Alþýðublaðið - 05.01.1962, Síða 2
flitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og BenediM Gröndal. — Fréttastjórl:
Björgvtn Guðmundsson. — Símar: '14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
I—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á míinuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgeí-
andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson.
Heilbrigð gagnrýni
LISTIR og listflytjendur mega ekki vera án heil
forigðrar gagnrýni. Hún þarf að vera skrifuð af
þekkingu eða að minnsta kosti skiilningi á viðkom
andi efni, og leitast við að bæta og byggja upp en
; ekki eingöngu að rífa niður.
Því miður hefur slík gagnrýni verið lítil á ís
landi. Hér hafa svonefndir gagnrýnendur haft
sterka tilhneigingu til að fara öfgaleiðir, ýmist
!hlaða oflofi eða drepa með níði og svívirðingum.
Það er eftirminnilegt; hversu gersamlega tillits-
la-ust misvitrir leiklistargagnrýnendur hafa stund
um rifið niður verk, sem sarnvizkusamlega og vel
‘hafa verið .imnin. Þjóðleikhúsið hefur beðið st*Sr-
'tjón af hendi slíkra manna. Sama má segja um
löókagagnrýnendur. Sumir eru frændur og vinir
íhöfunda, til kallaðir af forleggjurum að skrifa ein
Ihliða lof. Aðrir rífa bækur niður af miður kristi-
iegum hvötum, særa og skemma að óþörfu. Enn
má nefna útvarpsgagnrýni, sem stundum er skrif-
uð af viinsemd og vilja til að veita útvarpinu að-
fnald og hvetja það til betri dagskrár. Einnig þar
er stundum reitt hæst til höggs með almennum
stóryrðum og svívirðingum um útvarpsmenn, þeg
ar þeir hafa bezt gert. Engir geta þó verið gagn-
■legri en útfvarpsgagnrýnendur, því hugmyndir
þeirra um endurbætur og nýtt efni er oft fljótlega
' íhægt að framkvæma — ef þær fyrirfinnast og eru
íramlkvæmanlegar.
í landi hifns smásálarleg’a kunningsskapar er erf
itt að koma upp heilbrigðri gagnrýni, sem vill hafa
jákvæð áhrif en ekki aðeins rífa niður. Engu að
síður er það menningarlífi þjóðarinnar nauðsyn-
: legt.
Glæsilegt íbróftamet
'VlEGNA veðurfars er íslendingum ekki síður
• íaauðsynlegt að leggja alúð við innanhússíþróttir,
sem hægt er að stunda átta m(ánuði ársins, en þá
'útileiki, sem hæst ber í sumarblíðunni. Til
skamms tíma var íþróttalíf innanhúss mjög lítið
vegna skorts á húsakynnum, og þá aðeins um fá
fimleikahús og einstaka sundhöll að ræða.
Síðustu ár hafa íþróttir eins og handknattleikur
og körfuknattleikur náð m;iklum vinsældum og
í orðið „hörkuspennandi“ keppnisíþróttir. Húsa-
fcynni hafa batnað, en enn vantar mjög tilfinnan-
tega nægilega stór hús fyrir æfilngar og kappleika.
Þrátt fyrir það er svo komið, að 900 manns taka
yfþátt í handknattleiksmeistaramóti íslands í vetur,
sem er hærri tala en í nokkru öðru íþróttamíóti
, hér. Þetta met er meira virði fyrir þjóðina og
.Æaeiri heiður fyilrr leikfólkið og samtök þess en
• icnörg önnur afrek, sem. menn og flokkar fá fyrir
‘ 'gullpeninga.
HANNÉS
Á HORNINU
Enn rætt um útvarpið.
ÍZ Góð kvöldvaka — Af
bragðs erindi.
'fc Skugga-Sveinn og Jón
Sigurbjörnsson.
H Grænn diplomat-
frakki á grasafjalli.
í Dal er í grænum diplomat
frakka á grasafjallinu og stmg-
ur það í stúf við starfið og til-
ganginn. Skugga-Sveinn hefur
nú ver.ð sýndur oft og alltaf
verið uppselt. Hann mun enn
verða sýndur leng^ við mik’a
aðsókn.
UM NÆSTU JÓIj ætti að taka
Nýársnóttina til sýninga, en
framar öllu öðru má ekki breyta
um lögin. Það rnundi fella lcik-
inn, því að músík hans er orðin
honum algerlega samgróin.
JÓHANNA skrifar; „MigTang
ar að minnasta n við þig þá
miklu fátækt sem hér er í jóia-
kortum. Sömu koriin ganga ár
eftir ár og virðast útgefeudur
ekki hafa mikið hugrnyndaflug.
Þá vil ég fara fram á það, að
hætt verði að prama á kortin
fyrir fólk. Við v ijum fá að
skrifa okkar heillaóskir siá'f".
Hannes á horninu.
☆ Fátækleg jólakort.
í GÆR gagnrýndi ég útvarps-
dagskrána og gat þess eingöngu,
sem ég fann henni til foráttu,
Áður hafðj ég get.ð um það,
sem vel hefur venð gert. Það
er magrara, og það sem miður
tekst, vekur alltaf mejri athygli.
— Á kvöldvökunni á miðv.ku-
dagskvöld voru flutt tvö prýð-
isgóð erlndi: Snorri Sigfússon
fluttj frásagn'r af. merkispresti
séra Magnúsi Einarssyni á
Tjörn og Bergsveinn Skúlason
talaði um Höskuldsey. Það var
fyrri lilutj er.ndjs han.i. Hinn
síðari mun koma á næstu kvöld
vöku.
BÆÐI þessi erindj voru ein-
mitt þann'g sem útvarpshtusi-
endur vilja heyra. Það má og
segja, að í hvert sinn, sem Berg
sveinn Skúlason kemur í út-
varpið haf; hann gott efni og
forvitnMegt. Hef ég alltaf haft
mikla ánægju af erindum hans
um Breiðafjarðareyjar og fólk-
ið, sem þar lifð; fyrrum. Þar er
byggð næstum horfin í saman-
burð; við það, sem áður var er
eyjajarlar, stórbrotnir menn og
hetjur, voru uppi. Ég vii þakka
fyrir bæði þessi erindi. 1
ÞAÐ gladdj mig er ég sá þess
getið í blaði, að Þjóðleikhúsið
'þetlatji að hafa Skuggti-Svein
fyrir jólaleikrit. En þegar ég
heyrði þess getið, að ný lög
hefðu verið samin við söngva,
varð ég hræddur um, að það
spillt; leiknum. Mér haíðt a'ilt-
af verið sagt, að músík talaði
alþjóðamál væri alþjóðamál,
og ég skildi því ekk:, hvers
vegna ný lög í leik, sem sam-
gró'nn er orðinn þjóðíífinu,
hefðu verið tekin upp. Ég
heyrð; því líka fleygr, afi Þjóð-
leikhúsið gerði þetta gamla le.'k
rit að hálfgiM-ings óperettu.
ÞESS VEGNA fór ég með
hálfum huga í leikhúsið, en ég
varð.ekk- fyrir. vonbrigðum. —
Skugga-Sveinn var eins og har.n
átti að sér. Ég held meira að
segja, að ég hafj aldrei séð sjálf
an höfuðpaurinn eiris vel le k-
Inn — og sérstaklega t’kst J.öni
Sigurbjörnssyni aö sýna bana-
grun hang betur en áður hefur
tekist Helzt má finni að því, að
» fólk er of fínt. Sigurður bcndi
Frá Sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar
Þar sem Páll Garðar Ólafsöon læknir hefur
hafið störf sem heilmilislæknir á vegum sam
lagsins, framlegnist frestur sá, er samllags-
menn hafa, til 31. janúar n.k.
Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar.
Nýjung
Til öryggis í umferðinni.
Forðizt móðu á afturrúðu bifreiðar yðar. ]
GNO MIST eru glærar þynnur, sem límdar
eru innan á rúðuna og varna því að móða
komi á hana og eykur því öryggið í umferð-
inni.
GNO MIST má einnig nota á eldhúsglugg-
ann eða spegilinn í baðherbergitnu.
GNO MIST er notað af brezku flugfélögun-
um BOAC, BEA og Irish Iríternational Air-
lines.
Leiðbeiningac á íslenzku eru í hverjum
pakka.
Fæst í flestum benzínstöðvum og bifreiða-
verzlunum.
Umboðsmenn:
G. Helgason & Melsted h.f.
££ 5. jarníar 1962 — Alþýðublaðið