ekkert hjónaband, og
mun það ekki hafa orðið eins
og hann dreymdi um og aukið
á þunglyndi hans. Það var
ekki fyrr en hann batt endi á
sambandið að hann öðlaðist
aftur hugarró og losnaði við
hugarstríð sitt.
ERFÐASKRÁIN.
Ári áður en hann dó gerði
hann í París erfðaskrá sína
sem fr.æg er orðin og gerði þar
grein fyrir því hvernig hann
vildi að fé sínu væri varið,
hver yrðu laun vinnu sinnar
og starfa, sem hann hugsaði
svo oft um meðan hann var
lífs. Hann var mjög gjöfull
mannvinur meðan hann var
4 7. marz 1961 — Alþýðublaðið
á lífi en hagsýnn um leið. ,,Ég
vil heldur seðja svanga munna
en að byggja voldug minnis-
merki til dýrðar hinum dánu“.
Meirihluta eigna sinna, 31
milljónum sænskra króna
(Um 1300 milljónir íslenzkra
króna eftir núverandi verð-
gildi) vildi hann að varið væri
til að stofna sérstakan sjóð
sem lagður yrði á vöxtu. —■
Tekium hans skyldi varið til
veitinga árlegra heiðurslauna
til þeirra sem á áirnu á undan
hefðu unnið mannkyninu
mest til heilla á sviði eðlis-
fræði, efnafræði, lífeðlis-
fræði, bókmennta og bræðra-
lags meðal þjóðanna. Veita
skvldi verlaunin án tillits til
þjóðei'nis. Veitti hann þrem-
pr sænskum stofnunum rétt
til að úthluta verðlaunununa
og sérstakri nefnd sem norska
stórþingið skyldi útnefna. Á
bessum tíma voru Noregur og
Svíþjóð sameinuð í eitt kon-
ungsríki. í erfðaskránni kem-
ur fram að þar hafði Nobel
fundið flesta heiðvirða menn
og treysti því föðurlandi sínu
bezt til að framkvæma sínar
síðustu óskir.
Hvers vegna datt Nobel i
hug að stofna þennan sjóð og
verja honum þannig? Ástæð-
anna er ekki langt að leita og
koma þær greinilega fram í
skrifum hans. Þær voru trú
hans á framtíð mannkynsins
og þær vonir sem hann batt
við það. Sjálfur var hann
Ijóðskáld og rithöfundur sem
skrifaði á nokkrum tungumál-
um og lét sér mjög annt um
bómenntir. Nobel hafðimikinn
áhuga á læknisfræði og stjórn
aði sjálfur nokkrum tilraun-
um á því sviði og hafði hug-
myndir um þau mál sem voru
studdar af læknavísindum
samtíðarinnar og leiddu
seinna til Nobelsverðlauna er
þær voru gerðar að veruleika.
Það var eðlilegt að hann á-
kvæði að einum verðlaunum
skyldi veitt til efnafr., en rann
sóknir hans sjálfs höfðu fram
ar öllu beinzt að þeirri grein.
Það var einnig eðlilegt að eðl-
isfræði skyldi tekin með, því
hún er nátengd efnafræðinni.
sem Nobel hafði sjálfur haft
svo mikil afskipti af.
Það liggur ekki eins í aug-
um uppi, hvers vegna Nobel
stofnaði friðarverðlaunin, en
orsaka þess er þó alls ekki
langt að leita, er menn vita af
ævilangri leit hans á sviði
heimspekinnar sem í víðastai
skilningi var leit iað trúar-
legum sannleika. í æsku varfS
hann fyrir miklum áhrifum
af Ijóðum Shelleys og þeirri
friðarstefnu sem hann boðaði.
Nobel hafði mestu andúð á
styrjöldum á milli þjóða. Löng
vinátta hans við Beurthu von
Suttner, sem var ein af braut-
ryðjendum friðarhreyfingar-
innar og bréfasamband við
hana árum saman, mun lík-
lega hafa haft nokkur áhrif í
þá átt að veita friðai'verðlaun-
in þótt margt annað kæmi
þar vafalaust einnig til greina.
Framh. á 14. siðu.