Alþýðublaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 2
£c®3sœ[K£rta> j -fílístjórar: Gisu J. Ástþórsson (áb.) og BeneJlkt Gröndal. — Fulltrúi rit- «t;órnar: [ndriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. — <5ímar: 14 900 — ' ■ 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aösetur: Alþýðu- túsiö. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald tr. 55.0C i mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Tryggíngar og mjólk ] ÍÞAÐ KOM FRAM í fyrstu umræðu um fjárlög in, að rúmlega þriðjungur þeirrar upphæðar. sem i ríkið tekur af þjóðinni í tölium og sköttum, renn 1 ur svo að segja beint til landsfólksins aftur. Þetta * -eru tveir stærstu liðirnir, tryggingar og niður l greiðslur, samtals um 600 milljónir króna. \ Það ber vott urn félagslegan þroska íslendinga, ! að ríkisvaldið skuli gera svo stórfelldar ráðstafan í ir til að sjá fyrir þeim, sem af eirihverjum ástæð : um eiga erfitt í lífsbaráttunni, og beinlínis til að 1 jafna tekjum milli borgaranna. Þessi tilflutningur á fjármunum er ekki aðeins mikið réttlætismál, 3 íaeldur hefur hann stórfellda efnahagslega þýð- | íngu. Tökum til dæmis þýðingu tryggingakerfisins i f.yrir íslenzkan landbúnað og stórar greinar íslenzks S iðnaðar. Gera má ráð fyrir, að bjargálna fólk, sem " mest af tekjum ríkisins er frá komið, veiti sér eft ■ ir vild og þörfurp mjólk, kjöt, iðnaðarvörur ýmsar ? og slíkar nauðsynjar. Það fé sem þetta fólk hefur : íram yfir nauðþurftir, mundi það nota til að veita ! íiér meira af óþarfari gæðum lífsins. Nú eru pen ! íngarnir teknir í sköttum og tollum. og fluttir til 5 jpeirra, sem hafa ónógar tekjur til daglegs lífs. í 'Þannig eykst kaupmáttur alþýðunnar stórkost ■ lega, fleiri fjölskyldur geta véitt sér nóg af mjólk, \ kjöti og öðrum nauðsynjum, og sala á þessum vör ’ um fer vaxandi. Þannig er þýðing tryggingakerfis • ins mikil fyrir þær voldugu starfsgreina, sem fram - leiða matvæli og fatnað, en þessir aðilar mundu 5 missa milljónaviðskipti, ef kerfið væri ekki til. Réttlætið eitt er næg skýring á hinum miklu ■ tryggingum í íslenzka ríkinu. Hinar efnahagslegu ■ afleiðingar þess eru veigamikið aukaatriði, sem bændur, smáframleiðendur, kaupmenn og kaupfé \ lög ættu sízt af öllu að láta fram hjá sér fara. Hvar eru úrræðin? ; ÞAÐ VAR athyglisvert við fjárlagaumræðuna, að stjórnarandstæðingar fluttu neikvæðar ræður og höfðu lítið af gagnlegum tillögum fram að færa. Aðalboðskapur þeirra var raunverulega sá, ‘ að stjórnarsinnar væru þau illmenni að reka hefnd ’ arpólitík gagnvart alþýðunni. Sú var tíðin, að Eysteinn Jónsson húðstrýkti - stj órnarandstöðu ár eftir ár einmitt fyrir þetta. Ef ' ég stjórna fjármálum ríkisins ekki nógu vel, þá segið þjóðinni hvernig það verður gert betur, var ííðum inntak í ræðum hans. En nú er hann stjórn arandstæðingur og verður sannarlega ekki sagt, að hann hafi haft mikið af úrræðum fram að færa. Hann er með öðrum orðum sízt betri en ‘ þeir menn, sem hann sjálfur hefur fordæmt árum sarsan. Lögfræði fyfir almenning HLUTAFÉLÖGIN AÐALSÉRKENNI hluta- félaga er, á hvern veg ábyrgð einstakra félagsmanna á skuldbindingum félagsins er farið. En ‘ábyrgð þessi nær að eins til hlutafjárframlag- anna. Hlulafélögin eiga sér ekki mjög langa sögu að baki, því að upptök sín eiga þau í hin- um miklu verzlunarfélögum, sem víða voru stofnuð í Ev- rópu á IV. öld til að reka viðskipti við hin nýfundnu lönd í öðrum heimsálfum. Hlutafélagsformið til at- vinnureksturs hefur bæði kosti og galla. Kostirnir eru fyrst og fremst þeir, að með þessum hætti er unnt að afla mikils fjár án þess að áhætta þeirra, sem leggja það fram, sé mikil, og þannig er kleift að ráðast í fjárfrekar og á- hættusamar framkváemdir, sem ella hefðu verið fjárhags- legar örðugar eða jafnvel ó- viðráðanlegar. Ókostirnir eru hins vegar þeir, að þar gætir ábyrgðar- tilfinningar atvinnurekand- ans mjög lítils og fjársterk hlutafélög geta orðið áhrifa- meiri en æskilegt er og leilt til myndunar auðhringa, sem reynast þjóðfélaginu skað- legir. Reynslan hefur og sýnt, að hætta er á ýmis kon ar misferli í sambandi við fé- lög þessi, og hefur því löggjöf þjóðanna látið málefni þessi til sín taka í þeim tilgangi að halda starfsemi félaganna í æskilegum farvegi. Hafa því fleslar þjóðir, þar á meðal íslendingar, sett ít- arlega löggjöf um hlutafélög- in, þar sem lögskipaðar eru ákveðnar reglur. Fyrirmæli þessi eru sett til varrar skuld heimtumönnum félagsins, svo og almenningi og hlut- höfunum sjálfum. Þar sem ábyrgð hluthaf- anna nær aðeins til hlutafjár- ins, þarf að tryggja skuld- heimtumennina gegn því, að hluthafarnir sölsi ekki undir sig. hlulaf»ð. Fyrirbyggja þarf, að almenningur sé ginntur lil að leggja fé sitt í- einskis nýt hlutabréf. Tryggja þarf og, að meirihlut inn í hlutafélagi misnoti ekki vald silt sér til hagnaðar, en minnihlutanum lil tjóns. Þegar stofna á hlutafélag samkvæmt íslenzkum lögum, þarf fyrsl og fremst samning þar að lúlandi, hinn svokall- aða stofnsamning. Lögin fyrirskipa allmörg atriði, sem skylt er að greina í stofnsamningi. Má þar nefna heiti félagsins og lilgang. — Upphæð hlutafjár og skipt- ingu þess í hluti. Hvort nokkr um hlutum í félaginu skuli fylgja sérréltindi eða hvort ákveðnum flokki eða stétt manna sé áskilinn forgangs- réttur til að skrifa sig fyrir hlutum. Hvort hluthafar skuli sæta innlausn á hlutum sínum, ef til kemur. Hvort skorður séu reistar við heim- ild hluthafa til framsals eða veðsetningar hlutabréfa. Hvort hlutabréfin verði gef- in út á nöfn eða til handhafa. Hvort stofnendur áskilji sér stöðu eða fríðindi hjá félag- inu.. Allir þe:r, sem stofnsamn- inginn undirrita, teljast slofnendur félagsins Þeir skulu vera a.m.k. fimm, lög- ráðir, fjár síns ráðandi og hafa óflekkað mannorð. Verði hluthafar einhvern tíma síð- ar færri en 5, skal slíta fé- laginu, ef ekki verður úr þessu bætt inn.an þriggja mánaða. Ekki nægir stofnsamning- urinn einn til stofnunar fé- lagsins. Stofnendurnir skulu næst boða iil stofnfundar. Ef þeir hafa ekki þegar ákveðið hverjum verði gefinn kostur á að gerast hluthafar, geta þeir með opinberri auglýs- ingu (boðsbréfi) gefið almenn ingi kost á að skrifa sig fjrrir hlutum. í þeirri auglýsingu verður að vera allnákvæmt ágrip af stofnsamningi. Á stofnfundi þarf formlega að samþykkja félagsstofn- unina. Hann þarf og að setja félaginu lög (samþykktir). í samþykktum þessum skulu m a. vera ákvæði um reíkn- ingsfærslu og skiptingu arðs, um stjórn félagsins og end- urskoðendur, um tilkynning- ar lil félagsmanna, hluthafa- fundi, atkvæðisrélt hluthafa og fundarsköp. Á stofnfundi skal kjósa stjórn fyrir félagið, nema annað sé ákveðið. Þar þarf einnig að liggja fyrir loforð um framlög þess hlutafjár, sem lægst var tiltekið í stofn samningi eða boðsbréfi, og a.m.k. fjórðungur þess hluta fjárloforða verða greiddur. Hlutafélag má ekki laka til starfa fyrr en það hefur verið skrásett. í hverju lögsagnarumdæmi skal halda hlutfélagaskrá. í tilkynningu tiil hlutafélaga- skrár skulu greind 16 atriði varðandi félagið, og auk þess þarf að fylgja tilkynning- unni afrit af stofnsamningi og samþykktum og öðrum skjölum, ef þurfa þykir. Verði síðar breyting á ein hverjum af þessum atriðum, er skylt að tilkynna breyting una innan mánaðar frá því, að hún átti sér stað. Skrásetn, ingarvaldsmaður (sýslumenn og bæjarfógetar, en í Reykja- vík borgarfógeti) gera almenn ingi þessar tilkynningar kunn ar með auglýsingum í Lög- birtingarblaðinu. Hlulaféð er hinn fasti fjár stofn félagsins, og með því ábyrgjast hluthafarnir skuld- ir þess. Það skiptir því miklu máli, að fé þetta eða sann- virði þess sé raunverulega til við stofnun félagsins. Skuld- heimtumennina varðar það og miklu, að hlutaféð sé ekki rýrt og ennfremur, að hlut- höfum verði ekki endurgreitt það, fyrr en öllum fjárskuld. bindingum félagsins sé að fullu lokið. í efnahagsreikningi hluta-1 félaga er hlutafé talið skulda megin. Það er að vísu ekki skuld félagsins, en það á á- vallt að vera óskert. Yfirleitt er bannað að út- hluta arði til hluthafa, fyrr en ákveðinn hluti af tekju- afgangi hefur verið lagður til hliðar í varasjóð og af- skriftir af eignum félagsina hafa farið fr.am, allt eftir nán ari fyrirmælum í félagasam- þykktunum. Einnig er bann- að að úlhluta arði, fyrr em. búið er að jafna reiknings- halla, sem kann að ver.a fyrir hendi frá fyrra ári. Frá þessu atriði er undantekning, ef fé- lagið á sérstakan sjóð, sem ætlað er það hlutverk að mæta slíku lapi, eða sjóð, sem tryggja á arðgreiðslu, þegar illa gengur. Þegar hlutabréf eru til sölu af öðrum ástæðum, er oftast eldri hluthöfum áskil- inn forgangsréttur til slíkra hlutabréfakaupa. Slundum á félagið sjálft rétt til að kaupa hlulabréf í sjálfu sér, en þð aldrei meira en 10 prc. af hlulafénu nema með sér- stöku ráðherraleyfi. Hlutafélög eru persónur að lögum, sem geta átt rétt- indi og skyldur En þar sem hér er aðeins um huggerðar persónur að ræða, verða ein- hverjir mern að koma fram og starfa fyrir félagið. í þess um efnum nefna lögin hlut- hafafundi, félagsstjórn, fram kvæmdastjóra og endurskoð- endur. Hluthafafur,durinn hefur æðsta vald í málefnum félags ins, Þar ræður úrslitum afl atkvæða, nema annað sé á- Framliald á 12. síðu. £ 19- okt. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.