Alþýðublaðið - 19.04.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.04.1962, Blaðsíða 9
Nýjung í Danmörku MJÓLKUR- „Sjoppurnar", þar sem unglingarnir „rotta” sig sam- an eins og eitthvert blaðið komst svo furðulega að orði fyrir fáum dögum, eru viður kenndar einn hættulegasti samkomustaður þeirra af vandamönnum þeirra og wma þeim, sem ábyrgð bera á lög- um og rétti í borginni. Þar cru mörg ráð brugguð og miklum peningum eytt í gos- drykki og jafnvel annan vafa- saman varning, ef dæma má eftir þeim orðrómi, sem um gengur. Þetta vita allir, en færri hafa verulegan áhuga fyrir að gera eitthvað raunhæft til úrbóta. í Danmörku er þessi plága engu minni en hér, nema síð- ur sé. Og nú hefur þeim, sem stjórna mjólkuriðnaði Dana dottið ráð í hug til þess að maka krókinn og um leið að koma (ef unnt væri) lítið eitt meiri menningarblæ á samkundurnar. „SJOPPNA" Þeir hafa til reynslu kom- ið upp „mjólkurbar“, þar sem hinir venjulegu gos- drykkir eru útlægir gerir, en mjólk í öllum mögulegum út- gáfum kemur í þeirra stað. — Golden milk — Orange milk — Lemon milk — Map- le milk shake o.s.frv. Þessi tilraun danskra mjólk urmanna virðist ætla að verða gífurlega vinsæl, eftir aðsókn unglinganna að mjólkurbarn- um að dæma og í ráði er, að hefja samkeppni við gömlu „sjoppurnar“ með tilkomu „fíijólkurbara" á hernaðar- lcga mikilvægum stöðum um land allt, um leið og hafin verður innreið mjólkurinnar í æskulýðsklúbba og æsku- lýðsheimili um landið allt. Þessi tilraun er að mörgu leyti athyglisvert fyrir ís- lenzku mjólkursamsöluna og islenzka æskulýðsleiðtoga, og væri ekki úr vegi, að þeir kynntu sér þessi mál vel. Myndirnar eru úr „mjólk- urbarnum" danska. Nétt í EVioskvu i AusLuroæjarDioi 1 Kvold kl. 7 og 9,15. Söngur — Ballett — Þjóðdansar frá Kákasus — Einleikur á píanó — Einleikur á harmoníku. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói. — Sími 11384. Tíminn segir: Fagnaðarlæti áheyrenda voru slík að þess eru reiðanlega fádæmi. ^lþýðublaðið segir: Atriðin mjög skemmtileg. Skrifstofa skemmtikrafta. Rússneskir listamenn skemmta Hve mikill var hitakosn- aður yðar á s.l. vetri / Látið ? Spara fyrir yður á komandi vetri Tvöfalt Cudo-gler 5 ára ábyrgd. CUDOGLER c/o Skúlagötu 26 Sími 12056. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. apríi 1362 @

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.