Alþýðublaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 4
LÖGBERG - HEIMSKRINGLA
Eina íslenzka vikiíblaðið í Vesturheimi.
Verð: kr. 240 á ári.
Umboðsmaður: Sindri Sigurgeirsson.
P. O. Box 757, Reykjavík.
Staðarfell
Enn geta nokkrar námsmeyjar fengi'ð skólavist í
húsmæðraskólanum að Staðarfelli á komandi
vetri.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. september
til forstöðukonunnar, frú Kristínar Guðmunds
dóttur, Hlíðarvegi 12, Kópavogi, sími 23387, sem
veitir alla frekari vitneskju um skólastarfið.
HappdrætÆi Happdrætti
Ouglegir strákar
óskast til að selja happdrættismiða í Happ
drætti Frjálsrar mennlngar. Góð sölulaun.
Upplýsingar á skrifstofu Málaskólans Mímis,
Hafnarstræti 15, 3. hæð.
F.M. happdrættið.
Hafnarfjörður: I dag ki. 4
Hafnaríjörður - KR
Dómari: Þorlákur Þórðarson.
Akureyri: I dag ki. 5
Akureyrí - Akranes
Dómari: Baldur Þórðarson.
Dínuverðir: Einar Hjartarson og Guðmundur
Guðmundsson.
ALÚÐAR ÞAKKIR færi ég öllum, sem heimsóttu mig,
sendu mér skeyti, færðu mér gjafir og íbuóm á 70 ára
afmæli m'inu 9. 'ágúst sl. og gerðu mér daginn ógleyman-
legan.
KRISTJANA 'SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Tunguvegi 3, Hafnarfirði.
ÞAÐ ER ótrúlegt en satt,
að íslendingar þurfa að leita
til annara landa til að fá sann
ar upplýsingar um einn af
sínum eigin stjórnmálaflokk-
um. Hvað eftir annað kemur
fyrir, að forustumenn ís-
lenzkra kommúnista skrifa
greinar í blöð og tímarit fyrir
austan járntjald, og segja þar
á allt annan hátt frá stjórn-
málum hér heima en þeir
túlka þau sömu mál í landinu
sjálfu.
Einar Olgeirsson hefur nú
tekið sér penna í hönd og
skrifað grein j auslur-þýzka
tímaritið „Deutsche Aussen-
politik“ (Þýzk utanríkis-
pólitík), og nefnir hann grein
ina „Baráttu íslands gegn
heimsveldisstefnunni“. Þarna
kemur greinilega fram, að
Einar lítur á íslenzk stjórn-
mál eingöngu sem baráttu
milli austurs og vesturs, milli
kommúnisma og hins frjálsa
lýðræðis, sem við búum við.
Eitt gleggsta dæmið úr þess
ari grein Einars er urnsögn
hans um vinslri stjórnina. —
Vð munum öll, að sú stjórn
tilkynnti £ stefnuskrá sinni,
að hún ætlaði að fara nýjar
leiðir til að leysa verðbólgu-
vandamálið, tryggja samstarf
við launþega um þau mál,
byggja upp atvinuvegi þjóðar
innar, kaupa 15 togara og
fleira slíkt. Sú stjórn ætlaði
að láta varnarliðið fara, en
hvarf frá því eftir atburðina
í Ungverjalandi. Að öðru
leyti lýsti hún yfir, að stefna
íslands í utanrikismálum
yrði óbreytt og við mundum
áfram hafa samstöðu við ná-
grannaþjóðir okkar, þar á
meðal í Atlantshafsbandalag-
inu.
Nú viðurkennir Einar 01-
geirsson, ekki á heiðarlegan
hátt gagnvart íslendingum
sjálfum, heldur í grein í aust-
ur-þýzku tímariti, að hann
hafi litið allt öðrum augum á
hlutverk og störf þessarar
sljórnar. Einar segir í grein-
inni; „1956 tókst að mynda
vinstri ríkisstjórn og gera ís-
land óháð heimsveldisstefnu
Bandaríkjanna. Verzlunar-
viðskipti íslands við Sovét-
ríkin og önnur lönd hins sósí-
alistíska heims þróuðust ört,
og hlutur þeirra í utanríkis-
viðskiptum íslands reis brátt
yfir þriðjung“. — Síðan nefn-
ir hann landhelgismálið og
deiluna við Breta og ekki orð
frekar um vinstri stjórnina.
Þelta er í hans augum það,
sem máli skiplir um þá
stjórn.
Þarna viðurkennir Einar
Olgeirsson, að tilgangur
kommúnista með þátttöku í
vinstri stjórninni hafi ekkert
komið við vandamálum ís-
lendinga sjálfra, efnahagsmál
um, uppbyggingu, atvinnu
eða afkomu fólksins. Nei, til-
gangur þeirra var að rjúfa
samband íslands við hinn
vestræna heim og tengja það
sterkum böndum við kommún
istaríkin. Þegar hann nú skrif
ar grein fyrir húsbændur sína
austan járntjalds, gortar hann
af þvf að hafa dregið ísland
í Auslurveg.Er það furða.þótt
þessi maður fái villu og rúss-
neskl þjónustulið til umráða,
þegar hann kemur austur til
Moskvu?
Mikið hefur verið talað og
skriíað um vinslri stjórnina
og orsakir þess,"að hún hrundi
svo fljótt og náði svo litlum
árangri. Er ekki lýsing Ein-
ars á þeim fyrirætlunum, sem
kommúnistar höfðu um þessa
stjórn, ærið mikil skýring á
því að þessi stjórn gat ekki
blessazt? Er hægt að hafa heil
brigt samstarf við flokk, sem
ætlar sér allt annað en hann
segir, stefnir allt annað en
yfirlýst er með stefnuskrá
viðkomandi stjórnar? Getur
þjóðin sýnt þeim stjórnmála-
mönnum trúnað, sem skrifa
hátíðlega undir stefnuskrá
þess efnis, að ísland skuli
vera áfram í öllum samtök-
um vestrænna lýðræðisþjóða,
en játa nokkru síðar, að þeir
hafi í rauninni ætlað sér
þveröfugt?
Frásögn Einars af landhelg
ismálinu er einnig lærdóms-
rík. Hann segir ekki eitt orð
um þörf íslendinga fyrir
aukna fiskveiðilandhelgi, —
ekki orð um fiskveiðar okkar
eða friðun fiskistofna. Hann
talar aðeins um málið í þeim
skilningþ að það olli hörðum
deilum íslendinga við Breta.
Klofningur milti íslands og
hinna vestrænu lýðræðisríkja
er fyrir Einari aðalalriði
þess máls, ekki landhelgin
sjálf.
Alþýðuflokksmenn töldu
óhjákvæmilega nauðsyn í ís-
lenzkum stjórnmálum á sín-
um tíma að reyna vinstra sam
starfið. Flestir stjórnmála-
menn, hvar í flokki sem þeir
eru, viðurkenna þetta. Hins
vegar létum við Alþýðu-
flokksmenn snemma í Ijós,
að kommú'iistar væru ekkí
einlægir í þessu samstarfi og
stefndu að allt öðru en stefnu
yfirlýsing stjórnarinnar sagði
til um, Fyrir þetta liöfum við
verið gagnrýndir í röðum
vinstri manna og þessar skoð-
anir okkar ýmist kallaðar of-
stæki gegn kommúnistum eða
ííialdsemi.
Nú hefur Einar Olgeirs-
son með grein sinni í „Deut-
sche AussennoIitik“ viður-
kennt, að' Alþýðuflokksmenn
liöfðu rétt fyrir sér um sam-
starfið í vinstri stjórninni.
Þar kom hvorki til kommún-
istahatur, Moskvugaldur eða
íhaldssemi, Iieldur blákaldar
staðreyndir,
Brynjólfur Bjarnason hef-
ur nýlega viðurkennt í erindi
í Austur-Þýzkalandi, að Al-
Framhald á 10. síðu.
I BQRGIÐ I
J
MIÐÁNA !!
j! ÞEIR, sem hafa fengið ;;
;! senda miða í Ferðahapp Jí
Idrætti Félags ungra Jafn-
aðarmanna ' Reykjavík
eru beðnir að ganga sem
fyrst við á flokksskrif- jf
stofunum í Alþýðuhúsinu |!
og greiða þá eða senda ! j
andvirði þeirra þangað. j;
Dregið verður 15. ágúst. J!
SKRIFSTOFURNAR !;
VERÐA OPNAR TIL KL. ;[
7 á mánudag og þriðjudag. !!
twwwwwwwwwvwwww
13. ágúst 1961 —• Alþýðublaðið