Alþýðublaðið - 17.04.1962, Page 9
DONSK MYND
USA
já, því,
;afram-
iar og
, að þá
'ramtíð
ínnan
ikið af
l fólki.
S sanr;-
táp og
og kon
li enn,
. Andi
;r enn
ðbúinil
nsson.
Kvikmyndaeftirlitið í New
York hefur bannað innflutn-
ing nýrrar danskþar kvik-
myndar, sem nefnist „Ein-
vígið.“ Fæst myndin ekkj
flutt inn í landið fyrr en bú-
ið er að klippa úr henni &.
m. k. fimm atriði. Mynd
þessi er tekin af ungum
leikstjóra, Knud Leif Thom-
sen, og er fvrsta verk hans
og hefur vakið mikla athygli
i Danmörku, en þó alls ekki
fyrir ósiðsemi!
Danska kvikmyndaeftirlit-
ið sá þó ekki ástæðu til að
banna neina kafla í mynd-
inni, enda hefur dönskum
kvikmyndahússgestum ekki
þótt neitt athugavert við
myndina frá siðferðilegu
sjónarmiði.
Er haft gaman að þessii í
Danmörku og þykir hræsni
Bandaríska kvikmyndaeftir
litið leyfir ekki, að elskendur
sjáist saman í rúmi — það
atriði segja Danir að sé ó-
hjákvæmilegt í hinni nýju
mynd, „Einvígið”.
88jip^
in af húsi sínu, sem er í byggingu.
hins bandariska eftirlits
ganga full langt, því atriðin
séu í eðli sínu mjög hvers
dagsleg og alls ekki ósið-
leg. Og hvað er það svo,
sem Bandaríkjamenn mega
ekki sjá?
1) Nokkrir metrar af kvik-
myndinni, sem sýna tvo af
þrem aðalleikurunum uppi í
rúmi. Það eru Fritz Helm-
uth og Marlene Sehwartz,
sem leika þetta atriði, og
sést þó vart annað af elsk-
endunum en andlitin. Hin
raunverulega ástæða er sú,
að karl og kona mega ekki
sjást saman í rúmi í banda-
rískum kvikmyndum, þótt
þau megi gera allt mögulegt
utan þess. Það má bara ekki
gerast neitt í rúmi.
2) Næsta atriði er næsta
skoplegt, en aðalleikarinn
þurfti að kasta vatni og gerði
það í handlaug, en hélt
um leið áfram samtali við
samleikara sinn.
3) Þriðja atriðið, sem hin-
ir bandarísku he.'mta að
klippt sé út, er sena frá
dýragarðinum í Kaupmanna
höfn. Tveir leikendanna
hafa fengið sér morgun-
göngu út í dýragarðinn og
og sjá þar m. a. ástfangin
apahjón.
4-5) Bandarísk dansmej',
sem undanfarið hefur sýnt i
Kaupm.höfn sýnir í myndinni
dans, sem hún hefur einnig
sýnt á skemmtistöðum í
Bandarikjunum, en heimtað
er að verði klipptur út.
Nordisk Film sér um
dreifingu myndarinnar og
hafa bandarískir viðskipta-
vinir þess sent því kvartan-
ir, vegna þess, að myndin
fáist ekki flutt inn til Banda-
ríkjanna. Það hefur verið
regla Nordisk Film að leyfa
ekki styttingar á myndum
sínum. Hefur félagið því á-
Dansmeyjan Maxine, sem
bandarfekir kvikmyndahússy
gestir mega ekki sjá á tjald-
inu, þótt hún hafi lengi sýnt
þau Iiin sömu atriði á
skemmtistöðum í Bandarikj-
unum og þau ekki þótt þar
óvenjuleg á ncinn hátt.
kveðið að visa málinu til
höfuðstöðva bandarískra
kvikmyndaeftirlitsmanna í
Washington og reyna að fá
undanþágu frá því að klippa
burt hinar umdeildu senur.
sem séu á engan hátt ósið-
legar, heldur brjóti aðeins
í bága við hefðbundnar
venjur bandaríska eftirlits-
ins. Segja Danir, að verði
þessar myndir klipptar út, þá
verði það gert á kostnað
þess listræna heildarsvips,
sem er yfir myndinni.
hefur alla kosts
góðs úrs
Sendi í póstkröfu
Slgurður Jónasxort úrsmiður
Laugav. 10 (Inngangur Eergstaðastrætismegjn)
Sími 10897.
Aðvörun
Samkvæmt 15. grein lögreglusamþykktar Reykjavikur, má
á almannafæri eigi leggja eða setja neitt það, er tálmar
umferðina.
Eigendur slíkra muna, svo sem skúra, byggingarefnis, um
búða, bílahluta o. þ. h. mega búast við að þeir verði fjar-
Jægðir á kostnað og ábyrgð eigenda án frekari viðvörunar.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 16. april 1962.
Lúffengur og svaíur
drykkur gerir skapið
léttara. Biðjið um Coca-Coía.
Coca-CoSa
er bezta hressingin
Áskriftarsíminn er 14901
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 17. apríl 1962 9