Alþýðublaðið - 14.10.1961, Page 7
miitm&P
fflm ?MI$
mmwgí
í SEPTEMBER sl. sóttu fjór-
ir íslenzkir alþingismenn
þing Aiþjóðaþ-ngmannasam-
bandsins, sem haldið var að
þessu sinni í Brussel í Belgíu.
Alþmgismenn þessir voru
Magnús Jónsson, sem jafn-
framt var formaður nefndar-
innar, Eggert G. Þorsteins-
son, Finnbogi R. Valdimars-
son og Hermann Jónasson. —
Skrifstofustjóri Alþingis
Fr-ðjón Sigurðsson var ritari
nefndarinnar.
Síðari hluta sama mánaðar
var og haldinn „Norrænn
byggingadagur11 í Kaup-
mannahöfn, þar sem mættir
voru 40—50 manns frá Is-
landi. Eggert G. Þorsteinsson
mætti á báðum þessum ráð-
EGGERT G. ÞORSTEINSSON
stefnum og náði Alþýðublað
ið fyrir skömmu tali af hon-
um og spurði frétta.
— Hver voru helztu mál
þingmannafundarins ?
— Formaður sendinefndar
okkar, Magnús Jónsson, hef-
ur í viðtali v-ð dagblaðið
Vísi 3. okt. sl. skýrt frá
helztu málum þingsins, sem
voru aðstoð v.ð vanþróuð
lönd og varðveizla friðar á-
samt bættri sambúð þjóð-
anna.
— Er þetta fyrsta ferð þín
á slíkan fund?
— Nei, ég sat einnig sams
konar þing í Varsjá í Pól-
landi haustið 1959 ásamt
Gunnari Thoroddsen. — Frið
jón Sigurðsson skrifstofu-
stjóri Alþingis var þá emnig
rilari.
— Hvað standa þessir fund
ir lengi?
— Venjulega 12—14 daga
frá kl. 10 f. h. til kl. 5 og 6
e. h. hvern dag.
— Hvað fannst þér sjálf
um merkilegast við þessa
samkomu?
— Því er erfitt að svara,
þar gæti komið svo margt
til. E. t. v. kemur manni
mest á óvart hve vandamál
þsssara fjölmörgu og annars
ólíku þjóða eru þó þrátt fyrir
allt hliðstæd. Efnahagsvanda-
málin, stríðsótti, en þó friðar
vilji, landamæraþrætur (sbr.
landhelgfsmál) o. s. frv.
— Komu átökin milli aust-
urs og vesturs þarna fram?
— Já, því verður ekki neit-
að og virtist greinilegur
minn hluli þeirra austan-
manna, meðal þessara full-
trúa frá 51 þjóðþingi.
— Er þetta fyrst og fremst
umræðuþing?
— Já, þessi þing eru fyrst
og fremst ráðgefandi og nið-
urstöður þess geta ekki tal-
izt bindandi fyrir einstakar
þjóðir. Ólíkar þjóðir lofta
þama út, því sem efst er á
baugi í vandamálum þeirra
hverju s nni, auk þess sem
áður talin mál eru ýtarlega
rædd í nefndum og síðan á
sjálfr] allsherjarsamkomunni,
þar sem endanleg afstaða er
tekin.
— Telur þú nauðsyn á að
við sækjum þessi þing í
framtíðinni?
— Um nauðsynina má
sjálfsagt deila. Það getur oft
ver.ð nauðsyn, þó ekki sé það
lífsnauðsyn. En ég tel það
tvímælalaust ávinning að
rödd okkar heyrist á þessum
samkomum, ekki sízt þegar
við eigum í útistöðum við
stórveldi eins og á sl. árum,
þá eru slíkar samkomur okk-
ar sigurstranglegasti orustu-
völlur. Þeir eru enn of marg-
ir þingmennirnir úti um heim,
sem lítið eða ekkert vita um
lýðveldið ísland, en þessi
þing eru tilvalin tækifæri til
þess að upplýsa þá nokkuð.
í almennu umræðunum
sem stóðu í samfellt 3 daga
talaði Magnús Jónsson form.
Unnið að byggingu tveggja íbúðarhúsa undir „Bessomeau-tjaIdi“.
íþróttaleikui í „Bessomeau-tjaldi“.
nefndarinnar af okkar hálfu
og mæltist vel.
— Þú varst einnig á hinum
Norræna byggingardegi í
Kaupmannahöfn. Hvað er
helzt að frétta af þeirri ráð-
stefnu?
— Ráðstefna þessi stóð
sjálf í þrjá daga, auk
tveggja daga ferðalags, sem
þátttakendum var gefinn
kostur á til þess að kynnast
nýjungum í byggingariðnaði
úti um landið og þá sérstak-
lega íbúðarbygg.ngum.
— Hvern veg Var skipulag
þessarar ráðstefnu?
— Danir undirbjuggu
þessa daga, með hinni mestu
prýði, svo að vart verður á
betra kosið. í stórum drátt-
um var fyrirkomulagið það,
að þátttakendum sem voru
um 800 manns var skipt í 7
umræðuhópa eftir vilja hvers
um sig og fóru frjálsar um-
ræður fram fyrri hluta dags,
en síðan var farið og þreifað
á veruleikanum, með því að
skoða byggingarstæði, sem
skýrðu betur umræðuefni
morgundagsins. Það þarf
vart að taka það fram að um-
ræðum og störfum öllum
stjórnuðu færustu menn sem
völ var á í þessum efnum frá
Norðurlöndum.
— Hverjir f.nnst þér helztu
lærdómar, sem við getum
dregið af reynslu frænda okk
ar í þessum málum?
— Því er ekki auðvelt að
svara svona í snarkasli. Ým-
ist eru þeir svo langt á und-
an okkur eins og í lánamálun
um og verksmiðjuframleiðslu
byggingarhluta að þar eygj-
um við þá vart — eða á hinn
bóginn að væntanlegir hús-
eigendur eru ekki eins kröfu
harðir til íbúðarinnar utan
og innan eins og við virð-
umst vera.
Lærdóma getum vð marga
dregið. Mér v.rðist við þann
samanburð að hér séu of
margir smáir aðiljar við hús-
bygg ngaframkvæmdir.
Færri en stærrj aðiljar, sem
tækju að sér frágang tiltek-
ins byggingasvæðis eru á-
reiðanlega framtíðin, enda
hljóta slíkir aðiljar að hafa
betri aðstöðu til ódýrari
framkvæmda. Þá ætti bæjar-
ráð heldur ekki að vera upp-
tekið við að úthluta einni lóð
þar og annari hér. Slíkir bygg
irgaraðiljar eiga ekki einung
is að skila íbúðunum fullgerð
um heldur og malbikuðum
götum og full ur.dirbúnum
lóðum umhverfis húsin.
Slík samtök e'ga að vera
mynduð af byggingarmönn-
unum sjálfum og verkin van<#
lega. undirbúin af þeim og íær
ustu mönnum úr hópi tæknf-
fræðinga ark-tekta og verk-
fræðinga. Framkvæmdir eiga
ekki að hefjast fyrr en tryggt
er að þær geti haldið látlaust
áfram, þar til allt er fullgert.
En til þess skortir fé á hajf
kvæmum kjörum?
— Já, það er rétt, en stór-
aukið fé nær þó skammt, et
ekki er betur fyrir því hugs-
að að gjörnýta það, en nú er
gert. Ef slík samtök mynduð-
ust og þannig væri að hlut-
unum staðið, þá efast ég ekki
um að betur mætti leysa úr
lánsfjárvandræðunum, sen>
ávallt herða að okkur.
— Hve mikil eru þessi op-
inberu lán á Norðurlöndum?
— Lánin sjálf eru dálít í>
mismunandi, en almennust
frá 60—85% af þyggingar-
kostnaði.
Framhald á 15. síðu.
Á skurðmynd þessari má sjá framkvæmdir innri og ytra borS-
tjaldsins.
V
— 14. okt. 1961. J
Alþýðublaðið