Alþýðublaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 2
ftltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (ab.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúl rit- •tjórnar: Indri'ði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Bímar: 14 909 — 14 90S — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- túsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurimi. — Fra kvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Hví ekki ab senda nokkta togara austur? FRÉTTIRNAR um hilna ágætu síldveiði fyrst á vestursvæðinu og nú undanfarið á austursvæðinu eru hinar ánægjulegustu. Er vonandi, að hin ágæfa veiði haldist út sumarið. Síldveiðiflotinn hefur í sumar og fyrrasumar lagt í mikla fjárfestingu vegna kaupa á dýrurn veiðilútbúnaði, nylonnetum, kraftblökkum, rat sjám o. fl. Þetta eru dýr tæki og síldveiðibátarnir verða að veiða vel til þess að igeta staðið undir hostnaðinum við þessi tæki. í fyrra brást síldveið in að verulegu leyti og útgerðarmenn lentu í 1 miklum fjárhagsörðugleikum vegna tækjakaup anna. En vonandi, að útkoman í sumar verði betri. Verði síldveiðin mikil getur einnig farið svo, að þau verðmæti, sem veiðarnar skapa, dragi úr þeilm efnahagsörðugleikum, sem þjóðin á í. Afia leysi hefur verið mikið hjá togurunum og hefur þjóðarbúið af þeim orsökum orðið fyrir miklu tjóni. Góð síldveiði gæti því vegið þar verulega upp á móti. Svo mikil síld hefur borizt á land á Austurlandi Tiindanfarið, að löndunarstöðvun hefur orðið. — Skipin verða að bíða dögum saman eftir losun. Ef fengin væru skip til þess að flytja síldina úr veiðiskipunum til Raufarhafnar og Siglufjarðar, gætu veiðarnar gengið mun betur en ella. Alþýðu felaðið varpaði fram þeirri hugmynd í gær, að einhverjir af togurunum væru notaðir til síldar flutninga í stað þess að láta þá liggja aðgerðalausa í Reykjavík og Hafnarfirði, en nokkrir togarar liggja nú bundnir. Það er vilssulega hörmulegt að ! horfa upp á hin stórvirku atvinnutæki stöðvuð. : Togararnir eru alltof dýrir til þess að unnt sé að láta þá liggja stöðvaða. Síldarverksmiðjur ríkisins ættu að taka nokkra þeirra á leigu og nota þá til síldarflutninga. Það ríður á að síldveiðin geti geng ið eins vel og frekast er unnt. Ef unnt er með feetri skipulagningu að tryggja örari landanir, ber hiklaust að koma slíkri skipulagningu á. | Áskriftarsími Alþýðublaðsins ! er 14900 EIN af fréttum sl. viku vakti mikla athygli og tals- verðan ugg, en það var frétt * in um, að Krústjov hefði á- kveðið að eyða meira fé til vigbúnaðar en hann hafði áð ur ákveðið. En auk þessa hef ur hann haldið áfram sínu digurbarkalega og oft hroka- fulla tali um mátt Rússa og það, sem þeir ætli sér að gera í framtíðinni. Að því er við kemur aukn- um framlögum lil vígbúnað- ar skal þess getið, að Krúst- ov lagði á það áherzlu, að sú ákvörðun væri tekin sem svar við þeirri beiðni Kennedys Bandaríkjaforseta til Banda- ríkjaþings, að aukin yrðu framlög til geimrannsókna^ og landvarna. Á það skal hins vegar bent, að þegar Rússar tilkynntu fyrir rúmu ári, að þeir hefðu fækkað í her sín- um, þá var það gefin sem á- stæða fyrir því, að þeir gætu það, að þeir ættu svo mikið af sterkum eldflaugum og væru öðrum fremri f þeirri tækni. Það getur því verið, að þessi ákvörðun Krústjovs um aukin framlög til vígbún aðar, bæði venjulegra vopna og kjarnorkuvopna, stafi af því, að hann sé farinn að hugsa sig tvisvar um vegna stefnu sinnar í Berlínarmál- inu. Það getur verið að hann sjái fram á, að eldflaugarnar, sem hann hefur verið svo sloltur af undanfarið, séu of sterkt byrjunarsvar, ef til á- taka kemur út af Berlín og því vilji hann nú byggja upp hinn venjulega hernaðar- mált ríkisins til að geta a. m. k. farið hægar af stað. ef til stríðs kemur út-af Berlín. skiptu og vilja að sjálfsögðu ekki kosningar, þar eð raun- verulegur vilji Austur-Þjóð verja kemur mjög svo greini lega í ljós í hinum geysilega fjölda flóltamanna frá Austur Þýzkalandi. Krústjov setur fram ákveðnar skoðanir um, hvernig slíkur samningur eigi að vera, þ. e. klofið Þýzkaland, Vestur-Berlín "frjálst borgríki” án verndar veslurveldanna, og loks hið fræga ”öryggis-kerfi”, sem til þess er ætlað að bola Banda- ríkjamönnum út úr Evrópu þannig að Vestur-Evrópa verði að standa ein gegn hinu ægilega hervaldi Rússa. Þann ig standa málin og það lítur sannarlega ekki út fyrir að aðilar vilji breyta afstöðu sinni í neinu verulegu alriði. Þrát.t fyrir allt talið um af- vopnun og samninga, virðasii því litlar líkur á því að nokkr ir raunhæfir samningar tak- ist, hvort sem það er um Ber- línarmálið eða afvopnun. Víg búnaðarkapphlaupið heldur sem sagt áfram. En Krústjov hefur ekki láí ið við þetta sitja undanfarna daga. Hann hefur nýlega ge£ ið mjög skýr dæmi um heii indi Rússa gagnvart Samein uðu þjóðunum. í ræðu yfir Frh. á 9. síðu AUSTIN sendibifreiðar Sendiibifreið með 160 cu. ft. flutningshúsi, miðstöð og 6 strl. dekkjum. — Verksmiðjulverð kr. 44.345,00 Og þá komum við að öðru atriði. Um leið og Krústjov tilkynnti hin auknu útgjöld til vígbúnaðar hélt hann áfram að hamra á nauðsyn afvopn unar og samninga. En jafn- framt tók hann sér það bessa leyfi að kalla sigurvegarana úr síðasta stríði, Bandaríkja- menn, Breta og Frakka, til ”friðarráðstefnu” með það fyrir augum að ganga frá frið arsamningum við Þýzkaland, en hótaði jafnframt að gera slíkan samning einn, og við Austur-Þýzkaland eitt, ef hin ir vildu ekki ”makka rétt.” Það er í rauninni enginn á móti því að gera friðarsamn ing við Þýzkaland. Vestur- veldin vilja aðeins gera hann við allt Þýzkaland, þ. e. a. s. eftir að ein ríkisstjórn hefur verið sett á laggirnar fyrir allt landið að undangengnum frjálsum kosningum, en Rúss ar vilja halda Þýzkalandi Pick-up sendilbifreið með miðstöð og 6 strl. dekkjuan. Verksmiðjuverð 43.090,00. Austin bifreiðir eru þekktar fyrir traustleika og gangöryggi. Þér getið treyst Austin. ■ . .. U Leitið upplýsinga. - j Garðar Gíslason h.f. REYKJAVÍK. 16. júlí 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.