Alþýðublaðið - 05.04.1962, Page 14

Alþýðublaðið - 05.04.1962, Page 14
FIMMTUDAGUR Kvöld- og næturvörð • ur L.R. í dag: Kvöld- vakt kl. 18,00—00,30. Nætur- vakt kl. 24,00-8,00: - Á kvöld- vakt: Jón Hj. Gunnlaugsson. A næturvakt: Þorvaldur V. Gu3- tnundsson. V esturbæ jarapótek á vakt vikuna 31__ 7. apr. Sími 22290. llelgidaga og næturvörður í HAFNARFIRÐl vikuna 31. tnarz til 7. apríl er Kristján Jóhannesson sími 50054 Sínsi sjúkrabifreiðar Hafnar- tjarðar er 51336. Skipaútgerð ríkis- ins: — Hekla er á P§§ Vestf jörðum á norð urleið. Esja er í Rvk. Herjólfur fer frá Vestm,- eyjum kl. 21,00 í kvöld til Rvk. jjyriii er á Norðurlandshöfnum Skjaldbreið fer frá Rvk í dag til Breiðafjarðarhafna. Herðu- brið er á leið frá Austfjörðum til Rvk. Eimskipafélag íslands h.f.: Brú- arfoss fer frá New York 13.4. til Rvk. Dettifoss fór frá New York 30.3. til Rvk. Fjallfoss fer frá Itotterdam 4.4. til Hamborgar, Antwerpen Hull og Rvk. Goðrr- foss kom til Rvk 1.4 frá New Vork. Gullfoss fór frá Kmh 3.4. lil Leith og Rvk. Lagarfoss fór frá Kleipeda 3.4. til Hangö og ftvk. Reykjafoss kom til Gauta- Dorgar 1.4. fer þaðan til nustur- og Norðurlndshafna og Rvk. .Selfoss kom til Rvk 3.4. frá Hamborg. Tröllafoss fór frá Siglufirði 3.4. til New York. — Tungufoss kom til Rvk 3.4. frá Krtótiansand. „Zeehaar." fór frá Hull 27.3. væntanlegu'* til Rvk á fyutramálið 5.4. Flugfélag íslands h.f.: Millilandafl.: Hrímfaxi fer tii Glasg. og Kmh kl. 08,00 í dag. Væntanleg aftur til Rvk kl. 22,40 í kvöld. Flug- vélin fer til Glasg. og Kmh kl. 08,00 í fyrramálið. — Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, Vestm,- eyja og Þórshafnar. — Á morg- un er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar 2 ferðir), Fagurh.mýr- ar, Hornafjarðar, ísafjarðar, — Kirkjubæjarklausturs og Vest- mannaeyja. Loftleiðir h.f.: Fimmtud. 5. apr. er Snorri Sturluson væntanleg- ur frá New York kl. 06,00. Fer til Luxemburg kl. 07,30. Kemur til baka frá Luxemburg kl. 22. Fer til New York kl. 23,30. Konur í Styrktarfélagi vangef- inna: Fundrn- á fimmtudag 5. apríl kl. 20,30 í Tjarnarg. 26. Dagskrá: Reikningar kvenna- sjóðs, kosið í sjóðsstj., önnur félagsmál, og svo talar Dr. Matthías Jónasson um störf Barnaverndarfélags Reykja- víkur. SÖFN Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Sími: 12308. Að- alsafnið, Þing- holtsstræti 29A: Útlán kl. 10—. 10 alla virka daga, nema laug- ardaga kl. 2—T. Sunnudaga kl. 5—7. Lesstofa: kl. 10—10 alla virka daga, nema laugardaga kl. 10—7. Sunnudaga kl. 2—7. Úti- bú, Hólmgarði 34: Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugar- daga. Útibú, Hofsvallagötu 16: Opið kl. 5,30—7,30, alla virka daga. Aðalfundur Kvenfélags Hall- grímskirkju verður haldinn þriðjudaginn 10. apríl kl. 8,30 í félagsheimili múrara að Freyjugötu 27. Venjuleg aðal- fundarstörf. Konur fjölmenn- ið. Næstkomandi sunnudag 8. apríl kl. 2 e. h. flytur prófessor Þor- björn Sigurgeirsson fyrirlest- ur í hátíðasal háskólans. Fyr- irlesturinn nefnist „Dreifing geislavirkra efna frá kjarn- orkusprengingum" og er 4. fyrirlesturinn í flokki afmælis fyrirlestra háskólans. Öllum er heimill aðgangur að fyrir- lestrinum. Afmælisfundur Kvennadeildar Slysavarnarfélags Reykjavík- ur verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu mánudaginn 9. april kl. 8 e. h. Skemmtiþáttur: Rúrik og Róbert. Halli og Stína sýna tvist. Aðgöngumið- ar fást í verzlun Gunnþórunn- ar Halldórsdóttur. Minningarspjöld „Sjálfsbjörg" félags fatlaðra fást á eftirtöld um stöðum: Gárðs-apóteki, Holts-apoteki Reykjavíkur- apoteki, Vesturbæjar-apoteki Verzlunninni Roði Laugavegi 74, Bókabúð ísafoldar Austur stræti 8, Bókabúðinni Laugar nesvegi 52 Bókbúðinni Bræðra borgarstíg 9 og í Skrifstofu Sjálfsbjargar. Fimmtudag- ur, 5. apríl: 1 !,4‘*'200 Hádeg- isútvarp. — 13,00 „Á frívaktinni" sjómanna- þáttur (Sigríður Hagalin). 15,00 Síðdegisútvarp. 17,40 Framburð arkennsla í frönsku og þýzku. 18,00 Fyrir yngstu hlustendurnr (Guðrún Steingrímsdóttir). — 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20,00 Um tölvísi; IV. þáttur: Reikningslist (Bjöm Bjarnason menntaskólakennari. 20,15 íslenzkir organleikarar kynna verk eftir Johann Sebasti an Baeh; VII.: Máni Sigurjóns- son leikur tokkötu og fúgu í F- dúr og preludíu og fúgu í f- moll; dr. Páll ísólfsson flytur formálsorð. 20,45 Úr skáldskap íslenzlcra kvenna frá 17., 18. og 19. öld, — bókmenntakynning, tekin saman að tilhlutan stúd- entaráðs: Guðrún P. Helgdóttir skólasjtóri flytur erindi og vel ur efnið. 22,00 Fréttir. 22,10 Passíusálmar (39). 22 20 Upp- lestur: „Myndin“, smásaga eftir Guðmund L. Friðfinnsson; fy •n hluti (höfunduh les). 22,40 Jazz- þáttur (Jón Múli Árnason). — 23,10 Dagskrárlok. EIMREIÐIN í stöðugri framför EIMREIÐIN, fyrsta hefti 1962, er nýkomið út. Þetta gamla og gróna tímarit tekur stöðugum framförum síðan Ingólfur Kristj- ánsson keypti það og gerðist rit- stjóri þess. Það er fjölbreytt að efni og skemmtilegt, en mætti ef til vill vera stormasamara á köflum. Það er þó smekksatriði, en tímarit eins og Eimreiðin á að geta rutt brautir og haft íor- j'stu fyrir góðum málum. Þetta hefti hefst á yndislegu hjarðljóði eftir Jóhannes úr Kötlum, látlaust, einfalt og inni- legt. Sekir menn heitir smásaga eftir Þóri Bergsson. Segir hann þar sögu tveggja manna, sem strjúka á fjöll og fara um þau friðlausir. Efnið er sótt aftur í aldir, í raun og veru eins og þáttur af sögulegum afbrotamál- um. Sagan er, eins og allar sögur Þóris Bergssonar, vel steypt og meitluð. Yngvi Jóhannesson er meira skáld en enn hefur verið viðurkennt. Hann er hugljúfur og smekkvís. Hann gaf út Ijóðabók fyrir mörgum árum. Síðan hefur hann aðallega birt ljóðaþýðingar. Hér þýðir hann ljóð eftir fagur- kerann Rilke og annað eftir von Platten. Bjarni M. Gíslason álít- ur að líkindum að nú geti hann hvílt sig nokkuð eftir stríðið við Dani um handritamálið. Hann mun vera sannfærður um, að þeirri orrustu sé lokið, ekki sé annað eftir en að taka sigurlaunin, og það sé annarra verk. Hann hefur lítið skrifað um bókmenntir á undanförnum árum, en þama birtist snjöll og djarfyrt grein um bókmenntir. Það væri synd að ségja, að hann taki ekki af- stöðu í þeim deilum, sem uppi eru. Smábæjarskáld heitir smá- saga eftir Einar Kristjánsson. Sagan er nokkuð langdregin, en lausn hennar stórsnjöll og min!i- isstæð. Skuggi (Jochum Eggerts- son) er einfari og furðufugl aft- an úr grárri forneskju. Þó lifir hann meðal okkar. Þarna á hann gott kvæði. Gaman væri að birta það til þess að sýna, hvernig þessi þulur yrkir, en kvæðið er of langt til þess — og ekki til- tök að birta hér eitt erindi, því að maður verður að lesa það í heild. Þá er komið að merkustu og forvitnilegustu ritgerð heftis- ins: Um Þórð Þorláksson, Skál- holtsbiskup, eftir Arnheiði Sigurð ardóttur. Hér er um að ræða rit- gerð fulla af skemmtilegum fróð- leik um mikinn lærdóms- og vís- indamann, sem flestum hefur verið lítt kunnur. Það er mikill fengur að slíkum greinum og vill sá, er þetta ritar, fara þess á leit við ritstjórann, að hann geri til- raun til að fá eina slíka grein í hvert hefti. Smalaslóðir heitir kvæði eftir Margréti Jónsdóttur. Það er minning, innileg og snot- ur og full af hlýju. Maðurinn, sem fór gegn um heilt, er smá- saga eftir Marcel Aymé. Þetta er bráðsnjöll skemmtisaga í reyfara stíl, minnir nokkuð á Ósýnilega manninn eftir Wells. Ritstjórinn skrifar um Pólarför Amundsens fyrir hálfri öld og birtir nokkrar myndir til skýringar, Pólstjarnan er indverskt ævintýri. Málfríður Einarsdóttir þýðir kvæði eftir Sigurð Madslund, sem nefnist Síðkvöld. Jóhann M. Kristjánsson skrifar um efnishyggju og and- lega viðreisn. Og loks er smá- sagan Bréfið eftir O’Flaherty og bókadómar, en þeir eru of fáir. Af þessu yfirlliti má sjá að Eim- reiðin er fjölbreytt og efnið gott. r.-S.-n. Eyjaherg með 486 tonn Vestmannaeyjum 30. 3. Eftirtaldir bátar höfðu aflað meir en 300 tonn 28. þ. m. Eyjaberg 486 tonn,Halkion 455, Gullver NS 430, Gullborg 427, Á- gústa 424, Björg SK 420, Stígandi 418, Kristbjörg 393, Kap 386, Lundi 364, Leó 350, Kári 315, Snæfugl SK 312, Andvari 311, Haf rún NK 311, ísleifur III. 310, Ste- fán Arnarson SU 309, Freyja 305, Glófaxi NK 304, Sjöstjarnan 303, Sindri 301 tonn. Að undanförnu hefur verið all- góður afli hjá netabátum í Eyjum en fyrir 3 dögum tók hann að treg- ast og var sáralítill í dag. Hring- ver VE kom í nótt með um 1600 tunnur síldar. Var hún bæði fryst í stöðvunum og unnin í „Gúanó”. Inflúenzan er heldur í rénun, en hefur leikið vertíðarfólk hart. — Mb. Snæfugl frá Reyðarfirði hef- ur misst 8 róðra vegna veikinda skipverja. Ólafur B. ★ IIER er 16 ára Isfirð- ingur, sem er á góðri leið með að verða ein af snörp- ustu sundkonunum okkar. Hún heitir Margrét Óskars- dóttir, og náði mjög góðum árangri á sundmóti Ármanns í fyrrakvöld. m. 1 íí Eginmaður minn og faðir okkar, Helgi Magnússon, Hellubraut 7, Hafnarfirði er lézt að heimili sínu 31. marz, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 6. apríl kl. 2 e.h. Blóm afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra eða Slysavarnafélagið. Guðbjörg Magnúsdóttir og börn. Við þökkum hjartanlega öllum þeim sem réttu okkur hjálparhönd og sýndu okkar, börnum okkar og' foreldrum samúð og vináttu við andlát og jarðarför elskulegra barnanna okkar Lárusar Daniels Stefánssonar og Jónu Stefánsdóttur Guð blessi ykkur öll. Sigfríð Lárusdóttir Stefán Björnsson, Hnífsdal. 14 5. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ OÍCÚJfUU éUt 'lHl

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.