Alþýðublaðið - 13.02.1962, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 13.02.1962, Qupperneq 2
ItAUtjórar: Gísll J. Ástþórsson (ób.) og Benedikt Gröndai. — Fréttastjón. fijörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu V—10. — Askriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eínt. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastj óri Sverrir Kjartansson. ■# " Meiri vinsfri stjórn I FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokksins sat á rök- stólum um síðustu helgi. Kom þar fram ánægja með þátttöku flokksins í núverandi ríkisstjórn, ekki sízt framgang ýmissa félagsmála, sem flokk urinn leggur hina mestu áherzlu á, en jafnframt var mörkuð stefna í ýmsum öðrum málum, sem úrlausnar bíða. Einn af ræðumönnum á fundinum gerði saman- burð á störfum vinstri stjórnarinnar og núverandi stjórnar, sem vakti athygli fundarmanna. Hann fcenti á að vinstri stjórninni hefði gersamlega mis tekizt að leysa efnahagsmálin, og hefði það orðið þeirri stjórn að falli, eins og frægt er orðið. Nú verandi ríkisstjórn hefur hins vegar tekið þessi mál föstum tökum, reynt nýjar leiðir og náð mikl um árangri. Efnahagur þjóðarinnar stendur nú föst um fótum og undirstaða hefur verið sköpuð fyrir ^iýja framfarasókn. j Hins vegar hefði vinstri stjórnin átt að ná mikl pm árangri á sviði félagslegra réttinda og örygg is. Slík mál hafa alltaf verið hin sönnu vinstri-mál þjóðanna. Samt sem áður liggur mjög lítið eftir vinstri stjórnina á þessu sviði. ' Öðru máli er að gegna um núverandi stjórn. Hún hefur gert mesta átak í tryggingamálum, sem gert hefur verið, síðan try"gingalögin voru sett. 'Hún hefur sett löggjöf um launajafnrétti karla og kvenna, og fengu verkakonur hluta af hækkun um síðustu áramót, sem er trappa á þeirri leið. Núver andi stjórnarflokkar hrundu kjördæmamálinu fram, en það var eitt mesta jafnréttismál, sem ’þjóðin þurfti að leysa. Þá voru á síðastliðnu ári greidd út meiri lán til íbúðabygginga en nokkru sinni fyrr, og nú er von á frumvarpi um verka- mannabústaði, þar sem það byggingakerfi verður að heita má endurvakið. Eins og sjá má af þessari' stuttu upptalningu, er augljóst, að núverandi stjórn er í rauninni miklu meiri vinstri stjórn en sjálf vinstri stjórnin var. Lög um SH l FLOKKSSTJÓRNIN gerði margar samþykktir, sem Alþýðublaðið mun birta næstu daga. Þar á imeðal var ein, sem snertir umfangsmikið dægur- fnál — deilurnar um Sölumiðstöð hraðfrystihús- ■anna. Var samþykkt, að flokkurinn beitti sér fyrir jsetningu löggjafar um sölusamtök á afurðum þjóð ferinnar, og skulu þau lög tryggja betur lýðræði. ^líkra samtaka og hagkvæman rekstur þeirra. Hér IpL landi eru lög um hlutafélög, lög um samvinnufé íög og fleira af því tagi. Virðist sjálfsagt að skapa jfastan ramma, sem samtök eins og SH starfi inn- an. Einnig var samþykkt að flokkurinn beitti sér fyrir setningu löggjafar til að fyrirbyggja einok jun og tryggja eftirlit með fyrirtækjasamsteypum. S s s S s s S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s .* /•• I B M I B M Framtíðarstarf á íslandi óskar að ráða ungan mann í náinni fram i fi U SH tíð til þess að annast viðhald og viðgerðir á IBM götunarkerfisvélum. Viðkomandi þarf að hafa staðgóða þekkingu í ensku og einu norðurlandamáli. Umsækj- andi þarf að vera reiðubúinn að gangast undir hæfnispróf og einn ig að geta farið utan til frekara náms. Skriflegar umsóknir með sem gleggstum upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf send ist fyrir 1. marz. Umsóknir skoðast sem trúnaðarmál og upplýs- ingar ekki gefnar í síma. umboðið OTTO A. MICHELSEN, Klapparstíg 25—27, Pósthólf 377. I B M § S s ) ) s S s s V s I s s s s V s s s s HANNES Á HORNINU ^ Ekkert þarf að rann- Það mun lika vera skoðun al- , mennings. saka. 'fc Verkur í banaringlu. Sjómaður skrifar um gúmmíbjörgunarbáta af gefnu tilefni. ÞAÐ eru liðnir nokkrir dagar síðan ég birti frásögnina um heldur hrottalega 'innheimtu skatts. Ég gat þess, að tollstjóri gæti hvenær, sem vær; fengið hjá mér nafn þolandans, svo að skrifstofa hans gæti athugað, hvort ekki væri rétt hermt. Eitt gat misskilist í frásögmnni, að skattþegniim skuldaði meira i skatt eða jafnmikið Og áður en strauvélin var scld, en svo er ekki. Við lögtak strauvélarinnar sem var hálfs árs gömul, og kost ar nú fimm til sex þusund krón- ur, lækkaði skatturinn um niu hundruð krónur. TOLESTJÓrUNN hefur enn ekki óskað eft'-r Því, að fá naín mannsins. Það verður að skiljast þannig, að enn sé þess ekki þörf að rannsaka þetta sérstaka mál, eða athuga bvort í raun og veru sé rétt frá sagt. Þatta tel ég mjög miður f j?rir innheimtuna og ekki vott um það, að talið sé að of iiarkalega — og klaufalega, hafi verið farið að. Það tel ég þó, meðan annað upoiýsist ekki, og J. BR. SKRIFAR: „Ekki batn. ar Birni enn banak ri ngluverkur inn. — Leikritið, sem fluf.t var í útvarpið síðastliðið iaugardags- kvöld, var langt frá því að vera í samraemi við óskir útvarps- hlustenda. Ég álít, að það hafi verið litlu betra en hið hrotta- lega leikrit Halldórs Stefánsson- ar um fávitann og morðin tvö. Hvaða sjónarmið ráða við val deiikritlanna? (Það gc<tur verið að frá listrænu sjónarmiði hafi | þetta síðasta leikrit verio sæmi- legt. Um það skal ég ekki segja. En heldur vil ég leikri.t með góðu efni, en listileg-i uppbyggt leikrit með lélegu eða hrotta- Uegu efni“. BRÉFRITARINN hittir nagl- ann á höfuðið með síðustu setn ingunni. Ég hef grun um, að þeg- ar leikrit eru valin, þá sé verið að gera einhverjar tilraunir með hlustendur. En það er dýrt spaug. SJÓMAÐUR skrifar: „Það voru þrír gúmmíbátar á Elliða. Tveir slitnuðu frá skipinu, ann- ar áður en nokkur maður komst í hann, mér liggur við að segja, sem toetur fór. og hin.i með tvo menn innanborðs. Þrigjj bátur- inn reyndist ónýtur þegar til hans átti að gvýpa. Eriendis verða skip fyrir árekslrum og I B M ýmislegt kemur fyrir í tiltölu- lega hægu veðri og sæmilegum sjó. Þar eru gúmmíbátarnir oft til bjargar. Hér íarast skip í vondum veðrum og stórsjó. Hér slitna gúmmíbátarnir frá skip- unum. j |' SKIPASKOÐUNARSTJÓRI hefur rætt þessi mál nýlega. —. Mig langar að spyrja: Hvera vegna mega línurnar ekki vera sterkarj en raun er á? Er ekki hægt að hafa þannig lagaðan út- búnað í bátunum, að hægt sé að kútta línuna með einu hand- taki og á réttu augnaibliki. Mér, er sagt, að erlendis sé það talið rétt að hafa línuna ekki sterkari en það, að hún hljóti að slitna áður en skip sekkur, þannig a3 það sé tryggt, að skip dragi bát. inn ekki niður með sér. ♦ HÉR SLITNAR tauginn áðufl en nokkur 'maður er kominn £ bátinn, og hlýtur þó að veral miklu meira átak á taug frá bát Framhald á 14. síðu. Hafnfirðingar! SPILAKVÖLD Alþýðu- flokksfélaganna í Hafnarfirði hefjast aftur fimmtudaginn 15. ebrúar. Munift að fjöl- menna. Skemmtifundur KVENFÉLAG Alþýðuflokks ins heldur skemmtifund i Silfurtunglinu nk. fimmtudag kl. 8,30 e. h. Konur eru hvattat til þess að fjölmenna og taka með sér gesti. 13. febr. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.