Alþýðublaðið - 01.06.1961, Side 2
j j&ssHórax: GIsU J. Astþórsson (áb.) og Benedlkt Urðndal. — Fulltrúar rlt-
j itjOmar: Slgvaldl HJálmarsson og IndrlSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri:
JíJðrgvln GuSmund n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml
i. 14 906. — ASsetur: AlþýðuhúsiS. — PrentsmiSja Alþýðublaðsins Hverfis-
1 »ötu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í iausasölu kr. 3,00 eint.
i Mtgcfand.: Alþýðuflok. urinn. — Framkvœmdastjóri: Sverrir KJarlansson-
SAMÞYKKIÐ
TILLÖGUNA!
[ SÁTTASEMJARI RÍKISINS hefur lagt fram
tillögu um lausn á vinnudeilu þeirri, sem þegar
hefur stöðvað mikinn hluta af atvinnulífi þjóð
arinnar og hlýtur að leiða til nálega algerrar
stöðvunar áður en langt líður, ef verlcföllum verð
ur haldið áfram. Tillaga þessi er stórum hagstæð
ari fyrir vinnandi fólk en það tilboð, sem atvinnu
rekendur höfðu áður gert. Kauphækkun nú þeg-
ar hækkar úr 3% í 6%, eftir ár úr 3% í 4% og
verður eftir tvö ár 3%. Verkalýðssamtökin á
skilja sér rétt til uppsagna, ef vísitala hækkar
um 3 stig eða meir, eða ef gengi verður lækkað.
Stefna Alþýðuflokksins í þessum n: hef-
ur verið skýr og einföld frá byrjun og er það
enn. Flokkurinn vill, að kaup hækki, svo sem
framast er unnt, án þess að efnahagskeríið riðlist
og kauphækkanimar verði teknar aftur af fólk
inu í hærra verðlagi eða hækkuðum gjöldum til
að standast niðurgreiðslur. Fíokkurin:; neiíar að
mæla með kauphækkunum, scm leiða til þess, að
kapphlaup við verðlagið hefjist á ný. Sl'kar hækk
anir eru andstæðar hagsmunum vinnandi fólks.
Hver kauphækkun leiðir af sjálfri sér sam
kvæmt landslögum til hækkunar á kaupi bónd-
ans, svo að landbúnaðarafurðir hækka. Um 10%
kauphækkun mttn þannig leiða til hækkunar á
mjólk, kjöti og öðrum afurðum, sem mimdl hækka
vísitöluna um eitt stig. Einnig er vitað, að 10%
kauphækkun veldur 100 milljón króna hækkun á
ríkisútgjöldum og á móti þeim verður rikið að fá
! tekjur — eða skera niður niður önnur útgjöld.
Ekki er fullkomnlega upplýst í dag, hver áhrif
yrðu af þeirri hækkun, sem tillaga sáttascmjara
gerir ráð fyrir. Þó telur Alþýðublaðið sterka á-
stæðu til að vona, að hægt verði að halda varn-
arlínunni gegn nýrri verðbólgu þannig að þessi
hækkun yrði ekki þurrkuð út af nýjum verð-
hækkunum innan skamms.
Á þeim grundvelli mælir Alþýðuflokk-
urinn eindregið með því, að þesfi tillaga verði
samþykkt. Verði hún felld, er teflt í algera tví
sýnu, og allar líkur á að verkföll verði langvar
andi, en endanleg afleiðing nýtt verðbólgukapp
hlaup, sem mundi verða verkafólki þungbærara
en nokkurri annarri stétt þjóðarinnar.
1 Augíýsingasími
Alþýðublaðsins
er 14906
HÉR á eftir fer úrdráttur úr
ræöum forseta íslands, herra
Ásgeirs Ásgeirssonar, og Ólafs
V. Noregskonungs, sem þeir
fluttu í veizlunni að Hótel Borg
í gærkvöldi. Vegna rúmleysis er
ekki haegt að birta ræðurnar i
heild,,
Forseti fslands mælti m a. á
þessa leið:
„Herra Konungur;
Þannig voru konungar ávarp-
aðir, að sögn Sriorra Sturlusonar,
á þeim tímum, er mál vort og
tunga var ein. Þann vcg munu
hin íslenzku hirðskáld hafa á
varpað Noregskonunga. er þeir
fluttu þeim drápur. „Tökum
vjer það allt fyrjr satt, er í þeim
kvæðum finnst’1, segir Snorri,
„því enginn myndi það þora að
segja sjálfum honum —■ konung
inum — þau verk hans, er allir
þeir, er heyrði, vissi, að hjéeómi
væri og skrök, og svo sjálfur
hann; það væri þá háð en eigi
lof“.
Það skapar engan vanda, n.i
er jeg ávarpa Ólaf hinn fimmta
Noregskonung, að bregðast ekki
þessu trausti Snorra, því konung
urinn er sjálfur vel íþrcttum bú
inn, eins og var nafnj hans
Tryggvason, og hefir staðið í
mannraunum, eins og flestir Nor
egskonungar frá upphafi vega.
Hitt er vandinn, að flytja
ávarp, þar sem af miklu er að
taka úr nær ellefu hundrað ára
sögu svo náskyldva þjóða, sem
vel hefur varðveizt, og minnast
jafnframt atburða, sem oss eru í
fersku minni, úr sögu Hákonar
konungs sjöunda og Ölafs krón
prins, sem nú situr að rikj —
og er hjer með.il vo” Sú saga
þeirta konungsfeðga og norsku
þjóðarinnar verðskuldar nýjan
Snorra.
Vjer fögnum innilega þessari
fyrstu heimsókn Noregskonungs.
Hún er sögulegur atburður. Að
vísu hefir Ólafur konungur kom
ið hjer áður, en þá sem krón
prins, og afhent og afhjúpað
minnismerki Snorra Sturlusonar
í Reykholti, og faðir hans, þá
Karl Danaprins, var hjer við
land á sjómannsáram sinum upp
úr aldamótum, og kunui frá
mörgu skemmtilegu að segia.
Við hjónin höfum og heimsótt þá
feðga þrisvar á siðari árum, og
farið um ættarslóðir íslenzkra
landnámsmanna á vegum norsku
stjórnarinnar, og þökkum við
innilega móttökur og bróðurþel
Norðmenn rækja nú vissulega
fonna/ frændsemi með ágætum.
Þó þelta sje í fyrsta sinn, sem
konungur Noregs stígur fæti á
íslenzka grund, þá er samt góðra
kynna að minnast“.
„Sjónarmið eru og fleiri en
eitt. Meðal Norðmanna eru það
að sjálfsögðu hinir gifturíkustu
atburðir, er Noregur var samein
aður eftir Hafursfjarðarorustu,
og norska þjóðin eftir Stikla-
staðabardaga. Og vel skiljum
vjer gildi konungsdómsins í Nor
egi, eigi sízt eftir hina þriðju
sameining og þjóðarsigur í lok
síðustu heimsstyrjaldar Við eig-
um málverk eftir Revold, þar
sem Hákon konungur og Óiafur
krónprins stíga á land við Heið-
ursbryggjuna að lokinni st.yrj-
öld. Jeg lít oft á þessa mynd,
viðkvæmum huga. Það var stór
stund, þrungin af sorglegum
minningum, stolti og fögnuði.
Konungdæmið á sjer djúpar og
sterkar rætur í Noregi, og í því
á Snorri sinn þátt. Nöfnin, Há-
kon, Ólafur og Haraldur, segja
til.
Þegar ætt Hara'.ds hárfagra
var aldauða, komst Noregur
einnig undir erlend yfirráð, og
varð að ’úta erlendum hagsmun-
um um iangan aldur. Þetta var
bræðrabylta Norðmanna og ís-
lendinga. En síðan hin þjóðlega
viðreisn hófst, höfurn vjer átt
samleið til frelsis og frama, og
tminnumst samt nú vorra fyrri
sambandsþjóða með brcðurhug.
Noregur mun þó jafnan hafa far-
ið fyrir — ailt að heilli öld í
sumum greinurn. enda er aldurs-
munurinn á Háskólum Noregs
og íslands eitt hundrað ár“
„Nú þegar ég læt máii mínu
lokið, skulum vjer aftur beina
huganum að hinum örlagariku
atburðum styrjaldarinnar. Oss
standa fyrir ihugskotssjónum
norskar hetjur á sjó og landi, af-
tökur og fangabúðir. Hákon kon-
ungur og Ólafur krónprins
standa í skógarlundi, og svörð-
urinn rótast upp í kring um þá
af skotum og sprengjum. Það
var eldskírn. Þeir voru tákn
þjóðar og landvarna, og þvt eltir
á röndum. Vjer skiljum hina örð
ugu ákvörðun að fara úr landi
til að halda baráttunni áfram.
En það var sókn og ekki flótti.
Áður var merkinu skotið niður
svo hart, eins og gerði Þórður
Fólason í Stiklastaðabardaga, að
stöngin stóð, unz þeir stigu heil-
um fótum á frjálsa jörð.
Oft voru veður válynd og út-
lit uggvænlegt á þessum árum.
En svo drjúg var Noregs gifta,
að það reyndist vera ný sögunótt,
sem stráði framtíðardraumum
yfir norska fold. Þjóðl’relsi,
heimilishelgi, mannrjett.indi og
manngildi er ekkert fleipur.
heldur lífsskilyrði og norræn
leiðarstjarna. Það ætti öllum að
geta lærzt í ljósi, eða öl!u heldur
myrkva þessira örlagatíma.
Góðir gestir, jeg bið yður að
rísa úr sætum, og drekka ásamt
mjer, heillaskál Herra Ólafs hins
fimmta, Noregskonungs, fjöl-
skyldu hans og norsku þjóðar-
innar!“
Ólafur V. Noregskonungur
mælti m. a. á þessa leið:
„Herra forseti.
Ég vil gjarnan tjá innilegar
þakkir mínar fyrir þau hjartan
legu orð, sem þér, herra forseti,
beinduð í þessu til mín og lands
míns og snertu mig djúpt Og ég
vii einnig um leið beina hjart-
anlegu þakklæti til a’Ira íslend-
inga sem viðstaddir voru komu
mína hingað í dag og gáfu til
kynna á svo sannfærandi hátt að
ég væri velkominn gestur á ís-
landi.
Það er mér ákaflega mikil á-
nægja að fá enn á ný tækifæri
tii að heimsækja ísland og þessi
heimsókn er um leið fyrsta opin-
bera heimsókn norsks þjóðhöíð-
ingja til Iýðveldisins íslands.
Mér er kunnugt um, hversu mjög
faðir minn kær, Hákon konung-
ur þráði að geta endurgoldið
hina mjög kærkomnu heimsókn
yðar herra forseti, og konu yðar
til Noregs 1955, en óhapp það,
sem hann varð fyrir, hindraði
því miður, að bann kæmi því við.
Norska þjóðin finnur sig ná-
tengda hinni íslenzku þjóð mörg
um böndum og hefur fylgzt með
örlögum hennar fyrr og síðari
með bróðurlegum áhuga og sam-
úð. Frændsemistilfinning og vin
átta við íslendinga hefur ælið
lifað hjá hinni norsku þjóð.
Haf það, sem skilur löndin,
hefur ætíð tengt þjóðirnar sam-
an Sameiginleg saga vor hefur
einnig styikt þann samhug, sem
ríkir milli íslands og Noregs.Vér
Norðmenn erum stoltir af því,
að fyrsti landnámsmaðurinn á
íslandi, Ingólfur Arnarson, var
Norðmaður. Þær erfðavenjur og
þau lög, sem snemma geröu ís-
land að réttjrríki, hafa einnlg
haft hina mikilvægustu þýðingu
fyrir þjóðfélagsþróun í Noregí,
Grundvöllur íslenzks þjóðfélags
var einstaklingsfrelsi innan
þeirra takmarka, sem lög sam-
félagsins settu og sú arfleifð hef
ur einnig orðið undirstaöa sam-
félags í Norcgi og öðrum nor-
rænum löndum
Mikilvæga þætti sögu vorrar
höíum vér fengið frá ísiandi.
Norsku konungasögurnar, rilað
Framh. á 12. síðu.
2 1. júní 1961 — Alþýðublaðið