Alþýðublaðið - 24.03.1962, Side 14
SLYSAVARÐSTOFAN er opin
allan sólarhringinn. Lækna-
vörður fyrir vitjanir er á sama
stað kl. 8-16.
koftleiðir h.f.
Laugardag 24. marz er Leifur
Liríksson væntanlegur frá Staf
angri Amsterdam og Glasgow
kl. 22.00 Fer til New York kl.
23.30
Kvæðamannafélagið Iðunn
Iieldur fund í kvöld, 24. marz.
kl. 8. e. h. að FreyjugötU 27.
Minningarspjöid
kvenfélagsins Keðjan fást
hjá: Frú Jóhönnu Fossberg,
lími 12127. Frú Jónínu Loíts-
dóttur, Miklubraut 32, sími
12191. Frú Ástu Jónsdóttur,
l'úngötu 43, sími 14192. Frú
Soffíu Jónsdóttur, Laugarás-
vegi 41, sími 33856. Frú Jónu
Þórðardóttur, Hvassaleiti 37,
lími 37925. f Hafnarfirði hjá
Fru Hut Guðmundsdóttur,
Austurgötu 19, sími 50582.
Bæjarbókasafn Reykjavikur: —
Sími 12308. Aðalsafnið, Þing-
holtsstræti 29A: Útlán kl. 10
—10 alla virka daga, nema
aluagrdaga kl. 2—7. Sunnu-
dga kl. 5—7. Lesstofa: kl. 10
—10 aila virka daga, nema
laugardaga kl. 10—7. Sunnu-
daga kl. 2—7. Útibú, Hólm-
garði 34: Opið kl. 5—7 alla
vfrka daga nema laugardaga.
Útibú, Hofsvallagötu 16: Opið
kl. 5,30—7,39, alla virka daga.
Minningarspjöld Blindrafélags
ins fást í Hamrahlíð 17 og
lyf jabúðum í Reykjavík, Kópa
vogi og Hafnarfirði
Minningarspjöld Kvenfélags
Háteigssóknar eru afgreidd hjá
Ágústu Jóhannsdóttur, Flóka-
götu 35, Áslaugu SveinsdóttujCfi
Barmahlíð 28, Gróu Guðjóns-
dóttur, Stangarholti 8, Guð-
björgu Birkis, Barmahlíð 45,
Guðrúnu Karlsdóttur, Stiga-
hlíð 4 og Sigríði Benónýsdótt-
ur, Barmahlíð 7.
Minningarspjöld Styrktarfél.
lamaðra og fatlaðra fást á
eftirtöldum stöðum: Bóka-
foúð Braga Brynjólfssonar.
Verzl. Roða, Laugaveg 74.
Verzl. Réttarholt, Réttar-
holtsvegi 1. Skrifstofu fé-
lagsins að Sjafnargötu 14.
f Hafnarfirði: Bókaverzl.
Olivers Steins og í Sjúkra-
samlagi Hafnarfjarðar.
Minningarspjöld Neskirkju
fást á eftirtöldiun stöðum:
Búðin mín, Víðimel 35. —
Verzl. Hjartar Níelsen
Templarasundi 3. Verzl
Stefáns Árnasonar, Gríms
staðaholti. Hjá frú Þuríði
Helgadóttiu-, Malarbraut 3,
Seltjamamesi.
Kvenféiag Laugarnessóknar bíð
ur öldruðu fólki í Laugarnes-
sókn til kaffidrykkju í Laug-
arnesskóla kl. 3 n. k. sunnu-
dag. Aldraða fólkið í sókn-
inni er vinsamlega beðið að
fjölmenna.
Eimskipafélag
íslands h.f.
Brúarfoss fór frá
Dublin 22.3 til New
York Dettifoss kom
til New York 21.3
frá Rvík Fjallfoss
fer frá Rvík kl. 05.
00 í fyrramálið 24.3 til Kefla-
víkur og Norðfjarðar og þaðan
sterdam, Antwerpen og Hull
til Hamborgar, Rotterdam, Am
Goðafoss fer frá New York 23.3
til Rvíkur Gullfoss fer frá Rvík
kl. 18.00 í dag til Hamborgar
og Khafnar Lagarfoss fer frá
Wismar 23.3 til Rostoek Kleip
eda Ventspils og Hangö Re.vkja
foss fór frá Rotterdam 23.3 til
Hmborgar Rostoek og Gauta
borgar Selfoss fer frá Rotter
dam 23.3 til Hamborgar og
Rvíkur Tröllafoss kom til Rvík
ur 21.3 frá Norðfirði Tungufoss
fer frá Gdynia 26.3 til Kristian
sands og Rvíkurr Zeehaau
til Grimsby 22.3 frá Keflavík
Skipaútgerð ríkisins
Hekla fer frá Rvík á hádegi á
morgun austur um land í hring
ferð Esja er í Rvík Herjólfur
fer frá Vmeyjum kl. 21 í kvöld
til Rvíkur Þyrill er í Rvík
Skjaldbreið er á Vestfjörðum
Herðubreið er á Austfjörðum a
norðurleið
Skipadeild S.Í.S.
Hvassafell er í Rvík Arnarfell
er væntanlegt til Reyöarfjarðar
25. þ.m. fer þaðan til Gufuness
Jökulfell er væntanlegt til Fá
skrúðsf jarðar 25. þ.m frá Rieme
Dísarfell er væntanlegt til
Hornafjarðar 25. þ.m. frá Brem
erhaven Litlafell fór í nótt frá
Akureyri til Rvíkur Helgafell er
á Hólmavík ——------ -* v —
anlegt 27. þ.m. til Rvíkur Hend
rik Meyer er væntanlegur til
Gufunes 24. þ.m.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.
Katla var væntanleg til Genoa
í morgun Askja er í Rvík
Laugardagur
24. marz
8.00 Morgunútv.
12.00 Hádegisútv ■
12.55 Óskalög
sjúklinga (Bryn-
dís Sigurjónsd.)
14.30 Laugardags
lögin 15.20 Skák#
þáttur 16.00 Vfr.
■ Bridgeþ. 16.30
Danskennsla 17.
00 Þetta vil ég
heyra: Guðrún
Þorsteinsd. kenn
ari velur sér hljómplötur. 17.40
Vikan framundan: Kynning á
dagskrái-efni útvarpsins 18.00
Útvarpssaga barnanna „Leitin
að loftsteininum" eftir Bern-
hard Stokke; IV. (Sigurður
Gunnarsson) 18.20 Vfr. 18.30
Tómstundaþáttur barna og ungl
inga (Jón Pálsson) 18.55 söngv
ar í léttum tón 19.10 Tilk. 19.30
Fréttir 20.00 „Kvöld í Vínar-
borg“: Fitharmoníusveit borgar
innar leikur undir stjórn Rud
olfs Kempe 20.30 Leikrit „Mýs
og menn' eftir John Steinbeck
22.00 Fréttir og Vfr. 22.10 Pass
íusálmar (29) 22.20 Danslög 24.
00 Dagskrárlok.
Framhald af 7 síðu.
þingi gæti ekki í þessari stjórn
eins og nánast öllum öðrum
stjórnum sem háttv. Alþingi
kýs. Persónuleg legg ég slík
rangindi að líku við þá upphaf
legu stjórn, sem á þessum mál
um var, þegar aðeins tveir
fulltrúar þáverandi stjórnar-
flokka fóru t. d. með allar lán-
veitingar. Síðan gerði vinstri
stjórnin þá yfirsjón um sinn að
útiloka þáverandi stjórnarand-
stöðu frá áhrifum á þessi mál,
sem að vísu síðar var leiðrétt.
Allar þessar miður góðu til-
færslur og sífelldu breytingar á
yfirstjórn jafn viðkvæmra mála
og hér um ræðir, hefur stórlega
torveldað, þá festu og tiltrú, sem
nauðsynleg er í jafn ábyrgðar-
miklu og viðkvæmu starfi og hér
um ræðir, ekki hvað sízt þegar
við höfum verið jafn langt frá
því marki og raun ber vitni, um
að fullnægja eftirspurn allt frá
byrjun þessa starfs.
Meðan það er skoðun méiri-
hluta (já jafnvel einróma skoð-
un Alþingis) Alþingis að hús-
næðismálastjórn skuli kosin af
Alþingi, þá er það eitt, rétt, að
styrkleikahlutföllin þar á hverj
um tíma fái notið sín. Það ætti
að Tyrirbyggja tortryggni og sí
felldar breytingar á yfirstjórn
þessara mála.
Um 2 og 3 gr. frumvarpsins
er áreiðanlega ekki ágreiningur
ef marka má tillögur og ræður
háttv. stjórnarandstæðinga sem
að venju finna það eitt að, ekki
sé nógu hátt farið. 4. gr. frum-
varpsins er nánast staðfestins á
þeirri reglu sem húsnæðismála-
stjórn hefur unnið eftir, nokk
ur undanfarin ár. Hefur þetta
verið gert til aðstoðar sveitar-
félögum og þeim til léttis á lausn
þess brýna vandamáls að útrýma
heilsuspillandi íbúðum. Þá er
eins og fyrr er frá greint, ekki
gert ráð fyrir bundinni upphæð
í þessu skyni nú heldur skal
skylt að leggja jafnmikið fé
fram og bæjar- og sveitarfélög
kunna sjálf að leggja fram, og
er því einnig hér um verulega
bót að ræða.
Þessi umbót verður enn augljós
ari, þegar þess er gætt að á yfj
3 irstandandi ári hefðu hinar fjár
^ lagabundnu 4 millj. kr. ekki dug
I að Reykjavíkurbæ . einum, til
1 þessara mála og má þó fyllilega
’i gera ráð fyrir að önnur bæjar
j félög hyggi á framkvæmdir til
I útrýmingar heilsuspillandi hús-
; næði.
j Eins og öllum háttv. alþingis
mönnum er sjálfsagt ljóst nú er
samkvæmt núgildandi lögum,
starf Húsnæðismálastofnunar-
innar tvíþætt. Annars vegar eru
hin svonefndu tæknistörf, teikni-
stofa, útreikningar og áætlun
byggingakostnaðar og fram-
kvæmd þeirrar víðtæku heim-
ilda er 2. gr. laeanna gerir ráð
fyrir í nýjungum tæknimála.
— Hins vegar er svo sjálft lán
/ veitingastarfið.
Þó að verulega hafi markað í
rétta átt í hinu almenna tækni
starfi stofnunarinnar, þá skal
það fúslega viðurkennt að mik
ið er enn óunnið og betur liefði
mátt gera. Vonandi tekst að
vinna enn betur að þeim hlutum
í næstu framtíð, því að ekki er
einhlítt að útvega aukið fjár-
magn, ef ekki tekst á sama tíma
að þrýsta niður hinum gífur-
lcga byggingakostnaði, — þ. e.
að gera húsnæðiskostnaðinn
lægri, en það er áreiðanlega ein
raunhæfasta kjarabót sem hægt
væri við að koma. Til lausnar
þeim vanda dugar lítið ósk-
hyggja eða hvers konar tillögu
fluningur byggður á henni.
flutt hér á háttv. Alþingi, í bæj
arstjórnum eða blaðaskrif
byggð á þeim sama sandi. Þar
verður til að koma þrotlaust
starf okkar færustu manna, verk
fræðinga, tæknifræðinga, arki-
tekta og þá ekki hvað sízt
byggingamannanna sjálfra, sem
gerst vita hvar skórinn kreppir
að í þessum málum. — Lóðaút
lilutanir bæja og sveitafélaga
geta hér einnig lagt mikilvirka
liönd að. — Er t. d. ekki athug
andi að úthluta samtökum
mynduðum af fyrrgreindum aðilj
umð heilum landssvæðum tii
bygginga íbúðarhúsa, í stað þess
að úthluta einni lóð þar og ann
arri hér? Slík samtök ættu að
liafa aðstöðu til að byggjá fjölda
íbúða samkvæmt fyrirfram
gerðu skipulagi og áætlun sem
á að geta staðist og þannig
lækkað sjálfan byggingakostnað
inn. Út á slíkar framkvæmdir
ættu þessir aðiljar að geta not
ið fjárhagslegrar aðstoðar Hús-
næðismálastjórnar samkv. gild-
andi lögum. — Lítill vafi er á
því að það háir stórlega mögu-
leikum til lækkunar bygginga-
kostnaðar, hvað framkvæmdaað
iljar liér eru margir í bygging-
ariðnaði, og að ná mætti meiri
árangri til lækkunar með færri
en stærri og betur skipulögðum
aðiljum, sem gætu þá orðið fjár
hagslegrar aðstoðar aðnjótandi
í verðlaun fyrir góðan árangur.
Þannig mætti minna á mörg
atriði fleiri, sem úrlausnar bíða,
en gætu orðið mikilvæg í lausn
þess vanda að lækka stærsta út
gjaldalið almennings — húsnæð
iskostnaðinn. — Til þessa skort
ir ekki lagaheimild, hún er til
í núgildandi lögum.
Varðandi hinn aðalþáttinn í
starfi stofnunarinnar, fjáröflun
og lánveitingarnar, þá hef ég þeg
ar gert noklcra grein fyrir á-
standi þeirra mála frá upphafi
til þessa dags.
Þrátt fyrir verulega aukið fjár
magn til ráðstöfunar 2 s. 1. ár
má öllum vera ljóst að allmikið
vantar á að þörfinni sé full-
nægt.
Fastatekjur stofnunarinnar
hafa reynst vera 29 — 34 millj.
og hefur þó úr þeim dregið
vegna minnkandi tekna af
skyldusparnaði, sem virðist
munu ganga í sjálfan sig scm
tekjulind á næstu 2 — 4 árum
vegna stóraukinna endur-
greiðslna.
Frjálsi sparnaðurinn sem gild
andi lög gera ráð fyrir hefur eng
inn orðið, enda lítt girnilegur,
þar sem fríðindi með innlögn-
um þar eru lítil. — Við fram-
lialdsendurskoðun laganna
finnst mér persónulega vel
kom.a til álita einshverskonar
skattfríðindi fyrir innlög sam-
kvæmt þeirri gr. laganna, en
það munu t. d. Vestur-Þjóðverj
ar liafa gert með góðum árangri.
Slíkar aðgerðir þurfa þó veru
legrar aðgæzlu við, þar sem þær
eru nátengdar annarri fjáröfiun
rikisins.
Langstærsti tekjuliðurinn,
hafa þó verið umsamin framlög
ýmsra fjármálastofnana eins og
áður hefur verið frá greint um
tekjur s. 1. árs.
Margir þessara aðilja viku sér
á s. 1. ári undan framlagi til
þessara hluta, með ýmsum mót
bárum, sem ekki er þörf að rekja
hér.
Persónulega hefi ég verið
þeirrar skoðunar að ná mætti
þessum framlögum við hlutað-
eigandi aðilja, með samningum.
Sýni það sig hins vegar nú að
samningaleiðin í þessum efnum
sé ekki fær, eða árangur fáist
ekki, þrátt fyrir að sömu aðilar
fáist heldur ekki til að lána í
byggingar íbúðarhúsa og vísi í
þeim efnum til húsnæðismála-
stjórnar þá er ekki nema um
tvær leiðir að ræða 1) að lög-
bjóða ákveðin skylduframlög eða
í 2) að leggja lánveitingastarf
stofnunnar niður og fela það öðr
um starfandi lánsstofnunum, þvJ
óþarft ætti þá að halda uppi sér
stakri starfsemi, um útdeilingu
þeirra fastatekna, sem nú eru
mögulegar. Þessar stofnanir
yrðu þá að taka upp sérstök Veð
deildarlán þ. e. hliðstæða starf-
semi og Landsbankinn annaðist
á árunum fyrir styrjaldarárin og
sjá um fjárliagslegu þörfina í
þessum efnum, það sem á vanta,
hver að sínum hluta.
Sjálfur trúi ég því að samn-
ingaumleitanir þær sem nú
standa yfir beri árangur og ég
held að þessum málum sé bezt
komið á einum stað, — bæði
vegna þeirra er leggja fram féð
og hinna er lánin fá. —
Með sérstöku tilliti til þeirrar
hámarkshækkunar lána sem
frumvarp þetta gerir ráð fyrir
er nauðsynlegt að hækka fasta
tekjur stofnunarinnar og mun
endurskoðunarnefndin væntan-
legalega taka þetta atriði til
meðferðar og gera sínar tillögur
þar um. umfram það sem gert
kann að vera áður, í þessum efn
um.
ÁLFARNIR
FLUTTIR!
Akureyri, 23. marz:
NÚ er aftur byrjað að bora i
klöppunum frægu, þar sem
taliö var að álfar byggju, og
hefur ekki borið á neinu svo
að það er trú manna, að álf-
arnir séu fluttir búferium.
Engir borar hafa brotnað nú,
en brögð höfðu verið að því
áður en borununum var
liætt. Vinnan lá niðri í um
það bil þrjár vikur vegna
álfanna. — G. St.
HIMMMMtMMMMUMMHttV
14 24. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ