Alþýðublaðið - 05.04.1962, Page 2

Alþýðublaðið - 05.04.1962, Page 2
fX I! RY-Ð1D B lr4íO 1f > JBtstjórar; Glsll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Grðndal. — ASstoSarritstjórl: Björgvin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasiml 14 906. — Aðsetur: AlþýðuhúsiS. — PrentsmlSja AlþýðublaSsins. Hverfisgötu ■—10. — Áskriftargjaid kr. 55.00 á inánuSi. í labsasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andl: AtpýSuflokkurinn. —Framkvæmdastjóri: Ásgelr Jóhannesson. Orð og afhafnir < ALMANNAVARNIR 'hafa vérið til umræðu á i Alþingi undanfarna daga. Höfðu þeir menn, sem undirbúið hafa þetta frumvarp, gert sér <vonir um að þingmenn mundu skilja nauðsyn þess og veita því fylgi án tillits til flokka. Slíkar varnir eru tald ar nauðsyn í öllum nágrannalöndum okkar, hvort sem er austan tjalds eða vestan, og ekki sízt í hlut- i lausum löndum. Fyrir síðustu helgi sátu Alþýðubandalagsmenn á 1 xáðstefnu í Kópavogi. Þar samþykktu þeir álykt- ! run, sem meðal annars segir svo: ,;Aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu stofnar ekki aðeins sjálf ^tæði þjóðarinnar í hættu, heldur einnig lífi henn ar ef til heimsstyrjalda kæmi á kjarnorkuöld“. Nú er vitað, <að milli 80 og 85% af Alþingi íslénd- inga fylgir eindregið þátttöku íslands í Atlants- thafsbandalaginu, og þeim málum verður ekki hreytt fyrst um sinn. ísland verður áfram í banda- laginu, hvað sem kommúnistar segja. Af þessum sökum er rökrétt að álykta sem svo: Kommúnistar telja líf þjóðarinnar í hættu, ef til styrjaldar dregur. Þess vegna ættu þeir að hafa ínikinn áhuga á almannavörnum, sem stefna að vemdun mannslífa, ef friður helzt ekki. Afstaða kommúnista er þveröfug. Þeir hafa tek *ð upp á Alþingi harða bráttu gegn frumvarpinu um almannavarnir og finna því allt til foráttu- Hannibal reynir að gera það hlægilegt. Einar og Lúðvík þreyta maraþonræður til að hindra fram- gang þess. Þannig vinna 'kommúnistar af einhverjum óskilj anlegum ástæðum gegn því að mannslífum verði ibjargað frá hættu, sem þeir sjálfir telja yfirvof- andi, ef marka má Kópavogssamþykkt Alþýðu- 'bandalagsins. Eina hugsanlega skýringin á þessari furðulegu afstöðu er sú, að þeir þoli alls ekki, að íslenzka þjóð ín horfist í augu við staðreyndir alþjóðamála og geri þær ráðstafanir, sem allar aðrar þjóðir telja •nauðsynlegar. Kommúnistar óttast, að því meira sem almenningur á íslandi hugsar um friðarmál- in og alþjóðleg viðhorf, því minna verði fylgi kommúnismans og fylgifiska hans í landinu. Önnur skýring er líka til. Hún er á þá lund, að forystumenn Sovétríkjanna hafa alltaf talað af fyrirlitningu (rétt eins og Hannibal) um almanna- varnir, enda þótt vitað sé að þær varnir eru til í landi þeirra. Þar sem slík afstaða er tekin austur í Moskvu, finnst íslenzkum kommúnistum þeir ipegi til að taka sömu afstöðu. Þetta er ótrúleg skýring — en hún gæti verið sönn. ( fHANNES ★ Úr undirdjúpum Reykjavíkur- ★ Lögreglumaður lýsir hörmulegu ástandi. ★ Eymdin af völdum á- fengis og eiturlyfja. í DAG gtí ég lögreglumanaJ orð ið. Hann segir í athyglisverðu bréfi. „Að ytra útliti er Reykjavík falleg borg og hreinleg við fyrstu sýn, en þegar við förum að skoða lífið eins og það er hjá samborgurum okkar, sem búa við hin bágari kjör, sjáum við borgina okkar allt öðrum aug uni Eitt cr það mái, sem mér finnst mjög vera orðið aðkallandi vanda mál en það er þörfin fyrir liæli, sem tæki við mönnum, sem eru orðnir sjúkir af völdum áfengis- neyzlu eða eiturlyfja, eða eru á hraðri leið með að verða það. ÉG liÍT A ÞESSI MAL með aug um lögreglumannsins sem lendir í þeim vanda að ræða við aðstand endur sfíkra sjúklinga og reyna að finna með þeim ráð til úrbóta, þeg ar heimilisfólki finnst í óefni kom ið og síðasta vonin er að hringja á lögregluna, sem þá stendur oft ast uppi ráðalaus. Til að skýra bet ur það mál, sem ég er hér að ræða við þig Hannes, tek ég dæmi úr daglega lífinu, en sleppi að sjálf- sögðu að nefna nöfn. MIÐALDRA MAÐUR hefur búið með móður sinn háaldraðri. Maður þessi hefur hneigst mjög að áfengi síðastliðin ár og fór að vanrækja vinnu sína. Hann var rekinn úr vinnunni og í stað þess að útvega sér aðra vinnu til að sjá sér og móður sinni farborða. lagði hann upp laupana og lagðist í rennu- steinana. Nú er þessi maður þannig farinn að heilsu, að hann er nær blindur og mjög máttfarinn af nær ingarskorti og neyzlu á spritti eða öðrum óþverra sem hann drekkur. Hin háaldraða móðir, sem sjálf líður skort og er farin á heilsu, þarf að þrífa, mata og klæða þenn an vesaling og er enganveginn fær um það. MAÐURINN NOTAR hvert tæki færi til að komast frá gömlu kon unni niður í miðbæ. Þar tekst hon um að sníkja sér áfengi og lög- reglan hirðir hann svo ósjálfbjarga á eða við einhverja sjoppuna. Og hvað getur svo lögreglan gert fyr ir þennan aumingja mann? Það er ófært að setja hann í fanga- geymslu, hann er ekki einu sinni fær um að drekka vatn hjálpar- laust. Að fara með hann heim til gömlu konunnar er ömurlegt eins ■ og ástatt er fyrir þeim mæðginum, enda er húsnæði það sem þau búa í varla mannsæmandi eins og nú er háttað. — Að flytja manninn á Slysavarðstofuna bjargar um stund arsakir — Þar er maðurinn hreins aður af óhreinindum — fataræflar jafnvel brenndir og maðurinn hýst ur yfir nótt með því að lögreglu þjónn vaki við beð hans. Morgun inn eftir verðúr hann að fara heim og sagan endurtekur sig. Það vant HORNINU ar algjörlega t.amastað fyrir svona íólk. ANNAÐ DÆMI um mann veléfn aðan af góðu heimili. Ásókn hans er orðin svo mikil í áfengi éða eitur lyf, að hann er ekki fær um að stunda atvinnu sína. Hann notar hvert tækifæri til að komast yfir áfengi og heilsufari hans liefur lirakað svo mjög, að nálgast geð bilun. Kona hans og börn eru ali'; ekki fær um að halda manninum allsgáðum og þau geta heldur ekki þolað hann heima í sliku ástandi svo gjörsamlega bilaður er hann orðinn. Það hefir ckki tekist að koma manninum á sjúkrahús, enda allt útlit fyrir að hann sé heilbrigð ur þegar hann er ófulluf, þó að undir niðri leynist dýrsleg græðgi í áfengi og eiturlyf og hafi hann náð í annaðhvort, lýsir hegðún hans svipbrigðum og framkoma geðvéik issjúklings með sjúkdóminn á háu stigi. Þegar heimilið gefst upp og sjúkrahús eru lokuð og læknar geta ekki hjálpað, er leitað á náð ir lögreglunnar, sem er gjörsam lega ráðalaus því að það er ekkert -hæli til fyrir svona fólk, þar sem því væri hjúkrað og það læknað af áfengis- og eiturlyfjanautninni. ÞAÐ ER ENGIN LAUSN að taka slíka menn sem þessa og ioka þá í fangageymslu lögreglunnar eina og eina nótt, og þó að það verði að gerast til þess að fjplskyldan fái hvíld, endurtekur sagan sig og viðkomandi fcr neðar og neðar i svaðið. Þetta eru aðeins tvö dæmi af nokkuð mörgum og bæði um fullorðna menn. Þá er margt ungra manna að fara gjörsamlega í hund ana. vegna áfengisneyzlu og hirðu leysis þjóðfélagsins gagnvart þeim. ÞAÐ ER SJALFSAGT ýmsar á- stæður fyrir því að menn og konur verða áfengi og eiturlyfjum að bráð. — Oft er um sjúkdóm að ræða, leti, slæman félagsskap O.S. frv. En það er ekki hægt að horfa upp á fólk fara í hundana þó að það lendi í slæmum íélagsskap, nenní ekki að vinna og sjá sér og sínum farborða eða sé sjúkt í áfengi. ÞjóS félagið er skyldugt að koma til hjálpar pg það hið bráðasta. Það vantar hæli fyrir svona fólk — hjúkrunarstöð, sem stöðvar nautn ina og hressir upp á líkama og sál og gerir viðkomandi einstakling á ný vinnuglaðan og fullan lífslöng- unar.“ 14 pund Framhald af 1. síSu. þurftu því ekki að leita til sam- bandsins um leyfi til iækkunar- innar. Alþýtfublaðið spurtfist fyrir um þessi mál, þar eð kona nokkur hringdi til blaðsins, og sagði «6 sér hefði verið boðið til Englands, en fólkiö sem bauð henni varð «5 greiða 56 pund fyrir farseðilins, þó hann hefði verið keyptur í Lond on. Er það þá vegna þess að ferð- in er ekki hafin í London. Frílisti Frh. af 1. síðu, . ræðið í utanríkisverzlun okkar ís- lendinga væri nú orðið svo mikið, að skipulag þessara mál samrýmd- ist orðið því sem tíðkaðist innan Efnahagssamvinnustofnunarinnar (OECD) og þyrftu íslendingar ekkl lengur á að halda teljandi undan- þágum frá reglum stofnunarinnar um viðskiptamál. Höggdeyfar Loftnetsstengur Vatnslásar í fJesta bíla. Sentium gegn kröfu um allt land. 3 Allt ] i 1 H.f. Egill Vilhjálmsson soma i Laugaveg 118 - Sími 2-22-40 stað £ 15. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.