Alþýðublaðið - 17.04.1962, Síða 4

Alþýðublaðið - 17.04.1962, Síða 4
Stutt skemmtilegt i Húsavík LEIKFELAG Húsavíkur frumsýndi í gærkvöld sjón- leikinn „Gildran“ eftir Ro- bert Thomas. Þýðandi: Gunn vör Braga Sigurðardóttir. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir, en með að- alhlutverk fara: Kristján Jónasson, Sigfús Björnsson, Sigurður Hallmarsson og Steina Einarsdóttir. Gildran er fjórða leikritið sem Rag’uhildur Steingríms- dóttir setur á svið fyrir Leikfélag Húsavíkur. Áður hefur hún sviðsett Júpiter hlær, Delerium bubonis og Tehús ágústmánans. Myndin talið frá vinstri: Sigurður Hallmarsson sem bróðir Maximin, Kristján Jónasson sem Daniel Corban, Sigfús Björnsson sem lögreglufor- ingi, Steina Einarsdóttir sem Florence (Elisabet Cor- ban). — Ljósm. Jón J. ÞAÐ VAR stutt gaman en skemmtilegt hjá Dmitri T. Shepi lov, einum af kreddumeisturum rússneska kommúnistaflokksins, sem eftir dauða Stalíns kom mjög við sögu og þótti upprennandi maður. Á stríðsárunum starfaði þessi hávaxni og þrekni maður talsvert með Krústjov Hann hlaut mjög skjótan frama, var gerður að ritstjóra Pravda, og varð loks í átta mánuði utanríkisráðherra Sovétríkjanna. En það er nú einu sinru vandlif að í slíku þjóðfélagi sem Sovét- ríkin eru og sennilega ekki alltaf augljóst, hvað gera skuli. A.m.k. virðist Shepilov hafa komizt að raun um þetta á áþreifanlegan og leiðinlegan hátt fyrir hann sjálfan. Hann virðist hafa veðjað á vitlausan hest. í júní 1957, er hann hann var ritari miðstjórnar kommúnistaflokksins, batt hann trúss sitt við „and-flokkslegu klíkuna", sem var að reyna að bola Krústjov burtu. Þetta hefði sennilega verið í lagi, ef klíkan hefði ekki borið lægri hlut í við skiptunum við Nikita. Síðan hefur það verið einn af j leyndardómum kommúnismans.f hvað varð um Shepilov. Þó gerðj ist það fyrir skömmu, að bréf.l MIKIÐ FLUG UM PÁSK- ANA TJM páskahelgina gefur Flugfélag íslands ferðafólki kost á mjög ó- dýrum fcrðum frá Reykjavík til Akureyrar og ísafjarðar í sam- Bandi við skíðalandsmót og skíða- viku. Mjög margar farpantanir liggja fyrir til þessara staða og eru nokkr ar ferðir upppantaðar en næstum uppselt í aðrar. Til ferða innanlands um pásk- ana verða notaðar Viscount-skrúfu þotur og Dakota-flugvélar. Ekkert innanlandsflug verður á föstudaginn langa og páskadag. ORG ÁNUDAGU HINN HVÍTI LÓTUS HINN HVÍTI LÓTUS heitir ný bók eftir Gunnar Dal. Þetta er fjórða bók höfundarins í bóka- 'flokki hans Úr sögu heimspekinn- ar. Hinn livíti lótus fjallar um húddismann og höfuðrit hindu- ismans Bagavat Gita, sem nýtur sömu virðingar með Hindúum og Biblían með kristnum mönnum. Bókin er 61 bls. að stærð. Gríma: Á morgun er mánudagur. Leikrit eftir Ilalldór Þor- steinsson lesið af sviði í Tjarnarbæ ÞEIR Grímumenn eru djarf- tækir til nýjunga í leikhúslífi borgarinnar og trúir þeirri stefnu sinni að ganga fram fyrir skjöldu í tilraunum til að gera leikhúsið vettvang allra vinda, ef svo má segja. í síðustu viku var í fyrsta skipti á íslenzku sviði flutt leikrit án alls sviðsbúnaðar, við svipaðar aðstæður þeim, sem viðgangast, er flutt eru útvarpsleikrit. Slíkur flutningur leikrita er engan veg inn nýr af nálinni ytra og þykir sjálfsagður liður í starfi sumra leikhúsa framkominn í þeim til gangi að kynna ný verk og afla þeim framgangs á hefðbundinn hátt. Sviðslestur leikrita er tiltölu- lega kostnaðarlítill, en nær við eðlilegar aðstæður eins vel til áheyrenda og venjulegur flutn- ingur, og áhyrendur eiga mjög gott með að mynda sér ljósa skoð un um leikritið, kjama þess og uppbyggingu, þar eð fátt glepur auga þeirj'a og dregur eyra þeirra frá mætti hins talaða orðs, svo sem gerist við notkun margbrot ins sviðsbúnaðar og sviðstækni. SviðsleStur getur því verið beggja handa járn og engu síður afhjúpað galla en kosti. En sé litið víðar en til mögu leika leikrits á framgangi við venjulegar aðstæður, má mjög á það líta, að sum leikrit eru betur til þess fallin að þau hlíti að stæðum útvarpsflutnings en svið setningar, og þeim leikritum hentar sviðslestur, svo sem bezt verður á kosið. Ég tel, að leikrit Halldórs Þor steinssonar, það sem hér er um rætt, sé tvímælalaust í þeim flokki, og því sérstakur fengur að fá að njóta þess í þessum bún- ingi. Halldór Þorsteinsson hefur ekki sent frá sér leikrit fyrr en nú, og að sjálfsögðu ber verk hans þess mikil merki, að byrj- andi er að verki, en þess gætir ekki eins í þeirri flutningsaðferð sem hér var notuð, eins og vænta mætti að fram kæmi, ef um venju lega sviðsetningu væri að ræða. Leikritið er ekki nógu leikrænt samtölin á köflum of langdregin og flöt, til þess að þau nytu sín í viðamiklum umbúðum, en í nekt sinni verða þau trúverðug að mestu og menn eiga auðvelt að halda vöku sinni, svo ekki fari mikið íorgörðum. Leikritið ristir ef til vill ekki diúpt, en kjarni þess er þó okkur mjög viðkomandi og sannaHega ástæða til að staldra við og hug leiða spurningar Halldórs um samskipti stórþjóða og smá- þjóða og afstöðu okkar hinna „fáu, fátæku og smáu“, til hinna „stóru“. '■? Eins og oft vill verða hjá byrj endum í leikritun, sem liggur vandamál á hjarta, hættir Haíl- dóri við að leggja málpípum sín um of mikil glamuryrði í munn, án þess að þau verki verulega sannfærandi, þetta var áberandi í hlutverki því, sem Róbert Arn finnsson hafði á hendi og var til lýta. Hlutverk Herdísar — Ásta hin „ameríska" er aftur á móti all vel úr garði gert þó það sé öfga fullt á köflum. Önnur hlutverk skulu ekki hér rædd. Þrátt fyrir ýmsa áberandi galla byrjandans, ber þó leikrit Hall- dórs það með sér, að hann hefur unnið það vel og lagt í það mikla vinnu og óhætt er að íreysta því, að Halldór muni ekki bregðast því trausti, sem reykvízkir leikhús gestir sýndu honum með móttök um þéim, sem leikrit lians fékk í Tjarnarbæ. Ég mun vera fáorður um flutn ing verksins. Hann var yfirieitt vel af hendi leystur og bar þó flutningur Herdísav Þorvalds- dóttur af. Margrét Auðuns hin níu ára leikkona, gcrði sínu hlut verki góð skil, en var of lágróma. En þess er að vænta, að hún eigi eftir að kom við sögu í íslenzkum sem einn af vinum hans hafði skrifað, féll í hendur bandarísku leyniþjónustunni. Bréfið er talið áreiðanlegt og þar eð það bregð ur nokkru Ijósi á þær aðferðir sem beitt er til að koma fram pólitískum hefndum í Rússlandi Krústjovs, skal hér getið helztu atriða bréfsins, eins og þau koma fram í bandaríska tímarit inu NEWSWEEK. 3. júlí 1957 — Shepilov rekinn úr forsætisnefnd og miðstjórn kommúnistaflokksins. 7. júlí — Bók hans „Utanríkis stefna Sovétríkjanna", sem var nýkomin út, tekin úr umferð. 15. júlí — Prentun hinnar nýju útgáfu sovézku alfræðiorðabók- arinnar stöðvuð og nafn og ævi saga Shepilovs numin á brott. Einnig í júlí — Shepilov svift ur hershöfðingjatign sinni. Neit að um meðferð á magasári f spitalanum í Kreml og er lagð ur á Botkinspítala. Nóvember — Shepilov sendur til Frunze i Khirgíziu sem for stjóri efnahagsmáladeildar vís- indaakademíunnar þar á staðn um — sem sagt í útlegð. Júní 1958 — Lækkaður í tign niður í aðstoðar-forstjóra deild arinnar. Desember — Öll útgefin verk Shepilovs bönnuð í sovézkurn söfnum. Marz 1959 — Vikið úr vísinda akademíu Sovétríkjanna. 2. marz — 12. júní — Lagður inn á Solovetski taugasjúk- dóma spítalann, þar sem lækn ar töldu hann „öryrkja“ í eitt ár með 60 rúblna biðlaunum á mánuði. 13. júlí — Leystur um tima frá skyldum sínum í stofnuninni í Frunze, snéri Shepilov aftur til íbúðar sinnar í Moskvu, íbúð 10 í Leninsky Proyesd 13. September — Fyrirskpað að sleppa íbúð sinni í Moskva og snúa aftur til Frunze. Október. — Flokksleiðtoginn í Khirgízíu, Iskhak R. Rassakov rekur Shepilov frá störfum við stofnunina og sendir hann á samyrkjubú. Shepilov neitar að hlýða skipuninni. Það síðasta sem fréttist af Shepl lov, var, að hann hefði verið , .úrskurðaður oligophrenískuv" og sendur aftur á taugaspítala. Oligophrenískur er annað orð yfir geðbilaður. leikhúsum í framtíðinni og marka ég það af fleiru en því, sem ég sá til hennar að þessu sinni. Einn stórgalli var þó á flutningi margs þessa ágæta fólks, sem hlutverkum gegndi. Svo virtist, að þa“ð þyldi illa að líta af blöðum sínum og hætti þá til að tapa a£ þræðinum. Gríma hefur hér bryddað upp á nýjung, sem ekki má niður fella og hafi hennar menn þökk fyrir. Högni Egilsson . 4 17. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.