Alþýðublaðið - 16.09.1961, Page 2
I Mtetjórar: GIslI J. Astþórsson (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fulltrúl rit-
| RSJómar: Indriðl G. Þorsteinsson- — Fréttastjóri: Björgvln Guðmundsson. —
(Sfanar: 14 900 — 14 90* — 14 90Í Aug’ýsingaslmi 14 906. — Aðsetur: Alþýðu-
:Wtel8. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald
* ta. <>,00 á mánuði. 1 lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandl Alþýðuflokkurinn. —
4 Fra vsemdastjóri Sverrir Kjartansson,
lönvæðing kommanna
j MIÐSTJÓRN Sósíalistaflokksins hlýddi nýlega á
erindi, sem Eggert Þorbjarnarson flutti þar um
iðnvæðingu íslands. Virðist mega líta svo á, þar
£ sem ræðumaður er einn af hreinræktuðustu agent
. um Moskvuliðsins og talaði á svo virðulegum
= 3tað, að skoðanir ]|.ans sýni stefnu kommúnista í
] þessu mikilsverða máli.
j Samkvæmt erindi Eggerts eiga íslendingar að
: íðnvæðast fyrst og fremst með því að setja upp
I atórfellda síldarniðursuðu og nýjar ullarverk-
; fýmiðjur til að gera síldina og ullina mörgum sinn
l um verðmætari útflutningsvöru en nú. Hins vegar
\ er tekin afstaða á móti því, sem hann kallar „bygg
l íngu ifáeinna risavaxinna verksmiðjubákna”.
! Þessar skoðanir kommúnista eru athyglisverðar
íyrir þá sök, sem kom greinilega fram í erindinu,
4 að þeir telja einmitt vera stórfellda markaði fyrir
: niðursoðna síld, ullarteppi og peysur í Sovétríkj
: unum. Er sýnilegt, að þeir hugsa iðnvæðingu ís-
1 J.endinga eingöngu út frá því sjónarmiði, hvernig
1 !iún gæti orðið til að binda þjóðina sem fastast
í við hinn kommúnistíska heim í austri. Aðra iðn-
= væðingu vilja þeir helzt ekki tala um, og er þetta
1 vafalaust það, sem Eggert, útskrifaður úr Lenin-
1 fikólanum í Moskvu, kallar „rétta skilgreiningu á
breytingum þjóðfélagsástandsins og handsömun á
\ i.ilekk þróunarinnar“ í anda marzismans.
Alþýðublaðið er sammála kommúnistum um
\ fjrýna nauðsyn þess, að fiskiðnaður verði stórefld
" ur, þannig að fiskurinn verði seldur úr landi sem
Jj verðmætastur. Stór liður í slíkri þróun er vafa-
1 laust síldarniðursuða. Einnig er mikils virði að
1 auka ullariðnað þjóðarinnar, sem raunar er mun
] J.engra kominn en síldarniðursuðan, af því að við
fiöfum þegar valdið tækni ullariðnaðarins, eins og
I verksmiðjurnar á Akureyri sýna, en kunnum enn
ekki nægilega til niðursuðu.
Hins vegar má ekki gleyma öllum öðrum iðn-
. aði, sem byggist á orkulindum landsins og mennt-
un fólksins auk margvíslegra nýrra hráefna, sem
tiér kunna að finnast. Alþýðublaðið hefur hvatt til
1 gætni í sambandi vú/' stórverksmiðjur erlendra
: aðila, en við getum reist margvíslega stóriðju á
j okkar mælikvarða eins og áburðarverksmiðjuna
og sementsverksmiðjuna. Fjöldi slíkra verksmiðja
! og annarra iðnfyrirtækja hlýtur að verða kjarni í
, íðnvæðingunni, en um það tala kommúnistar ekki,
því að þær iðngreinar þurfa sennilega ekki mark-
að í .austri.
i Auglýsingasímii
Alþýðublaðsins
I er 14906
‘2 16. sept. 1961 — Alþý®ublaðið
HANNES
Á HORNINU
★ Sambyggingarnar og
lóðirnar kringum þær.
★ Vanræksla, sem krefst
aðgerðar bæjaryfir-
valdanna.
★ Vanhirtar lóðir eru
ekki einkamál.
SAMBYGGINGAKBÍU skrif-
'ar: „Fyrir nokkru skrifaðir þú
um það, að reka þyrfti á eftir
mönnum, sem byggju í sam-
byggingum og raunar öðrum nýj
um byggingum, að þeir gerðu
hreint fyrir sínum dyrum, það
er, að þeir löguðu lóðir sínar. Þú
skrifaðir um Gnoðavogssambygg
ingarnar í því sambandi, en
minntir um leið á hús við fleiri
dffötur. Nú hafa Gnoðarvogsbúar
í stóru sambyggingunum hafizt
lianda af miklum myndarskap
og er allt annað heim að líta en
áður var, og ekki trúi ég öðru
en að fólkinu þyki sjálfu snyrti
legra í kringum sig.
EN ÞAÐ stendur á fram-
kvæmdum víða í borginni. Önn
ur hús og aðrar lóðir eru við
Gnoðavog en sambyggingarnar
og flest eru húsin eldri en þær.
Þar var aðeins gengið frá einni
lóð strax, hinar allar eru ó-
hreyfðar a. m. k. að Suðurlands
braut. Það er rétt, að það kost-
ar mikið fé að gera lóðir full-
komlega í stand og varla hægt
að krefjast þess af fólki að það
geri það fyrstu árin eftir að það
hefur byggt. En þarna er milli-
vegur. Það er hægt að hirða vel
í kringum sig án þess að ráð-
ast í mikinn kostnað.
ÞÁ ERU ÞAÐ bæjarbygging-
arnar við Hringbraut. Húsin eru
orðin nokkuð gömul, en lítíð
hefur verið sinnt lóðunum. —
Ástæða er til að bæjaryfirvöldin
láti þessi mál til sín taka. Þau
eiga að gefa fólki ríflegan frest
til að laga í kringum sig, eu
þegar iðinn er áratugur án þess
að nokkuð hafi verið gert bú
verður að fara að ýta á eftir
fólki. Og ef það gerir ekki það
sem því ber, þá verður að fram-
kvæma það á þess kostnað.
ÉG ER ALVEG sammála bér
um það, að hér er um málefni
að ræða, sem snertir borgina
sjálfa fyrst og fremst, útlit henn
ar og umgengni borgaranna. —
Borgaryfirvöldin geta því ekki
látið málið alveg afskiptalaust.
Þau verða að hafa vit fyrir borg.
urunum, að minnsta kosti þegar
um er að ræða skyldur þeirra
gagnvart sameiginlegum búskap
arháttum. Þau verða að ýta á eft
ir og hafa forystuna.
MIG GRUNAR meira að segja
að það sem fyrst og fremst skorti
þegar um sambyggingar er að
leysi — og ef bæjaryfirvöldin
senda íbúunum bréf og tilkynn-
ingu, þá verði hafizt handa. --
Meira þurfi ekki. Og ef svo er,
hvers vegna eigum við þá að
láta þetta dankast öllu lengur?“
ÞETTA segir bréfritarinn. Ég
verð að fallast á sjónarmið hans.
Hin myndarlegu hús við Gnoðar
vog setja niður við það hvernig
lóirnar, sem snúa að Suðurlands
braut líta út. Þarna er hægt að
laga mikið til, án þess að ráð-
ist sé í mjög mikinn kostnað. —
Það er viljann sem vantar, —
framtakið og smekkinn. En
bráðum verður vonandi hafizt
handa.
MÉR VAR bent á það, að það |
sé ekki rétt, sem nýlega stóð í
pistþ mínum, að staðið hafi á út
mælingum lóða við Gnoðavog.
Utmælingum var loki, nema
hvað snertir vestustu sambygg-
inguna
PRENTVILLUPÚKINN spillti
pistli mínum um Árbæjarsafnið.
Vitanlega hefur Skúli Helgason
byggt kirkjuna. Prentvillupúk-
inn krafsaði í föðurnafnið með
öfugum klónum.
Hannes á horninu.
5o ÚttoL dvjhjti
fiföjST'Jldtuij ilab'Jc j
Los Paragayos
með nýja dagskrá.
Kalt borð öll kvöld hlaðin ljúffengum réttum.
LUDO & STEFÁN JÓNSSON !
skemmta líka.
Verð aðgöngumiða: Laugardaga og sunnudaga
kr. 60,00. — Alla aðra daga kr. 50,00.
Miðasala alla daga frá kl. 2 sími 22643'