Alþýðublaðið - 22.07.1961, Side 4

Alþýðublaðið - 22.07.1961, Side 4
 PETER MOHR DAM, for- maður Alþýðuflokksins í Fær eyjum og lögmaður, er rúm- lega sextugur að aldri. Hann xer verkamannasonur, en faðir lians drukknaði þegar Peter var enn barn að aldri og voru -systkinin mörg. Peter vann -öil algeng slörf eins og títt er um færeyska unglinga — og "var um íslenzka lengi fram ^ftir, en gekk í kennaraskóla í -Og lauk prófi þaðan. 'Síðan l ikenndi hann um skeið í Sunnu . tbæ á Suðureyri en fluttist ) þaðan til Þvereyrar á sömu f eyju — og kenndi þar. Árið 1925 stofnaði hann, i <ásamt fjórum öðrum, Social- ‘ Demokrata-flokk Færeyja og ’ var flokkurinn stofnaður á i Suðurey, en um líkt leyti var Í <leild hans stofnuð í Þórshöfn. j Voru þetta fyrstu Alþýðu- > ílokksfélögin í Færeyjum, en | síðan fjölgaði þeim ört. Peter i Mohr Dam hafði, áður en íiokkurinn var stofnaður, — ! gerst talsmaður jafnaðar ; stefnunnar — og árið 1926 i var hann kosinn í bæjarstjórn ina á Þvereyri og hefur setið ■ í henni síðan. Á Suðurey hef isr Alþýðuflokkurinn haft zneginfylgi sitt alla tíð. —• Árið 1928 var hann kosinn til lögþingsins og frá 1936 hefur hann verið forseti bæjarstjórn -árinnar á Þvereyri. SKÁLD OG RAUNSÆI Peter Mohr Dam vgr kos- inn formaður Alþýðuflokks- ins árið 1934 og síðan við vax andi fylgi og álit. Hann sat ;um skeið einn á lögþinginu íyrir Alþýðuflokkinn og síð- an í nokkur ár við annan xnann, en upp úr því fór afl flokksins vaxandi á þingi. — Peter Mohr Dam er skáld og -hugsjónamaður. Hann er hum anisti eins og þeir gerast bezt ir og starfar af brennandi á- huga og dæmafárri fórnfýsi rfyrir færeyska alþýðu. Það er .sagt, að skáld eigi oft erfitt að binda sig við blákaldar -staðreyndir og vinna mark- "visst að uppbyggingu, sem -ekki er hægt að skapa í einni -.svipan, en Alþýðuflokkurinn í Færeyjum hefur átt því láni að fagna, að skáldið í leiðtoga hans hefur getað lekið gjör- hyglina í þjónustu hugsjón- anna og þó að Peter Mohr Ðam sé fyrst og fremst hug- -sjónamaður, er hann varfær- inn sljórnmálamaður, örugg- -ur og fastur fyrir — og hrapar •■ekki að neinu. Hann dreymir að vísu stóra drauma um að -.safna saman brolabrotum ■frumstæðs og hörkulegs lífs .færeysks fólks — og setja •saman úr þeim öruggt og vel skipulagt þjóðfélagskerfi, en hann ræðst ekki til neinna "foreytinga eða byltinga fyrr en liann og félagar hans þykjast hafa búið svo um, að áætlun in takist Hann er og eldhugi, sem aldrei ann sér hvíldar og kemur fátt að óvörum í flokks starfseminni og færeyskum stjórnmálum. — Ég hef átt því láni að fagna að hafa átt hann að vini í nokkra áratugi og það hefur sannarlega verið eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig hann hefur byggt upp flokk sinn með þeim glæsilega árangri, sem orðinn er. ÁNÆGÐUR MEÐ SAMNINGANA Peter Mohr Dam hefur dvalið hér undanfarna daga og ásamt öðrum fulltrúum Færeyinga samið við ríkis- stjórn íslands um fiskveiði- réttindi hér við land. Við ræddum saman einn daginn, en hann óskaði eftir því að viðtalið birtist ekki fyrr en hann væri farinn. Hann flaug til 'Vestmannaeyja í gær- kvöldi og ætlaði þar að stíga um borð í færeyskt eftirlits- skip. Hann vildi komast heim fyrir sunnudagskvöld, því að þá er þjóðhátíð í Eyj- unum, og ef ég þekki hann 1964. 'Við förum hins vegar ekki inn fyrir 12 mílna tak- mörkin með okkar togara Ef til vill finnst sumum það slæmt, — og það má vera. En þá hefðu togaraveiðarnar og færaveiðarnarr verið tengdar saman. Eg er stoltur af þess- um samningum. Þeir eru líka staðfesting á því sem ég hef alltaf haldið fram, að Færeyingar og íslendingar eru bræðraþjóðir.“ KOSNINGASIGUR ALÞÝÐUFLOKKSINS. — Þú vannst mikinn kosn ingasigur? “Ekki ég, en við, Alþýðu- flokkurinn. Eg býst við að fleirum hafi komið á óvart sá sigur en ykkur flokksbræðr- um okkar á íslandi. Eg varð var við það í Danmörku og jafnvel margir okkar heima bjuggust ekki við slíkum sigri. Sannleikurinn var sá, að andstæðingar okkar ráku kosningabaráttuna nær ein- göngu á grundvelli áróðurs gegn Dönum, út af erlendum aðgerðum í eyjunum og þar fram eflir götunum, en við aftur á móti bárum fram kjósendanna og í lögþinginu. Að kosningum loknum hóf- ust samningar um landsstjórn og loks tókst að koma á sam vinnu milli okkar, sambands- flokksins og Sjálfstæðisflokks ins. Sá fyrri er konservativ- ur, en ekki beinlínis hægt að segja það um þann síðari. — Við itókum þrír sæti í stjórn inni og formaður Alþýðu- flokksins varð lögmaður eins og við nefnum okkar forsæt- isráðherra. Samstarfið hefur gengið snurðulaust. Að minnsta kosti höfum við kom ið mörgum góðum málum fram. Eg vil segja það, að við Alþýðuflokksmenn mörkum stjórnarstefnuna. Áður hafði ekki tekist að fá fé til fram- kvæmda, en okkur tóksit það. Á þessum stutta tíma, sem við höfum setið við stjórn, höfum við skapað almanna- tryggingar, sem jafnast á við þær beztu á Norðurlöndum. Við höfum unnið ötullega að endurnýjun fiskiskipaflotans. Þegar eru komnir 15 nýir línubátar og 5 nýir togarar. Annars störfum við sam- kvæmt 5 ára áætlun — og takmarkið er, að áður en sá rétt, mun hann verða meðal fólksins á götum Þórshafnar annað kvöld og dansa þar fram undir morgun, glaður, reifur og syngjandi við raust forna, færeyska dansa, sem hann kann urmul af. Eg spurði hann hvort hann væri ánægður með úrslit samninganna við íslendinga? — Já, svaraði hann, — við erum ánægðir. Hins vegar liggur það í augum uppi, að þegar tveir semja, fær hvor ugur allt. Að vísu höfðum við allt að vinna, því að fátt getum við Færevingar látið í staðinn, nema vinsemd okk ar, og það varð hlutverk ís- lendinga að sýna okkur til- hliðrunarsemi. Við megum því vel við una, enda fund- um við hlýjuna og bróður- huginn í viðræðum og úrslit um. Við fáum að fiska á færi á sömu svæðum og að sömu takmörkunum og brezkir tog arar. Erlendu togararnir eiga að hætta slíkum veiðum gagngerar tillögur, áþreifan- legar tillögur um alþýðu- tryggingar, endurnýjun skipa stólsins, húsabyggingar, sjúkrahúsmál, vátrygginga- mál og menntamál. Við höfð um þannig gómana á slagæð þjóðlífsins meðan hinir öskr uðu sig hása og reyndu að píska upp hatur og ótta. Við fórum, ef ég svo má segja, í barm fólksins og fylgdumst með hjartslætli þess, enda er það víst, að það er allt af rétt — og sá flokkur, sem ekki gerir það, vinnur ekki markvisst fyrir fólkið sjálft — á ekki tilverurétt. Foringj ar slíks fólks eiga að hætta — og gerast í þess stað kaup- menn eða bara hænsnarækt- armenn fyrir eigin reikning. FIMM ÁRA ÁÆTLUN. — Já, við unnum mikinn sigur, urðum ailt í einu stærsti flokkurinn meðal Peter Mohr Dam tími er liðinn höfum við feng ið 70 nýja línubáta. Og féð er þegar fyrir hendi til þeirra framkvæmda. Við höfum skipað nefnd lil þess að koma upp frystihúsum, og fram- kvæmdir eru þegar hafnar. 'Við komum upp skipasmíða- stöð. Við störfum eftir þjóð- hagslegri áæitlun hægt og bíL andi og (stig af stigi. Það hefur aldrei fyrr verið gert í Færeyjum. Eins skal ég enn ge!a. Við höfum tekið { okk- ar hendur allar vátryggingar, ailar tryggingar skipa, húsa, farartækja, yfirleitt allt nema líftryggingar. Þetta hefur gef is framúrskarandi vel. Gróð inn á þessum tryggingum fyr ir þjóðina er orðinn 25 millj ónir króna (færeyskra). Hann var sl. ár 2 milljónir kr. — Þarna fáum við fé til marg- víslegra framkvæmda, þar á meðal skóla, íbúða og sjúkra hússbygginga. En auk þess höfum við tekið lán lil bygg- ingastarfseminnar. Við bein- um nýjum atvinnutækjum þangað sem þörfin er mest, en atvinnuleysi hefur verið í ýmsum byggðum eins og næstum því er eðlilegt þar sem atvinnuvegirnir eru svo fábroitnir. Færeyskt þjóðfé- lag er ekki slórt. Við erum aðeins um 35 þúsundir, en við þurfum að eiga okkar stofn anir, allt, sem lífið krefst, — og það er dýrit fyrir fáa. Þetta ættuð þið íslendingar ekki síður að þekkja en við. Verkalýðshreyfing okkar er nokkuð frumstæð. Hún virð- ist og vera það hér á íslandi. Það er eins og hreyfingin sé varla komin af unglingsaldr- inum og berjist enn við sína barnasjúkdóma. En þó stefn- ir í áttina. Frumstæð verka- lýðshreyfing getur valdið tjóni fyrir verkafólkið — og gerir það. Þjóðartekjur Pakistan juk ust um 11 prc. við síðustu fimm ára áællun, þótt reynd Framhalcl á 14 síðu. 4 22. júlí 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.