Alþýðublaðið - 05.04.1962, Síða 8

Alþýðublaðið - 05.04.1962, Síða 8
Þekktasta og vinsælasta útvarpsstöð Evrópu er án alls vafa Radíó Luxemburg. Nú eru liðin 30 ár síðan Radíó Luxemburg hóf starfsemi sína, en síðan 1955 hefur út- varpið notað nafnið Radio- Tele-Luxemburg. Það mun ekki of mikið sagt, að þulir útvarps þessa eigi heiðurinn af því, að þetta Beneluxland er jafnþekkt í Evrópu og raun ber vitni. Camillo Felgen, frægasti plötukynnir Radíó Luxem- burg, sem einnig er söngvari. Radíó-Tele-Luxemburg er sterkara en nokkru sinni áður í sögu útvarpsins, enda hafa vinsældir þess meðal almennings um alla Evrópu lengi farið vaxandi. Mest mun þessi fræga útvarpsstöð samt mega þakka vinsældum Einn af fréttamönnum Radíó Luxemburg ræðir við Fran- coise Sagan. því, hve vel hún er staðsett þama í hjarta Vestur-Evr- ópu, sérstaklega þó mitt í hinum auðugu og þróttmiklu iðnaðarhéruðum V-Evrópu, — enda keppast stórfyrirtæki þessa svæðis um að kaupa auglýsingatíma í þessu út- útvarpi, og fást þeir þó ekki fyrir neina smáskildinga. Radio-Tele-Luxemburg er nefnilega rekið fyrir fé það, sem inn kemur fyrir auglýs- ingar. Efnahagsbandalagið hefur, ofan á allt annað, enn aukið áhuga framleiðenda fyrir þessu útvarpi, og er það þess vegna ekki óskiljanlegt, að eigendur kítli nú í lófana, þegar fyrir dymm stendur mikil stækkun Efnaliags- bandalagsins. Framtíðin er björt fyrir þessa litlu útvarpsstöð, sem hefur svo marga áheyrendur. 50 MILLJÓN ÁHEYR- ENDUR. Það er algerlega einstætt fyrirbæri, að útvarp í landi, sem hefur aðeins 350 þús. í- búa, hafi daglegan hlustenda- fjölda, sem nemur 50 milljón- um manna. Sagt hefur verið, að Radio- Tele-Luxemburg á 208 m. á miðbylgjum sé staðurinn, þar sem Evrópa öll eigi sér stefnu mót. Mörgum verður það á, þegar þeir hafa stillt inn á 208 m. á miðbylgjum, til þess að hlusta á létta tónlist, að Radit) Luxemburg sé nokkurs konar risastórt glymskratti, sem alltaf sé fylltur af nýj- ustu og vinsælustu dægurlög unum. Engir eru samt leiðari á þessu nafni en útvarpsmenn- irnir við Radio Luxemburg. Þeir viðurkenna, að 2/3 hlut- ar útvarpsefnisins séu að visu tónlist, en halda því samt fram, að aðaltilgangur út- varpsins sé að veita fólki skemmtun, fréttir og fræðslu. Þetta höfum við leitast við að gera öll undanfarin ár og munum halda áfram að gera það, segja forstöðumenn út- varpsins. FRANSKIR EIGENDUR. Hverjir eiga þessa fræg- ustu og vinsælustu útvarps- stöð Evrópu? Hlutabréfin hafa víða farið, en liggja mest í höndum franskra iðn- fyrirtækja, en þó eru hluta- bréfin það dreifð hjá þessum fyrirtækjum, að ekki er hægt að segja, að neitt eitt þeirra hafi þar yfirhöndina. Þess má og geta, að Luxemburgar- ríkið hefur eftirlit með efni því, sem varpað er út frá stöð inni. Það voru upprunalega nokkrir leikmenn í útvarps- virkjun, sem stunduðu Radio Luxemburg. Þá höfðu íbúar þessa litla (að því er þjóðun- um á meginlandinu finnst) ríkis ekki ekki eigin útvarps- stöð, heldur hlustað á útvörp stórþjóðanna í nágrenninu, Frakklands, Þýzkalands, Belg- íu og Englands. Brátt fóru að heyrast kröfur þess efnis, að Luxemburg yrði að stofna eig ið útvarp. Var það á öndverð- um öðrum tug aldarinnar, og fengu þessir leikmenn brátt styrk frá ýmsum félögum og áhugamönnum í landinu. Árið 1924 tókst svo ungum útvarpsvirkja að fá stuðning stjórnarinnar til að stofna litla útvarpsstöð í höfuðborg landsins. Maður þessi, sem hét Francios Anen, fékk svo leyfi til að útvarpa tónleik- um herhljómsveitar, sem vön var að leika fyrir framan höll eina í borginni og einnig fékk hann leyfi til að útvarpa frá leiksýningum í leikhúsum í Luxemburg. Þetta var byrj- unin, en hinn opinberi stofn- unardagur útvarpsins er 31. maí 1931. Hlutafé útvarpsins var þá 15 milljónir franka, en var skömmu síðar komið upp í 25 milljónir og keyptu frönsk fyrirtæki mest af hluta bréfunum. MÖRG TUNGUMÁL NOTUÐ 1933 byrjaði útvarpið svo að senda út á mörgum tungu- málum, eða til skiptis á frönsku, ensku, þýzku, belg- ísku, og mállýzku Luxem- burgarbúa sjálfra. Þá var út- varpað 60 tíma á viku hverri. Eins og áður var sagt hef- ur stjórn Luxemburg eftirlit með öllu því, sem fram kem- ur í Radio Luxemburg. Meiri hluti þeirra manna, sem eru í stjórn útvarpsins eru bú- settir í Luxemburg, svo og meirihluti starfsfólksins og stjórn Luxemburg krefst þess að ítrasta hlutleysis sé gætt í öllum útsendingum útvarps ins, sem varða stjórnmál, og þess er einnig krafizt, að allt það, sem í útvarpinu kemur, sé ætíð með menningarlegum blæ, þannig, að ekkert það komi fram í útvarpinu, sem talizt geti lítilsvirðing að fyr- ir þjóðina. 1933 hófst reglu- legt útvarp fyrst, en tveim ár- um síðar var búið að lengja dagskrána um helming. Þegar stríðið brauzt út, á- kvað stjórnin, að útvarpið skyldi hætta starfsemi sinni, vegna þess að þetta litla smá ríki vildi ekki hætta á að troða eitthvert stórveldið um tær vitandi eða óafvitandi. Lokun útvarpsins hafði lít- il áhrif á Þjóðverjana til eins eða neins, því nokkrum mán- uðum seinna flæddu þeir inn fyrir landamæri Luxemburg gráir fyrir járnum, stöðin ekki opnuð a en kl. 7 að morgni árið 1945. Reynd Bandaríkjamenn út notkun nokkru fyrr var þá notað til að 1 list og koma skilab hersveitanna og borgara fyrstu mánui uppgjöf Þjóðverja, nær öll Evrópa var Leið því nokkur tín réttir eigendur tóku inni á ný, enda hafði að töluverðu leyti V( lögð af Þjóðverjum. En nýtt vandamál útvarpsstöðina. Evró rústum, og enginn ] auglýsa eða hafði ej að auglýsa. Á næs rættist þó úr þessu smátt og árið 1951! að útvarpa 120 tím, hverri bæði á mið bylgjum. Þá var ein þarna stór sjónv sem rannsóknir hafa kvæindastjórn þess, 6) tvö meðalstór sjónvarpupi bergi, 7) skrifstofur og vinnustofur fyrir sjónvarpiff. I inu er komiff fyrir tækjum til útsendinga til hinna varps og sjónvarpsturna sem liggja úti á landinu, en sendingunum útvarpaff til hlustenda. 9) Skrifstofur < Útvarpsliús Radio Luxemburg í Villa Louvigny mitt í höf- uðborg Luxemburgar, sem ber einnig nafniff Luxemburg. 1) Skrifstofur, 2) affalinngangur. 3) stór hljómleikasalur þar sem einnig má færa upp leiksýningar, Andspænis þessum sal er 3) herbergi fyrir leikstjóra, þegar taka skal upp sjónvarps- sendingar, 5) Fundarherbergi fyrir stjórn útvarpsins og fram stofur fyrir starfsmenn útvarpsins. í) 8 5. apríl 1962 - ALÞÝQUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.