Alþýðublaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 13
TVÍFARI HERTOGANS Ég hafði alltaf þráð ævintýri, en mig hafði ekki órað fyrir ó- sennilegu dirfskuverki, s e m þessu er ég kvaddi Clyde skipa- smíðastöðvarnar árið 1908 og á- kvað að freista gæfunnar í er- lendum skipasmíðastöðvum.. Ferð minni lauk í Montfal- cone, þorpi nálægt Trieste, sem var þá í keisararíkinu Austur- ríki-Ungverjalandi. Launin voru góð og bjórinn einnig, og lífið var áhyggjulaust. Ahyggjuleysi ríkti einnig í aðferðum manna á þessum slóðum við smíði skipa. Um tveimur árum síðar spurði hávaxinn Austurríkismað- ur hvort hann mætti setjast hjá mér, þar sem ég drakk bjór fyrir utan krá eina í smáþorpinu Ad- elsberg. Hann kvaðst heita Karl Hoff- mann, og hann sagði leyndar- dómsfullur við mig: „Ég er af ætt Habsborgara og er í þjónustu prins míns". Hann var augsynilega ókunn- ugur í þessu héraði, svo að ég sýndi honum umhverfið. Þannig hófst löng, æsandi og ef til vill undarleg vinátta austurrísks aðalsmanns og pilts frá Clyde. Ég varð mjög hrifinn af Hoff- mann, sem lofaði óljóst að sýna mér hvernig ætti ,,að lifa í mun aði“ seinna; Kvöld eitt talaði hann um „tvífarana" sem hann sagði, að flestir úr austurrísku-ungverksu keisarafjölskyldunni hefðu í þjónUstu sinni. „Með örlitlum breytingum gætu menn hæglega villzt á þér og Ferdinandi erkihertoga," sagði Karl og brosti á sinn skemmtilega en dálítið leyndar- dómsfulla hátt. Upp frá þessu bárust „tvífararnir" oft í tal í viðræðum okkar. Um tveimur árum eftir fyrSta fund okkar kom Karl með full- komna tillögu. Hann sagði, að krónprinsinn leitaði tvífara, en hann væri þeirrar skoðunar, að ég væri rétti maðurinn til starf- ans, og manna bezt til þess fallinn. „Við kennum þér allt sem þarf,“ sagði hann. „Hvernig þú átt að tala, hvernig þá átt að ganga, hvernig þú átt að sitja hest, hvernig þá átt að skylmast og hvemig þá átt að skjóta af byssu. Þú þarft engar áhyggjur að hafa.“ Þegar við höfðum talað sam- an í tvær klukkustundir lét ég til leiðast. Hvers vegna ekki? Ég hafði alltaf þráð ævintýri, og nú bauðst mér tækifærið Þannig gerðist það, að ég kvaddi fyrirtæki mitt og við héldum til kastalans í útjaðri gömlu Vínar. Er inn var komið tók heil þjóna- hersing á móti okkur, og lof- orð Karls um „munað“ virt ust öll vera haldin Daginn eftir hitti ég Ferdinand. Þegar ég sló saman hælunum að dæmi Karls virti hann mig vel fyrir sér, og sagði síðan um leið og hann brosti strákslega: „Yður hefur verið skýrt frá ástæðunum, býst ég við. Ég er mjög önnum kafinn og get ekki alls staðar verið. En það er ekki á hverjum degi sem maður hittir bróður sinn!“ Næstu vikur athugaði ég al!a háttu krónprinsins. ALGERT LEYNDARMÁL. Karl kenndi mér skylmingar tvo tíma á dag, og ég varð einn- ig ati fara í útreiðartúra og loks varð ég að sökkva mér nið- ur í lestur þýzkra kennslubóka í landafræði og mannkynssögu. Ég vonaði, að ég líktist Ferd- inandi æ m*eir, og kastalarakar- inn lét ekki sitt eftir liggja held- ur. Hár ihitt bartarnir kjálka- skeggið voru nú nákvæm eftir- mynd af erkihertoganum. Loks virtist Ferdinand ánægð- ur, og hinn 16. maí 1912 fórum við Karl burtu úr kastalanum. Ferdinand kvaddi okkur hlýlega á kastalaþrepunum. „Tvífarahlutverk" mitt var algert kastalaleyndarmál. Karl, erkihertoginn og aðstoðarforingi hans voru þeir einu sem vissu um leyndarmálið. Ég efast um hvort kona Ferdinands, Sophie, hafi vitað um það — a. m. b. þá. Á næstu tveimur árum ferð- aðist ég um Grikkland, Ítalíu, Búlgaríu, Rúmeníu op Tyrkland í fylgd með Karli. En á ferðum þessum var ég einfaldlega aðstoð- arforingi Karls. Aldrei var ég kallaður „tvífari'* erkihertogans. BRÉF, SEM SEINKAÐI. Okkur skorti ekkert í mat eða drykk, og það var gaman að ferðast. Og svo var það í júní 1914, þegar við vorum í Konstantínóp- el (Istanbul), sem Karl fleygði FRANZ FERDINAND erkiher- togi (hér efra) og „tvífari" hans, skipasmiðurinn Alex- ander Kidd frá Clyde (neðri myndin). bréfi á borðið þegar við snædd- um morgunverð. Loksins var röð- in komin að mér! Ég átti að vera „tvífari“ Ferdinands erkihertoga í Bósníu og á ferðalagi hans til helztu borgar héraðsins, Saraje- vo. Á skammri stund hafði ég tekið saman pjönkur mínar og var tilbúinn að ná skipinu, sem átti að fara um kvöldið. En ein- mitt þetta sama kvöld var hávaði ; á göfunum, sem boðaði ógæfu. Karl kom hlaupandi upp hótel-j stigann með tárin í augunum.' Hann var kominn til þess að til- kynna mér, að ferðin væri ekki lengur nauðsynleg. Ferdinand og konu hans hafði verið sýnt banatilræði í Sarajevo þennan dag. Ef bréfinu, sem í voru fyrirmæli mín, hefði ekki seinkað í póstinum um þrjár vik- ur, væri Alexander Kidd látinn. Karl var yfirbugaður af sorg. Hann var sorgmæddasti maður í heiminum þetta kvöld, og ég sá næst sorgmæddasti. Þegar við fengum okkur í staupinu varð okkur hugsað til drengsins, sem við höfum kvatt á kastala- tröppunum. Það var lát Ferdinands, sem hleypti heimsstyrjöldinni 1914— 1918 af stað, og liinum mörgu vandamálum, sem upp hafa risið síðan; Ef ég hefði látizt í stað erkihertogans er hugsanlegt, að ekkert af þessu hefði gerzt. Það kann að vera, að tíu milljónum mannslífa hefði verið bjargað, og keisararíkið Austurríki-Ungverj a land hefði ef til vill ekki hrunið til grunna. í rauninni er ég maður, sem hefði getað breytt gangi mann- kynssögunnar. tWWMMWMMMMMMMMWMMMMMMMMMMMMMMMMW TILRÆDISMA5URINN handtekinn. Hann reyndist vera serbn- eskur stúdent, og var grunaSur um þátttöku í leynifélagsskapnum „Svarta höndin." i mMMMMMMMMMMMWMMMMMMMMMWMMMMMMMMW K Ú L A úr byssu tilræðismanns svipti Franz Ferdinand erkihertoga lífi hinn 28. júní 1914 í bænum Sarajevo í Bosníu, sem nú er í Júgóslavíu, og þessi litli neisti varð brátt að óslökkvandi ófriðar- báli. Nokkrum vikum sfðar hófst heimsstyrjöldin fyrri. Nú heldur sjötíu og sex ára gamall Skoti, Alexandt r Kidd að nafni, því fram í enska blaðinu „To Day“, að kúlan, aem drap erkihertogann, hefði átt að hitta liann! Hér fer á eftir frásögn Alexanders Kidds, örlftið stytt: Austurríski kastalinn var næst- um ómótstæðilega fallegur í tunglskininu. Þegar ég hafði virt liann fyrir mér eins og mig lysti • gekk ég- upp tólf steinþrep, og mesta ævintýri lífs míns var að hefjast. Ég var kominn til kast- alans til þess að leika hlutverk „tvífara" erkihertogans, sem seinna varð söguhetjan í sorg"- legri sögu úr annálum þessarar aldar, — Franz Ferdinands erki- liertoga, ríkisarfa í Austurriki. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 11. marz 1962 |_3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.