Alþýðublaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 4
ERLEND TIÐINDI
Guðni Guðmundsson:
Peron
SÁ ÓVÆNTI atburður gerðist
um síðustu helgi, að Perón, fyrr
'verandi einræðisherra Argentínu
vann mikinn kosningasigur, án
þess að koma þar nokkurs staðar
'nærri. Niðurstaðan af kosningun
rúm hefur orðið sú, að lýðræði
'liefur a.m.k. um stundarsakir, ver
ið afnumið í landinu, herinn er
‘tiibúinn til aðgerða og Frondizi
forseti hefur eftir langa umhugs
un ákveðið að ógilda kosningarn
ar.
Hik Arturos Frondizi forseta
er sérlega vel skiljanlegt, þegar
rþað er haft í liuga, að allan tim-
ann sem Perón sat að völdum,
-Var hann mjög einbeittur and-
stæðingur hans og hefur alltaf
verið einn helzti forvígismaður
lýðræðis í landi sínu. Það hlýtur
því að vera sárt fyrir hann að
þurfa að taka slika ákvörðun sem
«ð afnema lýðræði.
.Spurningin er þá: hvers vegna
gerir hann það?
Til þess að svara þeirri spurn-
ingu þarf að fara nokkuð aftur
•í timann, eða til ársins 1955, cr
'Perón var steypt af stóli. Perón
studdist mjög við verkamenn á
§ínum tíma og var fyrri kona
lians m.a. einn helzti verkalýðs
íoringi landsins. Hann hélt fylgi
■verkamanna með alls konar íviln
unum þeim til handa, sem sumar
hverjar voru keyptar því verði
að setja efnahagslíf landsins úr
skorðum. Síðasta verk hans, áður
en hann flýði, var svo að hirða
mestallt handbært fé ríkisins,
enda hefur hajja.-iiö<9 góðu lífi
síðan, nú síðasÍÍppájJ.
Frondizi féb'lt vanþakk
láta verkefni, er Kahn tók við for
setaembætti, að lireinsa til í efna
hagslífi þjóðarinnar. Það hugð-
ist hann gera fyrst og fremst með
því að styrkja gjaldmiðilinn, þ.e.
a.s. með sparnaði. Hann var á
sínum tíma kosinn með stuðningi
kommúnista og perónista, auk
síns eigins flokks Hins ósættan
lega radíkalaflokks. Þegar efna
hagsráðstafanir hans fóru að
verka, kom fljótlega í ljós, að
hvorki kommúnistar né perón-
istar voru ánægðir. Árangurinn
varð sá, að liann varð að víkja
af þeirri stefnu sem hann hafði
markað sér og var raunverulega
mjög líkleg til þess að bjarga við
þjóðarbúskapnum. Við tóku
hrossakaup og smábreytingar á
stefnunni, sem í rauninni eyði-
lögðu hana.
Nú er það svo, að Frondizi var
frá upphafi hliðhollur verkamönn
um, en hann hefur orðið fyrir
árásum og þvingunum frá báðum
hliðum. Kommúnistar og perón
istar hafa, eins og fyrr segir, ráð
izt á stefnu hans í efnahagsmál
’um, en hins vegar hafa hægri
öflin, þá fyrst og frémst herinn
rlagzt hart gegn nokkrum tilslök
unum á stefnunni. Niðurstaðan
hefur orðið sú, að hann hefur
komizt æ meir undir áhrif hægri
manna, aðallega hersins. Fron
dizi liefur verið ljóst frá því að
hann kom til valda, að perónism
inn ætti enn veruleg ítök í mönn
JUAN PERÓN
ARTHURO FRONDIZI
um- þar í landinu. Hefur hann
því alltaf forðast að ganga mjög
gegn þeim, og segja sumir, að
hann hafi persónulega ekki verið
þess ófús að nálgast þá nokkuð.k
Það virðist þó ekki hugsanlegt
úr þessu.
En hvað gerðist þá nú? í kosn
ingunum s.l. sunnudag var perón
istum í fyrsta sinn leyft að bjóða
fram við kosningar í landinu. Til
þessa hafa þeir stutt Frondizi á-
samt kommúnistum, eins og fyrr
segir. Nú sameinuðust perónistar
og kommúnistar um frambjóðend
ur perónista og unnu stórsigur,
fengu 2,2 milljónir atkvæða á
móti 1,8 milljónum flokks Fron
dizis og 1,4 milljónum Radíkala
(þjóðarsambandsins Aðeins var
kosið um lielhráíg þingsæta að
þessu sinni, en hitt var verra,,
að perónistar náðu kosningu sem
ríkisstjórar í tíu ríkjum.
Ákvörðunin um að leyfa perón
istum að bjóða fram var tekin
meira eða minna í blóra við her
inn og vegna þess, að ekki var
talið líklegt, að þeir mundu geta
núð neinu verulegu fylgi. Þarna
liefur átt sér stað alvarlegur feil
reikningur og er rétt að gera
sér nokkra grein fyrir því hverjar
orsakir eru líklegastar.
Ýmsir telja, að ákvörðun stjórn
arinnar um að slíta stjórnmála
sambandi við Kúbu, skömmu fyr
ir kosningar, hafi haft mjög veru
leg áhrif. Sagt er, að Frondizi
hafi verið ófús að gera þetta, en
hafi hins vegar neyðzt til að láta
undan vilja hersins í þessu efni.
Þá er ekki ósennilegt, að í á
róðri hafi sú ákvörðun verið
tengd þeirri frétt, sem kom einnig
rétt fyrir kosningar, að Argentína
hefði fengið 150 milljónir dollara
frá Framfarabandalaginu. Það er
þó engan veginn nauðsynlegt að
leita slíkra ástæðna, því að eng
inn efi er á því, að Fidel Castro
er vinsæll meðal hinna fátækari í
Argentínu, eins og reyndar víðar
í latnesku Ameríku. T.d. munu
stuðningsmenn Peróns vera mjög
hliðhollir Castro, einræðisstefn
urnar reynast enn vera skammt
hvor frá annarri.
Líklegast skýringin á óförum
Frondizi virðist þó vera sú, að
verulegur hluti af atkvæðamagni
(j'erónista nú séu mótmælaat-
kvæði, menn hafi með þessu vilj
að mótmæla sparnaðarstefnu
þeirri, sem stjórnin hefur fylgt
undanfarið.
Hverjar svo sem orsakirnar eru
þá er það liin sorglega staðreynd
að um sinn er einu lýðræðisrík
inu færra í Suður-Ameríku. Per
ónistar eru að vísu heldur leiðin
legur lýður, en allt um það virð-
ist það slakt lýðræði, þar sem
menn lirópa „ómark“, ef ógeð-
felldur flokkur sigrar. Afskipti
hers af stjórnmálum ahfa alltaf
loðað við í latnesku Ameriku, en
eru sérlega ógeðfelld. Hitt er svo
auðvitað athyglisvert, að í Argen
tínu sigruðu í kosningunum
stuðningsmenn fyrrverandi ein-
ræðisherra, sem hljóp burtu með
ríkissjóðinn, og býr nú í háborg
fasismans, á Spáni. Og þeir unnu
sigur sinn með stuðningi fylgj j
enda forsætisráðherra, sem býr!
í háborg kommúnismans, í Kreml |
Inflúenzan setti sinfóníuhljóm
sveitina úr skorðum, svo að tón
leikar féllu niður, en í næstu
viku geta hlustendur heyrt
tvenna í staðinn. Fyrri konsert
inn með Einari Vigfússyni cello
lista heyrist á morgun milli há
degis og kaffitíma, en síðari kon
sertinn á venjulegum tíma á
íimmtudag.
□
Þjóðin hefur á síðustu árum
eignazt nokkra unga heimspeki
lærða menn, en flestir þeirra fá
ekki atvinnu í fræðigiein sinni
og vinna ýmis skrifstofustörf ...
Á fimmtudag mun Gunnar Ragn
arsson cand. mag. tala um Mac
murray og heimspekiviðhorf hans
□
Fjórða ritgerðin í samkeppn
inni „Því gleymi ég aldrei" er
eftir Jochum Eggertsson rithöf
und, fjallar um „Trýnaveður" og
r
HRNN
VRNN
verður flutt á venjulegum tíma
eftir átta annað kvöld. Jochum
|fé^ aukaverðlaun, en annan
sunnudag kemur fyrsta af mörg
um, sem ekki hlutu verðlaun, en
útvarpið þó vildi kaupa til flutn
ings.
LÉTTMETIÐ: Jónas Jónasson
með hraðfleyga stund annað
kvöld . .. Úlfar Sveinbjörnsson
með lög unga fólksins á þriðju
dag ... Picosarnir leika harmon
ikulög eftir fyrri fréttir á mið
vikudag en Högni Jónsson og
Henry J. Eyland flytja harmon
ikuþátt á fimmtudagskvöld . .
Káta ekkjan er eftir seinni fréttir
á föstudag en annað laugardaes
kvöld leika Svvar Gests með Hc
enu Eyjólfsdóttir og Ragnari
Bjarnasyni.
□
Hluti af dagskránni um Þing
eyrarklaustur verður endurtek
inn kl. 4.30 á morgun •... Hákon
Guðmundsson talar um dómsmál
á fimmtudag . .. Siguröur Nordal
les þjóðsögur á vökunni á mið
vikudag ... Friðþjófur Hraun
dal flytur varnaðarorð á miðviku
dag.
□
Einn elzti og vinsælasti af föst
um þáttum útvarpsins er tóm
stundaþáttur barna og unglinga
sem Jón Pálsson sér enn um á
laugardögum.
.□
TONLIST: Arni Kristjansson
flytur kl. 9.20 í fyrramálið Pad
erewsky með skýringum eftir
Janusz Skiert ... Á næturhljóm
leikum á miðvikudagskvöld leika
belgískir listamenn nútímaverk
... Pétur Jónsson bifreiðarstjóri
velur hljómplötur kl. 5 næsta
laugardag.
DREGIÐ
4 24. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ