Alþýðublaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 3
FÉLAGAR í Verkfræ'ðingafélagi íslands eru nú samtals 317, en voru 296 i byrjun síðasta starfsár þess. Þar af eru nú 50 félagsmenn er- lendis, en í fyrra voru 40 félagar erlendis. Samkvæmt yfirliti 'im starf semi Verkfræðingafélagsins eru byggingaverkfræðingar fj ölmenn- astir í félaginu, eða 115. en voru 104 í fyrra. Næst koma rafmagr.s verkfræðingar 58 (56 í fyrra), skipa- og vélfræðingar 57 (55) efnaverk- og efnafræðingar 52 (50) ýmsir verkfræðingar o.fl. 28 (21) og arkitektar 7 (10) I’ar af eru 23 byggingaverkfræð ingar erlendis (16) 11 skipa- og vél fræðingar (10), 9 rafmagnsverk fræðingar (6), 7 efnaverk- og efna fræðingar (6), en enginn arkitekt. í félagið gengu á árinu 27 nýir félagsmenn, 1 hefur dáið, en 5 voru felldir af félagsskrá. Af nýj um félagsmönnum hafa 19 nýlega iokið námi, en 8 var veitt innganga í félagið skv. 5. grein felagslaga sem heimilar að bjóða öðrum en yerkfræðingum að gerast félagar i ef þeir hafa unnið að tækaistörfum eigi skemur en 10 ár og leyst af liendi tæknileg verkefni sjalfstætt og á eigin ábyrgð. FLOKKURINN Hafnarfjörður ALÞÝmiFLOKKSFÉLAG Hafnarfjarðasr heldur fund nk. mánudagskvöld klukkan 8,30 í Alþýðuhúsinu. Rætt verður um tekjuöflún bæja- og sveitarfélaga. Framsögn liefur Birgir Finnsson, alþingis- maður. Ennfremur verður rætt um kosningaundirbúninginn Allt flokksfólk er velkomið á fundinu. Alþýðuflokksfólk í Hafnarfirði er bent á, að flokkurinn hefur opn að skrifstofu sína í Alþýðuhúsinu allan daginn og fram á kvöld. — Hafið samstarf við skrifstofuna. Nýju félagarnir hafa lokið námi við D.T.H í Kaupmannahöfn Techn ische Universitát í Berlín, T.H. Karlsruhe, Budapest, Miinchen Finnlandi, Dresden, Aachen, og ■háskólana í Glasgow, Köln og New York. Fastanefndir félagsins eru 5: Gjaldskrárnefnd, húaráð, gerðar dómur, ritnefnd og orðanefnd. Af stjórnskipuðum nefndum má nefna Stöðlunarnefnd fyrir steinstevpu nefnd til viðræðna við verkfræði deild Háskólans um skipulags mál hennar og kennslutilhögun, nefnd til þess að semja samkeppnisregl.ir VFÍ tæknisafnsnefnd o.fl. VFÍ á fulltrúa í 12 öðrum samtók um, þ.á.m. alþjóða ork '.nálaráð stefnunni AOH byggi igartækni ráði ÍMSÍ ýmsum stöðl.v i efnd um IMSÍ, iðnbókasafni, kjarnfræða nefnd, náttúruverndarráð, Nordisk Betonforbund, Nordisk Bygnads dag og samvinnunefnd norræi.u verkfræðingafélaganna. Félagið er meðlimur og aðili í Stjórnunar félagi íslands. Við s.l. áramót var skuldabréfa eign Lífeyrissjóðs VFÍ kr 12.542.64 j Á árinu var 23 félagsmönnum veitt lán samtals að upphæð kr. 2.878.00 Einum sjóðsfélaga voru greiddar örorkubætur allt árið og einum makabætur, einnig allt arið. Fram kvæmdstjóri félagsins er Hinrik Guðmundsson verkfræðingur. Haldnir voru 8 félagsfundir á ár inu og voru flutt ýmis erindi á fundunum þ.a. m. hélt formaður norska verkfræðingafélagsins, Finn Rafn erindi um norskan iðnað og P Ettrup frá ERAB í Kaup mannahöfn talaði um „Moderne svejseelekroder“. Aðalfundur B.í. AÐALFUNDUR Blaðámannafé lags íslands verður sunnudaginn 18. marz n.k. Fundarstaður verður auglýstur síðar. NORÐMAÐURINN Evandt sigraði í hástökki án atrennu í hörkuspennandi keppni í afmælismóti ÍR í frjáls- íþróttum innanhúss að Há- logalandi í gær og stökk 1,74. Norðmaðurinn setti heimsmet í langstökki án at- rennu innanhúss, stökk 3,65. Gamla metið var 3.58. Keppnin var mjög spenn- andi. Jón Ólafsson stökk 1,71 í fyrstu tilraun, en þá hæð fór Norðmaðurinn í þriðju tilraun. Síðan stökk Evandt 1.74 í fyrstu til- raun, en Jóni mistókst í öll- um. Vilhjálmur Éinarsson keppti einnig í háátökki án atrennu og stökk 1.65. I Iangstökki án ’ atrennu, sem Evandt. setti heimsmet í, setti Óskar Alfreðsson UMSK unglinga- og drengja met. stökk 3,27. Vilhjálmur stökk 3.30. Jón Ólafsson setti íslands met í síðustu greininni, sem keppt var’ í hástökki með at rennu innanhúss, stökk 2.01, en gamla metið átti hann sjálfur. Myndin var tekið við kom una: Villijálmur, Evandt, Jón, talið frá vinstri. HJONABOLL MOS- FELLINGA 30 ARA Samkvæmt frumvarpi, sem lagt var fram á alþingi fyrir tveim ur dögum, er gert ráð fyrir því, að togararnir fái 60 milljón- , ir úr ríkissjóði fyrir árin 1960 og 1961. HIÐ árlega hjónaball Mosfell- inga verður haldið að Hlégarði 17. þ. m. Það er að vísu ekki í frásögur færandi, þó að dans- leikur sé haldinn, en þetta hjóna- ball, sem á nú 30 ára afmæli, var fyrst haldið 1932 að Brautarholti. Voru það tvær konur, sem að því stóðu, þær Bryndís í Graf- arholti og Helga í Laxnesi. — Seinna var kosin 5 manna nefnd til að sjá um þessa skemmtun, og hafa margir Mosfellingar kom- ið þar við sögu, — þó að sama fólkið hefði starfað að þessu fyrstu árin. Sá háttur var hafður á, að gamlfr sveitungar, sem farnir voru úr sveitinni, var boðin þátt- ta«va í þessari skemmtun og svo verður nú. Oft var þröngt í gamla húsinu á Brúarlandi, þegar þessar skemmtanir voru haldnar, en nú eru allar aðstæður betri, þar sem við höfum nú okkar stóra samkomuhús, Hlégarð. Þessar skemmtanir hafa alltaf farið fram með mesta myndarbrag, þó svo að Bakkus hafi verið með í gerð- um. Mosfellingar kunna vel á þessu tökin, og „drekka til að gleðja hjartað," eins og Sajlómon sagði forðum — Ó.G. MMMM AVIOFN SV. 1SAF0LDAR (tl LLAúxA) / ^ y' í \ X SK'iPSTJ. STÝRIMAÐUR tOFTSKtyTAM. VÉLSTJ. KOKKUR / ' HÁSETAR GJALOKERILANOSBANKANS Bókmenntir STÚDENTARÁÐ Háskóla ís- lands gengst fyrir bókmenntakynn ingu í hátíðasal Háskólans í dag kl,- 2 og er ölluni heimill ókeypis aðgangur. Mun hún verða héiguð verkum nokkurra íslenzitra skáld- kvenna frá 17. 18. og 19. öld. Kynnt verða einkum ljóð og sumt af verkum þessum hefur ek.ú verið birt á prenti. Kynntar verða m.a. Ilildur Arngrímsdóttir iærða Látra-Björg, Katrín dóttir sr. J '.ns Steingrímssonar. Vatnsenda-Rósa og Guðný frá Klömbrum Frú Guðrún P. Helgadóftir flyt ur erindi um skáldkonurnar og velur hún það efni, sem ílutt verð ur, en auk hennar lesa upp Lárus Pálsson leikari, Óskar Halldórsson cand mag., Bríet Héðinsdóttir og Hugrún Gunnarsdóttir London, 9. marz. (NTB-Reuter). Brezka stjórnin hefur varað brezka togaraskip- stjóra við að fara inn fyrir . 12 mílna landhelgi Sovétríkj anna eftir næsta mánudag, að því er áreiðanlegar heim- ildir í London herma. Brezk-sovézki fiskveiða- samningurinn, sem veitir brezkum togurum heimild til veiða allt að 3 mílna línunni á vissum svæðum í Barents- hafi, rcnnur út á mánudag- inn. Tveir brezkir embæ^tis- menn hafa dvalizt í Moskvu frá 23. febrúar til viðræðna um nýjan fiskveiðasamning, en samningaviðræðunum var slitið á miðvikudaginn sl. og liéldu þá brezku fulltrú- arnir lieim. Af opinberri hálfu í Lundúnum, cr því lýst yfir að menn vonist til að samningaviðræður verði teknar upp að nýju. ALÞÝÐUBLAOI0 - 11. marz 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.