Alþýðublaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 16
42. árg. — Sunnudagur 9. aprq 1961 — 80. tbl. Bíllinn flaug 20 metra TÍf EFRI myndin er tekin skömmu effir ,.)lending- una“. Á myndrnrii má greina rannsóknarlöig- reglumenn viS athuganir inni í bílnum. Neðri mynd in var tekrn í gærmorgun og sýnir hún leið bílsins niður túnblettinn. Fremst til vinstri sést, skarðið scm bíllinn braut í grind- verkið. Örin bendir á stað inn þar sem bíllinn hafn- aði að lokum. - Alþýðubl.- myndir: Gísli Gestsson). ftWAVWWWVMWViVVMVWWV BOTVINNIK HÆRRI AÐ VINNINGUM 'fc NÍUNDA skákin í einvígi Tals og Botvinniks var tefld í fyrradag. Fór hún í bið og hef- ur Botvinnik peð yfir. Biðskák in var tefld í gær. Að loknum átta skákum hafði Botvrnnik iVz vinning, en Tal 3%. Tíunda dkákin verður tefld á morgun. MEÐAL gesta á Hótel Borg á íöstudagskvöldið var maður um þrítugt, sem af mikilli ridd aramennsku bauðst til að aka tveim ungum stúlkum heim að lokinni skemmtuninni. Stúlk urnar þáðu þetta góða boð af hæversku sinni. Fyrst ók maðurinn heim ann arri stúlkunni vestur á Hofs vallagötu. Hann ók síðan það an, en þegar komið var á Viði melinn langaði hina stúlkuna til að fá að aka bílnum.. Hún var að vísu búin að dr.ekka einn iasna á Borginni og var próflaus, en það' mundi enginn verða var við það. Ökumaður inn stóðst ekki biðjandi augna ráð stúlkunnar, enda var hann sætlkenndur. Stúlkan settist undir stýri og ók af stað. En brátt kárnaði gamanið, því þarna á Víðimeln um var leigubíll af Hreyfli að sleppa út farþega. Þar sem hún var óvön að aka tókst svo slysa lega til, að hún leriti utan í Ieigubifreiðinni, Við þessa atburði skelfdist- stúlkan og þeysti á brott. Leigu bílstjórinn losaði sig við far þegann í hasti og ók á eftir henni. Hann flautaði i ákafa og blikkaði bílljósunum í þeirri von, að stúlkunni snerist hugur og hún yrði fús að ræða málin. Þetta fór samt öðru vísi, þvi stúlkutetrið varð óttaslegnari og steig nú benzínið í botn. Bíllinn þaut áfram og fór nið ur Kirkjugarðsstíginn á mikilli ferð, en því miður tók stúlkan ekki eftir því að sú gata er með cinstefnuakstri, Þegar bíllinn var að komast að Suðurgötunni var eigandi bílsins orðinn alvarlega lirædd ur. Hann reyndi þvi að hemla og draga úr ferðinni, en það var um seinan. BíIIinn þaut yfir Suðurgöt una, gegnum grindverkið og flaug niður brekkuna og braut Íþróttasíöan er I I 10. síðan Ritgerð nýrra fræðikenninga hafnað af HJ. NÝLEGA er komin út á veg um Bókaútgáfu Menningarsjóðs bók eftir Bjarna Einarsson er nefnist Skáldsögur. í bókinni tek ur Bjarni til meðferðar uppruna og eðli ástarskáldsagnanna fornu. Hann kemur fram með ný tízkulegar og róttækar kenning ar um uppruna sagnanna. Bókin var skrifuð sem doktorsritgerð, en Háskóli íslands hafnaði henni. Bjarni Einarsson var um nokk urra ára skeið seridikennari í norrænu við Kaupmannahafnar háskóla. Hann vann þar jafn framt að vísindastörfum og út gáfu undir handarjaðri Jóns Helgasonar, prófessors. Bjarni lauk prófum sínum við Háskóla íslands. í doktorsritgerð sinni fjallar Bjarni um Kormákssögu, Hail freðssögu, Gunnlaugs sögu orms tungu og Bjarnar sögu Hítdæla kappa. Bjarni heldur því fram, að þessar íslenzku ástarsögur hafi orðið fyrir erlendum áhrifum síns tíma, einkum troubadour sögunum frönsku. Ennfremur séu sögurnar alíslenzkar, en samt hluti af Evrópumenning unni á þeim tíma, en ekki ein angrað íslenzkt fyrirbrigði. í þessu sambandi bendir Bjarni m. a. á, að vísurnar sem skreyti sögurnar séu að öllum líkindum gerðar af mönnum þeim, sem skráðu þær en ekkj af sagnapersónunum sjálfum, enda slíkt verið siður hjá sagnaritur um á þeim tímum sem sögurnar ^eru skrifaðar á. í leiðinni grindverkið sem skil ur á milli lóðanna við húsin nr. 20 og 22 við Tjarnargötu. Bíllinn hafnaði í skafli 20 metr um neðar — óskemmdur að mestu.. Jón Rafnsson, sem býr, í hús inu nr. 20 við Tjarnargötu hrökk upp með andfælum við ógurlegan skruðning. Datt hon um fyrst í hug að loksins hefði Katla gosið og þaut út i glugga. Sá hann þá hvar maður og ung stúlka komu út úr bíl, sem ein hvern veginn hafði hafnað á túnblettinum á bak við húsið. Sá hann að þau hlupu út á Tjarnargötu og í hvarf. Það átti ekki fyrir Jóni Rafns syni að liggja að geta sofnað á næstunni, því þarna streymdi að múg og margmenni til að skoða furðuverkið. Morguninn eftir þurfti að rífa niður girðinguna við hús ið til þess að hægt væri að ná Buickbílnum út á Tjarnargötu. Þá voru skötuhjúin komin und ir yljandi verndarvæng lag anna. KEFLAVÍK FULLTRÚA-ráðsfundur Al þýðuflokksfélagsins í Keflavík verður haldinn í Matstofunné annað kvöld kl. 20,30. REYKJAVÍK ÍC KVENFÉL. Alþýðuflokks- ins. Félagskonur, sem ætla að heimsækja Ofnasmiðjuna, —• mætr n. k. þriðjudag kl. 2,39 stundvíslega í Einholti 10. —< Nánari upplýsingar hjá for- manm. + MÁLFUNDUR verður ann- að kvöld mánudag, í Félags- lieimilrnu að Stórholti 1. Um- ræðuefni: Á að fækka frídög- um og helgidögum? — Frum- mælendur: Jóhann Þorgeirs- son og Jónas Ástráðsson. Félag- ar eru hvattir til að fjölmenna situndvílega. ATH.: — Sjá auglýsrngu um apríl-stárfið á bls. 12 í blaðinu í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.