Alþýðublaðið - 17.11.1961, Síða 14

Alþýðublaðið - 17.11.1961, Síða 14
föstudcigúr í BLYSAVARÐSTOFAX er opin allan sólarhringinn Læknavörður fyrir vitjanir er á sama stað kl. 8—18. Bókasafn Kópkvogs: Utlán þriðjudaga og fimmtu daga í báðum skólunum. — Fyrir börn kl 6—7.30. Fyrir fullorðna ki. 8.30—10. Bókaverðir AFMÆLI: - Jórunn Halidórs. 'dóttir frá Bringu er 70 ára í dag. Hún er í dag stödd að Gnoðavogi 28, Rvk. Skipaútgerg ríkisins: Hekia er í Rvk. Esja er í Rvk. — Herjólfur fer frá Hornafirði í dag til Vestmannaeyja og Rvk. Þyrill er á Norðurlandshöfn- um. Skjaldbreið er á Vest- fjörðum á suðurleið. KVENFÉL BYLGJAN heldur bazar, þriðjudaginn 5. des. Félagskonur eru vinsam- lega beðn^r að koma gjöf- um til bazarnefndarinnar. KVENFÉLAG Hallgríms- kirkju heldur bazar, þriðju daginn 5. des. n. k. í Góð- templarahúsinu (uppl). — Gjafir frá félagskonum og . öðrum velunnurum Hall- grímskirkju vel þegnar. — Gjöfum veita þakksamleyga móttöku; Aðalheiður Þorl , kelsdóttir, Laugavegi 36, Petra Aradótt r, Vífilsgötu 21 og Guðrún Fr. Rýden, Blönduhlíð 10. S. G. T. - félagsvist verður í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 9. FRÁ GUÐSPEKIFÉLAGINU — Fundur v Reykjavíkur- . stúkunni x kvöld kl. 8,30. Fundarefni: Sigvaldi Hjálm arsson flytur fyrirlestur: í leit að andlegum sannle ka. Hljómlist. Kaffidrykkja. FRÉTTATILKNNING frá skrifstofu aðalræðismanns Kanada: E ns og s. 1. vetur, verða filmur um aliskonar efni lánaðar til félaga, skóla og félagasamtaka. — Nokkrar nýjar filmur hafa bætzt við safnið. — Skrif- stofan, Suðurlandsbraut 4, s nnir beiðnum um filmu- lán kl. 9—10,30 daglega. Sími 38100. Samúðarspjöld minn’ngar- sjóðs Sigurðar Eiríkssonar og Sigríðar Halldórsdóttur fást afgreidd í Bókabúð Æskunnar. Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasg. og Kmh kl. 08,30 í dag. Væntan leg aftur til R- víkur kl. 16,10 á morgun. — Gullfaxi fer til Oslo, Kmh 3g Hamborgar kl. 08,30 í fyrramálið. — Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir) Fagurhólsmýrar, Horna- fjaðar, Kirkjubæjarklaust- urs og Vestmannaeyja — Á morgun er áætlað að fljúga lil Akureyrar (2 ferðir), Eg- ilsstaða, Húsavíkur, Ísaíjarð- ar, Sauðárkóks og Vestm,- eyja. Loftle ðir h.f.: Föstudaginn 17. nóv. er Leifur Eiríksson væntanleg- ur frá New York kl. 05,30, fer til Luxemburg k[ 07,00. Er væntanlegur til baka kl. 23,00 Og fer til New York kl. 00,30. ÞorfinHur karls- efn; er væntanlegur frá Ham borg, Kmh, Gautaborg og Oslo kl. 22,00 fer til New York kl. 23,30. KVENNADEILD Slysavarna- félagsins í Reykjavik þakk ar öllum þeim, sem veittu aðstoð og hjálp við hluta- veltu félagsins s. 1. sunnu- dag. E nnig öllum þeim, sem studdu starfsemi félags ins með gjöfum og kaup- um muna. Föstudagur 17. nóvembcr: 13,25 „V.ð vinn una“: Tónlpikar 17,40 Framburð arkennsla í esp- eranto og spænsku. 18,00 ,,Þá riðu hetjur um héruð“; Guð mundur M. Þor. láksson talar um Gretti sterka Ásmundar- son. 20,00 Daglegt mál — (Bjarni Einarss. cand. mag.). 20,05 Efst á baugi (Björn Jó hannsson og Tómas Karlss.). 20,35 Fræg r söngvarar< IV. Elisabeth Schumann syngur. 21,00 Upplestur: Snorri Sig- fússon fyrrum námsstjóri les Ijóð. 21,10 Gestir í útvarps- sal: Elisabeth Haraldsdóttir Sigurðsson leikur á píanó. — 21,30 Útvarpssagan: „Gyðj- an og uxinn“ eftir Kristmann Guðmundsson; 27. lestur — (Höfundur les). 22 10 Um f skinn (Thorolf Smith frétta maður). 22,30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist. — 23,15 Dagskrárlok. Orgel- tónleikar ORGELIÐ er voldugt hljóð- færi og hljómar oft líkar hljóm sveit en einu hljóðfæri. Það hef ur verið lítið um orgeltónle ka upp á síðkastið og er það mik- il breyting frá þeim tíma er ég var að fæðast, þegar mér er sagt, að orgeltónle kar hafi verið einu tónleikar, sem um var að ræða. Aðsóknin að org- eltónleikum Ragnars Björns- sonar í Dómkirkjunni í gær- kvöld; virðist benda til, að ,,tradisjónin“ sé því scm næst liðin undir lok og er það illa farið. Ragnar lék verk eftir Pál ísólfsson, Introdukt ou og Passacaglíu, ágætlega Franz Liszt, tilbrigði, sem mér gazt einna sízt að á efnisskránni, Max Reger, fantasíu og íúgu, sem er m kið virtúósastykki og virðist Ragnar skila því með miklli prýði, og loks lék Ragn ar Toccötu eftir Henr. Mulet, mjög vel. Þetta voru mjög á- nægjulegir tónleikar og leikur Ragnars að mínu vit; ágætur. __________ G.G. Sýna... Framahld af 5. síðu verksmiðjum verða nú sýnd heimilistæki, og þá sérstaklega ýms stærri rafmagnstæki í eld hús eins og t. d. mjög glæsileg ur bakaraofn, sem hægt er að steikja í á teini er snýr steik- inni. Þessi ofn er mjög full- kominn með alls konar hita- og tímastillingum. Einnig eru lil sýnis samstæðar eldunarhellur, sem eru felldar inn í eldhús- borð Þá er til sýnis nýtt tæki, sem ugglaust mun vekja athygli. Er þetta gólfþvottavél, sem er sett í samband við ryksugu. Vélin þvær og þurrkar mjög vand- lega. Þá er sýnt vöflujárn, sem jafnframt er glóðarsteikingar- áhald. Ýmsar gerðir eru og af ísskápum og þvottavélum. Eins og fyrr segir, eru þarna til sýnis vegg- og loftlampar, en þeir eru frá hinu þekkta fyrir- tæki Louis Poulsen & Co. í Kaupmannahöfn. Lamparnir eru leiknaðir af hinum þekktu arkitektum Poul Henningsen og Arne Jacobsen. Reynt verður í framtíðinni að sýna sem fjölbreyttastar vörur í glugga þessum, og er af mörgu að taka, þar sem verk- sm!ðjurnar framleiða gifurlegt magn af allskonar heimilis- tækjum Kaffisala á sunnudaginn KIRKJUNEFND kvenna Dóm kirkjunnar í Reykjavík efnia- til kaffisölu í Sjálfstæðishús nu á sunnudaginn kemur, 19. nóv- ember, til styrktar fyrir starf- semi sína. Kaffisalan hefst kl. 14,30. Samsöngur Karla- kórs Keflavíkur FÖSTUDAGINN 17. nóv. 1961 inun Karlakór Keflavíkur halda samsöng í Nýja Bíó í Keflavík. Kórinn hóf starf sitt, að venju, í byrjun októ- bermánaðar, og hefur æft af kappi síðan, til undirbúnings þessa samsöngs. Kórinn hefur á undanförnum árum haldið samsöngva sína eingöngu að vorinu, og við sívaxandi vin- sældir. Hafa því oft heyrst radd ir um, að æskilegt væri að kór- inn léti til sín beyra oftar, og þá helzt að haustinu. Vill kór- inn nú reyna að koma til móts við þær óskir velunnara sinna, og mun á samsöng þessum flytja bæði ný lög og lög, sem hann hefur flutt á undanförn- um árum. Söngskrá kórsins að þessu sinni verður afar fjölbreytt, og koma fram sem einsöngvarar Böðvar Pálsson, Guðjón Hjör- leifsson og Sverrir Olsen, auk þess mun Hjálmar Kjartansson syngja með kórnum tvö lög, úr óperunum Kátu konurnar frá Windsor, eftir Nicolai, og Töfra flautunni eftir Mozart. Hjálm- ar Kjartansson mun og syngja tvær aríur úr óperum eftir Verdi. Píanóundirleik annast Ragn- heiður Skúladóttir, en stjórn- andi er, sem fyrr, Herberl Hri- berscheck, sem hefur á ekki lengri tíma tekizt að lálá Karla kór Keflavíkur hasla sér völl meðal beztu kóra landsins. Sú nýbreytni verður upp tekin nú, að kórinn mun halda samsöng þennan sama dag kl. 5 e. h., og er hann ætlaður æskufólki Keflavíkur. Hefur öllum nemendum Gagnfræða- skóla Keflavíkur svo og nem- endum úr efstu bekkjardeild um Barnaskóla Keflavíkur ver ið boðið á þann samsöng. Er ætlun kórfélaga að leggja þann ig sinn skerf til æskulýðsmála bæjarins, reyna að vekja áhuga æskunnar á fögrum söng og tónlist. Eiga þeir vissulega miklar þakkir skildar fyrir þetta framlag sitt, og er ekki að efa að bæjarbúar munu sýna að þeir kunni að nota slíkt, og fjölmenni því til sam- söngs þeirra kl. 20.30 annað kvöld. Fagna auknu verzlunarfrelsi I r ramhald af 5. síðu. , Kaupmenn telja, að verzlun- in verði fyrir verulegri e gna- 1 skerðingu vegna þeirra vöru- i kom st ekki hjá að selja á verði Jbirgða, sem hún á óseldar og sem er sambærilegt við þá lækk un verðlagsgrundvallarins, sem af aðflutningsgjaldalækkuninni leið r. Hins vegar fagnar hún stefnunni, sem lækkunin mark- ar í verzlunarmálum, svo og auknu frelsi í innflutningnum. Hvorf tveggja hljóti, að le ða til meiri hagsaéldar fyrr neytend- ur, en af henni leiðir aftur aukna neyzlu og meiri verzlun, en á henni byggist hagur verzl- unarinnar. Verzlunin geri sér grein fyr r því, að árangur þess ara aðgerða sé að miklu leyti undir viðbrögðum hennar kom- inn, en í sumar var henni sýnt það traust að ákveða sölulaun sín sjálf á nokkrum hluta varn- ngs, er hún annast dreifingu á, og hsfði hún ekki brugðizt því trausti, og sé staðráðin í að halda á þessum málum af sann- girni. Hafnargöldin Framhald af 5. síðu. gjald) er ætlunin að taka upp það fyrirkomulag, að gjaldið verði miðað við brúttólesta- stærð skipsins en ekki nettó- stærð eins og hingað til. Þetta þýðir svo mikla hækkun, að lækka verður verulega eining- argjaldið. Áætlað er, að hin nýja gjald- skrá fyrir skipagjöldd veiti hafnarsjóði miUjón króna aukn ingu f tekjur á ári og hækkun vörugjaldsins 3 milljónir, eða 4 milljónir saman lagt. Sonur minn ÁGÚST ÓLAFSSON andaðist að he.'mili sínu, Grettisgötu 61. 15. þ. m. Fyrir hönd vandamanna Hreiðarsína Hreiðarsdóttir. Innilegt þakklæti til allra er heiðrað hafa minningu GUÐJÓNS ÍVARSSONAR Ásvallagötu 57. Guðbjörg Eymundsdóttir. 14 17. nóv. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.