Alþýðublaðið - 13.02.1962, Síða 10

Alþýðublaðið - 13.02.1962, Síða 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Meistaramót í körfuknattleik: Ármann vann KR 59:49 í góðum leik MEISTARAMÓT ÍSLANDS í körfuknaltleik, það 11. í xöð- inni hófst í íþróttahúsinu að Hálogalandi sl. laugardags- kvöld. Formaður KKI, Bogi Þorsteinsson setti mótið með stuttri ræðu og ræddi um vax andi áhuga æskunnar á þess um vinsæla leik, en jafnframt gat hann um ýmis vandamál, sem hið ársgamla Körfuknatt Íeikssamband ætti við að istríða. Erfiðasta vandamálið er ...fjárskorturinn eins og víða ann arsstaðar hjá Iþróttahreyfing- unni. Að ræðu Boga lokinni, hófst keppnin. ÁRMANN — ÍR 33:29 (10:13). Þetta var jafn leikur og spennandi, en ekki að sama skapi vel leikinn. ÍR-ingar tóku foryslu í upphafi leiks og héldu henni þar til í hléi, utan einu sinni er Ármenningun- um tókst að jafna — 9:9. Stað an í hálfleik var 13:10 fyrir! ÍR. Þeir voru ákveðnari en Ár menningar í fyrri hálfleik og það gerði gæfumuninn. Frá Ieik ÍR og Í8 Ármenningar voru mun betri í síðari hálfleik og ná fljótlega forystu með þrem glæsilegum körfum, en þær skoraði bezti maður liðsins, Guðmundur Ólafsson Guð- mundssonar, hins kunna kringlukastara ÍR-inga(!) áður fyrr. ÍR-ingar ná sér aftur á strik, jafna og komast yfir og síðustu mínúturnar var leik- urinn reglulega spennandi. — Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var jafnt — 28:28, en Ármenningar voru harðari á endasprettinum og unnu verð skuldaðan sigur 33 stig gegn 29. Eins og áður segir, var Guðmundur bezti maður liðs- ins, en ýmsir aðrir liðlegir leikmenn eru í liðinu. — IR—liðið er svipað að styrk- leika, en beztir þar eru Agnar Gústavsson og Sigurður Gísla- son. Töluverður munur er á iiðum þessara félaga nú eða þeim, sem léku fyrir áramót, en ýmsir snjallir leikmenn eru nú gengnir upp í mfl. svo sem Þorsteinn Hallgrímsson, Birg- ir Birgis og Guðm. Þorsteins- son. Ármann — KR 59:49 (29:20). Þessi leikur var ójafn og mun ójafnari heldur en úrslil in gefa til kynna. KR-ingar þurfa samt ekki að vera óá- nægðir með útkomuna, því að Ármannsliðið er í stöðugri framför og á köflum er leikur þess framúrskarandi með Lárus og Birgi sem beztu menn. Birgir skorar fyrstu körfuna, en Guttormur jafnar fyrir KR, Aftur ná Armenningar yfir- höndinni eftir vítakast Ingvars, en Jón Otti skorar fyrir KR Jón Þ. stekkur 9,80 m. ÍR og KFR sigruðu TVEIR leikir voru háðir í meistaramóti íslands í körfu- knattleik á sunnudagskvöld. , KFR sigraði IKF með 66 stig- 1 um gegn 39 og ÍR vann stúd- enta með 82 stigum gegn 35. ✓ <• Afmælismót ISI í badminton A sunnudag fór fram afmæl ismót ÍSf í badminton í KR- húsinu. Keppt var í tvíliðaleik karla og kvenna. Varaforseti ÍSÍ, Guðjón Einarsson, flutti setningarræðu. Til úrslita í tvíliðaleik léku Einar Jónsson og Óskar Guðmundsson og Lárus Guðmundsson og Karl Maack. Einar og Óskar sigruðu örugglega. í kvennakeppninni jsigruðu Lovísa Sigurðardóttir og Halldóra Thoroddsen þær Júlíönu Isebarn og Guðmundu Stefánsdóttur í úrslitaleikn- um. Keppnin var hin skemmti- legasta. skömmu síðar og KR-ingar hafa j ! forystu í eina skiptið í leikn; jum. Ármenningar taka leikinn; smám saman í sínar hendur og í leikhléi var staðan 29:20 fyrir Ármann. Síðari hálfleikur var jafn- ari og um tíma var eins og Ár menninga vantaði áhugann. KR ingar gáfu aldrei eftir og um tíma munaði aðeins 6 stigum, en Armenningar tóku þá sprett og er leik lauk munaði 10 stigum 59 gegn 49. í liði Ármanns voru þeir Lárus og Birgir beztir, sá fyrr nefndi er sennilega einn leikn- asti körfuknattleiksmaður okkar. Ungur piltur í liði Ár- manns, Hafsteinn Hjaltason, vakti athygli fyrir ágæta leikni og góð körfuskot. Beztir KR-ingar voru Þórir og Guttormur og liðið getur meira en það sýndi í þessum leik. Dómarar voru Helgi Jó- hannsson og Einar Ólafsson og dæmdu ágætlega. AWWWMMWWMMWMW Jén Þ. sigurs Birgir Kjaran formaður 01- ympíunefndar Á laugardaginn var kjör in framkvæmdanefnd Ol ympíunefndar íslands- — Formaður næsta Olympíu tímabil er Birgir Kjaran, varaformaður Gísli Hall- dórsson, ritari Bragi Kristjánsson, gjaldkeri Jens Guðbjörnsson og ! j fundarritari Hermann Guðmundsson. MMMMMMMMMMMMMMMV Á LAUGARDAGINN var háð afmælismót ÍSl í frjálsum íþróttum að Hálogalandi. Vara formaður Frjálsíþróttasam- bandsins, Ingi Þorsteinsson, setti mótið með ræðu, eftir að formaður afmælisnefndar, — Gísli Halldórsson hafði mælt nokkur orð. Ingi gat um hið óeigingjarna starf ISÍ og fram sýni frumherjanna og sérstak- lega gat hann um hinn mikla þátt núverandi forseta ÍSÍ, Benedikt G. Wáge. + MISTÓKST VH) 4,20 M. Keppendur voru frekar fáir í mótinu, en árangur var góður í flestum greinum. Fyrst var keppt í stangarstökki og voru k'eppendur fjórir. ValbjöTn Þor láksson sigraði með yfirburð- um, stökk yfir 4 metra í fyrstu tilraun, en mistókst við 4,20 m. í þetta sinn. Islandsmet hans innanhúss er 4,19 m. Ein til- raun hans við 4.20 m. var all- j góð. Heiðar Georgsson varð annar og Valgarður Sigurðsson þriðji, en fjórði maður, Magn- ús Jakobsson stökk 3,30 m. og hefur aldrei stokkið svo hátt innan húss. Hörð keppni var í kúluvarpi milli félaganna Gunnars Huse- bv og Guðmundar Hermanns sonar. Huseby sigraði, varpaði fjórum sentímetrum lengra. — Þriðji maður, Grétar Ólafsson, íþróttafél. stúdenta vakti at- hygH fyrir snerpu og allgóð köst. + ÞREFALDUR SIGURVEGARI Jón Þ. Ólafsson sigraði í þrem greinum, hástökki með og án atrennu og þrístökki án atrennu. í síðastnefndu grein- inni náði hann athyglisverðum árangri, stökk 9,80 m., en það er næstum hálfum metra lengra en hann hefur stokkið lengst áður. Methafinn Jón Pétursson virðist ekki vera í æfingu. í hástökki hafði Jón Þ. yfirburði og minnstu munaði, að hann færi yfr 1,70 og 2,01 m., en met hans í hástökki inn- anhúss er nú 2 metrar. Búast má við að Jón bæti hástökks- met sín verulega á árinu. Val- björn vakti alhygli í hástökk inu, fór vel yfir 1,85 og hafði nærri stokkið yfir 1,90 m. Loks var keppt í hástökki drengja, en þar sigraði Sigurð ur Ingólfsson með yfirburðum og náði góðum árangri, stökk 1,75 m. Hann átti góðar til- raunir við 1,81 m., en drengja- Framhalrt 3 11 síðo Sundmót ÍSÍ í kvöld í KVÖLD verður liáð afmælissundmót ÍSÍ í sundi í Sundhöllinni og hefst keppnin kl. 8,30. Alls verður keppt í níu greinum karla og kvenna og aulc þess nokkrum greinum "nglinga. Skráð- ir eru allir beztu sund- menn ov konur landsins og má reikna með ágæt- um árangri og spennandi k npni í mörgum grein- um. j-JOr I3. febr. 1962 — Álþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.