Alþýðublaðið - 17.11.1961, Side 13

Alþýðublaðið - 17.11.1961, Side 13
Fjórar skáld- sögur Skuggsjár SKUGGSJÁ hefur sent frá sér fjórar þýddar bækur, Lækn irinn Lúkas, Seiður hafs og ástar, Saman liggja leiðir og Allt fyrir hreinlætið. Ekki stórspjöll á vegum vestra ÞINGEYRI í gær. ÞRÍR bátar eru að búa s)!g á ve/ffar héðan og fara á veið ar bráðlega. Þetta eru stærri bátar, 60—100 tonn'a. Ei/m bátur hefur róð/ð héðan á línu síðan 20. október og fengið 6 tonn í róðri. Annað eins úrfelli hefur ekki verið hér og undanfarna daga. Fullyrða má þó, að eng in stórspjöll hafi orðið á veg um. Breiðadalsíheiði mun vera fær stærri bíium og bílar, sem fara á milli Reykjavíkur og Isafjarðar, fóru suður í fyrra- kvöld. — S.B. Læknirinn Lúkas eftir Tay- lor Caldwell, er þýdd af Ragn- heiði Hafstein, og var lesin af henni í úlvarpið. Sögusviðið er Rómaveldi á helztu dögum þess og þar eru leiddir fram þeir Tíberíus, Pontíus Pílatus og Heródes. Séra Bjarni Jónsbon, vígslubiskup, hefur ritað íjfor- mála. ! Seiður hafs og ástar er ný bók eftir Therese Charles, í þýðingu Andrésar Kristjáns-I sonar, ritstjóra. Þetta er fjórðai bókin eftir þennan vinsæla höfund, en allt eru þetta ástar- sögur. Saman liggja leiðir efttr Mar git Söderholm er sjötta bpkin á íslenzku eftir þennan. vínsæla höfund. Bókin er þýdd af.Skúla Jenssyni. Fjórða bókin er AÍlt: fyúr hreinlætið eftir Evu Ramm, í þýðingu Aðalheiðar Kjartans- dóttur. Kvikmynd hefur! verið gerð eftir þessari sögu, sem sýnd var hér fyrir skömmu við miklar vinsældir. Sagan gerist í Oslo og er bráðfyndin. Minningarorð: NJÁLL JÖNSSON FJARST er það mér allra orða, að upphefja hér harma tölur, er ég skrifa nokkur orð um Njál Jónsson, látinn. Bæði er það, að ég veit að honum voru slíkar tölur eigi þekkar, ékki mun heldur eftirlifandi ástvinum hans neinn greiði gerður með því. Þá skuld, sem allir munu að endingu gjalda, hefur hann æðrulaust goldið og fánýt orð geta engum gefið neitt aft- ur, en slíkur persónuleiki var Njáll, að minning hans mun verða óbrotgjörn Njáll Jónsson var fæddur í Súðavík 16. júní 1907, son- ur þeirra merkishjóna Jóns Jónssonar útgerðarmanns og kaupmanns, og Margrétar Bjarnadóltur. í Súðavík dvaldist Njáll til manndómsára. Eftirlifandi konu sinni, Ásdísi Friðbertsdóttur frá Súgandafirði kvæntist hann 28. maí 1939. Þau reistu bú í Minni- Hattardal í Álftafirði og bjuggu þar nokkur ár, unz þau fluttu að Suðureyri í Súgandafirði, þar sem Njáll átti síðan heimili til æviloka. Börn þerra hjóna eru fimm og eru öll á lífi. Eftir að Njáll fluttist til Súgandafjarðar, stundaði hann jöfnum höndum bú- skap, sjómennsku og ýmsa landvinnu. Að öllum störfum gekk hann af atorku og hlífði sér hvergi. Njáll var hagur maður og smíðaði meðal annars mörg vélbátalíkön, sem þóttu hafa verið með ólíkindum vel gerð. Hann hafði stórbrotna lund og gat verið óvæginn, en hann hafði engu að síð- ur viðkvæmt og stórt hjarta,! sem gerði hann jafnan örugg an taismann þess, sem hann taldi fótum troðið og vanmet ið. Njáli var löngum þjóð-j málabarálta stjórnmálaflokk1 anna hugleikin og skipaði sér óhvikull þar í sveit, er hann taldi réttast vera. Hann var mælskur og manna ein- beittastur og skotharðastur á málfundum, ef honum þótti við þurfa. Ekkert var Njáli fjær skapi en öil sýndar og gervi mennska. Hann var ætfð heill og hreinn og ófeiminn við að sýna fyrirlitningu sína á mönnum og málefnum,, teldi hann réttu máli hallað. Að mörgu stendur hann mér í minni, sem víkingur, kjarnménni, sem fór sínar eigln leiðir, án tillits til vin- sælda og viðhlægjenda, en um leið innilega viðkvæmur og hlýr í hópi þeirra, sem stóðu honum hjarta næst. Slíkum persónuleika gleymir maður ekki. II.E. I Minningarorð: SIGURJÓN JÓHANNSSON í DAG verður til moldar bor inn Sigurjón Jóhannsson söðlasmiður, Kirkjuvegi 18, JHafnarfirði. Hann andaðist 11. nóvember sl. á Elli- og ihjúkrunarheimilinu Sólvangi eft-r stutta legu, en þangað var hann nýfluttur ásamt eftirlifandi konu sinni, Þóru Gísladóttur, þar sem þau voru búin að koma sér vel fyrir, ein í stofu, heilsa og kraftar voru mjög þrotnir hjá ibáðum. Sigurjón var lengi búinn að þjást af erfið um sjúkdómi, sem hann þó bar með ró og stillingu. Sig- urjón var fæddur í Skálm- 'holti í Árnessýslu 30. jan. 1880. Strax upp úr fermingu réðst hann til náms í söðla- smíði hjá Lénharði söðla- smið á Stokkseyri og tók þar próf að nám; loknu, þá flutt ist hann til Reykjavíkur og réðist til Samúels Óíafsson- 'ar söðlasmiðs- hjá honum vann hann á veturna, en var til sjós á sumrum og þá oft- ast matsve'nn. Um það leyti er hann fluttist til Reykja- víkur kvænt;st hann Mar- gréti Þorleifsdóttur, þau áttu 1 son, Margeir stórkaupmann ibúsettan í ReykjiaVík, hamn er kvæntur Laufeyju Xngólfs dóttur. Sambúð þeirra Sigurjóns og Margrétar varð stutt, því hann missti hama eftir 1 ár. Margeir sonur beirra var þá tekinn t:l fósturs af föður- bróður s>nnm Guðjóni Jó- harmssyni og ólst hann þar upp. Þá kvæntist Sigurjón Auð björgu Magnúsdóttur. Þau áttu 1 son, Hannes Sigur- jónscon húsgagnabólstrara, kvongaður Ingveldi Ólafsdótt ur. Þá dregur nú ský fyrir sólu hjá Sigurjóni, því þessa konu missir h,ann einnig eft ir stutta sambúð, aðeins 4 ár er hún lézt af barnsförum ásamt dóttur. Sigurjón fluttist til Hafn- arfjarðar 1920 með son sinn Hanne's og kvæntist þá í 3. sjinn eftirlifandi konu sinni, Þóru Gísladóttur. Þeim varð engra barna auðið, en tóku fósturbarn, Bergþóru Þorvalds dóttur á fyrsta ári. Hún er gift Ólafj Jóhannessyni verzlun.armanni. Þá er Sigurjón var fluttur til Hafnarfjarða, stofnaði hann eigið verkstæði með söðlasmíði og þá jafnhliða vísj að húsgagnabólsrun, sem þá var á byrjunarstigi hér á landi, og lög um iðju og iðnað voru lögfest 1928, þá öðlaðist hann meistara- réttindi í húsgagnabólstrun. Vinnustofu sína rak hann þar til sonur hans Hannes að afloknu námi tók við þeim hluta vinnustofunnar, er snerti húsgagna'bólstrun, en söðlasmíði oS ýmis konar leð urvinmu o. fl. stundaði hann þá er heilsan leyfði, þar til að hann flutti á Sólvang, og það get ég sagt að þar lofaði verkið meistarann, hann var mjög samvizkusamur og sér- stakt prúðmenni í viðskipt- um og dæmi ég þar af eigin raun. Þá er Iðnaðarmanna- félagið í Hafnarfirði var stofnað var hann einn af stofnendum þess og ætíð góður, virkur félagi þess. Hann var kjörinn heiðursfé- lagi í því 14. nóv. 1953 á 25 árn afmæli félagsins. Sigurjón Jóhannsson v.ar ekki alltaf sólarmegin í líf- inu eins og áður hefur verið skýrt frá, og nú skal greina: Foreldrar hans voru í hús- mennsku er hann fæddist. Nokkru eftir fæðingu hans hófu þau búskap á jörð efst í Landssveit (hef ekki nafnið), sem eydd:st af sandfoki á fá um árum etir að þau fluttu þangað 0g lá þá ekki annað fyrir fátækum 'hjónum með. barrahóp, Sem alls urðu 12, en taka upp heimilið, og þá hlutskipt; barnanna að alast upp á sveit, sem varð hlut- skipti Sigurjóns. Það var oft þröngt í búi fyrir og um alda móltim og ekki ætíð hugsað sem skyldi um þarfir þurfa- lrnga, bara að þeir héldu líf tórunni. Það kom oft fyrir er við Siv-x’‘jón áttum tal sam an að ihann minmtist á Sin ibernskuár og bar þau sam- an við nótímanin eftir 1920. Þá er jafnaðarstefnan fór að ryðja sér t:l rúms hér á landi, gerðist hann einlægur Stuðningsmaður hennar og var það til dauðadags. Hann fylgdist vel með öllum að- gerðum, er hnigu í þá átt að Ibæta kjör lítilmagnans og Ihann hefur ábyggilega glaðst af hjarta er sveitarflutningar voru afnumdir hér á landi. Öll él birtir upp um Síð>r og svo fór fyrir Sigurjóni, hann sá syni sína og fóstur- dóttur alast upp og verða góða og nýta þjóðfélags- þegna, hann lifði lengi í ást ríku hjónabandi með eftirlif ,andi konu sinni og starfaði um lamgt árabil við hlið yngri sonar síns og fóstur- dóttur og maka þeirra, sem oft var sem eitt heimiii, enda búið lengst af í sama húsi. Sigurjón var ei.nlægur trú maður og sótti vel kirkju ;sína og tók ætíð þátt í söng guðsþjónustu, enda mjög músíkelskur. Hann var algjör bindindismaður bæði á víni og tóbak. Hann var vinamarg ur og vinafastur, enda gott þau hjón heim að sækja. Þér Þóra og öðrum að- stande.ndum votta ég inni- lega samúð mína. Við iðnaðar menn þökkum þér Sigurjón góða viðkynni.ngu, og ég langa góða vináttu. Guð blessi minningu þína. Þóroddur Iíre/nsson. Ársritið Hlín MÉR finnst ástæða tH þess að benda hugsandi og fróð- leiksfúsum mö.nnum og kon um, og þó einkum konum, á ársritið Hlín, sem Halldóra Bjarnadóttir á Blönduósi gef ur út. — 39. árgangur er nýlega komimn í bókabúðir og til áskrifenda, að vanda fjölbreyttur að efni og stór- fróðleg bók, sem á fullt er- indi til allra. í heftinú er fjöldi minmingargreina um látn.ar merkiskonur ásamt myndum af þeim. Ritið flyt- ur yfirleitt stúttar og gagn- orðar greinar, án óþarfa mælgi, en þó raunar ótrúlega mikið sagt í fáum orðum. Ritstjórinn, Halldóra Bjama dóttir, hefur óvenjulega gott lag á því, að koma hugsun- um s>num á framfæri í stuttu máli og því er það ótrúlega margt um menn og málefni, sem henni tekst að koma á framfæri í ekki stærri bók en Hlín er. í ritinu er í rauninni ekki neitt, sem ekki er til menningarauka og fróðleiks að lesa og hefur svo jafnan verið. Ég vildi með þessum orðum aðeins benda á þetta rit, einkum konum, í öllu bóka- og tímaritaflóð- inu, sem fyllir bókabúðirnar. Hlín geymir ótrúlega margt athyglisvert og sem ekki má gleymast. Þakka ber Hall- dóru fyrir alþekktan dugnað að tína saman fróðleik og fyrir góðar hugvekjur uní menningu og menntun, sem hún miðlar þjóðini árlega í Hlín. Ættu sem flestir að lesa þetta rit. Þorsteinn Jónsson. Alþýðublaðið — 17. nóv. 1961 J3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.