Alþýðublaðið - 17.12.1961, Side 15

Alþýðublaðið - 17.12.1961, Side 15
ÁST HJIÍ KRUNAR- KONUNN H n Eftir Aíi Isabel Cabot Minnispeningar Jóns Sigurðssonar — Syl hefur spilað fjár- hættuspil. Hún er búin að selja flesta skartgripi sína. — Jafnvel sarírhringinn, sem Hal gaf henni, sagði Phil. Eleanor minntist skartgrip- anna, sem höfðu horfið á svo grunsamlegan hátt daginn eftir að hún sagði Phil frá fjársjóðum Jessie. — Sylvia elskar Jessie. Hún myndi aldrei ræna henni, sagði Eleanor. — Eg var að enda við að segja þér, að hana skortir peninga, sagði Phil. — Af hverju tók hún Jes- sie? Kom henni til hugar að hún fengi peninga á þann hátt ? spurði herra Tyler. — Þið þekkið ekki Syl. — Henni er sama um allt, ef hún aðeins fær peninga. Hún sagði mér, að Jessie myndi henda eitthvað illt, ef ég hjálp aði henni ekki, sagði Phil. — Við skulum gera út um þetta í eitt skipti fyrir öll, — sagði þá herra Tyler. Eg hringdi sjálfur til Hal. Þau sögðu ekki orð fyrr en herra Tyler kom inn aftur. — Hann leit ekki á þau fyrr en hann var búinn að fá sér koníaksstaup. Hann drakk það í einum teig. — Sylvia er horfin. Hún hefur ekki sést síðan snemma í dag, sagði hann. Hall óttast að hún — fari sér að voða. Hún hefur ekki verið sjálfri sér l>k í hálfan mánuð. — Þetta sagði ég ykkur, sagði Phil sigri hrósandi. — Getum við ekki látið aug lýsa eftir Jessie í utvarpinu? bað Eleanor Grant. Grant leit á frænda sinn. Það myndi ekki gera neitt til, sagði hann. 'Við getum fengið upplýsingar með því móti þó Sylvia hafi tekið hana. „Húsbóndinn“ samþykkti þetta og Granl fór að hringja. Eftir tuttugu mínútur mátti heyra lilkynninguna í útvarp- inu. Þar voru allir þeir, sem séð hefðu litla telpu sam- kvæmt iýsingu sem kom af Jessie beðnir um að tilkynna ríkislögreglunni eða herra Tyler það. Klukkutíma síðar var hringt dyrabjöllunni og það var hringt látlaust unz Mam- ie svaraði. Hún talaði ákaft Kosta kr. 750.00 — Fást í 'bönkum, Pósthúsinu og hjá ríkisféhirði Tilvalin jólagjöf. Sjálfsagt á jólahorðið ,,í skég:nn bak við húsið. við þann, sem kom. - — Ég fer inn, sagði kónu- rödd og augnabliki seinna kom Sylvia Howard þjótandi inn um dyrnar að bókaher- berginu. — Hvar er hún? sagði Syl- via. Hvað hefur komið fyrir barnið mitt. Augu hennar voru brjálæðisleg. Hún léit á Phil. — Þú, svo þú sjálf ert kom in heim. Eg mátti vita að þú værir hér. Þá skil ég allt. — Sylvia réðist að Phil og„ gróf neglur sínar í handlegg hans. Hvar er hún? Hvað hefurðu gert v:ð Jessie? Sylvia veinaði móðursýkis- lega, þegar Grant togaði hana frá Phil sem strauk ó- styrkri hönd yfir úfið hár sitt. — Þetta er leikaraskápur í lagi, Sylvia, sagði Phil. Lög- í’eglan spyr þig án efa sömu spurningar. Það er ekkk til neins að leika hlutverk sórg- mædda vinsins. Eg sagði „Hús bóndanum“ hvernig þú hpfðir haft út úr mér peninga og hótað að ræna Jessie þegar ég neitaði að láia þig fá meira.“ ,,Bað ég ÞIG um peninga? Sylvia hætti umsvifalaust að gráta. Eg vissi að þú varst ómenni, en ég veit fyrst núna hvílíkt ómenni þú ert. Skyndilega var Sylvia mjög þreyluleg. Hún settist niður. Kitty gekk til Eleanor og hvíslaði að henni: Mér líður alltaf vel, þegar eitthvað.' er að ske, en þér? Mig dreymdi aldrei um það, þegar ég sá Jessie í dag, að hún myndi hverfa. — Talaðirðu við hann? spurði Eelanor utan við sig. — Fáein orð. Þú vóizt hvernig Jessie er. Hún þ|gir aldrei. — Hvað sagði hún? spúrði Eleanor og fékk nú áhuga fyr ir samræðunum. — Hvernig ætti ég að vita það? Eg sagði henni að snáfaj burt. | Kitty ætlaði að ganga á, brott en Eleanor kom í veg fyrir það. Það hlustaði eng-j inn í herberginu á samtal þeirra. — Skildir þú hliðið eftir opið? spurði Eleanor. — Heyrðu nú Ellie. .. Þú ætlar þó ekki að kenna mér um hvarf Jessie. — Skildir þú hliðið eftir opið? •— Það held ég ekki. — En þú ert ekki viss? — Reyndu að láta mig í friði. Jessie kom til mín um leið og við Earl komum að hliðinu. Eg talaði dálitla stund við hann og hún lá á gægjum á hliðinu eins og hver annar púki. Eg var gargandi vond, þegar ég fór inn um hliðið. Eg er viss um að ég skellti því á eftir mér. Eleanor minntist vel hve þungt var og hún vissi að það þurfti að toga fast í það til að það skylli í lás. — Sagðirðu eitthvað and- styggilegt við hana? spurði Eleanor og henni tókst að virðast róleg. „Það getur vel verið. Earl ók af stað, án þess að bjóða mér út aftur, af því hann get ur ekki þolað að horft sé á | hann. Hvað heldur þú þér finndist? Eg sagði fáein vel | valin orð við hana. Hún sagð-1 ist ekki þurfa að gráta því hún ætti „óskarunn." Eleanor fölnaði. Hún gekk j frá Kitty og til Grants. „Ég held að ég viti hvert Jessie fór. Við skulum vona að ekk ert hafi komið fyrir hana,“ hvíslaði hún. Meðan Grant hlustaði á sögu hennar fölnaði hann Uka. „Við megum engan tíma missa,“ sagði hann. „Eleanor helduir að hún viti hvert Jes sie hefur farið.“ „Hvert?“ spurði herra Tyl er. Ég fer þangað núna.“ „Ég fer líka,“ sagði Syl- via. DÆLDAÐIR Nokkrir Electrolux-kæliskápar, sem dældazt hafa ftutningum til landsins, verða seldir með AFSLÆTTI Sænskt hugvit. Sænskt stál. Sænsk vinna. Electrolux-umboðið. Hafið samband við Electrolux-umboðið sem fyrst, ef þér viljið kynna yður nánar ástand og verð skápanna. hitun? Laugavegi 176. Alþýðublaðið — 17. de$. 1961 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.