Alþýðublaðið - 09.07.1961, Page 2
Rltstjórar: Gíslt J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúl rit-
■tjórnar: Indriöi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. —
Símar: 14 900 — 14 90S — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu-
húsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald
kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. —
Fra kvæmdastjóri Sverrir Kjartansson.
Trygg'mgornar
J ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti í fyrradag tölur um
aukningu bótagreiðslna Tryggingastofnunar ríkis
ins sl. ár. Sýna þær tölur vel hversu glæsilleg aukn
ing heíur orðið á tryggingunum vegna ráðstafana
: ríkisstjórnarinnar. Fjölskyldubætur urðu nær
fimm sinnum meiri en árið 1959 og allar bóta
greiðslur lífeyristrygginga urðu tvöfalt meiri en
árifð áður. Alls námu fjölskyldubætur 115.3 millj.
kr. árið 1960 en árið 1959 námu þær 24.5 millj. kr.
Allar bótagreiðslur lífeyristrygginganna námu
340.2 milljónum sl. ár en 172 milljónum árið 1959.
Það mun aldrei áður í sögu Tryggingastofnunar
innar hafa orðið eins stórfelld aukning á tryggiing
unum eins og sl. ár. Er það út af fyrir sig athyglis
vert, þar eð öft áður hefur Alþýðuflokkurinn beitt
sér fyrir aukningu trygginganna. Alþýðuflokkur
i inn he'fur orðið að semja víð aðra flokka um aukn
ingu almannatrygginganna eins og um fram
gang annarra stórmála, sem flokkurinn hefur bor
ið fyrir brjósti. í fyrstu kom Alþýðuflokkurinn
trj^ggingunum fram í samvinnu við Framsóknar
flokkinn en þegar tryggingarnar voru endurskitpu
lagðar í tíð nýsköpunarstjórnarinnar hafði Fram
sókn snúizt gegn tryggingunum og þá varð það
Sjálfstæðisflokkurinn sem studdi framgang máls
ins, enda þótt sá flokkur hefði í upphafi verið á
móti tryggingunum.
Þegar ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sat, hiln
svonefnda „vinstri stjórn“, bar Alþýðuflokkurinn
fram tillögu um að auka almannatryggingarnar
stórlega. En svo kynlega brá við, að bæði fram
sóknarmenn og kommúnistar lögðust algerlega
gegn þeim tillögum Alþýðuflokksins. Þessi ríkis
stjórn, sem alþýða manna hafði bundið svo mikl
ar vonir við, sá sér ekki fært að styðja tillögur
Alþýðuflokksins um aukningu almannatrygging
anna. En að sjálfsögðu var ekki síður ástæða til
þess að stórefla almannatryggingarnar í tíð vinstri
| stjórnarinnar, þar eð sú stjórn varð að gera ýmsar
! ráðstafanir í efnahagsmálum, sem rýrðu lífskjör
almennilngs. Þegar núverandi ríkisstjórn hóf að
1 undirbúa sínar ráðstafanir í efnahagsmálum, bar
Alþýðuflokkurinn enn á ný fram tillögur sínar
um stóreflingu almannatrygginganna og nú
mættu tillögurnar mun meiri velvilja en áður.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem í upphafi hafði barizt
gegn tryggingunum fellst á stóreflimgu almanna
•trygginganna en framsókn og kommúnistar höfðu
tekið við hinu gamla hlutverki íhaldsins, þ. e. því
að berjast gegn þessu milkla hagsmunamáli al
! þýðunnar.
Alþýðublaðið fagnar þeirri stóreflingu almanna
'fcrygginganna, sem nú hefur átt sér stað og vonar,
að enn verði unnt að efla tryggimgarnar.
HANNES
Á HORNINU
hefur rokið saldaus bóndamað’
ur austur í lireppum og glefsað
að mér urrandi af tómum mis
skilningi og dæmafárri glám-
skyggni þar sem hvergi var að
stétt hans stefnt né samtökum
hans eða hans líka, heldur gerð
tilraun til að verja hann og
bræður.hans í stritinu.
ýV Vegið að tildri,
veizluhaldi og
gervimennsku.
ýV Stórmerk gjöf Lands
hankans á afmælinu.
ýV Það er verið að brjóta
hefð.
TÍT Þagna selskabs
páfagaukar?
TILDUR OG GERVIMENNSKA
flengríður um akurinn. Þannig
hefur þetta verið lengi og virð
ist ekki fara hjaðnandi. Ragnar
Jónsson sagði í viðtali hér í
biaðinu í sambandi við hina
miklu og sérstæðu gjöf sína til
íslenzkra erfiðismanna: „Ég fyr
irlít hvers konar, tildur og gervi
mennsku." Hann hjó að tildr-
inu með gjöfinni og ummælum
sínum. Og það er skemmtileg
tilviljun, að ein af voldugustu
stofnunum þjóðarinnar rétti
annað högg að hinu sama og
um sama leyti. I
LANDSBANKINN átti merk-
isafmæli Einhver hefði notað
tækifærið til þess að halda gíf-
urlega veizlu með hundruð
gúmmíandlita og partígína í
salarkynnum sínum, kampavíni
og kransakökum, en hann gerði
það ekki. Hann ákvað að í stað
inn fyrir veizlu skyldi hann gefa
barnaspítalasjóði Hringsins einn
fjórðung milljónar og stuðla þar
með að því, að nokkru fyrr en
Tjöld
Hvít og mislit margar
stærðir, og gerðir.
Sólskýli
Svefnpokar
Bakpokar
Vindsængur
Sólstólar
Suðuáhöld (gas)
Ferðaprímusar
SpriHtöflur
Potfasett
Töskur m/matarílátum
Tjaldsúlur
úr tré og málmi
Ferða og sportfatnaður
alls 'konar
Geysir h.f.
Vesíurgötu 1,
annars hefði orðið væri hægt
að líkna sjúkum börnum.
MÉR FINNST að hægt sé að
k-enna í þessu tvennu þyt nýs
tíma, að hægt sé að sjá brota
löm á viðtekinni hefð, og að
upp frá þessu taki menn heldur
þann kostinn að halda hátíð
með stuðningi við eitthvað gott
og fagurt heldur en að sprengja
tappana úr kampavínsflöskun-
um og hláða kransakökubökkun
um á veizluborðin. Jafnvel er þá
hægt að vænta þess, að krafan
um sérréttindi fárra útvaldra til
þess að dansa í musterinu á þjóð
hátíðardaginn meðan sótsvartur
almúginn dansi á götum úti,
kafni í kverkum þeirra.
ÉG HEF ÁÐUR skrifað all-
mikið um tildrið og gervi-
mennskuna, enda orðið fyrir að
kasti fyrir, jafnvel frá mönnum
sem sízt skyldi, — og hefur
þetta gengið svo langt, að upp
AF TILEFNI þess hafa mér
borizt nokkur bréf — og flest
úr sveitum, en ég get ekkert
þeirra birt. Ástæðan er sú, að
ég er sannfærður um, að mann
inum var alls ekki ljóst hvers
konar málstað hann var að
verja. Og læt ég svo útrætt um
það.
ALLIR, HVER EINN og ein-
asti maður, sem ég hef hitt,
hafa orð á gjöfum Ragnars og
Landsbankans. Menn fagna
þessu, ekki aðeins vegna gjaf-
anna sjálfra, sem eru að vísit
ólíkar en skyldar samt, heldur
af því, að verið er að brjóta
viðtekna hefð — og skulum við
nú sjá hvort til dæmis gjö£
Landsbankans hefur ekki áhrif.
Ég spái því að veizlum fari fækk
andi upp úr þessu. Snobbarnir,
verða neyddir til að lækka segl
in Selskabspáfagaukarnir draga
úr þvaðrinu.
verksmiðja okkar ver.ður lokuð frá 24. júlí fram til 12.
ágúst, vegna sumarleyfa starfsfólksins, en þá verður aft
ur hafin framleiðsla á hinum vinsælu og vönduðu gólf
teppum — gólfdreglum — gólfmottum. en þrátt fyrir
að starfsfólk ver.ksmiðjunnar fer í ■
Ígetið þér, snúið yður til skrifstofu okkar EINHOLTI 10
Reykjavík sími 14700 eða til söluumboðsmanna í Reykja
vík og víðsvegar um landið. I
í&,
sr
LÖGBERG - HEIMSKRINGLá !
Eina íslenzka vikulblaðið í Vesturheimi. ]
Verð: kr. 240 á ári. ]
Umboðsmaður: Sindri Sigurgeirsson.
P. O. Box 757, ReykjavÆk. ]
2 9. júlí 1061 — Alþýðublaðið