Alþýðublaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 13
Lögfræði fyrir almenning HÉR hefst í blaðinu nýr þátt ur undir heitinu „Lögfræði fyrir ialmenning“. Blaðið hef ur fengð færan lögfræðing til að annasí stjórn á þessum þætti, en þó mun verða leitað til sérfræðinga á lögíræðilegu sviði um ýmis viðfangsefni sem þar kunna að koma fram. Ekki er ætlunin, að í þáttum þessum verði viðfangsefnj rakin eftir þeim reglujn. sem sú fræði grein geri- ráð fyrir, í þeirri röð, sem venja er, heldur tek n af handahófi. Hverjum les anda er heimilt að senda fyrir spurnir um hver þau lögfræði leg vandamál, er hann kann að liafa í huga. Frá ór.unatíð hefur nauð sy-n borið til, að hver einstakl ingur bær; ákveðið nafn til að greiningar frá öðrum. Nafn þetta er kailað eiginheiti eða skirnarnafn F.n ineð því að fjölda eiginheita eru takmörk sett, koma hiri svokölluðu kenn ingarnöfn til sögunnar og síð ar ættarnöfnin Hér á landi gilda um manna nöfn lög nr. 54 frá 1925, en þar segir m a. svo: „Hver mað ur skal heita einu íslenzku nafnj eða tveim og kenna sig til föður, móður eða kjörföður og jafnan rita nafn og kenn ingarnafn með sama hætti alla sevi —r--Ættarnafn má enginn taka sér hér eftir“. Ekki er ætlunin í þessum þætti að ræða um hir lögboðnu mannanöfn. heldur um auka nefni eða viðurnefni, sem inenn hafa ýmist tekið sér sjálfir eða samborgaramir hafa slengt á þá, og réttarlegar afleiðingar slíkra nafngifta. Svo er að sjá á fornsögum okkar, að vart hafi einstakling ur talizt maður með mönnum nema hann bærj viðurnefni. Slíkt þótti engin hneisa á þeim tímum, enda þótt aukanefnin hefðu miður virðulega merk ingu Má sem dæmi nefna Hall gerður langbrók, Auðunn skök ull, Þórir snepill, Ketill brim ill Þorkell hókur o. fl. o. fl. Svo föst hafa .þessi viðuf nefn,i verið í sumum tilfellum, að börn hafa tekið þau sem kenningarnöfn, t. d. Hrafn Hængsson, G.sli Súrsson, Þjóð rekur Sléttu Bjarnarson. Lengra fram í ættir náðu við urnefnin ekki, þar sem ættar nöfn voru algerlega óþekkt fyr irbæri á íslandi fram til loka 16. aidar, og voru þau þá af allt öðrum tog spunnin, þ. e. sigldif menn afbökuðu föður nöfn sín eða reyndu að snúa þeim á latínu, t. d. Enerus, Sculerus, Torfæus. Þróunin hjá öðrum þjóðum varð yfirleitt sú, að viðurnefn in urðu að ættarnöfnum. í Þýzkalandj eru t. d. virðulegar ættir, sem bera titilinn Waldt eufel (skógardjöfull) og Mann teufel (mannsdjöfull). Hefði sama þróun átt sér stað hér lendis, vær.j hægt að hugsa sér að samborgarar okkur bæru nöfn eins og t. d. Skúli Skök uis eða Snorri Snepill. Rás tímans gerbreytti við horfi manna til viðurnefna, og í dag myndu slikar nafngiftir þykja frekleg móðgun og varða yfirleitt refsingu samkvæmt meiðyrðakafla almennra liegn ingarlaga. Eðlilega kemur þessi stranga meiðyrðalöggjöf ekki í veg fyr ir, að menn megi sjálfir skeyta eihhverri einkunn við nöfn sín Til sveita eru menn iðulega kenndir til bæja og halda marg ir þeim sið, þótt þeir séu orðn ir borgarbúar, t. d. Jónas frá Hriflu. Ásmundur frá Skúfstöð um, Magnús frá Mel. Einnig er það algengt hjá skáldum að taka sér viðurnefni eða skáldaheiti, t. d. Jón Trausti, Örn Arnarson, og svo gróin eru þessi skáldaheiti oft, að menn vita vart um hið rétta nafn skáldsins. Ég hygg, að til tölulega fáir viti, að góðskáldið Steinn Steinar hét Aðalsteinn Kristmundsson. Fáir munu og vita, að rithöfundurinn Gunn ar Dal heitir Halldór Sigurðs son. Þegar menn þannig sjálfir taka sér aukanefni, er eðlilega refsilaust að beita þeim, og í sumum tilfellum brot á kurt eisisvenju að gera það ekki Þegar skortir jákvæðan vilja viðkomandi til aukanefnis, er í langflestum tilfellum sak næmt að beita þeim. Svo langt hefur þessi réttur til nafnheig innar verið túlkaður af dóm stólunum, að Hæstirétfur dæmdi Theódór Friðriksson, rithöfimd, fyrir að minnast á það i bók sinni „í verum“, að maður nokkur á Sauðárkróki hafi haft viðurnefnið striga kjaftur. Telja verður þó vafa samt, að frásögn Theódórs hefði gefið rétta mynd, ef sleppt hefði verið strigakjafts nafngiftinni. Maðurinn var lát inn 7 árum áður en bókin kom út, en sonur hans höfðaði málið samkvæmt sérstakri aðildar heimild. Nú er það svo, að oft hljóta menn viðurnefni í ákveðnum kunningjahópi, félagsskap eða skóla, og láta það óátalið og telja jafnvel nafngiftina bera vitnj um kunningjabragð. En fari menn utan þessa takmark aða hrings að beita nafngift inni, yrði hún refsiverð. Enda þótt menn í kunnngjahópi létu það viðgangast, að vera kallað ir nöfnum eins og t. d. Gunnar Skúffa eða Magnús mislangi, væri saknæmt fyrir aðra að gera slíkt hið sama. Eins og. áður hefur komið fram, er nafnrétturinn mjög strangur samkvæmt íslenzkum rétti. Hann felst í þeirri kröfu einstaklingsins, að samborgar arnir ávarp hann með réttu heiti og engu öðru. Enda þótt maður, sem í æsku fékk gælu nafnið Palli og fjölskylda hans og venzlafólk héldi þvi við, myndj sennilega þessi maður yinna meiðyrðamál, væri hann kominn af unglingsárum og ó viðkomandi maður ávarpaðj harjn með Pallanefninu. Hér eins og annars staðar í lögfræöinni er vissum erfið leikum bundið að draga marka l.nuna irilli hins löglega og ó löglega. Mismunandi aðstæður eða málsatvik geta leitt til mis munandj niðurstöðu í málum, sem fljótt á litið virðast svip uð í sambandi við saknæmj á I notkun viðurnefna, hygg ég, ! að mestu geti ráðið, i hvaða til gang; nafngiftin var sett fram. Hafi þar valdið galsi eða sak laust grín, virðist refsing sam kvæmt meiðyrðalöggjöf ekki koma til greina. Hafi tilgang urinn hins vegar verið sá að særa og móðga viðkomandi, er refsinæmi verknaðarins ljós. Sigga Vigga Almennur hímerkja■ dagur haldinn hér NÚ HEFUR veri-ð ákveðið að tileinka frímerkjum einn dag á þessu ári, og kalla hann ,,I>agur frímerkisins“. Aralinn hefur ver ið 11. apríl n. k. Tilgangurinn með þessu er að minna menn, og þá sérstaklega væskuna, á gagn og nytsemi frímerkjanna. Siður þessi tíðkast með mörg Evrópufrí- merki 1961 HÍNN 29. marz 1961 komu fulltrúar níu af nítián aðildar- ríkjum Evrópusambands pósts og sxma saman í London til þess að velja mynd á Evrópufrí- merki það,sem mörg aðildarríkj anna munu gefa út á þessu ári. Valin var teikning eftir hol- lenzlca listamanninn Theo Kur- pershock og sýnir hún nítján dúfur á flugi. Þá var og á sama fundi valið merki eða tákn fyrir samband- ið og varð teikning eftir Bret- ann Michael Goaman fyrir val- inu. Sýnir hún póstlúðna utan um stafina CEPT (skammstöf un sambandsins). Þau lönd. sem taka munu þátt í þessa árs Evrópuútgáfu munu hefja söiu merkjianna 18. september 1961, en þó er heim- ilt að gera það laugardaginn næsta á undan. A!þ,v um þjóðum og hefur náð vin sældum, þannig að víða koma út sérstök frímerki í tilefni þessa dags. Að þessari kynningarstarf serrii hérlendis standa FélagFrí merkjasafnara 1 samvinmr vfð Frímerkjaklúbba Æskulýðsráðs Reykjavíkur og með aðstoð ís lenzku póststjórnarinnar. Skólastjórar barnaskólanna í Reykjavík hafa heitið málinu stuðningi sínum með því að láta fara fram þennan dag ritgerða samkeppni í ef:tu bekkjum skól anna um verkefnið: Hvaða gagn gera frímerkin? Ennfremur hefur Fræðslu málastjórnin mælt með því við skólastjóra bamaskóla utan Reykjavíkur að þeir hlutist til um að ritgerðasamkeppnin fari fram í barnaskólum um allt land. Dagsins verður ennfremur minnst með erindaflutningi í Ríkisútvarpinu. Pósrítjórnin hefur látið gera sérstakan pó'tstimpil og verð ur hann í nokun á Pósthúsinu í Reykjavík þennan dag. Framkvæmdanefndin, en ; í henni eru Guðmundur Arnason frá Félagi Frmerkjasafnara og Jón Pálsson frá Æskulýðsráði Reykjavíkur, hefur látið gera smekkleg um'lög í tilefni dágs ins og verður aðalútsölustaðar þeirra í anddyri bókaverzluiíar Almenna Bókafélagsins í Aúst urstræti næstu daga og daginn sjálfan. Kosta þau kr. 2,06. ðublað.ð — 9. apríl 1961 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.