Alþýðublaðið - 14.10.1961, Side 2

Alþýðublaðið - 14.10.1961, Side 2
dtstjórar: Gísll J. Ástþórsson (áb.) ofi Benedikt Gröndal. — Fulltrút rit- etjórnar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — rímar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- Lúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald fcr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Skuggaleg fregn i DAGBLÖÐ BÆJARINS birtu fyrir nokkrum dögum þá fregn, að stofnuð hefðu verið leynileg samtök til að berjast gegn leynivínsölum. Ætla samtök þessi að koma upp eins konar leynilög : ireglu og hóta bifreiðastjórum því, að njósnarar :muni sitja um þá á stöðvunum, meðal farþega og • jafnvel þeirra, sem falast eftir víni af þeim. Alþýðublaðið er eindregið á móti hvers konar ; smygli, leynisölu, okri og braski. Blaðið telur leyni vínsölu vera bæði stórhættulega og smánarblett i á 'bænum, sem verði að uppræta. En blaðið mót :mæiir harðiega starfi þessara nafnlausu samtaka • sökum þeirra starfsaðferða, sem þau boða. Það er skuggalegt fordæmi, ef einstakir menn < .setja upp „leynilögreglu“ til höfuðs öðrum borgur um. Gætu þá ekki húsbyggjendur sett upp leynilög ’ reglu til að fylgjast með störfum iðnaðarmanna? ■ ■Gætu ekki neytendasamtökin sett upp leynilög ■ :reglu til að vinna gegn kaupmönnum og kaupfé í lögum? Gætu ekki pólitísku flokkarnir komið sér upp leynilögreglu til að njósna um andstæðinga ■ «ína? Og hvar mundi þetta enda? Lögreglan á að sjá um að lögum sé fylgt. Ef hún ; veldur því hlutverki ekki að dómi einhverra borg ara, eiga þeir að kvarta opinberlega og berjast kyrir því, að lögreglan fái aðstöðu til að vinna sitt verk og ,geri það. Því hver vill lifa í þjóðfélagi, sem er morandi af alls konar leynilögreglumönnum og einn er njósnari um annars daglega líf ? Er þetta skýringin ? t TOLLYFIRVÖLD tilkynntu nýlega. að komizt I Ciefði upp alvarlegt mál þess efnis. að stórar vöru \ sendingar hafi verið teknar úr vörugeymslum án - éollafgreiðslu. Er þetta í fyrsta sinn um langa hríð, ‘ sem almenningur heyrir um meint afbrot, sem í gætu skýrt það stórkostlega smygl, sem almenning s xir veit að tíðkast. Alþýðublaðið hefur skrifað mikið gegn smygli. : í leit að upplýsingum um þau m'ál var blaðinu Gkýrt frá, að vörusendingar gætu verið fluttar inn J á nafn aðila utan Reykjavíkur, teknar úr vöru skemmum í Reykjavík undir því yfirskini, að þær ■ verði tollafgreiddar á áfangastað úti á landi, og : síðan horfið. Hér virðist vera um stórmál að ræða. Almenn ingúr væntir þess, að rétt yfirvöld fylgi þessum málum fast eftir, og kanni það vandlega, hvort stórgöt eru á afgreiðslukerfi á vörum, sem til landsins koma, þannig að stærsta smyglið eigi sér stað undir nefinu á tollinum í Reykjavik. 2 14. okt. 1961 — Alþýðublaðíð NYJASIA tegund hiliubúnaðar okkar eru stálskápar á hjólum, svoiiefndir DRAGSKÁPAR Þeir spara mjög húsrými og eru sér- lega hentugir fyrir skjala- og bóka- söfn. Fyrstu sk)ápar,nir eru settir upp í skjalageymslu Verzlunarbankans í Reykjatvík snemma á þessu ári og meðfylgjandi mynd er af þeim. Lát/ð okkur annast h/IIuvandamálrn! 10 DRAGSKÁPAR CA. 42% RÝMIS- SPARNAÐUR. 10 VENJULEGIR SKÁPAR. H.F.OFNASM IÐJAN Einholti 10. Rcyk|avík. HANNES Á HORNINU almenna mannasiði eða um. gengnisvenjur. í dag kemur æsk an beint úr skólanum, yfir girð- ingar og garða bæjarbúa, trecup yfir blóm og gróður, rífur gvein. ar af trjám, sker niður þvotta- snúrur, hendir grjóti í rúður, bæði á húsum og bifreiðam. ■ýý Bréf frá unga og reiða manninum. •fc Annað bréf um líkt efni. ^ Á að taka upp kennslu í siðgæði? Og grefjast hárrar einkunnar við fullnað próf? FYRIR nokkru birti ég bréf frá reiðum, ungum manni, og hef ég orðið var við, að það hef- ur vakið allmikla athygli. Hins- vegar var svo hraksmánarlega gengið frá prentun bréfsins, að erfitt var að komast að meming- unni á stöku stað og verð ég að biðja höfund afsökunar á því. Þó að hér sé ekki um sök hjá mér að ræða má segja, að ég beri ábyrgðina. En þannig er stundum farið með skrif manns með öfugum klónum. NÚ HEF ég fengið bréf frá kunnum borgara, sem nokkuð er kominn við aldur og segir hann sína skoðun á unga fólkinu, — Hann fer fram á það, að tekin verði upp kennsla í siðfágun í skólunum og sé það skilyrði fyr- ir fullnaðarprófi, að unglingur- inn fái ákveðna, nokkuð háa einkunn, í siðgæði. Þetta fellst ég á. Ungi maðurinn hafði að mörgu leyti rétt fyrir sér. En bréfritari minn í dag hefur á- reiðanlega líka rétt fyrir sér. P. K. SKRIFAR: ,,Þú hefur oft í dálkum þínum rætt um æskuna og uppeldi hennar og nú síðast (6. okt.) birtir þú bréf frá reiðum, ungum manni. Margt af því, sem hann talar um er vel þess vert að við þessir eldri hugsum og ræðum þau lítið eitt. EINS og allir vita er rnenntun æskunnar mikil nú til dags, enda skólagangan löng, 7—16 ára og „æðri“ menntun að auki sem oft tekur 6 ár. Það er því ekki hægt að segja að hin uppvax- andi kynslóð és illa búin undir lífsstarfið. ÝMSAR umgengnisveilur eru í æskunni í dag og máske í okk ur sjálfum. Þessar veilur þarf að uppræta. Það er sorglegt að nemendur, sem koma úr langri skólamenntun skuli ekki kanna EF VIÐKOMANDI eigendur ætla að vanda um við ungiing- ana þá er orðbragðið þannig, að bezt er að hafa það ekki eftir. Heimili, skólar og refsilöggjöí landsns eiga eflaust mikla sök á þessu. ’Eitt sinn voru tvær telp- ur að tína rifsber, er átti að nota til sultugerðar. Konan, sem sá um garðinn, bað elpurnar að hætta að tína berin, enda gæti þeim orðið illt af þar sem búiiS væri að sprauta garðinn. Móðiu telpnanna kemur þá að og spyfl hvort ekki sé svo langt siðan a9 garðurinn var sprautaður! Frúiu sagði að það mundi svo vera. „En ég segi þetti við -börnin svo þau hætti! — „Jæja, telpur mín ar. Ykkur er þá óhætt að tína", segir móðirin. ' ? REFSILÖGGJÖF landsinð birtir aldrei nöfn á þjófum eða þeim, sem fremja innbrot, værl það þó viðkomandi til góðs og mikil viðvörun að gera það aftur Eina námsgrein hefur fræðslu- löggjöfinni alveg sézt yfir atS láta kenna í skólum og það er „siðfræði“ til þess að mikil menntun kom að fullum not- um, þá verður hún að skapa góða menn, sem geta verið öðr-r Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.