Alþýðublaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 9
opnað kl. 2 í dag. Baldur, Konni og Gimmi skemmía. ÖBI skemmtiiækin í gangi. ngps® gjjsa B9fn® i91 Áskriftarsíminn er 14900 Þeir vígbúast Framhald af 2. síðu. Nkrumah, forseta Ghana, sem nú er í Moskva, sagði hann: "Jafnvel þótt öll ríki heims lækju ákvörðun, sem væri í samræmi við hagsmuni Sovét ríkjanna og ógnaði öryggi þeirra, mundu Sovétríkin ekki viðurkenna slíka ákvörð un, heldur halda fast við rélt I indi sín í krafti máttar síns. Og við höfum það, sem til þess þarf.“ Þegar þetta er skoðað í ljósi þess, að stefna Sovétríkjanna er heims-kom- múnismi, þá er þarna ekki um neina smáyfirlýsingu að ræða. Það er erfitt að sjá hvernig smáþjóðir, sem óneit aniega eiga meira en allar aðrar þjóðir undir því, að lög og réttur ríki í heiminum og liljóta að vænta þess, að Sam einuðu þjóðirnar verndi slík lög og slíkan rétt, geta tekið slíkum yfirlýsingum eins mesla stórveldis heims með jafnaðargeði. Bandaríska blaðið New York Times gerir þessa yfir- lýsingu að umræðuefni ný- lega og telur hana nýtt há- mark þess ofsa, sem einkennt hefur ummæli Krústjovs eftir Yínarfundinn og blaðið held ur áfram: ”Þau líkjast æ meir stríðsæsingavaðli Hitl- ers. Hún (yfirlýsingin að of- an) er vissulega frávísun á öllum þeim skuldbindingum, sem Sovétríkin tókust á herð ar með sáttmála Sameinuðu þjóðanna, og minnir á, að einu sinni áður var Rússland rekið úr alþjóðasamtökum — Þjóðabandalaginu — vegna á rásar sinnar á Finnland, sem fylgdi í kjölfar hins svívirði lega samnings Slalins við Hitler, er kom af stað síðari heimsstyr j öldinni.“ Það ber að vona í lengstu lög, að ekki komi til alvar- legra átaka með haustinu út af Berlín. En tónninn í um- mælum Krúsljovs undanfar- ið eykur sannarlega ekki á bjartsýni manna um áfram- haldandi frið. Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur heldur félagsfund í Iðnó á morgun, mánu daginn 17. júlí kl. 20.30. DAGSKRÁ: Nýir samningar. Verzlunarfólk, fjölmennilð. Verzlunarmannafélag Reykj avíkur. I FÓTSPOR EIRÍKS RAUÐA j eins dags og briggja daga skemmtiferbir til Grænlands Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugfélag íslands efna til nokkurra sérstæðra skemmtiferða til Grænlandsí sumar. S s s s S s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s TIL NARRARSSUAK verða farnar 3 þriggja daga ferðir: 19.—21. júlí, 2.—4. ágúst og 16.—18. ágúst. Heimsóttir verða ýmsir sögustaðir hinna fornu íslendinga'byggða, svo sem Brattahlíð og Garðar. Þá verður s:(glt á báti um Eiríksfjörð allt til Narssaq, sem er annað stærsta þorp í Suður Grænlandi með 1000 íbúa. TIL MEISTARAVÍKUR verða farnar 2 eins dags ferðir: 25. júlí og 14. ágúst. Flogið verður yfir Srores bysund, sem talinn er vera stærsti fjörður í heimi. Lent verður á flugvellinum í Meistaravík, sem liggur við strönd Kong Osiars fjarðar á 72. gráðu norðurbreiddar. Skammt þar frá eru miklar blýnámur, og mun mönnum gefast kostur á að heimsækja námabæinn. Á heimleið verður flogið yfir hina hrikafögru Stauning Alpa. Landskunnir menntamenn annast fararstjórn. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s t s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Alþýðublaðið 16. júlí 1961 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.