Alþýðublaðið - 13.02.1962, Síða 3
Þegar Elliði og Skarðsvik fórust
VARÐSKIPIÐ Óðinn kom
töluvert við sögu i sam-
bandi við sjóslysin tvö, sem
urðu nú um helgina. Alþýðu-
blaðið fékk í gær að taka upp
hluta af því, sem skráð hafði
verið í skipsbókina um at-
burðina á laugardag og á
sunnudag. Skipið lá í höfn í
Reykjavík á laugardag.
KI. 17,35 á laugardag berst
neyðarkall frá togaranum
Elliða. KI. 18,14 lagt af stað
áleiðis á slysstaðinn.
Skömmu eftir að skipið
lagði af stað, fréttist að allri
áhöfninni af Elliða hefði ver
ið bjargað um borð í Júpíter
Fór þá Óðinn ásamt fleiri
skipum að leita að gúmmí-
björgunarbátnum með mönn
unum tveim. — Er banda-
ríska leitarflugvélin hafði
fundið bátinn fór Óðinn að
honum ásamt feiri skipum.
Voru líkin tekin um borð í
Óðinn. Gúmmíbáturinn var
allur rifinn og tættur að of-
an og illa útlítandi. Hann
var fullur af sjó, en burðar-
púðarnir voru heilir. Var
stungið gat á bátinn og hon
um sökkt.
Sunnudagur:
Klukkan 14.15: Á siglingu
undir Svörtuloftum. Berst
neyðarkall frá Skarðsvík SH
205. Tilkynnt að mikill leki
sé kominn að bátnum. Stað-
arákvörðun 15.0 sjóm. V—
N—N frá Öndverðarnesi. —
Þegar Iagt af stað skipinu
til hjálpar og komið að því
klukkan 15.
Klukkan 15: Dráttartaug
komið yfir í Skarðsvík og
haldið með skipið áleiðis til
lands.
Klukkan 15,30: Stöðvað.
Skipverjar á Skarðsvík um
borð í gúmmíbjörgunarbát,
þar eð ekki var talið óhætt
að vera lengur um borð. —
Skipverjarnir fóru yfir í
vélbátinn Stapafell, sem var
rétt hjá Skarðsvík.
Klukkan 15.40: Áhöfnin
komin um borð í Stapafell.
Klukkan 15,47: Skarðsvík
leggst á hliðina.
Klukkan 15.51; Skarðsvík
sekkur. Veður: 10 vindstig,
AU—N—AU. Þegar Skarðs-
vík sökk, slitnaði dráttar
taugin.
Mátti ekki
tæpara standa
— Það mátti ekki tæpara; litlu munaði, sagði Bjarni
standa að við næðum skipverj-j Ingimarsson skipstjóri.
unum af Elliða um borð í Júpí
ter, sagði Bjarni Ingimarsson,
skipstjóri á Júpíter í viðtali
við Alþýðublaðið í gær. Elliði
var sokkinn áður en mennirn
ir voru komnir um borð hjá
okkur.
Bjarni sagði, að Júpíler
hefði verið í svo sem 50 metra
fjarlægð frá Elliða. Þegar lín
an hafði verið komin á milli!
fóru allir skipverjar í gúmmí-!
björgunarbátinn. S-ðan var lín |
an skorin frá Elliða og gúm-
björgunarbáturinn dreginn að i
Júpíter. Mun hafa tekið um
hálftíma að ná bátnum að Júpí
ter. Ef línan hefði ekki verið
skorin frá Elliða, hefði Elliði
jgetað dregið gúmmíbjörgunar [
|bátinn með sér í kaf, þegar
hann sökk. Sést af þessu hve |
Bjarnj Ingimarsson
Þegar gúmmíbáturinn loksins fannst || SA YNGSTI
EINS og kunnugt er, var
það bandarísk herflugvél af
Keflavíkurflugvelli, sem
fann gúmbjörgunarbátinn
með hinum látnu skipverj
um af Elliða Er flugvélin
kom úr leitarfluginu gat hún
ekki lent á Keflavíkurflug
velli sökum veðurs og kom
jafnvel til greina að hún
yrði að fljúga til Skotlands,
þar eð Reykjavíkurflugvöllh
ur var einnig lokaður af og
til á sunnudag
Áhöfn véíarinnar, tíu
menn, var aðfaranótt mánu
dagsins í Reykjavík og
flaug til Keflavíkur snemma
í gærmorgun. Alþýðublaðið
átti stutt viðtal í fyrrakvöld
við flugstjóra vélarinnar, Lt.
Page, en áhöfnin bjó á Hótel
Sltjaldbreið. (Sjá mynd í
Opnu).
Page, sem er mjög við-
kunnanlegur maður, 26 ára
gamall, sagði, að þeir hefðu
farið í leitarflug kl. 6,30 á
sunnudagsmorguninn. Flugu
þeir fyrst þangað, sem Elliði
hafði sokkið og fundu fyrst
tvo tóma björgunarbáta, en
skömmu seinna sáu þeir bát
inn með mönnunum og lækk
uðu þcir þá flugið niður í 100
fet. Ekki gátu þeir þó greint
hvort mennirnir voru lífs eða
liðnir. Á meðan á leitinni
stóð, voru þeir í stöðugu sam
bandi við skip og báta á
svæðinu, og tilkynntu þeg-
ar um fund bátsins.
Er þeir komu úr leitar-
fluginu, var veður svo vont
í Keflavík, að ekki var hægt
að lenda þar. Lentu þeir þá
á Re.vkjavíkurflugvelli, en
5 mínútum síðar lokaðist
flugvöllurinn. Slysavarna-
félagið bauð allri áhöfninni
í mat á Naust og rómuðu
flugmennirnir mjög allar
móttökur hér.
Áhöfn flugvélarinnar er
skipuð mjög ungum mönn-
um. Flugstjórinn er 26 ára
gamall, og hefur verið hér 3
mánuði. í viðtalinu við blað
ið, sagði liann að í þessari
ferð hefði hann komizt að
raun um hve óhemju erfitt
og áhættusamt líf íslenzku
sjómannanna sé. Að lokum
bað hann fyrir kveðjur og
þakkir t‘l allra þeirra, sem
hefðu staðið að hinum góðu
móttökum hér í Reykjavík.
Framhald af 1 síðu.
a mer og mer vippað um borð. I
Við vorum aðeins komnir í um ]
j 20 metra f jarlægð frá Elliða þeg ]
j ar hann sökk. Ég var viðbúinn j
að þurfa að synda yfjr í Júpíter]
og hafð'i hnífinn minn opinn í
vasanum til að skera utan af mér
s‘akkinn.“
,,Við fengum stórkostlegar
móttökur um borð í Júpíter, og
það var allt gert fyrjr okkuj,
sem hægt var. Ég ætla ekki strax j
I á sjóinn aftur, en e.f ég fer, þá I
I vil ég ekki fara með neinum öðr
! um en skipstjóranum mínum, i
I hcnum Kristjáni Rögnvaldsym i
Við spurðum Sigurð hvort
hann hefði aldrei orðið hræddur
jmeðan á þessu stóð Hann kvað
nei vjð, en sagðjst þó ekki vilja
i lenda í slíku aftur. Sigurður á
■ foreldra á Siglufirði og cr elztur
af fimm systkinum.
Þegar hann kom tjl Reykja
víkur seínt í fyrrakvöld, hringdi
hann strax he>m til sín. ,,Mamma
var mjög glöð begar hún heyrði
í mér og auðvPað pabbi líka“,
sae-ðj Sjgurður að lokurn.
„— Eg ætla ekki strax
á sjóinn aftur, en ef ég
fer, þá vil ég ekki fara
með neinum öðrum en
skipstjóranum mínum hon
um Kristjáni Rögnvalds
syni.“ (Sjá viðtal við yng
fsta skipbrotsmanninn ,'á
forsíðu). Myndin er af skip
stjóranum á Elliða, Kristj
áni Rögnvaldssyni, og var
tekin þegar hann fór í
land iir Júpíter í fyrrakv.
ÞAÐ hefur vakið mikla at-
liygli, að Matthías Jóhannesen
skáld og ritstjóri við Morgun-
blaðið, hefur krafið Timann
um 2000 krónu greiðslu fyrir
að birta nokkur kvæði hans í
grein. Standa um þetta deilur,
sem meðal annars snúast um
þá hlið málsins, hvort greiða
beri fyrir kvæði í vhdómum,
sv0 og hvort um~ 1 grein
hafi verið ritdómuv,
Sambærilegur a..mr5ur hef
ur gerzt áður, og kann sá að
standa í einhverju sambandi
við þetta mál Matthíasar.
Þegar floliksþing rússneskra
kommúnista stóð yfir í Moskva
Pi^l-AUNA-
MAMÐ
MATTHÍAS FYLGDI
FORDÆMI JÓHANNESAR
í fyrra, var lík Stalips flutt
i úr grafhýsi hans og Lenins og
j hann jarðaður innan um minni
I spámenn í Kreml. Þessir at-
| burðir vöktu mikla athygli hér
á landi. Að gefnu þessu tilefni
birti Morgunblaðið gamalt
kvæði eftir Jóhannes úr Kötl-
um, þar scm hann fór mjög lof
samlegum orðum um bóndann
í Kreml. Var kvæðið birt skáld
inu til háðungar, enda hafði
það fátt að segja um flutning
inn á líki Stalins eða hina
breyttu afstöðu til hans.
Jóhannes úr Kötlum var að
sjálfsögðu ekki hrifinn af þess
ari birtingu kvæðisins. Hann
tók því að ráðgast við kunn-
uga um möguleika á því að
krefja Morgunblaðið um
greiðslu fyrir að hafa birt þetta
verk hans án leyfis.
Varð niðurstaðan sú, að
hann sendi blaðinu reikning og
krafðist 2000 króna greiðslu
fyrir birtingu kvæðisins.
Morgunblaðð borgaði um-
yrðalaust.
Alþýðublaðið — 13. febr. 1962