Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1961næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Alþýðublaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 2
ÆcewjoEiKsasi Eitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- ctjómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Gímar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- túsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald tr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn, — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. GJAFIR TIL HÁSKÓLANS IÞJÓÐIN GLEÐST yfir þeirri viðurkenningu, sem Háskóla íslands hefur verið sýnd á hálfrar aldar afmæli hans, og þeim rausnarlegu gjöfum, sem stofnuninni hafa áskotnazt á þessum tímamótum. Munu þær innan tíðar auka mjög starfsemi skól~ ans og aðstöðu hans til að íl^egna þeim höfuðskyld um, sem hvíla á hans herðum. Fyrsta ber að telja gjöf íslenzku þjóðarinnar, fyrirheit ríkisstjómarinnar um að leggja fyrir al- fbingi frumvarp um handritastofnun. Þarna er um j'.eið leystur sá vandi, sem þjóðinni var á höndum am meðferð handritanna, þegar séð varð að þau xnundu koma heim. Hálf milljón á ári mun þó duga skammt í þessum efnum. Ekki verður lengi dægt að fresta byggingu nýrrar bókhlöðu fyrir liandritin, stofnun þeirra og sameinað Landsbóka og Háskólabókasafn. Næst ber að geta gjafar Bandaríkjastjórnar, :"imm milljóna til stofnunar raunvísindastofnunar við Háskólann. Hingað til hefur skólinn verið mun veikari á sviði raunvísinda en hugvísinda, og getur ovo ekki lengi verið, því honum ber öðrum fremur að gera íslenzku þjóðinni fært að hagnýta sér Cækni nútímans. Hin bandaríska gjöf er stórt skref á þessu sviði. Reykjavíkurbær hefur géfið Háskólanum 100 jús. fermetra lóð, og er það stofnuninni ómetan- iegt, raunar milljónatuga virði, ef miðað er við 'lóðaverð í bænum. Það er nauðsynlegt að geta byggt sem mest af starfsemi Háskólans á sama ntað, þan'nig að bókasafn, stúdentagarðar og önnur oameiginleg þjónusta hagnýtist sem bezt. Ónefndur Norðmaður hefur tekið öllum ein- /jtaklingum fram í rausn sinni, er hann gaf skól- unum tvær milljónir króna, og bætist þar við einn þeirra mörgu sjóða, sem skapa menntastofnun /jvigrúm til að leysa ýms verkefni og styrkja efni- lega menn. Vestur-Þjóðverjar sendu bókagjöf mikla og tæki i til rannsóknastofnana skólans. Almenningi hefur verið lítt kunnugt hið margvíslega rannsóknastarf jcfáskólans, til dæmis á Keldum. Glögg sönnun um árangur þess starfs er sú staðreynd, að erlendir að ílar veita þangað styrki til ákveðinna rannsókna, • og má nú telja veirurannsóknir meðal gjaldeyris- atvinnuvega þjóðarinnar, þótt í smáum stíl sé. Gjafir þessar gefa heildarmynd af þeirri þróun, sem forráðamenn menntamála ætla Háskólanum. Lóðargjöfin sýnir bjartsýni á vöxt skólans, enda mun hann tvöfalda stúdentatölu á næstu 10—15 árum. Handritastofnunin sýnir ákvörðun um að OFíáskóli íslands skuli verða Mekka norrænna fræða í framíðinni, og ræktarsemi við hinn forna menningararf. í DAG er merkjasöludag- ur skátanna og er því ekki úr vegi að minnast þess, að 2. nóv. 1962 verða liðin 50 ár frá því að fyrsla skátafé- lagið var stofnað hér á landi, í Reykjavík. Fyrstu foringjar þess félags voru þeir Sigurjón Pélursson, Álafossi, Helgi Jónasson, Brennu og Bene- dikt G. Waage, forseti ÍSÍ. Þessa afmælis hafa skátar sett sér að minnast með því að efla skátahreyfinguna í landinu, svo að hún geli tal- ið undir sínu merki fleiri og betri skáta, en hún hefur áð- ur átt. Þessu starfi ætla skátar að helga afmælisárið 1962 og kalla skátaár. Hálíðahöld af þessu tilefni verða einkum fólgin í lands- móti skáta, sem haldið verð ur á Þingvöllum um mán- aðamótin júlí—ágúst að ári, auk hátíðahalda í hverju skátafélagi næsta haust. Eftir 50 ára skátastarf á Is landi standa engin sýnileg stórvirki. Á þessum líma hafa ótaldar þúsundir ungra manna og kvenna starfað sem skátar. Því er ekki úr vegi að reyna að skýra^ í nokkrum orðum hvað er að vera skáti og í hverju hefur verið fólg- ið starf þessarar hreyfingar. Slofnandi skátahreyfingar- innar, Baden-Powell, lávarð ur, hefur skýrt það að vera skáti þannig, að skálastarfið sé leikur, með ákveðnu tak- marki. Þetla takmark er að gera skátann að nýtum borg ara þess þjóðfélags, sem hann er borinn til. Sá sem gengur undir merki skátahreyfingarinnar, lofar að gera það sem í hans valdi stendur, til að gera skyldu sína við Guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum og halda skátalögin. Skátinn, sem agar sig til að halda þetta loforð, temur sér alla beztu mannkosti, sem við þekkjum, sannsögli, áreiðan leik. trygglyndi, stundvísi, hæversku, sparsemi og ann- að það sem hinar 10 greinar skátalaganna segja til um Með öðrum orðum er mark mið iskálahreyfingarinnar að rækta hið góða í hverjum manni, einmitt á þeim árum, sem unglingurinn mótast hvað helzt. Hér ætlar skáta-* hreyfngin sér að leggja foþ eldrunum lið í starfi þeirra, eða hvaða foreldrar mundu Frh. á 9. síðu. £ 8. okt. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8203
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
21941
Gefið út:
1919-1998
Myndað til:
02.10.1998
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Alþýðuflokkurinn (1919-1998)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, gefið út af jafnaðarmönnum
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 226. Tölublað (08.10.1961)
https://timarit.is/issue/165481

Tengja á þessa síðu: 2
https://timarit.is/page/2249007

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

226. Tölublað (08.10.1961)

Aðgerðir: