Alþýðublaðið - 09.07.1961, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 09.07.1961, Qupperneq 12
Ufi BCltSy UM NOKKURT skeið hefur það verið all mik’ið vandamál hve margir Reykvíkingar flykkj ast út í hin crlendu skemmti ferðaskip, sem hingað kema, og sitja þar að víndrykkju svo lengi s.em hægt er. Oftast er þarna nm sama fólkið að ræða, og hef nr ekki enn tekizt að koma í veg fyrir þennan ósið. Umboðsmenn skípanna hér, hafa reynt að stöðva þetta með því að láta ekki hleypa neimim um borð nema þeirn er hafa ,,vegabréf“ er umboðsmennimir afhenda, undir vissum kringum stæðum, Þetta ráð hefur lítið stöðvað strauminn. Jón Sólnes hankasfjóri JÓN SÓLNES hefur verið ráð --inn hankastjóri Lanrisbaukans á Akureyri. 1 Oft er það þannig að ferða mennirnir bjóða fólir.i þessu um borð með sér, og er þá ekkert hægt við því að segja. Hitt er þó verra eins og dæmi eru til, að fólkið hefur beðið ferðamenn ina að leyfa sér að vera með um borð, og gefur þeim ýmsar ástæður fyrir nauðsyn heimsókn arinnar. Þessi ósiður er því verri, þeg ar vitað er um að landarnir hafa gerzt all ölvaðir um borð í skip unum, og hagað sér ósæmilega. Allir skynibornir menn ættu að sjá að þetta atferli er mjög óæskilegt, og getur haft slæm áhrif. — Því ættu allir, sem iðju þessa hafa stundað, að sjá að sér og leggja hana niður. Því má bæta við, að er Grips holm kom hér í vikunni var hafður lögregluvörður á bryggj unni allan daginn, en það dugði ekki til. FELAGAR * SIGLUFJÖRÐUR í síld (arfans. Ungir sem gamlir leggja höinj á plóginn. Það er rúmlega 70 ára aldurs munur á þessum tveimur, en báffir hafa áhuga á að saltskammturinn sé rétt mældur. — Ólafur Rngnars son, Siglufirði, tók mynd ina. Málverkasýn- ing í Freyju- götusalnum I DAG klukkan 5 er opnuð sýning í Freyjugötusalnum (Ás mundarsalnum) á málverkum eftir Kristján Davíðsson og eru á sýningunni aðallega ný mál verk og mörg þeirra til sölu. -- Sýningin er opin daglega frá kl. 5síðd. tit 10 og verður lokað þann 12. júlí. I 48 togarar á skrá 1960 TALSVERÐ aukning varð á togaraflotanum á árinu 1960. — Nýir togarar, sem smíðaðir voru fyrir íslendinga og bættust í flotann á árinu, voru Maí 983 rúmlestir, Freyr, 987, Narfi 890, Víkingur 987 og Sigurður 987, allir smíðaðir hjá Seebeck í Bremerhaven, nema Narfi sem smíðaður var í Rendsburg. Hin erfiðu rekstrarskilyrði og aflaleysi orsökuðu talsverða röskun í eigendaskrá togaraflot ans. Kvað meira að eigendaskipt um en verið hefur um langt ! skeið. Þannig keypti Bæjarút 'gerð Hafnarfjarðar togarann j Vött, sem nú ber nafnið Apríl, 'júpíter h.f. keypti togarann ^Gerpi og fékk hann hið gamla i togaranafn félagsins, Júpiter — Síldar og fiskimjölsverksmiðjan h.f. keypti togarann Austfirðing sem nú heitir Haukur, Útgerðar félag Akureyrar h.f. keypti tog arann Norðlending, en fyrirhug uð nafnabreyting hefur ekki átt sér stað enn sem komið er. Af gömlu togurunum er nú, aðeins Gyllir á aflaskrá Hann fór einungis 3 veiðiferðir á ár inu og er þar með lokið veiði skap gömlu togaranna, sem ekki láta eftir sig ómerkan kapítula í sögu íslenzkrar sjósóknar. —i Gyllir hefur nú verið seldur til niðurrifs. Togaraflotinn taldist 48 skip alls 33.445 rúmlestir í árslok 1960 Meðalstærð flot-ms er 697 rúmlestir, var 659 rúmletsir ’59 og hefur því aukizt um 38 rúm lestir eða 5,5%. Lengsta úthald hafði Hallveig Fróðadóttir, 356 riaga, næsiir komu Marz 345 daga, Ólafur Jó hannesson 341 og loks Geir og Þormóður goði með 340 daga hvor. — (Úr Ægi). Margir rannsóknar- ieiðangrar tii ís- iands í sumar MARGIR erlendir rannsóknar íeiðangrar, eru væntanlegir hing að til lands í sumar. Eru það aðallega leiðangrar fugla og landfræðinga, eins og fram kem ur í eftirfarandi skýrslu, sem Alþýðublaðinu hefur horizt. Frá írlandi: 12 manna liópur til fuglaathugana á norðurhluta landsins. Mun koma í júli. Leið angursstjóri: Mr. Arnold Bening ton. Frá Englandi: 14 manns írá The London Universi.ty, Geolog ical Expedition, til áframhald andi jarðfræðilegra rannsókna á norðurhluta landsins. Þeir munu dvelja hér frá 6. júlí lii 19. ág úst. Leiðangursstjóri: Mr. Anth ony J. Iles. Hinn 20. júlí kemur 7 rr.anna hópur nemenda frá Chelsea Coll ege of Science and Technology til landfræði og grasafræðilegra 1 rannsókna í Bægisárdal, og dvelst hér á landi til 10 sept. Leiðangursstjóri: Mr W, A. Stevens, B. Sc. Mr. I. Ý. Ashwell, ásamt 2 aðstoðarmönnum frá The Univej; Framhald á 3. síðu. 25 þúsund lestir af ísfiski flutfar út ÍSLENZKU togararrnír lönduðu eríendis árið 1960 samtals 25.113 lestum af ísfiski. Það tók togarana 198 veiðiferðir til að ;afla þessa magns.. Togararnir lönduðu hins vegar innanlands árið 1960 alls 90,4 þúsund lestum af ísfiski, sem fengust í 506 veiðiferðum. !

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.