Alþýðublaðið - 16.09.1961, Side 4
Guöni Guömundsson:
ERLEND TIÐINDI
KOMMÚNISTARÍKI, aðal-
Xega Rússar og Búlgarar, hafa
undanfarið haft sig allmjög í
frammi gagnvart Grikkjum. í
fyrra mánuði hrópaði Krústj-
ov upp, að „stríð mundi ekki.
þyrma ólívulundunum né Akro
polis“, og nú nýlega bárust til
Aþenu formleg mótmæli frá
Moskva og Sofia vegna væntan
legra heræfinga NATO 1 Þrak-
íu. Telja margir, að þetta sé
undanfari þess, að kommúnist-
«ar hyggist láta búlgörsku
stjórnina hefja landadeilur út
-af Þrakíu, og ef til vill Make-
'dóníu, ef slíkt mætti verða t:l
;að draga dálítið athyglina frá
iBerlín.
Ýmsir eru þeir, sem vilja fá
JCaramanlis, forsætisráðherra
■Crikklands, til að notfæra sér
-jþessar árásir í kosningum til
þess að hafa betri aðstöðu og
-öruggara umboð frá lands-
•onönnum, ef til landadeilna
Jkemur. Það er víst, að flokkur
Karamanlis, Þjóðlega radíkala
.•sambandið (ERE), hefur betri
vígstöðu til kosninga nú, en
tiann getur nokkurn tíma von-
• azt eitir, vegna hinr.a miður
smekklegu hótana Krústjovs.
Almenningur er heitvondur út
•af crðum Krústjovs og cru orð
-ein? dagblaðsins 'um , óg.nanir
-kastað fram af villimöu mm“
•talin túlka vel viðbrögð fólks.
Karamanlis hefur nú þegar
«sett grískt met í langlifi sem
forsætisráðherra, en þao hefur
"hann verið í næstum sex ár.
Ef hann entist út heilt kjör-
tímabil þingsins, mundi hann
ná sjaldgæfum áfanga. Talið
-er, að hann v'lji gjarna sitja út
kjörtímabilið, en hins vegar
-hafi ýmsir í flokki hans tekið
isér fyrir hendur að leiða hon-
■um fyrir sjónir staðreyndir
-flokka stjórnmála. Virðist svo
:nú ssm hann muni fara að ráð-
>um þeirra og halda kosningar.
Stjórnmálaástandið í Grikk
land nú er þannig, að stjórnin
Xiefur 169 sæti af 300. Samein-
_aði lýðræðisflokkurinn (EDA),
.sem fær atkvæði kommúnist.a.
jþar eð kommúnistaflokkurinn
■er bannaður í Grikkland', lief-
ur nú 58 sæti. EDA hefur boð
:ið miðflokkunum góð boð, ef
fþeir vilji koma með sér í kosn-
ingabandalag, og hefur heyrzt,
mmún
að ýmsir miðflokkanna hafi
nokkurn áhuga á að taka þessu
boði. Augljóst er, að slík kosn
ingasamvinna kommúnista og
miðflokkanna gæt höggið mik-
ið skarð í meirihluta Karaman
lis.
Það, sem- sennilega kemur í
veg fyrir þessa samvinnu, eru
einmitt árásir kommúnstarikj-
anna á Grikki og þá einkum
fyrrgreind orð Krústiovs. Er
mjög vafasamt, að miðiiokkarn
ir geti gert ráð fyrir nokkrum
hagnaði af kosningasamvinnu
við EDA, eins og málin stanida
nú. Þess vegna er það, sem ráð
gjafar Karamanlis vilja fara í
kosningar strax. Þeir vilja nota
það andrúmsloft, sem ummæli
Krústjovs og persónulegar árás
ir Yugovs, forsætisráðherrra á
Karamanlis, hafa skapað meðal
almennings, en ekki bíða þar
til hugsanlegt er, að almenning
ur hafi gleymt. Enda er minni
almennnigs í pólitík oft sér-
lega slutt Hið fræga svar Kara
manlis við ummælum Krústj-
ovs, er hann sagði, að þær hug
sjónir, sem Akropolis væri full
trúi fyrir, væru sterkari en eld
flaugar Krústjovs hefur og
stjórnar hans.
Annað, sem styrkir aðstöðu
aukið mjög á vinsældir hans og
stjórnarinnar í þessu, er það,
að Karamanlis hefur orðið við
kröfum litlu flokkanna um, að
næstu kosningar fari fram sam
kvæmt einföldustu hlutfalls-
kosn'ngareglum í stað hins
,,styrkta“ kerfis, sem nú er í
gildi. Hefur þetta kerfi reynzt
miklu hagstæðara stóru flokk-
unum og kosningabandalögum.
Enginn efi er á því, að mót-
mæli Rússa og Búlgara út af
NATO heræfingunum hafa auk
ið á þá tilfinningu, sem þegar
var komin inn hjá mönnum í
Grikklandi, að landið ætti að
verða næsta svæði í Evrópu,
sem kommúnistar skapa
spennu út af. Að baki mótmæl
unum og móðgandi ummælum
búlgarska forsætisráðherrans
ium Karamanlis liggja landa-
kröfur Búlgara í Þrakíu og
Makedóníu, sem reynclar hefur
ekki verið haldið mikið á loft
upp á síðkastið. Þá er einnig
vitað, að grískir kommúnistar
eru þjálfaðir í skæruliðahern-
aði í Búlgaríu. Allt um það er
allt rólegt í Aþenu, enda skelf-
ast Grjkkir seint „villimenn“.
MIKIL hátíðahöld hafa farið
fram undanfarnar vikur í hinni
fornu Inka höfuðborg Cuzco til
minningar um, að fimmtíu ár
eru liðin frá því, að Macchu
Picchu, ,,hin týnda borg Ink-
anna“, fannst og þar með merk
asta forrdeifasvæði Suður-Ame
ríku
Macchu Picchu, sem þýðir
„gamli tindur“ á Quechua-máli
fannst 1911, og gerði það ame
riskur landkönnuður, Hiram
Bingham að nafni. Hann lenti
á ýmsum villigötum á Cuzco-
svæðinu, áður en hann fann,
eftir mikið klifur, eins konar
dæld milli tveggja tinda í And
esfjöllum. Með honum var
indjánskur leiðsögumaður.
Þarna var ekki um að vill-
ast í steinleyfar Inkaborgar, nú
mikið til huldar grasi og frum
Þarna sjást rústirnar, sem sýna glöggt byggingarlist Inkanna og
trapizu-lagaða gluggana, en I baksýn er Intihuatana.
-----------------
Myndabók
um íslenzku
forsetana
MENNINGARSJÓÐUR er
að gefa út stóra myndabók
með tcxtum um forseta lands-
ins, Svein Björnsson og Ás-
geir Ásgeirsson. Textinn verð
ur á nokkrum tungumálum.
Myndir eru að mestu eftir
Vigfús Sigurgeirsson, en Birg-
ir Thorlacius, ráðuneytisstj.
annast samantekt verksins.
Forsetabókin hefst á lýð-
veldisstofnunir.ni árið 1944 og
fy.gir síðan forsetatíð Sveins
Björnssonar í máli og mynd-
um.
Eins er farjð að hvað for-
setatíð hr. Ásgeirs Ásgeirs-
sonar snerlir. Nú kvað Birgir
vera að leggja síðustu hör.d
á verkið, en bókinni á að
Ijúka á myndum frá heim-
sókn forseta til Kanada. Sú
l heimsókn stendur nú yfir.
Alþýðublaðið snéri sér til
Gils Guðmundssonar í gær og
staðfesti hann, að Menningar
sjóður gæfi bókina út. Hún er
væntanleg í byrjun r.óvember.
skógajurtum Borgin hafði, að
því er virtist, vera yfirgefin í
þann mund, er Spánverjar
hófu landvinnjinga sína, og
hafði síðan legið þarna, óþekkt
öllum, nema Indjánum, sem
bjuggu i grenndinni, í næscum
fjórar aldir.
Á þeim fimmííu árum, sem
liðin eru síðan Hiram Bíngham
fann borgina, hefur þessi þjóo-
sagnaborg orðið mikið aðdrátt
arafl fyn.r skemmtiferðamenn,
einkum frá hinum ýmsu hlut-
um Ameríku. Sérstök járn-
braut liggur milli Cuzcc og
fjallsróta Macchu Picchu, en
langferðavagnar bíða síðan við
endastöðina til að aka mönnum
upp ,,kambana“ til rústanna.
Þeir, sem lengur vilja dvelja
til að sjá rústirnar í tungls-
skini, geta dvalið á gistihúsi,
sem byggt hefur verið í sam-
ræmi við Inka-stílinn nokkra
metra frá staðnum Jafnvel er
farið að tala um að b.vggja
dráttarbraut upp á fjallið í
stað bílanna.
í tilefni af afmælinu hafa
leikrit úr sögu Inka venð leik-
in í rústunum og tónverk og
ljóð hafa verið flutt til lieið-
urs borginni. Hiram Bingham
yngri, sonur þess, er fann rúst-
irnar, var boðinn til að vera
viðstaddur hátíðahöldin og af-
hjúpaði hann minningarskjöld
um afmælið 23 júlí s 1. Þús-
undir manna frá Perú og ann-
ars staðar að úr heimmum
voru viðstaddar athöfriina.
Þá hefur komið fram sú uppá
stunga, að nokkrir kassar a£
leirmunum og öðrum munum,
sem Bingham fann í rústunum
og flutti með sér til Lima en
hafa síðan legið þar á safni ó-
hreyfðir í kössunum, verði
fluttir til Macchu Picchu og
sérstakt safnhús byggt yfir þá
þar. Munu einstaklingar þegar
hafa boðið fram nægilegt fé
til þess
Þrátt fyrir verzlunar-
mennsku, sem komið hefur
upp í sambandi við rústírnar,
er þar þó enn sérstakt andrúmg
loft. Tilhugsunin ein um það
átak að byggja borg úr steini
á fjallstindi, svo að hún sést
ekki frá dalbotninum, fyllir
gesti aðdáun, að ekki sé talað
um þá staðreynd, að fólkið,
sem byggði borgina þekkti
ekkj hjólið. Nálægð himinsins
— Macchu Picchu er 8000 fet
yfir sjávarfleti — eykur og á
hátiíðleikablæinn
16. sept. 1961 — Alþý®ublaðið