Alþýðublaðið - 07.03.1962, Side 1

Alþýðublaðið - 07.03.1962, Side 1
Guli fiskurinn þveginn NOKKUR hundruS tonn af saltfiski hafa skemmzt á Suðurnesj- um vegna gulu, sem talin er stafa af því að kopar komst í salt- farm, sem skipað var upp fyrir nokkru í Keflavík. Saltið dreifðist víða um nesin og hefur orðið vart gulu í 5 verstöðvum syðra. — Myndin er tekin í Hafnarfirði í gær hjá Bæjarútgerðinni. Unnið er við að þvo gulu af saltfiski. 43. árg. — Miðvikudagur 7. marz 1962 — 55. tbl. [>{>[>[> ÍSLAND KAUPIR SKULDABRÉF AF SÞ: Dapurlegar ver- tíðarfréttir í gær- ÞAÐ má segja að bátar frá ver- stöðvum hér sunnanlands hafi ekki fengið bein úr sjó undanfarna tvo daga. Netabátarnir hafa veriff með 1—3 tonn úr róðri, en línu- bátarnir hafa fengið eitthvað örlít- ið meira. AFLI Vestmannaeyjabáta hcfur verið með afbrigöum lélegur, og í gær komu línubátarnir inn með' 2-3 tonn. Netabátarnir fengu lítiff sem ekkert. í fyrradag fengu línu bátarnir sæmilegan afla, og var Halkion efstur með 14 tonn, þá Andvari og Eyjaberg með 12 tonn og Ágúst og Snæfugi með 11 tonn Hinir bátarnir voru yfirleitt meff miklu minni afla. Um helmingur Eyjabáta, mun 'nú Vera byrjaðir með net, en hinir eru enn með línu. í gærdag fréttist að Jón Trausti og Ilaraldur frá Akranesi hefðu fundiff stóra síldartorfu fyrir austan Eyjar, og munu þeir liafa fengið sæmileg köst. Framhald á 14. síðu. RIKISSTJORNIN HEFUR AKVEÐIÐ AÐ KAUPA SKULDABRÉF SAMEIN- UÐU ÞJÓDANNA FYRIR 80.000 DOLL- ARA EÐA 3.3 MILLJÓNIR ÍSLENZKRA KRÓNA. Eins og fram hefur komið í fréftum hafa samtök Sameinuðu þjóðanna átt við mikla fjárhagsörð ugleika að stríða undanfarið, fyrst og fremst vegna hins mikla kostn aðar við styrjöldina í Kongó. Til þess að bæta úr erfiðleik- Powers gerði skyldu sína i ► 3. síða aivuuv-T. -a. r.sí-a-.í. ■ , .—ssaa — : — ■ . - r^-ajBrgrrrniaam——— unum ákváðu samtökin að gefa út skuldabréf fyrir 200 milljónir doll- ara eða fyrir 8,4 milljarða íslenzkr- ar króna. Skyldu bréf þessi seld meðal aðildarríkja samtakanna. Bandaríkin ákáðu þegar að kaupa bréf fyrir 100 milljónir dollara eða helming allra bréfanna, en Rússar og ýmsar fleiri þjóðir hafa neitað að kaupa bréf. Bréfakaup íslendinga eru hlut- fallslega jafnmikil og bréfakaup hinna Norðurlandanna. Sennilega leggur ríkisstjórnin mál þetta fyrir alþingi í dag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.