Alþýðublaðið - 30.12.1961, Síða 8

Alþýðublaðið - 30.12.1961, Síða 8
SKÁLDIÐ Aksel Sande- mose, einn af ágætustu rit höfundum Norðmanna kom nýlega í heimsókn til Kaupmannahafnar og eins og að líkum lætur voru blöðin ekki sein á sér að ná sambandi við hann og reyna að tappa af honum einhverja vizku lesendum sínum til útumsleikjan- legs fagnaðar, því maður- inn er sko frægur og hvert orð, sem fram gengur af munni slíkra manna er lífselexír venjulegu fólki, sem ekkert hefur sér til ágætis annað en vissan meðtækilegleik þeirra andans spekúlanta, sem þeir telja að skáldin geti látið út ganga eins og spenvolga nýmjólk, sem renni ljúflega niður kverk- arnar hverjum sem hafa vill til andlegrar heilsu- bótar. Nú reynist það oft svo, að skáldamjólkin rennur ekki alltaf jafn Ijúflega niður og fjöldinn vill gjarnan álíta og snilling- arnir eru álíka dauðlegir og annað fólk og einnig á- líka dauflegir, þrátt fyrir góðar tilraunir blaða- mannanna til að klæða orð þeirra í rósrauðan bún- ing. Aksel Sandemose er þó einn þeirra, sem veldur minnstum vonbrigðum og því ekki úr vegi að lofa ís- lenzkum lesendum að hlýða á hann um stund. — Blaðamaðurinn, sem sam- talið á við hann, er hinn frægi Ninka frá Politiken. Það er eins og að sitja í stofu með sjálfum þjóð- söng Noregs, hrukkóttur og veðurbitinn er hann kom- inn um haf, og við elsk- um hann eins og hann er, en verður um leið hálf þvingaður af þungbúnu augnaráðinu, sem leiftrar á móti okkur í kaffihúsinu. Þetta andlit er drama- tískt langar djúpar hrukk- ur, flóttamenn, sem ganga aftur og aftur þvert á spor sín. Auðvitað varð þessi villimaður að brjóta sér leið út úr danska skjaldar- merkinu og verða norskari en sjálf þjóðarsálin. Það eru þrjózkulegir drættir í andlitinu, kaldhæðnin hvíl- ir í munnvikjunum, bros- ið er tvírætt. Undir þung- um augnalokunum ljóma ennþá augu uppreisnar- mannsins, skörp og spotsk. Hann sér varúlfinn í okkur öllum, hann getur látið múrana kringum okkar einka Jeríkó skjálfa, — og gert teið hálfvolgt í munni okkar. Ristaða fransk- brauðið fellur niður á disk inn eins og sag. Þegar maður er í návist Aksel Sandemose á maður að drekka snaps en ekki sitja og sötra tevatn. Það kemur fyrir stöku sinnum að hann brosir og hann virðist gera það með ánægju, en brosið er stór- karlalegt mefisto-bros. — Hann þekkir morðingjann og draummanninn í hverju okkar. Hann veit of mikið um lífið til að geta brosað léttilega og af einlægri gleði. — Hvers vegna eruð þér í Kaupmannahöfn núna? „Til by jeg kommer for at drikke, for andet kommer jeg der ikke.“ Annars mun það vera tilfellið, að innan skamms kemur út eftir mig bók hjá Schönberg, „Brúðkaup Fe- liciu.“ Eg var með aðra bók á prjónunum, „Infer- no,“ en þessi þrengdi sér einhvern veginn þar inn á mili. Eg get ómögulega gert yður þann greiða að endursegja efni bókarinn- ar, það geta aðeins þessir rithöfundar sem semja bækur sínar í skrifstofu- tímanum. — Hvenær skrifið þér bækur yðar? — Þá held ég, að við sé um komnir að spurning- unni um það, hvort vinna skálds verði að vera í stöðugum tengslum. Eg álít að svo þurfi að vera og það í beinum skilningi: Eg v'nn þangað til ég sofna út af og sef svo í stólnum. Mér líður aðeins vel, þeg- ar ég er að vinna. Þá líður mér l:ka einstaklega vel. Eg hef aldrei skrifað orð undir áhrifum áfengis eða í æsingi, að minnsta kosti ekki neitt, sem séð hefur dagsins ljós. — Mikið, já, en samt sem áður vinn ég mjög hægt. Eg var að reikna það út um daginn, að neð anmálsgrein í Politiken tek ur mig allt að því þrjár vikur. En ég er hamingjusamur maður, því að ég hef fund- ið mína réttu hillu í líf- inu. — Hafið þér orðið frir nokkru mótlæti í Noregi vegna hins danska upp- runa yðar? — Nei, þvert á móti, ég fæ heiðurslaun frá norska ríkinu, ég get ekki kvartað yfir neinu. Og Norégur er og verður mitt land. Þegar einhver misklíð rís milli okkar í rithöfundasamband' inu í Osló, þá gerum við út um hana á klósettinu, og þjónaliðið sér um klappið. Eg hef aldrei ver- ið á nokkrum fundi í norska rithöfundasam- bandinu, þar sem ekki hafa verið slagsmál. — Eru þar alltaf sömu svörtu sauðirnir að verki? — Nei, hvernig getið þér látið yður detta það í hug, það er dregið um það. Nor- egur er inndælt land, þó að ræturnar séu ekki vel sam grónar ennþá, lítið til dæm- is á stríðið um tungumálið. Það verður ekki hægt að ganga fram hjá þeirri stað reynd, að Gyðingarnir hafa verið súrdeigið í menningu Evrópu. Eg hef oft verið að hugsa um hvort allar of- sóknirnar e'gi ekki rætur s'nar að rekja til þess. En Norðmenn eru ung þjóð, — hefði landið haft svo sem hálfa aðra milljón íbúa — hefði það getað orðið hættulegt mannkyninu. Hugsum okkur Björn- stjerne Björnson. Ef hann hefði verig fæddur í Dan- mörku, hefði hann verið hleginn í hel. Hann hefði aMrei getað lifað lengur en til fimm ára aldurs. Hvaða maður heldur þú að hefði þorað að kalla sig Björn- stjerne í Danmörku? Nú, það var alveg eins með Knut Hamsun, þetta nafn hans stafaði af prentvillu, og hann hugsaði i örvænt- ingu, „hvernig í ósköpun- um á ég að komast vel frá þessú.“ Það var ekki um nema eitt að gera — að vera Knut Hamsun. - — Úr því að við minn- umst á Knut Hamsun, nú hafið þér enn komið til greina, sem væntanlegur Nóbelsverðlaunagjafi. — Hvernig mynduð þér taka því, ef þér fengjuð verð- launin? (Viðtalið var tekið áður en útkljáð var um Nóbels verðlaunin í ár). — Þessi verðlaun koma í raun og veru hvorki rit höfundinum né bókmennt unum við. Nóbelsverð- launin ættu að minnsta kosti að vera helmingi meiri og skiptast milli ekki færri en tólf skálda á ári. Svíar hafa verið heppnir með akaemíuna ■'ína, því að hún var sett á laggirnar af einvöldum kóngi. Áður hugsaði ég oft um hvernig Noregur og Danmork ættu eigin- lega að fara að því að eignast sína akademíu. einmitt vegna þess, að það verður að stofna hana með tilskipun valdamanna. En þegar danska akademían ’'ar stofnuð, ja, þá verð ég að játa, að þarna var lausn in fundin. Þetta dásaml. stórkostlega sjálfsálit hjá beim sem kusu sjálfa sig, bað var sannarlega ekta danskt. Hver hefði annars átt að útnefna þá? Ef Bom holt hefði gert það, hefði hann valið formann rithöf- nndasamibandsins og aðra slíka. Nei, þarn-: framdi Kampmann stórkostlegt brot á öllu því sem nefnt er lýðræði. Þar með var Gordionshn úturinn leyst- ur. Skáld er vitfirringur, rem hefur stjórn á vitfirr mgu sinni að minnsta kórtí o5 nokk’ii levti. All- ir aðrir eru ljka vitfirrtir, sn þeir vita það bara ekki sjálfir, þeir ganga um og ’oka annað fólk inni í vit- firringahælum,’ svon.a rétt Þegar tjallað er um ástina, er jboð móögun við manninn oð vilja greina milli líkama og sálar — Ég ákvað að k •úns og til að '-jálfa sig. Henr sýslaðj mest vii mennskumanninr ’s fvrirbæri vona •ekist ekki á, það 1oið-, til langvara Nei, maðurinn, sem fe ’r verulega Tugu í höfúðið: ’efnilega að klíl Fverest við n ’,'að hefu p áreiðai inn annar látið *■’! hugar. Þstt.'i var árið ég gerði það nú -r, árið 1938, og °kki köttur var % — Þér hafið i °kki orðið þess ur? — Þessi sourni ur nú ekki samb — Leggið þér m >r hugmyndaflugii —: Hugmyn skiptir öllu máli, þ gert manninn a< •erulegum mann; 3 30. des. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.