Alþýðublaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 7
AÐ ÞVI er við bezt vitum,
stendur ekki yfir málverkasýn
ing neins íslenzks málara í
bænum um þessar mundir, og
þarf því enginn að taka það til
s.'n, þótt velt sé vöngum yfir
litum og formi, — málaralist.
Svo vildi aftur á móti til, að
einu sinni sem oftar var
lialdin málverkasýning í Lista
mannaskálanum í Reykjavík.
Þangað streymdi múgur og
margmenni svo sem vera ber
til þess að sjá litina og þar á
meðal blaðamaður Alþýðublaðs
ins. Hér var um að ræða hina
títt um ræddu ,,abstraktlist“,
sem sumir geta alls ekki um
borið, — en blaðamaðurinn
hafði þann smekkinn að hafa
gaman af iitunum, sem roðið
var á ýmis konar kúnstugan
máta á léreftin, strikum, kúl
um og flötum. Hann var að
því kominn að ganga út hvorki
hrifinn né hneykslaður, — þeg
ar hjón staðnæmdust við hlið
hans. — Konan sagði:
— Þetta er himneskt.
Svo myn'dað'i hún kíki með
sýningarskránni, hallaði sér
aftur á bak eins og hún væri
keppandi í spjótkasti á héraðs
móti og sagði síðan eftir drykk
langa stund.
— Þetta er himneskt. — Mér
finnst ég bókstaflega sökkva
inn í þennan græna lit.
Hjónin héldu áfram gögnu
sinni um salinn, og blaðamaður
inn kunni ekki við að leggja
eyrun að því, sem þau sögðu,
---en hann komst ekki hjá því
að heyra það, sem konan sagði
við næstu mynd. Hún sagði:
— Sýning sem þessi lyftir
manni upp. Ég hverf með þess
ari mynd, — eitthvað burt, —
eitthvað út í buskann.
Eftir þetta var blaðamaður
inn okkar ekkj ánægður. Hann
einblíndi fast á myndina, sem
var fyrir framan hann, leit síð
an í kringum sig í salnum og
sá að konan hafði enn á ný
hallað sér aftur á bak með
myndaskrána fyrir auga, —
en svo hvarf hann til sjálfs sín
í skelfingu og dálitlu umkomu
leysi.
Hvað var það, sem konan sá?
— Hvers vegna kom hann ekki
auga á þetta, — hann, sem þó
hafði gaman af litum og formi?
— Svo pírði hann augun og
glotti illkvittnislega. — Kann
ski sá hún ekki neitrt, — kann
ski var hún bara að þykjast?
0O0
í Morgunblaðinu 16. október
1960 birtist viðtal, sem Matthí
as Johannesssen, ritstjóri, átti
við Jóhannes Kjarval í tilefni
af 75 ára afmæli listamanns
ins. í þessu viðtaii segir meðaí
annars:
Kjarval segir:
„Það rétta viðhorf til náttúr
unnar er, að menn hafi ekki
upplifað svo mikið á skólaárum
sínum, að þeir geti ekki glöggv
að sig á því mannlega í fyrir
brigðinu, þegar þeir eru orðn
ír einir með landinu og hafa
eitthvað til samanburðar. —
Þetta fóik verður að vita, að
landið hefur ýmislegt til síns
máls. Og mundu það, sem ég
sagði þér áðan, að náttúran hef
ur eftirlit með okkur“.
„En hvernig stendur á því,
Kjarval, að sumum málurum
finnst ljót málverk, sem öðrum
þiykir stóríalleg?“
„Jú, sérðu það ekki? Það er
vegna þess, að þeir eru fæddir
til mismunandi upplags, þeir
eru fæddir inn í annað veður
lag: uppstreymi er hjá einum,
þegar lægð er hjá öðrum. Svo
hafa þeir ekkieignast sömu lita
skynjun".
Kjarval (síðar í viðtalinu):
„Hér á ástúðin heima, — en
fólk gengur framhjá henni, —
óg segi þér það satt. Menn sjá
þetta ekki, því við erum undir
áhrifum svo margra þjóða gam
allar menningar.
En þó þetta sé nokkuð gott
hjá okkur og hafi alþjóðlegt
gildi vantar í það eitthvert
skáldlegt orð, en við verðum
að fara varlega í sakirnar".
„Hvaða orð er það, sem vant
ar hjá okkur?“
„Ég veit það ekki, en listin
má ekki vera móðguð. Ég hefðf
átt að nota þarna tíálítið póet
ískt orð til að forfína þessa
hugsun.
Kjarval heldur áfram (síðar
í viðtalinu):
„Hefurðu hitt nokkur ofur
menni nýlega, sem skilja list
ina?“
„Guðbrandur Magnússon
skrifaði um mig kritik í gamla
daga, það þótti mikill viðburð
ur í Þingeyjarsýslu. Pjósamað
urinn á einum bænum var ný
búinn að lesa dóminn, þegar
presturinn kom í heimsókn: —
„Hvernig líkar þér listin?“ —
spurðj presturlnn. Fjósamaður
inn svaraði: „Ég geri svo vel
og skil ekki“. Það var tekið
gilt í þá daga“.
í dagblaðinu Timinn birtist
6. apríl s. 1. viðtal, sem frú Sig
ríður Thorlacius átti við Jón
Stefánsson, listmálara, í tilefnj
afmælis hans. Þar segir m. a.:
— Er ekki auðveldara að
villa um fyrir áhorfendum um
gildi málverka, sem eru abstr
akt?
. — Abstraktlistin er tízku
kennd, og margir taka upp þá
stefnu, án þess að hafa á henni
verulegan skilning, en slíkt hef
ur líka gerzt hjá þeim, sem
mála natúralistískt, — einnig
þar hafa margir málað yfir
borðskenndar eftirlíkingar, án
þess að gefa nokkuð frá sjálf
um sér.
Þegar maður fer aftur í sögu
málaralistarinnar þá sér maður
er það svo að vera nýtízkuleg
ur?
Fyrir áraþúsundum voru
sköpuð listaverk — hellamál
verkin, — sem tjá alveg eins
vel hin mannlegu sannindi og
nútímaverk. Hið varanlega
gildi listarinnar skapast af
hinu innra, ekki stíl eða ytri
tækni. Það er innra gildi mynd
ar, sem sker úr um hvort hún
segir áhorfanda eitthvað.
En þó ég segi að löng og hæg
fara þróun sé æskileg, ,er ég
síður en svo mótsnúinn nú
tíma málaralist. Hins vegar má
enginn elta hugsunarlaust all
ann þann glundroða, sem skap
ast hefur um allan heim við si
felldar tilraunir til að finna
nýjar stíltegundir og tjáningu,
sem einatt er meira andleg leik
fimi en djúp list. En þrátt fyrir
allan óróann, finn ég þegar ég
hef verið lengi heima, að mér
er mikil upplyfting og gagn að
því að komast til útlanda, sjá
söfn og sýningar. Alltaf er eitt
hvað gott og nýtt að sjá, sem
örfar hugann.
Og síðar segir:
„Getur listaverk orðið af til
viljun?“
„Þegar maður hreinsar lita
að málarar unnu víða eftir
sterkri hefð, sem átti sér langa
og rólega þróun. Þá sköpuðust
oft ódauðleg listaverk, er stóir
mennin risu upp úr meðal
mennskunni. Ég er hræddur
um að óróinn sé nútímalist
hættulegur.
En það sem ég tel illt varð
andi nútímalist, er að hin gífur
lega áróðurstækni nútímans
þyrlar sumum á loft og villir
umfyrir mönnum um raunveru
leg verðmæti. Aðrir, sem engu
minni verðleika hafa, hverfa
skuggann og gleyxnast. Þegar
menn hverfa að þvi að reyna
fyrst og fremst að vera sem
nýtízkulegastir og mest áber
andi, þá minna þeir á froskinn,
sem blés sig upp og vildi verða
eins stór og beljan. Og hvað
Skyldi konan hafa „horfið
út í buskann með myndinni“
— eða skyldi hún aðeins hafa
verið „að fylgjast með?“ —
En hvers vegna skyld; þá fólk.
segja það fallegt, — sem þvi
þykir ekki fallegt? — Hver er
sá almáttugi, sem gefur „lín
una“? Getur það verið satt, að
fólk þykist „hverfa á burt“, —•
þótt það standi í stað til þess
eins að koma ekki upp um
sig, — til þess að forðast að
vera hreánskilið og segjast
„gjöra svo vel og skiija ekki“
eins og þingeyski fjósamaður
inn hafði hug til?
Þetta „skilningsleysi“ al
mennings er ekki einungis
áberandi, er rætt er um málara
list, heldur einnig tónlist og
orðsins list. Sumir vita ekki
sitt rjúkandi ráð, og allt getur
Xent í hinni mestu ringulreið,
þegar fólk á óviðbúið að segja
álit sitt í hléum á tólftónatón.
leikum og frumsýningum. —•
Jafnvel getur fólk komizt i
vanda við venjulegar samræð
ur um lífið og tilveruna, þar
sem sumt fólk setur stolt sitt
i að kollvarpa því, sem áður
hafa verið nefndar staðreyndir
og hreyta út úr sér sundurlaus
spjald sitt geta myndast lita
samstæður, sem hrifa menn f
bili, en ef vinna á mynd með
þeim hætti, að tilviljunin taki
völdin, hlýtur maður oftast
skammvinna gleði af því verki
Það verður yfirborðslegt og
skortir dýpt. Það verður að
vera hugsun að baki hvers
verks, eigi það að grípa hug
ann lengur en andartak".
oOo
í erlendu blaði var fyrír
skömmu viðtal við hinn fræga
málara, Picasso. Þar var haft
eftir honum þetta, — sem í
rauninni kom mér til að skrifa
þessa grein. Hann sagði:
„Lif mitt hefur . ekki verið
til einskis. — Ég hef sýnt fram
á, hváð langt má draga fólk á
asnaeyrunum“. -
• MEISTARI Kjarval að
selja blöð í Austurstræti
fyrir helgina. Óla blaðasala
þykir sýnilega satferli
meistarans skuggalegt og
sér ekki óviðkomandí
wnwwvmwwwvwwww
um.setningum. Er það því nokk
ur furða, — þótt einstöku sinn
um komj hik á suma, — læðist
að þeim efi og þeir verði spé
hræddir. — Það sé bara verið
að draga þá á asnaeyrunum?!
— Og var það nokkur furða, —
þólt reykvíska stúlkan spyrði
vinkonu sína á dögunum;
„Hvernig er það? — Er það
allt saman vitleysa, sem hann
. . . Jón . . er að segja, — eða
skil ég það bara ekki?“
H.
Alþýðutblaðið — 12. apríj 1961 J