Alþýðublaðið - 17.04.1962, Qupperneq 13
MYNDIRMAR hér á síð-
unni voru allar teknar af
Kristjáni Magnússyni á
skemmtun Félags ungra
jafnaðarmanna sl. mið-
vikudag í félagsheimilinu
Burst, Stórholti 1.
Eins og sjá má er kátína
og fjör í unglingunum,
enda eru þeir að hamast
við að dansa samkvæmis-
dansinn Tvist, eða tvista
eins og það er kallað.
Á FUJ skemmtuninni
var dansað og tvistað með
undirspili sextetts Berta
Möller. Þetta var í fyrsta
sinn sem hljómsveitin
lék í Burst, en áður hafði
verið notast við fámennari
hljómsveitir og plötuspil-
ara.
Auk þess að dansa fara
unglingarnir í margs kon
ar leiki, spila félagsvist og
hingó og f inna upp á ýmsu
skemmtilegu.
y'
Áfengi er stranglega
hannað að hafa um hönd á
skemmtunum FUJ, en
hægt er að fá keypt gos.
Næsta skemmtikvöld
FUJ verður á miðvikudag.
Einnig hefur verið undir
búin fjölbreytt skemmti
skrá fyrir páskavikuna og
er hún birt hér á síðunni.
Páska-
dagskrá-
in í Burst
Félagsheimili FUJ, Stórholti 1.
Páskadagskrá.
SKÍRDAGUR:
Kvöiddagskrá:
Húsi3 opnað kl. 8. Kl.. 8,30 Páska-
bingó (verSiaun-. Páskaegg).
Bansað á eftir.
FÖSTUDAGURINN LANGI:
HúsiS opnað kl. 2. Spilað, teflt,
spilað á fóninn og margt fleira.
Kvölddagskrá:
Húsið opnað kl. 8. Heimilið opið
öllum sem vflja, til allskonar skemmt
unar.
LAUGARDAGUR:
Húsið opnað kl. 8. Spiluð verður
félagsvist. sem hefst kl. 8,30 (góð
verðlaun). Dansað á eftir.
PÁSKADAGUR:
Húsið opnað kl. 2. Sérstök á-
herzla lögð á að yngri félagsmenn
mæti. Kvikmyndasýning og fl. til
skemmtunar.
Kvölddagskrá:
Húsið opnað kl. 8. Kvöldvaka.
Kvikmyndasýning og leikir alls kon-
ar. Dansað upp úr miðnætti.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 17. apríl 1962 |,3
\