Alþýðublaðið - 16.03.1962, Qupperneq 15
„Hefði hann haft tækifæri til
að fremja glæpinn?”
„Það er það erfiðasta. Eftir því
sem við komumst næst hvarf
hún milli hálfeitt og hálffjögur.
Ég veit ekki hvort Ben hefur
fjarvistarsönnun fyrir þann tíma
oé ég hef ekki heldur leyst
vándamálið, hvernig hann hefur
komist þangað. Carolyn var með
bíiinn. Það getur að vísu verið
að Ben hafi leigt einhvern til'að
gdra þetta fyrir sig. Ég get ekki
betur séð en EINHVER hafi sótt
liana og hún hafi flýtt sér mikið,
hún fór ekki einu sinni í kápu.
Ef hún var að hlaupast á brott
með einhverjum hefði hún látið
niður í töskurnar. Hún hafði all-
an daginn fyrir sér”.
„Gott og vel”, sagði Paeker.
„Taktu Drumm með þér og at-
hugaðu að hverju þú kemst. Og
við skulum hafa hljótt um þetta.
Ég geri ráð fyrir að þú kjósir
það helzt”.
„Þeim mun kyrrlátara sem
allt er þeim mun betra”, sagði
Ernie. „Þakka þér fyrir”, og
hann fór út.
nann stóð nægilega leiígi við
til að senda bílnúmerið á bíln-
uni sem hafði heimsótt Ben For-
bes deginum áður í Fíladelfíu.
Svo sótti hann Bill Drum og þeir
óku til Blackstone. Á leiðinni
sagði Ernie Bill það sem hann
vissi um málið. Hann þurfti ekki
að útskýra málið gaumgæfilega
fyrir Bill, sem var mun betur gef
inn en hann leit út fyrir að vera
og sem þekkti Ben Forbes líka
lítillega.
Þetta var góður en erfiður
dagur.
Ernie talaði við Lorene Guth-
rie og Mary Catherine Brewer.
Lorene gaf honum upp nafn og
heimilisfang Vernon Kratich án
þess að hann þyrfti að leita aftur
til bíladeildarinnar. Hann talaði
við Kratieh. Hann hringdi til
foreldra Carolyn í Pittsburg.
Svo heimsótti hann Grace Vi-
telli.
Hún tók honurn kuldalega og
kinkaði kolli til Bill Drumm þeg-
ar hánn kynnti þau. „Ég geri ráð
fyrir að þið séuð hér í lögreglu-
erindagjörðum”. sagði liún.
Hún hafði verið að hreinsa
þegar þeir komu. Hún var i
galiabuxum og sléttbotna skóm
og gamalli peysu og hár henn-
ar var ógreitt. Hún líktist ekki
þeirri Grace Vitelli sem Ernie
þekkti og hafði aldrei séð nema
vel til fara. Hún virtist eldri
en hann hafði álitið, ef til vill
vegna þess að hún var ómáluð
og sokkabandabeltislaus.
Hann sagði: „Við getur lit-
ið þannig á málið frú Vitelli
að Ben sé í vanda staddur og
mig langi til að hjálpa honum
ef ég get og til þess þarfnist ég
yðar aðstoðar”.
Hún settist á_ sófann, virðu-
leg pg á yerði. Ernie spurði
hvort þeir Bill mættu líka setj
ast niður og hún sagði gjörið
þið svo vel. Hún leit í andlit
Ernies.
„Hvað viljið þér að/ég geri?”
spurði húr..
„Munið þér hvað skeði á
þriðjudaginn var? Allt sem
skeði ekki bara um hvarf Car-
olyn“.
„Það ætla' ég að vona. Það er
vika síðan á morgun“.
„Vilduð þér segia mér allt
sem skcði? Frá byrjun. Hvenær
komuð þér á skrifstofuna?"
„Á sama. tíma og venjulega.
Klukkán hálf níu. Ég opnaði
skrifsofuna, leit yfir lista yf-
ir þá sem væntanlegir voru og
náði í fyrsta bréfafælið sem ég
vissi að herra Forbes myndi
þarfna$t“.
„Haldið þér áfram“.
„Herra Foi'bes kom á sama
tíma og venjulega. Klukkuna
vantaði tíu minútur í níu. Kluktt
an níu kom herra Morgan. Hann
var hjá hei’ra Fobes til hálf ell-
efu. Þá kom frú Babyan. Hún
stóð ekki lengi við. Ég hugsa
að hún hafi farið um ellefuleyt-
ið. Svo vann herra Forbes við
bréfaskriftir fram að mat“.
„Hvenær er matur?“
„Kortér yfir tólf
Ilaldið þér áfram”.
„Herra Forbes átti að borða
með herra Frank en herra
Frank gat ekki komið. Svo við
fórum yfir á hótel Woodley og
borðuðum þar. Við komum aft
ur' á skrifstofuna klukkan kort
ér yfir eitt“.
Og þannig gekk það. Allt
benti til þess að Grace Vitelli
hefði séð Ben allan daginn frá
tíu mínútur fyrir níu um morg
uninn og til tuftugu mínútur
gengin 1 sex um kvöldið.
Það mætti lialda að hann
liefði lagt sig allan fram til að
vera nálægt henni.
„Verið ekki reið við mig frú
Vitelli þó ég spvrji yður að
þessu. Ég er aðein.s að reyna
að komast að sannleikanum svo
ég hafi eitthvað að vinna. Hald
ið þér að Ben og Carolyn hafi
rifist?"
„Nei“.
„Urðuð þér vör við eitthvað
óvenjulogt í framkomu Bens
eða Carolyn? Hugsið yður vel
um.Það getur verið eitthvað smá
vægilegt".
y „Ekki í framkorriu herra For
bes. Að vísu sá ég Carolyn For
bes sjaldnar en ég hef ekki
heldur orðið vör við neitt ó-
venjulegt þar“.
„Og þér hnfið r«''i v',dur —ð
ið1 vör við neitt ’"”li
Lorene Forbpt; SPm ekki gæ*i
talist venjulégt milli lögfr?-''-
ings og viðskiptavinar hans?“
„Auðvit.að ekki. Ég veit ekki
hvað hún hefur sagt, en —",
„Hún sagði einmitt þetta frú
Vitelli. Hvað um herra Gut-
hrie?“
„Herra Guthrie?“ hún starði
á hann“. Hvað eigið þér við?“
„Kom hann oft ,á skrifstof-
una?“.
„Einu sinni. Ég geri ráð fyr-»
ir að það hafi verið fljótlega
eftir að hann komst að því að
kona hans hafði leitað til okk
ar. Hann virtist álíta að hann
gæti kúgað herra Forbes til að
hætta við skilnaðinn en herra
Forbes sagði honum aðeins að
hann yrði að mæta fyrir dómstól
unum ef liann áliti að hann
gæti barist á móti skilnaðinum
og hann varaði herra Guthrie
við að gera nokkuð það sem
varðaði við lög til að fresta
málinu. Hrylliiegur maður. Þið
liefðuð átt að sjá hvernig vesl-
ings barnið leit út þegar hún
kom til okkar“.
„Neitaði Guthrie að gefa eft
ir skilnað?“
„Nei, hann gat það ekki“.
„Talaði Ben frekar við hann?“
„Ekki það ég veit“.
„Eru einhverjar lögfræðileg
ar ástæður fyrir því að Ben
þurfi að finna herra Guthrie
núna?“
„Það verðið þér að spyrja
herra Forbes um”, svaraði hún.
„En þér vitið ekki um neinn?“
„Nei.“ .
„Þetta er allt og sumt frú Vit
elli. Þér hafið verið mjög hjálp
leg. Ernie reis á fætur. „Ég bið
yður um að minnast ekki á
þetta við Ben“.
„Sem lögreglumaður?"
„Sem lögreglumaður".
„Gott og vel“.
Þeir gengu til dyra og hún
opnaði fyrir þeim. Um leið og
þeir gengu út, sagði hún:
„Ég verð að segja það herra
MacGrath að mér findist rétt-
ara af yður að leita að frú For
bes en að svíkja vin yðar.
Hún lokaði dyrunum áður en
honum tókst að svara. Ernie
andvarpaði. 'Hann settist inn í
bílinn við hlið Bill og þeir óku
af stað.
„Hvért förum við nú?“ spurði
Bill.
„Við töíum við fasteignasal-
ana“.
„Hvað heldur þú?“
„Ég veit svei mér ekki hvað
ég á að halda“, sagði Ernie.
„Við vitum að minnsta kosti
að Forbes hefur fjarvitsarsönn-
un þegar kona hans hvarf".
,,JA“, sagði Ernie. „Þess
vegna er ég enn forvitnari að
vita því honum liggur svona
mikið á að finna Guthrie".
„Ef honum þá liggur mikið á.
að finna Guthrie“.
„Ef honum þá liggur mikið á.
Lorene". Bill hristi höfuðið or’
Kratich virðist halda að hanri
noti það sem átyllu til að ónáða
brosti. „Ég hefði ekkert á mótl
því að fá átyllu til að ónáða
hana sjálfur“.
Ernie urraði: „Tóm“.
„Við hvað áttu með tóm?“
„Það er ekkert varið í hana.
Ekkert fyrir innan. Enginn
heili“.
„Þegar hún lítur svona út að
utan til hvers ætti hún þá að
þurfa eitthvað að innan?“ Hann
hikaði. Svo bætti hann við“.
„Það gæti verið að ungfrú
Brewer hefði á réttu að standa.
Hún heldur að Forbes sé geggj
aður“.
„Jamm“. sagði Ernie. „Mér
datt það líka í hug“.
Þeir töluðu við þrjá fasteigna
miðlarana, sem Ben hafði fariö
til. Þeir fóru ekki til fleiri því
þeir fengu sömu svörin hjá
þeim öllum. Þeir komu á lög-
reglustöðina seint um daginn og
athuguðu hvort eitthvað fyrir-
findist í skjölum lögreglunnar
um Guthrie. Svo var ekki.
Þeir gáfu Packer skýrslu.
„Svo þér finnst sú jauðhræða
ekki efnileg ástæða lengur?“
spurði Packer Ernie.
„Hún veit ekkert um þetta.
En þar með vitum við ekki
hvaða tilfinningar Ben ber í
brjósti til hennar. Það gæti ver
ið að hann ætlaði sér að nota
Gúthrie sem pressu á hann.
Hún er dauðhrædd við manninn
sinn fyrrvérandi".
„Ómerkileg ástæða“, sagði
Packer.
„Já“, sagði Ernie. „En ég get
talið upp fullt af ástæðum fyrjr
morði sem voru lilægilegar,
fórnarlömbin gátu bara ekki
hlegið lengur".
„Við höfum ekkert fórnar-
lamb í þessu máli“.
„Við höfum ekki Carolyn
heldur“.
Ernie gekk fram og aftur um
mjótt gólfið.
„Jafnvel framkoma Bent er
brjálæðisleg. Frú Guthrie, ung-
frú Brewer t g Kratich eru öll
sammála um það. Ef hann þarf
að tala við þennan Guthrie í lög
fræðilegum erindagjörðum því
segir hann það þá ekki? Og
hvers vegna — og það er mest
áríðandi — sagði hann öllu
þessu fólki að Carolyn væri hjá '
íoreldrum sínum?“
Hann nam staðar og leit
beint framan í Packer. .
„Frá því á þriðjudagskvöld
að hann hringdi til mín út af :
hvarfi C.arolyn og fram á föstu'
dagskvöld hagaði hann sér eins;
og við var að búast af manni t
hans aðstöðu. En hann hafði'
breytzt þegar ég heimsótti hann
á föstudagskvöldið. Hann laug
að mér þá og hann Jiefur logið i(
að mér síðan og hann hagar,- '
sér eins og vitfirringur. Það kom’
eitthvað fyrir hann á föstudags
kvöldið. Ég veit ekki hvað það
var en þáð er rökrétt að álykta
að það liafi verið í sambandi
við Carolyn og það sem hefur
komið fyrir hana, og sé ein- ,
hver andskotinn að henni því b
sagði hann mér það ekki?“ 1
Paeker sagði: „Hvað heldur '
þú að það sé?“
„Ég held“, sagði Ernie
dræmt“. að verið geti að hann .
hafi ráðið Guthris að losa sig í
við hana og að Guthrie heimti
nú peninga af honum og þesss
vegna vilji Ben finna hann en
viti ekki hvar hann sé“.
„Ég bjóst við að þú héldir eitt *
hvað því um líkt“, sagði Pack
er. „Állt í lagi. Sækjið þið hann. Ý
Við skulum vita hvað hann seg .
ir“.
Ernie kinkaði kolli til Bill \
Drumm og þeir fóru út og óku
tókum myndina um síðastliðna
hclgi. Eigandinn snarhcmlaði,
þegar krakkaangi hljóp í veg
fyrir hann. En kollega hans,
sem var „á hælunum“ á hon-
um, var ekki eins viðbragðs
fljótur, enda víst nýbúinn að
læra akstur. Árangur: — Illá
BARNIÐ slapp ómeitt, en skemmdur bíll alsaklauss
cnmmrlniro nHri Kíllinn V i A mannc
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. marz 1962 |,5
Síst átti
hann jbetta
skilið!