Alþýðublaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 15
Hann sleppti “henni og snerist
á hæl svo hún leit á hann. Hann
.var aftur hörkulegur á svipinn.
„Þú hefur setið liérna og látið
imyndunaraflið hlaupa með þig
í gönur. Það ætlar enginn að
^era þér illt og enginn vill að þú
;gerir neitt hættulegt: Enn þú
verður að vera hér og gera það
sem þér ber. Hættu að hugsa
um sjálfa þig eitt augnablik og
hugsaðu um veslings konuna
sem Guthrie hefur á valdi sínu.
Hýn á bágt, ekki þú“.
Aftur þorði hún ekki að mót-
mæla honum. Hún var ' hrædd
við svipinn á andliti hans. Hún
var ekki hrædd við að hann
myndi slá hana eins og A1 hafði
gert en ósjálfrátt fann hún að
liann var sterkur á þann hátt
sem ekki var liægt að ganga í
herhögg við.
Hún leit niður og sagði: „Allt
í lagi Vern”.
Hann brosti. „Þetta er stúlk-
an min“. Hann gekk að náttborð-
inu og tók nokkrar pillur úr
öskju Qg hellti vatni í glas og
færði henni. „Þú ert yfir þig
hrædd. Taktu þessar og reyndu
áð sofna. Ég kem upp þegar mat-
urinn er tilbúinn".
Hann stóð yfir henni meðan
hún setti pillurnar í munninn og
drakk vatnið. Svo lét hann hana
leggjast í rúmið og breiddi yfir
hana. Hann strauk hárið frá enni
hennar. '
„Veslings Lorene”, sagði hann.
Þú ert svo lítil ennþá. En ég
elska þig og ég læt ekkert illt
koma fyrir þig”.
Hann beygði sig niður og
kyssti hana. Svo fór hann út og
lokaði dyrunum.
Um leið og hann var farinn
lirækti Lorene pillunum út úr
sér. Hún lá grafkyrr í rúminu og
lilustaði með lokuð augun á hvert
minnsta hljóð sem lieyrðist.
Löngu seinna þegar nidimmt
var kom Vern og barði varlega
að dyrum hjá henni en hún svar
áði ekki. Hún lá hreyfingarlaus
með lokuð augun. Hún heyrði að
hann opnaði dyrnar og kallaði
nafn hennar. Matarilminn lagði
inn til hennar en hún varð ekki
svöng. Henni varð aðeins ó-
mótt. Vern komst að þeirri nið
urstöðu að hún væri sofandi og
fór á brott.
Hún beið þangað til hún hafði
sannfærst um að hann væri kom
inn niður til lögreglumannsins.
Þá læddist hún þvert yfir her-
bergið, sótti kápuna sína inn i
skáp og fór í hana. Hún stakk
skónum í vasana, sín hvoru meg
inn svo hælarnir stóðu upp úr.
Hún tók upp töskuna sína og
læddist frá herberginu yfir að
stiganum bakdyrameginn og nið
ur að dyrunum sem lágu að eld
húsinu og hlustaði alltaf eftir
einhverri hreyfingu.
Dyrnar voru í hálfa gátt. Hún
gægðist inn. Eldhúsið var autt
og hún heyrði fólk tala saman
inni í borðstofunni.
Ef hún hefði mjög hægt um
sig gat hún læðst yfir eldhúsið
og út bakdyrameginn án þess
að nokkur sæi hana.
Hún opnaði dyrnar alveg og
læddist yfir gólfið á sokkaleist
unum. Hjarta hennar sló svo
hratt að hún var frjáls og hún
gat hlaupið og hlaupið brott frá
Woodley, brott frá A1 og óttan
urrh-og dauðanum.
Það var farið að snjóa.' Hún
nam staðar fyrir neðan tröpp-
urnar og fór í skóna og hugsaði
um strætisvagn og áætlunarbila
og lestarferðir til annarra borga
þar sem A1 gæti aldrei fundið
hana. En þegar hún lagði af
stað frá húsinu sá hún mann,
sem stóð fyrir framan hana á
stígnum.
Guð hjálpi mér, hugsaði hún.
Það er Al.
Allur styz-kur hvarf henni.
Hné hennar létu undan. Hún
opnaði munninn til að veina en
ckkert heyrðist nema stuna.
Maðurinn kom nær og greip
hang.
Hún sá í birtunni frá eldhús-
glugganuni að þetta var Vern,
hattlaus og í dökkum frgkka
með snjókorn í hárinu og á öxl
unum.
Hann tók hana upp og bar
hana upp tröppurnar og inn i
húsið. Mamma Kratich, -feit og
stutt og alvarlega núna, pabbi
Kratich með háu kinnbeinin og
skær svört augun og grágula vf
irskeggið Nick, stærri og eldri
gerð af Vern. Lögregluþjónninn
miðaldra og reiðilegur. Þau
stóðu .öll í eldhúsinu voð borð-
stofudyrnar.
Verna sagði: „Farið þið aftur
að borða. Þetta er í lagi“.
Hann bar hana inn í forstof-
una og setti hana niður þar.
„Þú getur gengið upp“, sagði
hann. Hann benti upp stigann.
„Haitu áfram”.
Hún leit á hann og dró and-
ann slitrótt. Svo snéri hún sér
við og gekk upp stigann og
studdi sig við handriðið. Vern
gekk á eftir henni. Þegar þau
voru kornin í svefnherbergið lok
aði hann dyrunum. „Seztu ,
sagði hann og hún settist niður.
„Ég vil ekki hlusta á grát leng
ur svo þú getur liætt við það áð
ur ch þú byrjar. Hlustaðu á
mig“.
Hann stóð yfir henni og hún
hlustaði.
„Þegar þessu er lokið eoturðu
farið héðan hvert sem þú vilt.
En þangað til verðurðu hér. Skil
urðu það?“
Hún kjökraði. „Þú átt ekki að
vera reiður. við mig Vern, ég er
hrædd“.
„Þú skalt hætta að vera
hrædd. Lorene mér býður við
þér. Vegna þess að þú hefur
haft það erfitt heldurðu að þér
leyfist að væla eins og krakki
og hlaupast frá öllu sem þér
lízt ekki á. Þú færð það ekki
núna. Þú heyrðir hvað Packer
sagði um að halda þér efir
sem aðalvitni málsins. Ef þú
reynir aftur að fara héðan sæki
ég liann og læt hann loka þig
inni?“
„Nei,“ sagði hún „Nei Vern.“
Hún stóð upp af stólnum og
gekk til hans titrandi og skelk
uð. „Verni — þú ert þá ekki --
Þú elskar mig enn er ekki svo
Vernþ Þú vilt enn giftast
mér?“
Hann virti hana lengi fyrir
sér. „Ég skal svara þér", sagði
hann. „Þegar þessu er lokið“.
Hann fór út og skildi hana
eftir eina.
Loiæne hnipraði sig saman á
rúminu og tók með höndunum
fyrir andlitið eins og væri hun
að fela sig frá heiminum. Ó,
guð, liugsaði hún, bara að ég
væri aftur orðin lítil, bara, að
ég þyrfti ekki að vera fullorðin
og nakin og ein. Ó, mamma,
mamma.
20
Þegar klukkuna vantaði fimm
mínútur í, níu hringdi síminn
lieima hjá Ben. Ernie, sem hafði
verið hálfsofandi, spratt- á fæt
ur. Ben stóð upp, andlit hans
var náfölt. Hann leit á Packer.
„Svaraðu", sagði Packer", svar
aðu.“ Hann fór inn í svefnher-
bergið þar sem stálþráður var
og setti á: sig hlustunartækin.
Það var ekki til einskis að aðvara
Ben eða ráðleggja honum. Hann
hafði þegar fengið allt það sem
þeir gátu fyrir hann gert. Nú
varð hann sjálfur að taka við.
Ben lagði höndina á símann.
Hann hringdi í þriðja sinn, en
Ben tók hann ekki upp. Hann
leit á Ernie.
Ernie sagði hörkulega: „Svar-
aðu“. Hann vissi hvað var að.
Ben óttaðist að Guthrie segði
honum að Carolyn væri ekki
lengur á lífi.
Ben hikaði augablik, lyfti svo
símatólinu og sagði: „Halló? Já,
það er hann sem talar“.
Ernie heyrði fjarlægan óm af
peningum sem féllu niður í
málmbox og hann hugsaði: Ó,
svínið! Þetta er landsíminn!
Svo sagði Ben með röddu sem
var jafn hljómvana og styrk
eins og steinn.
„Já, ég er einn. En þú áttir
ekki að hru’-;a —
Ernie hlustaði á samræðurn-
ar og hann sá livernig andlit
Bens varð fölara og örvænting
arfyllra. Hann svitnaði og hend
ur hans urðu kaldar. Hann lang
aði til að spyrja Ben hvað |Gut
hrie væri að segja.
Það var auðvelt að geta sér
þess til.
Ben sagði: „Hvað hefur þú
gert henni?“
Þögn.
,,Ég — ég hélt að þú kæmist
ekki að því. Nei ég vissi það
ekki. Ég sá að það var til einsk
is og gafst upp“.
Þögn. Ben leit beint í augun
á Ernie og sagði örvæntingar-
fullur: „Nei, ég gerði það ekki:
Ég sver að ég gerði það ekki!“
Þögn.
„Já, ég hef talað við hana.
Hún ætlar að hitta þig. Já. Hún
vill ræða málið. Ég skal koma
með hana hvert sem þú —
En svo auðvelt var það ekki.
Ernie stóð hreyfingarlaus og
hlustaði á Ben tala og svitna og
reyna að tala aftur.
Loks varð mjög löng þögn
og Ben svaraði með lágri röddu:
„Ég heyri til þín“. -Og hann leit
á Ernie og hristi höfuðið og
Ernie bandaði frá hendinn og
Ben lokaði augunum og sagði
við símann: „Gott og vel ég skal
sækja hana“.
Nú lá við að Ernie heyrði til
Gutliries. Andlit Bens varð
hörkulegt og það kom glampi í
augu lians. Aftur baðaði Ernie
út höndunum og Ben hætti við
að segja það sem hann hafði
ætlað að segja. Svo heyrðist
klikk og Ben tók símann frá eyr
anu og sagði: „Hann lagði á.“
Bill Drumm sem sat hinu
meginn í herberginu tók sím-
ann upp og fór að tala við síma
stúlkuna um hvaðan samtalið
hefði komið. Packer kom út úr
svefnherberginu.
„Vittu hvort hún hefur hlust
að á þetta“, sagði hann.
-------------------23
Ben spurði: ,,Heyrðir þú það?”
Packer kinkaði kolli. Munn
vik hans sveigðust niður á við
og augu lians voru þrungin við
þjóði. Hann kallaði á Ernie;
„Komdu við skulum hlusta á
samtalið". ,
Ben settist niður og virtist 1
mjög þreytulegur. „Ég varð í
ekki fyrir vonbrigðum“, sagð/
hann. „Ég bjóst aldrei við að
það gengi“.
Áður en Ernie komst að svefn
herbergisdyrunum stökk Ben á
fætur og þaut út úr herberginu.
inn til Paekers.
Maðurinn við segulbandstæk-
ið setti stálþráðinn í gang.
Rödd símastúlkunnar sagði:
„Herra Forbes? Augablik Sen
tryville vill tala við yður. Látið
þrjátíu sent í fyrir fyrstu þrjár
mínúturnar“. Ernie hlustaði og
nú heyrði hann hvað Gutlirie
sagði.
„Veiztu hvað þú gerðir í gær
kveldi? Það lá bara við að þú
dræpir konuna þína“.
„Ég bjóst ekki við að þú kæm
ist að því“.
„Vitanlega komst ég að því.
Allir á barnum töluðu um það
Það er einmitt það sem að þér
er Forbes. þú heldur að allir
séu heimskir nema þú. Að vísu
komstu að því hvar ég var en
ég er þar bara ekki lengur.
Kannske veiztu það nú þegar
ha?“
,,Nei, ég vissi það ekki. Ég
sá að þetta var til einskis og
gafst upp“.
„Ég trúi þér ekki. Ég eld að
þú hafir sagt löggunni allt sam
an og sent þá á eftir mér“.
„Nei, ég gerði það ekki. Ég
Sver að ég gerði það ekki!“
„Ef þú hefur gert það kemur
það sér verst fyrir þig ncma
kannske það komi sér enn verr ;
fyrir konuna þína. Hvað um Lor
ene? Eða hefurðu ekki talað : ó.
v.ið hana?“ > '
„Jú. Jú, ég hef talað við hana. ‘ *
Hún ætlar að hitta þig?“ J öö
„Svo hún ætlar að gera það, 1
ha?“
Já. Hún vill ræða málið við 1
þig. Ég skal koma með hana
hvert sem þú villt — “
Ernie hallaði sér áfram.
Hérna hafði eithvað brugðist
þeim.
Nýstárleg vél
í nýrri verzlun
NÝ sjálfsafgreiðslubúð frá fyrir-
tækinu KJÖT og FISKUR var
opnuð að Laugarásveg 1 í gær.
Verzlunin hefur sérstaka fiskpökk
unarvél, sem er sérstök sinnar teg
undar hérlendis.
Vélinni er ætlað að pakka inn
fiski af öilum tegundum og marg
víslega verkaðan. Á hverjum pakka
verður sérstakt númer frá 1 upp í
12, en númerin tákna á hvaða pökk
unarstigi fiskurinn er. Yfir frysti
borðinu, sem fiskurinn er geymd
ur í, er tafla, sem sýnir, hvað það
er sem hver tala táknar Á hverjum
pakka er miði, þar sem á er stimpl
aður pökkunardagurinn. Vélin á
að geta pakkað í margar mismun
andi stórar umbúðir og 800 öskjur
á klukkutíma.
Vél þessi er vestur-þýzk en
öskjurnar enskar.
Eigendur hinnar nýju verzlunar
eru Einar Bergmann og Jón Ás-
geirsson en verzlunarstjóri er Ólaf
ur Björnsson.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. marz“1962 15