Alþýðublaðið - 23.03.1962, Blaðsíða 15
Það var haldinn vörSur við
hús Kratich allan sólarhringinn
og maður varð á verði í íbúð
Lore'ne. Hreppstjóranum hafði
verið tilkynnt um málið og leit
var hafin að bíl sem líktist bíl
Guthries og sæist hann mynd;
tilkvnning send logreglunni án
þess að nokkuð yrði gert í mál-
inu án vitundar Bens. Þeir
vildu ekki að Carolyn Forbes
yrði drepin vegna umferðar-
kæru.
Nú hafði allt verið gert sem
unnt var að gera unz þeir fengju
eitthvað nýtt að vinna að.
Þeir settust allir niður hjá
Ben Forbes og biðu þess að sím
inn hringdi.
19
V
Lorene Guthrie sat líka og
beið. Hún beið þess að A1 kæmi
og dræpi hana.
Kratich húsið var stórt og
gamalt, herbergin stór og kassa
löguð og gluggarnir náðu næst-
um niður að gólfi. Því var hald
ið vel við. Vern og eldri bróð-
ir'hans, Nick, sáu um það. Þeir
þjuggu þar báðir, Vern af því
gð hann var piparsveinn og Nick
af því að hann var ekkjumaður.
Það var líka annar bróðir og
tvær systur en þau voru öll gifi:
■ og bjuggu í eigin husum. Lor-
ene hafði hitt þau en hún
þekkti þau lítið. Hún liugsaði
aðeins um Vern.
Núna var hún á heimili
þeirra alveg eins og hún væri
gift Vcrn. Og skyndilega var ekk
ert þessa raunverulegt. Ekki
einu sinni Vern.
Þetta var eins og þegar hún
var lítil og úti í garði að leika að
, hún væri prinsessa og hundur-
inn væri töframaður og hún
gæti fengið allt sem hún girnt
ist og pabbi hennar kallaði út.
um bakdyrnar og sagði henni að
• koma strax og gera eitthvað og
hún var aðeins hún sjálf, ber-
. fætt og óhrein. Allt hafði gengið
svo vel og hún hafði verið svo
hamingjusöm og hún hafði
gleymt A1 og svo kom herra For
bes og allt varð ljótt á ný. Og
þetta var raunveruleikinn, Hún
var ennþá konan hans Als og
hann vildi ekki sleppa henni.
Hún hnipraði sig saman í stóra
stólnum í svefnherberginu sem
hún hafði verið látin í. Regnið
lak piður glugggna. Rauðu rós-
irnar á veggfóðrinu líktust blóð
blettum. Hún hafði sagzt ætla
að sofna en hún gat ekki sofið
þó hún hefði tekið inn svefn-
meðal. Hún var aðeins þreytt
og sljó og lasin en óttinn og
hugsanirnar kútveltust í höfðinu
á henni. Svo hún sat kyrr í
stóru heitu herberginu klædd í
rósóttan slopp scm hún hafði
eklci bundið að sér og keðju-
reykti og hugsaði um dauðann.
Það var lögreglumaður á
verði niðri og.fleiri fyrir utan.
Þeir myndu sjá til þess áð A1
næði ekki í hana. Það sögðu
allir og ef til vill trúðu þeir því
líka en þeir þekktu ekki Al.
Hann kæmist að því hvar hún
var og sækti hana og enginn lög
reglumaður í heiminum gæti
komið í veg fyrir það. A1 var
stór og stérkur og hann var eins
slunginn og api þegar hann var
reiður. Hún liafði séð hann fyrr
þegar honum fannst hann þurfa
að hefna sin 'á einhverjum, þá
sat hann og hugsaði og drakk og
drakk og hugsaði þangað til
hann gerði eitthvað af sér. Ekk
ert gat komið í veg fyrir að
hann gerði það sem hann ætl-
aði sér.
Honum var sama þó hann
missti vinnuna eða þó þeim
væri lient út þar sem þau
bjuggu. Ef hann varð reiður við
einhvern varð sá hinn sami að
þola refsinguna hvað sem það
kostaði. Núná var hann alvöru
reiður og hún myndi deyja.
A1 myndi einhvern veginn
komast inn í húsið. Hann
myndi koma upp stigann og
opna dyrnar og standa og virða
hana fyrir sér eins og hanji
gerði alltaf þegar hann var reið
ur með skínandi björt augu og
kjálkana framsettá. Svo myndi
liann ganga til hennar og draga
hana út úr stólnum með sínum
stóru höndum og berja hana.
stynjandi og talandi meðan
hann barði og og hann myndi
ekki hætta. Hann myndi berja
hana þangað til hún lægi al.
blóðug á bláu gólfteppinu.
Hún stuni og réri sér fram og
til baka.
Engum þykir vænt um m'ig,
hugsaði hún. Þessum hryllilega
mánni sem sagði að ég yrði að
vera hérna kyrr honum stendur
á sama hvað um mig verður bara
ef hann fær það sem liann vill.
Eins er með herra Forbes. En ég
hélt að Vern þætti vænt um
mig. Hann var alltaf að segja
við mig: „Þú ert bara krakki
Lorene ég skal hugsa um þig.”
Af hverju gerir hann það þá
ekki? Af hverju fer hann ekki
eitthvað með mig þar sem ég er
örugg?
Hann sagði mér oft að ég væri
ung. Og falleg. Er honum alveg
sama þó ég deyji?
Hún tók með báðum höndum
undir brjóst sín, þessi þungu
fallegu brjóst sem hún hafði
verið svo hreykin af. í fyrsta
sinn sem hún liitti A1 Guthrie
hafði hann komið inn í mjólkur
búðina til að fá brauðsneið og
kaffibolla og hún hafði hallað
sér fram yfir borðið í þunna
hvíta sloppnum sínum og hann
liafði starað niður um V-lagað
hálsmálið eins og hann tryði
ekki sínum eigin augum. Svo
hafði hann litið upp í augu henn
ar og spurt hana hvað hún héti
og þá hafði hún vitað að hann
kæmi aftur. Henni fannst hún
vera fullorðin þegar svona stór
maður eltist við hana. Hún var
þreytt á strákunum í þorpinu,
mjólkurhvítum og ferskum sem
töluðu ekki um annað en hlöð-
ur. Og A1 fékk góð laun fyrir að
aka vörubil. Þegar hann bað
hennar hafði hún ekki hugsað
sig tvisvar um áður en hún sagði
já. Pabbi hennar hafði bara sagt
gangi þér vel en mamma lienn-
ar hafði hrist höfuðið: ,,Mér lízt
ekki á hann“, sagði hún. „Hann
er vondur maður“. Og Lorene
hafði svarað: „Þú veizt um hvað
*þú talar þú giftist pabba“. Og
þá hafði mamma hennar orðið
reið og sagt: „All í lagi góða
en komdu ekki hlaupandi heim
seinna“. Og þegar Lorene hafði
komið heim komst hún að því
að mamma hennar hafði meint
hvert orð. Svo hún hafði alltaf
farið aftur til Als.
Hún strauk yfir mjúka boga-
línu mjaðma sér og roðnaði. Ef
til vill hafði ástæðan lika verið
önnur. A1 hafði ekki alltaf ver
ið svo slæmur. Að einu leyti
hafði hann haft dálítið sem Vern
hafði ekki. ^
Skildi Vern sleppa sér eins
og A1 ef hún færi frá honum?
Það er þessi lögregluþjónn,
þessi Packer, hugsaði hún. Vern
hefði farið með mig liéðan ef
liann hefði ekki verið.
Hann hafði vakið hana og far
ið með hana til Paekers. Og
Paeker hafði spurt hana og
spurt hana um Al, spurt hana
þangað til hana langaði til að
veina. Og svo hafði liann sagt
henni hvernig hann ælaði að
gæta hennar.
„En ég verð að komast héð-
an“, sagði hún og hugsaði um
A1 sem var alls staðar að leita
hennar. „Vern fer með mig héð
an. Ég held að þér skiljið þetta
ekki frú Guthrie. Eiginmaður
yðar hefur rænt frú Forbes og
lieldur henni sem gísl til að fá
yður aftur. Hann hefur hótað
að drepa hana ef kröfum hans
sé ekki framfylgt. Vitanlega er
það ekki hægt en —
Hún greip fram í fyrir hon
um, rödd hennar var skræk og
skar eyru hennar að innan: „Þér
ljúgið. Þér ætlið að neyða mig
að fara aftur til hans. Þér ætl
ið að nota mig til að veiða
hann“.
Packer leit á hana eins og hún
inætti skammast sín. „Svona nú
frú Guthrie þér vitið að það ,
kemúr ekki til mála“.
En liún skammaðist sín ekki,
alls ekki’.
„Af hverju er ég þá neydd
til að vera hérna?“ gargaði hún
og Vern lagði höndina á öxi
hennar og sagði henni að vera
rólegri. /
Packer sagði: „Það má vel
vera að líf annarrar konu sé
undir því komið hvort þér eruð
hér kyrr eða ekki. Þér verðið
ekki látnar stofna yður í neina
hættu en þér eruð undirstöðu-
atriði þessa máls og það getur
farið svo að við þörfnumst
hjálpar yðar. Ég er sannfærður
um að þér munið ekki hika við
að veita hana ef þörf krefur“.
Vern tók fast um öxl henn-
ar og Vern sagði: „Vitanlega
gerir hún allt sem henni er
unnt. Hún er aðeins æst og
lirædd og veit ekki hvað hún er
að segja“.
,,Það er gott“, sagði Packer.
„Við gætum haldið henni hér
sem aðalvitni málsins en ég vona
að það verði ekki nauðsynlegt".
Svo fór hann og hún veinaði:
„Af hverju gerðirðu þetta
Vern? Af hverju skýrðirðu ekki
fyrir honum að ég verð að fara
héðan?“
„Af því“, sagði hann með ein
kennilegri röddu sem hún hafði
aldrei hevrt hann tala í fyrr,
,.að ég veit að þegar þú hefur
hugsað málið viltu ekki fara“.
Og hann var svo hörkulegur á
svipinn að liún þorði ekki að
segja meira heldur fór að hátta
þegar hann sagði henni að
gera það.
En hún gat ekki farið að sofa.
Hún gæti aldrei sofið meðan
“hún var í Woodley og A1 á hæl-
unum á henni bíðandi eftir að ná
henni. Og þessi maður, þessi Pac-
ker, hann myndi standa álengd
ar og láta hana gera eitthvað
voðalegt.
Ég get það ekki, hugsaði hún.
Ég get það ekki!
Hún stökk á fætur, reif sig úr
sloppnum og hóf að klæða sig.
Fáeinum mínútum síðar var
barið að dyrum og hún veinaði
af skelfingu. En það var bara
Vern.
„Mér heyrðist ég heyra til þín
sagði hann.
Hún sat fyrir framan spegilinn
og tætti og sleit í hárið á sér.
Henni var alveg sama hve sárt
það var.
„Svo þú ert enn ákveðin í að
fara?” sagði hann.
Hún fór að gráta og barði með
krepptum hnefunum í marmara-
plötu snyrtiborðsins. „Ég 'skil
þig ekki. Ég hélt að þú elskaðir
mig”.
„Ég elska þig, Lorene”.
„Af hverju viltu þá að A1
drepi mig?“
Hann andvarpaði og tók með
liöndunum um axlir hennar og
leit á spegilmynd hennar.
„Treystirðu mér alls ekki?“
Hún vissi að hún áttia að
segja já, en hún gat aðeins hvísl-
að: „Ég verð að komast liéðan”.
Hann hristi höfuðið. „Þú
heyrðir hvað Packer lögreglu-
foringi sagði. Þú veizt að það er
satt. Þú getur ekki hlaupizt á
brott'*.
„Þeir vilja að ég fari aftur til
hans“, sagði hún. „Það er ekkl
réttlátt".
„,í guðanna bænum“, sagði
hann óþolinmóður. „Þú ert ekk-
ert barn lengur. Hættu að þaga
þér eins og smákrakki". (
Hjólreiöar
á víbavangi
Hjólreiðar hafa veriö iðlc-
aðar hér á landi, en víða er-
lendis er íþróttin mjög vin-
sæl. Myndin er tekin í Eng-
iandi og er úr hjólreiða-
képpni á víðavangi. Kappinn
heitir John Atkins og er 19
ára og að sjálfsögðu sigraði
hann í keppninni.
ALÞÝOUBLAÐIÐ - 23. marz 1962 X9