Alþýðublaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.10.1961, Blaðsíða 4
VEFNAÐARVARA SKÓFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR SMÁVARA Muniö hina vönduöu Mary Gold gúmmíhanzka BJARNi Þ. HALLDÓRSSON UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN Garðastræti 4 — Reykjavík Símar: 23877, 33277 GUÐÞJÓNUSTA í Fríkirkjunni kl. 11. P-rófessor Jó'hann Hannesson prédikar. Séra Þorsteinn Björnsson fyrir altari. SAMKOMA í Dómkirkjunni kl. 20.30. Séra Leif Michelsen, stúdentaprestur og Ástráður Sigursteindórsson tala. — Öllum heimill aðgangur. Kristilegt stúdentaféiag. Alþýðublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til áskril enda í þessum hverfum: Bárugötu, Miðbænum. Alþýðublaðið - Sími 14906 ÍSLENDINGAR kvarta yf- ir.því, að dagblöð landsins séu skrifuð af pólitísku of- stæki, og geti lesendur illa treyst þeim. Hvert blað veg- samar sinn flokk og hallmæl- ir hinum. Sú mynd er yfir- leitt annað hvort hvít eða svört, þar er ekkert á milli. Því miður er þessi gagn- rýni réttmæt. Ofstækið og útúrsnúningar móta hin póli- tísku skrif og gera þeim mönnum erfitt fyrir, sem kynnu að vilja skrifa öðru vísi um stjórnmál. Ekki vil ég með öllu undanskilja okkur Alþýðublaðsmenn gagnrýr.inni, en þó langar mig til að nefna tvö dæmi til að varpa Ijósi á þessi mál. í haust skýrði ég frá því í þessum dálki, að Alþýðu- flokksmenn hefðu rætt það hreinskilnislega í miðstjórn sinni, hvort flokkurinn ætti að halda áfram stjórnarsam- starfi eða ekki, og ég sagði ennfremur, að yfirgnæfandi meirihluti hefði samþykkt áframhaldandi aðild að stjórn og þær ráðstafanir, sem gerð ar voru í efnahagsmálum. Þetta er nákvæmlega það, sem gerðist. Er ekkert óvenju legt að flokkur ræði vand- lega pólitíska stöðu sína. Það gera allir flokkar oft á ári. Ekki er heldur óeðlilegt, þótt nokkrir flokksmenn hafi greitt atkvæði gegn gengis- lækkuninri. Alþýðuflokkur- inn er lýðræðisflokkur og flokksmenn ófeimnir við að segja skoðun sína á fundum. Frásagnir sem þessi af flokksákvörðun um stórmál þykia í öðrum löndum sjálf- sagðar. Þarf ekki annað en minra á fréttir af flokks- þingi brezkra jafnaðarmanna í vikunni, sem leið. En hér á íslandi þaut stjórnarand- slaðan upp til handa og fóta í blöðum sínum. Það var hrópað, að stórkostlegur klofningur væri í Alþýðu- flokknum, fjöldi flokksmanna á móti þessu eða hinu, og svo framvegis. Þarna kom ofstæk ið fram í allri sinni dýrð, en þetta ofstæki hefur einmitt dregið mjög úr þori blaða- manna til að segja heiðarleg- ar og ítarlegar stjórnmála-' fréttir. sem almenningi! mundu koma að meira gagnij en áróður og upphrópanir. Fyrir nokkrum dögum kom annað slíkt dæmi fyrir. Saga þess er í stórum dráttum sem hér segir: Stjórnarflokkarnir sömdu í upphafi um að breyta bæði sköttum einstaklinga og fyrir tækja. Mikil breyting var gerð á tekjuskatti einstakl- inga og hann afnuminn af þurftartekjum. En skattar fyrirtækja voru látnir bíða. Nefnd vann að undirbúningi þessara mála, og hafði hún skilað áliti seint á síðasta þingi, en ákveðið var þá að fresta málinu. Alþýðuflokksmenn viður- kerna, að skattamál íslenzkra fyrrtækja séu í mesta ó- lestri, enda skatttekjur rík- isins af þeim ótrúlega litlar. Þess vegna er þörf á breyt- ingu, annað hvort til að framfylgja þeim lögum, sem til eru eða isetja önnur lög og framkvæmanlegri um skatta fyrirtækja. Nú fá menn ekki allt, sem þeir vilja. Stjórnmál byggj- ast ekki á því einu, að skrifa óskabsta yfir umbótamál, heldur er hinn vandinn meiri, að ákveða í hvaða röð skuli framkvæma það, sem gera þarf. A.tburðir síðasta sumars, gengislækkun og eftirleikur hennar hafa gerbreytt á- standi á efnahagssviði þjóð- arirnar. Ríkisstjórnin hefur veitt verzlun'nni m!kil hlunn .indi með breytingum á verð- lagsmálum, svo að það verð- ur að skoðast í rýju ljósi, hvort nú er rétt að létta af fyrirtækjum nokkrum tugum milljóna af sköttum. Þessi mál voru rædd í full trúaráði Alþýðuflokksins fyrir nokkru. Þeir Jón Þor- steinsson og Sigurður Ingi- mundarson alþingismenn hafa setið í skattanefrdinni fyrir Alþýðuflokkinn, og voru þar í minnihluta. Gerðu þeir á fundinum grein fyrir ágrein- ingsmálum og sérafstöðu sinni til ýmissa atriða. Síðar urðu umræður allmiklar, og reyndust langflestir fundar- manna draga mjög í efa, að rétt væri að lækka stórlega skalta á fyrirtækjum, eins °g málum væri nú háttað í land inu. Ríkissjóður mundi varla mega sjá af tekjum sínum, og í mörg horn að líta, ef hægt á að vera að veita úr honum tugum milljóna. Mál þetta er efnislega ekki útrætt milli stjórnarflokk- anna, og því til umræðu í flokkunum. Flestir þeir, sem létu í ljós andstöðu gegn skattalækkunum þessum nú, eru eindregnir stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar og heildaraðgerða hennar. Hér er aðeins um lýðræðislega meðferð máls að ræða, en alls enga byltingu gegn ríkisstjórn inni.- Alþýðublaðið skýrði frá þessum fundi eins og hann var, umbúðalaust. Árangur- inn varð eftir venju. Þjóðvilj inn setti stórfyrirsögn á for- síðu um ,harðar og vaxandi illdeilur inran Alþýðuflokks- ins.“ Kommúnistar reyndui þannig að gera sér pólitískan mat úr heiðarlegri frétta- mernsku Alþýðublaðsins —■ en lugu, rangfærðu og mis- skildu til bragðbætis. Eg taldi rétt að segja les- endum Alþýðublaðsins frá gangi þessara mála, svo að þeir sjái í gegnum þá blaða- mennsku, sem Þjóðviljinn á- stundar. Það er þýðingarmik- ið, að menn geti í flokkum og félögum rætt málin hrein skilr.islega, án þess að það sé rangsnúið og notað til að skaða viðkomandi samtök af óvönduðum agentum, sem hvort eð er vilja allt lýðræði feigt. TILBOÐ ÓSKAST í Willy’s Station bifreiðir og nokkrar fólksbifreið- ir, er verða sýndar í Rauðarárporti þriðjudaginn 10. þ. m. kl. 1—3. — Tilboðin verða opnuð í skrif- stofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. 4 8. okt. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.