Alþýðublaðið - 17.04.1962, Side 10

Alþýðublaðið - 17.04.1962, Side 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Valur íslandsmeist- ari i kvennaflokkí SEX LEIKIR fóru fram í íslands ■ mótinu í handknattleik á laugar dagskvöldið, þar af fimm úslita- leikir í ýmsum flokkum og leikur Hauka og Ármanns í meistaraflokki karla II. deild. ★Valur vann verðshuldað á jafnteflinu. ' Sá leikur, sem athygli vakti þetta kvöld, var úrslitaleikurinn í I. deild kvenna milli Vals og FH. Val nægði jafntefli til að sigra, en ynni FH urðu félögin að leika að nýju til að úrslit fengjust. Leikurinn var geysispennandi frá upphafi til enda og stúlkurnar 'mjög taugaóstyi'kar, enda bar viður eignin þess greinileg merki. Valur hafði eitt mark yfir í fyrri hálfleik 5:4 og allur síðari hálfleikur var þrunginn spennu úrslitaleiks. Stúlkurnar léku af mikilli varkárni og 8 mínútur voru liðnar af hálf 'léiknum, áður en mark var skorað en það gerði Svanhvít fyrir Vál. En FH-stúlkurnar eru ekki á því að ’gefast upp og skora næstu þrjú mörk 7:6 fyrir FH og spenningur- inn nær háma'ki. Sigríður jafnar fyrir Val eftir alvarleg mistök markvarðar FH og Valur nær yfir höndinni.er Sigríður skorar úr víta kasti. Á síðustu mínútunni jafnar svo FH, það var Sigurlína, sem það "gerði með góðu skoti. Úrslit urðu þvi jafntefli, sem nægðu Val tii sigurs og ekki verður hægt að segja annað, en það hafi verið sann gjarnt bæði þegar litið er á sjálfan úrslitaleikinn og aðra leiki mótsins í liði Vals bar mest á Sigríði og var hennar þó vel gætt af Sylvíu. Markvörður Vals átti einnig mjög góðan leik og varði oft af snilld. Hjá FH voru Sylvía, Sigurlína og Valgerður beztar. Dómari var Frí mann Gunnlaugsson og dæ'ndi vei. ★ Haukar sigruðu Ármann Leikur Hauka og Ármanns í II. deild karla um annað sætið í deiid inni, var spennandi á köflum en býsna harður. Haukar sigruðu verð skuldað, en lið þessa íræga hand knattleiksfélgas hefur sýnt mjög miklar framfarir á mótinu og með sama áframhaldi verður þess ekki langt að bíða, að Haukar komist aftur í fremstu röð í handknattle’k Haukar skora fyrsta márkið, það gerði Ásgeir, en síðan nær Ámann yfirhöndinni með tveim ágætum mörkum Árna Samúelssonar. Sigur jón jafnar fyrir Hauka, en eftir það hafa Haukar yfirhöndina allan hálfleikinn utan einu sinni, sem Ármenningum tekst að jafna — 7 -7 Staðan í hléi var 12:8 fyrir Hauka. Síðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri, Haukar ha/a alltaf yfir Ármenningum tekst aðeins einu sinni að jafna, nokl.rum mínútum j'yrir lok leiksins. Lokatölurnar voru 21:19 fyrir Hauka. í liði Hauka eru margir ágætir ieikmenn, en mesta athygli vekur Viðar, sem er r.ýliði og leikur em með II. flokki. Þar er á ferðinni mikið efni í góðan handknattleiks mann. Aðrir leikmenn liðsins eru einnig leiknir svo sem Ásgeir, Sig urjón, Hörður og Karl markvörður Framhald á 14. «í3u. ^Þetta eru hjónin Guðjón Jónsson, Fram og Sigríður Sigurðardóttir, £VaI, sem bæði eru íslandsmeistarar í handknattleik. Jón Þ. varð 4- faldur meistari GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON ÚrsSít í kvöld í KVÖLD KL 8,15 lýkur meistara móti íslands í körfuknattleik. LeiK ið verður til úrslita i þrem flokk- um. í meistaraflokki karla mætast ÍR og Ármann. ÍR hefur unnið alla sína leiki til þess, en Ármann tapað einum og nægir ÍR því jafn- tefli til sigurs. Ef Ármann sigrar, verða þrjú félög jöfn, KFR, Ár- mann og ÍR og verða að leika að nýju um íslandsmeistaratitilinn. í 1. flokki karla leika ÍR og Ár- mann einnig til úrslita, en í 4. fl. karla berjast a- og b-lið ÍR í úr- slitaleiknum, svo að segja má að ÍR hafi raunverulega þegar tryggt sér titilinn í þeim flokki! Búast má við skemmtilegum leikjum að Há- logalandi í kvöld. mWMtMMMMHMMUmiMV Ingó vann MEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum innan húss fór fram í íþróttahúsinu að Há- logalandi um síðustu helgi. Kepp endur voru um 20 frá fimm fé- lögum. Fremur dauft var yfir ! mótinu, enda haldið seinna en vant er, þar sem hús fékkst ekki til að halda mótið á þeim tíma, sem venja er. Jón í>. Ólafsson var maður mótsins, ef hægt er að segja svo, hann varð fjórfaldur meist- ari og fékk þriðju verðlaun í fimmtu greininni, en alls er keppt í sex greinum. Jón er í mjög góðri þjálfun og má búast við miklum afrekum af honum í sumar. Hann stökk vel yfir 1,70 m. í hástökki án atrennu og reyndi næst við 1,77 m., en heims met Evandts er 1,76, eins og kunnugt er. Jón vantaði töluvert á, til að stökkva hæðina. í stangarstökkinu kom,’ fram nýr keppnandi, sem ekki hefur sést á opinberum mótum. Hann heitir Hreiðar Júlíusson og sýndi mjög góða hæfileika, en kann lítið fyrir sér í greininni. Lít- ill vafi er á því, að þessi ungi piltur, thann er aðeins 16 ára) á eftir að ná langt með tilsögn, hann er bæði sterkur og laginn. Keppnin um annað sætið í há- stökki var skemmtileg milli Val- björns og Helga Hólm, sá síðar- nefndi náði sínum bezta árangri, stökk 1,80 m., en Valbjörn hefur aldrei stokkið hærra. Ungur piltur, Sigurður Sveins- son frá Selfossi vakti einnig at- hygli. Hann er mjög gott efni í a Stokkhólmi 15: apríl (NTB—TT). Svíinn -Ingemar Johansson fyrrum heimsmeistari í þungavigt sigraði Hollend- inginn Vim Snoek á rot- höggi í fimmtu lotu í dag. Áhorfendur voru 4600 eða fullsetið hús og að sjálfsögðu gerði Ingemar út um keppn- ina með einu vel völdu hægri handar höggi. afreksmann og á innanhússmóti HSK nýlega setti hann, t. d. nýtt drengjamet í þrístökki án at- rennu, stökk 9,46 m. Gamla met- ið átti Óskar Alfreðsson, UmsK. 9,41 m. Úrslit I ýmsum greinum : Kúluvarp: Gunnar Huseby, KR 15,14 m. Guðm. Herm. KR 14,51 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 12,25 Valbjörn Þorl. ÍR 11,49 I.angstökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson, ÍR 3,30 m. Jón Ö. Þorm. ÍR 3,06 Sigurður Sveinsson, Self, 3,05 Valbj. Þorl. ÍR 3,04 Hástökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1,70 m. Valbjöm Þorl. ÍR 1,55 Jón Ö. Þormóðsson, ÍR 1,55 Þrístökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson, ÍR 9,61 m. Valbj. Þorláksson, ÍR 9,30 Þorv. Jónasson, KR 9,27 Sig. Sveinsson, Self. 9,27 Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, ÍR 4,00 m. Valgarður Sig., ÍR 3,50 Hreiðar Júliusson, ÍR 3,20 Magnús Jakobsson, UmsB. 3,00 Hástökk með atrennu: Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1,95 Valbjörn Þorl. ÍR 1,85 m. Helgi Hólm, ÍR 1,80 Karl Hólm, ÍR 1,70 Heildarúrslit mótsins urðu því þau, að ÍR hlaut 5 meistara, KR 1, en önnur félög engan. Madrid, 15. apríl (NTB-REUTER) Real Madrid tapaði fyrir Barce- lona í spönsku bikarkeppninni í dag með 1:0. Markið var gert í sið- ari hálfleik. Áhorfendur voru um 120 þúsund. MUMUMMMMWMUIMMIW JÓN Þ. ÓLAFSSON íhDn rr a rncTTití ItlRQ r IJAhKb I IIK 'lJfST1 VTW MÁLt Milano varð ítalskur meistari í j knattspyrnu 1962, í öðru sæti er Inter og þriðja Fiorentina. Sænska deildakeppnin hófst á sunnudag og mikla athygli vakti sigur Djurgárden yfir Gautaborg 8:2. ★ HER koma sigurvegararn- ir í einstökum flokkum ís- landsmótsins í handknattleik, sem lauk í fyrrakvöld: Mfl. kvenna: VALUR. I. fl. kvenna: VÍKINGUR. IL fl. kvenna (a) ÁRMANN. II. fl. kvenna (b) FRAM. Mfl. karla I. deild: FRAM. Mfl. karla II. d.: IIAUKAR. I. fl. karla: VÍKINGUR. II. fl. karla (a) VÍKINGUR. II. fl. karla (b) FRAM. III. fl. karla (a): VALUR. III. fl. karla <b): KR. »wwww ■*10 17. aprír 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jr ? .'McÚ ii)5 M ■ Jt}í J’'Jlu )•

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.