Alþýðublaðið - 23.03.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.03.1962, Blaðsíða 5
veittar um 140 starfsgreinar SÍS dæmt til að greiða hækkunina VIÐ að'alniSurjöfnun útsvara í Reykjavík árið 1960 var S. í. S. gert að greiða útsvar til bæjar- sjóðs sem nam kr. 3.394.500. Sámbandið kærði útsvarið fyrir niðurjöfnunarnefnd, sem lækkaði fjárhæðina niður í kr. 3.358.700. Svo lækkaði yfirskattanefnd út- svarið enn niður í kr. 2.701.500. Þessa upphæð greiddi síðan SÍS að fullu á árinu 1960. Reykjavíkurbær áfrýjaði síðan úrskurði yfirskattanefndar um áð- urnefnda lækkun til ríkisskatta- nefndar, en hún kvað upp þann úrskurð að útsvarið skyldi hækk- að um kr. 392.90Ö og hækkaði því Útsvar SÍS upp í kr. 3.094.400. Þessa hækkun neitaði svo SÍS að greiða, og vegna þeirrar neitun- ar krafðist borgarstjóri fyrir hönd Reykjavíkurbæjar lögtaks hjá SÍS til tryggingar útsvarskröfunni á- samt vöxtum og kostnaði. Pógetaréttur kvað upp þann úr- skurð í málinu, að hann féllist á sjónarmið Reykjavíkurbæjar og gerði SÍS að greiða að fullu um- rædda hækkun. Þessum úrskurði áfrýjaði síðan SÍS til Hæstaréttar, sem felldi dóm í málinu 21. marz. Dómsorð Hæstaréttar: „Hin, umbeðna lögtaksgjörð á fram að ganga á ábyrgð gjörðar- beiðanda. Málskostnaðarkrafa gjörðarþola (þ. e. a. s. SÍS) er eigi tekin til greina". FRYSTIHUSIÐ Kópur í Kópavogi brann sl. miðviku- dagsmorgun og er að mestu ónýtt. Samt var verið að vinna þar í gær við flökun síldar fyrir Amerikumarkað í litlum sal, sem slapp ó brenndur. í brunanum skemmdist m. a. síldarflökunarvél, en stújkurnar á myndinni láta sitt ekki eftir liggja við að flaka síldina. vtMWMMWMMWMMvMMMM Ágæt aðsókn að sýningu Kristins KRISTINN G. Jóhannsson, listmál ari, opnaði sýningu í Bogasal Þjóð minjasafnsins um síðustu helgi. Aðsókn hefur verið ágæt og nokkr ar myndir þegar selzt. Sýningin stendur aðeins fáa daga enn og lýkur næstkomandi sunnudag. Hpn er opin alla daga frá klukkan 1 — 10 síðdegis. ALMENNUR starfsfræðsludagur, hinn sjöundi í röðjnni veröur liald- inn á sunnudaginn í Iðnskólanum í Reykjavík. Dagurinn hefst' klukk an 13.20 í hátíðasal Iðnskólans með því að fræðslustjórinn í Reykjavík Jónas B. Jónsson flyt- ur ávarp og barnakór syngur. Húsið verður síðan opnað al- menningi klukkan 2 og stendur fræðslan yfir til klukkan 17. Veitt ar verða upplýsingar um milli 130 — 140 starfsgreinar, skóla og ■ stofnanir, en leiðbeinendur verða mun fleiri. Fræðslukvjkmyndir verða sýnd ar í kvikmyndasal Austurbæjar- barnaskólans, og verða afhentir aðgöngumiðar að þeim í fræðslu deild landbúnaðarins og hjá full- trúa Samvinnuskólans á fjórðu hæð. Fjoldi vinnustaða verða heim- sóttir og munu strætisvagnar ganga á milli Iðnskólans og vinnu- staðanna. A vinnustöðunum verða fyrir færustu menn í hverri grein og leiðbeina þeir þar eftir því sem unnt er. — Um 20 — 30 nýjar starfsgreinar og stofnanir hafa nú bættst í hópinn frá því í fyrra. Starfsfræðsludagurinn er fyrst og fremst ætlaður unglingum 12— 14 ára og eldri. Börn innan 12 óra aldurs eiga tæplega erindi.: For- eldrum er heimilt að koma með börnum sínum og eins að ;koma upp á eigin spýtur. Allmörg fræðslurit verða fáanleg í Iðnskól anum á sunnudag. Nýr bátur í Eyjaflofann Vestmannaeyjum, 23. marz: BÆTZT hefur bátur við flotaBU hér. Er það Freyja, ÍS-41. Bátmn kaupa þeir Ármann Böðvarsson og 1 Karl Guðmundsson, skipstjóri. Freyja er 38 tonn, eikarbátur, smíðaður á ísafirði 1954. Hann á að stunda handfæraveiðar ‘héðan k: m. j BEZTI AFLA- DAGURINN Stokkseyri 22. marz. BEZti afladagurinn var liér í gær. Hásteinn II. kom með 24)/i tonn Hólmsteinn 14Vfc tonn, Fróði 14 tonn og Hásteinn 5Mt tonn H.J. fnnjbd sama aflatregðan Vestmannaeyjum, 23. marz. ENNÞA er sama aflatregðan, og nokkrir bátar kornu ekki að landi í gær vegna þess hve afli var tregur. Infíúenzan virðist ekki vera í rénun. — Tveir bátar hafa hætt róðr- um vegna veikindaforfalla, annar hefur ekki róið í 55 daga, en hinn ekki í tvo daga. K. M. HILMAR KVADDUR HINN 17. mairz sl.hélt Starfs mannafélag Búnaðarbanka ís- ,lands Hilmari Stefánssyni,! bankastjóra kveðjuhóf í Þjóð leikhúskjallaranuin í tilefni af því, að hann hefir nú látið af störfum við bankann eftir að hafa verið bankastjóri í rúm 26 ár. Margar ræður voru fluttar og var Hilmari þakkað fyrir giftu drjúga stjórn bankans á þessu tímabili. Tryggvi Pétursson, deildai stjóri, talaði fyrir minni heiður- gestsins, en Haukur Þorleifsson fyrir minni frú Margrétar konu hans. Ennfremur fluttu ræður Ing ólfur Jónsson, landbúnaðarráð herra Jón Pálmason form banka ráðs Búnaðarbankans og Magn ús Jónsson bankastjóri. k Heiðursgesturinn, Hilmar Stefánsson tók því næst til máls og þakkaði starfsmönnum bank ans ágætt samstarf á liðnum ár um og góðar árnaðaróskir. Veizlustjóri var Magnús Fi| Árnason, hrl. form. starfsmanna félagsins og ávarpaði hann hei| ursgestinn að lokum. Myndin er úr hófinu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. marz 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.